Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 53

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 53
VÍSIR — ÞJÓÐHÁTlÐARBLAÐ 53 Unnið er nú víða i sveitum með nýtízku vélum. ur Kristmundsson, unnið þar mikið brautryðjandastarf. Á ár- unum 1908—1940 hafa verið friðaðir um 40 þús. ha. af landi. Skilað hefir verið fullgrónu nokkru af þessu landi. Hefir heilum byggðarlögum verið bjargað með þessum aðgerðum frá því að fara í auðn. Garðrækt hefir mjög færzt í aukana þetta tímabil. Með lög- um um verzlun með kartöflur og aðra garðávexti o. fl. frá 1936 var Grænmetisverzlun rík- isins stofnuð. Jafnframt var lof- að nokkrum framleiðsluverð- launum fyrir aukna kartöflu- framleiðslu. Grænmetisverzlun- in hefir starfað síðan og hefir haft bæði bein og óbein áhrif til vaxandi garðyrkju. Þessar ráðstafanir leiddu til þess, að s tórmikil f ramleiðsluaukning varð næstu ár. Ræktun annara matjurta hef- ir og aukizt mjög mikið. Þá má telja, að ný atvinnugrein hafi komið upp á þessu ái’abili. Það er vermihúsarækt eða ylrækt, eins og þessi grein matjurta- ræktar er einnig nefnd. Nú mun vera um 4 ha. undir gleri og er þar ræktað milcið af mat- jurtum og blómum. Jarðhitinn er hér að skapa nýja atvinnu- grein, sem án efa á eftir að vaxa mikið og verða með tímanum cinhver veigamesti þáttur land- búnaðarframleiðslunnar. Eitt af erfiðustu viðfangs- efnum fyrir landbúnaðinn lief- ir verið að koma upp sæmileg- um byggingum fyrir fólk og fénað. Um 1924 var þessu skammt komið áleiðis, enda enginn sluðningur til þess veitt- ur af hendi löggjafarvaldsins. Margt hefir skipazt í þessum efrium síðan. Árið 1928 voru samþykkt lög um byggingar- og landnámssjóð. Ári síðar var Búnaðarbankinn stofnaður. Þá fékk landbúnaðurinn loks láns- stofnun, sem veitti nauðsynlegt rekstrarfé. Ræktunarsjóður og Byggingar- og landnámssjóður urðu þá sjálfstæðar deildir i hinni nýju bankastofnun. Árið 1936 voru lög um nýbýli og samvinnubyggðir samþykkt, og ári síðar er lögfest að veita mið- ur stæðum bændum styrk til þess að endurreisa íbúðarhús i sveitum. Þessar ráðstafanir all- ar hafa mjög stuðlað að bygg- ingum til sveita. Síðustu árin fyrir styrjöld þá, er nú geysar, var afar mikið byggt í sveit- um. Samkvæmt fasteignamat- inu 1941 voru talin 5861 sveita- býli i landinu. Torfbæir og bæ- ir úr blönduðu efni (torfi, grjóti, timbri, steypu) eru 2145 eða 36,6% af býlafjöldanum. Timburhús eru 1757 eða 30% og steinsteypt íbúðarhús eru 1958 eða 33,4% af tölu býl- anna. Steinsteypt hús eru þá komin á þriðja hvert býli og hafa þau flest verið byggð á þcssu iímabili, svo og nokkur hluti timburhúsanna. Á fáum árum var því lyft Grettistaki í húshyggingarmálum sveitanna, og sýna þessar tölur, hve þörf- in var brýri á þessu sviði, þeg- ar bændur loks fengu aðgang að lánsstofnunum, sem veittu lán til endurbygginga á jörðum þeirra. Eftir 1930 skall landbúnaðar- kreppan yfir, varð hún hörðust árin 1931—1934. Dilksverðið fór niður í 6—8 krónur og þurfti þá að minnsta kosti 7 dilka til þess að gjalda viku- kaup kaupamanns um sláttinn. Eins og við var að búast söfn- uðu bændur skuldum, þar sem engin leið var að láta búin bera sig. Framkvæmdir drógust nokkuð saman, en þó minna en vænta mátti. En mjög kreppti að bændum þessi ár. Tvennar opinberar ráðstafanir voru gerðar til þess að mæta þeim voða, sem af þvi leiddi, ef bænd- ur flosnuðu upp af jörðum sín- um í stórhópum. Annað er lög- gjöfin um kreppulánasjóð frá 1933 og hitt er afurðasölulög- gjöfin frá 1934, sem miðaði að því að bæta og jafna söluyerð landbúnaðarvara. Sú löggjöf stendur i aðalatriðum enn og hefir gert mikið gagn. Hinsveg- ar munu bændur nú vera vel á veg komnir með að greiða öll lán, sem þeir fengu i kreppu- lánasj. á þessum árum,og erþað vel farið. Eftir 1935 fóru erfið- leikar bænda af völdum land- búnaðarkreppunnar minnkandi, afkoma þeirra fór þvi batnandi siðustu árin fyrir styrjöldina, en framkvæmdir jukust. Margt er ósagt enn um fram- leiðsluhætti landbúnaðarins þessi ár, en rúmið leyfir ekki að það sé gert að þessu sinni. Þó ber að geta þess, að alger bylting hefir orðið á kjötverk- un landsmanna á þessu tímabili. Hefir Samb. ísl. samvinnufélaga haft forgöngu um að köma upp frystihúsum fyrir kjöt við flest sláturhús kaupfélaganna, og hið sama hefir Sláturfélag Suður- lands gert með sín sláturhús. Hefir meginhluti kjötsins hin siðustu ár verið frystur, og mest af því kjöti, sem verkað hefir verið til útflutnings, flutt frosið á erlendan markað. Nú eru starfandi 7 mjólkursamlög, sem veita viðtöku um 20 millj. kg. af mjólk árlega. Aulc þess eru nokkur rjómabú og smjör- samlög starfandi. Hefir þessi þróun í framleiðslumálum landbúnaðarins orðið til mik- illa hagsbóta fyrir framleiðend- ur, en þó einnig fyrir neytendur. Árið 1942 er töðuuppskeran 1,35 milljón hestar eða talsvert yfir tvöfalt meiri en liún var 1924. Uthey er um 900 þús. hest- ar, eða nokkru minni, þrátt fyr- ir stórfellda engjaræktun þetta árabil. Sýnir það ljóslega, að bændur eru hættir að nytja all- mikið af lélegustu engjum, sem áður voru slegnar. Kartöflu- uppskeran var að meðaltali ár- in 1939—1942 um 100 þús. hkg. eða fjórföld- á við það, sem hún var 1924. Sauðféð er talið 650 þúsund, nautgripir 41 þús- und, hross 61 þúsund, hænsni ca. 70 þúsund og loðdýr um 9 þúsund. Heildarframleiðslu- magn landbúnaðarins hefir ald- rei verið svipað því eins mikið og þessi síðustu ár, þótt færri hendur hafi að framleiðslunni starfað en nokkru sinni fyrr. Árið 1940 eru landsbúar 121.474, en af þeim lifa af landbúnaði og starfa að honum um 37 þúsund manns. V. Hér hefir verið stiklað á fá- um atriðum um þróun landbún- aðarins frá 1874. Mörgu hefir verið sleppt, sem ástæða væri til að nefna, en öðru af því, að ekki þykir tímabært að tala um það vegna þess, að enn er ekki sýnt hvaða áhrif það kann að hafa á þróun landbúnaðarins. Svo er það um sauðfjárpestir þær, sém herjað hafa á bústofn bænda hin síðustu árin. Hafa þær valdið bændum i heilum héruðum stórtjóni og verið mik- ill útgjaldaliður fyrir ríkissjóð. Áhrifa styrjaldarinnar á land- búnaðinn verður hér að engu getið, vegna þess að enn er of snemmt að meta þau áhrif. En vitað er, að þau eru og verða mikil og djúptæk. Þau hafa lýst sér í fyrst'u umferð í lokun á erlendum mörkuðum fyrir út- flutningsvörurnar og stórkost- legum skorti á vinnukrafti. Þar af leiðandi hefir mjög dregið úr öllum framkvæmdum. Alger opinber verðskráning hefir verið teldn upp á landbúnaðarvörum á innlendum markaði og i sam- \ - ' '\ T • -*> Mjaltir. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.