Vísir - 15.04.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 15.04.1952, Blaðsíða 1
42. írg. Þriðjudaginn 15. apríl 1952 84. tbl* Þrjár fjölskySdur húsnæðis- Annars rólegl hfá slókkviliðinu undanfarið. loil. @ í nótt brann íhúðarbraggi að verulegu leyti inni í Múlacamp og misstu tvær fjölskyldur þar allt siít, en innbú briðju fjöl- skyldunnar skemmdist mikið af vatni. Þarna er um að ræða bragga- lengju, og bjuggu í henni þrjár fjölskyldur. Ekki er kunnugt um eldsupptökin, en þegar slökkviliðið kom á vettvang, kl. rúmlega 3 í nótt,-var eldur- inn orðinn mjög magnaður og stóð upp úr þakinu. Fólk bjarg- aðist allt út en fékk engu bjarg- að af innanstokksmunum úr tveimur íbúðanna og brunnu þeir allir inni, ásamt fatnaði, borðbúnaði og yfirleitt öllu, er þar var geymt. Annar endi braggalengjunn- ar stóð eftir en slökkviliðið varð að dæla á hann mjög miklu af vatni og urðu af þess völdum miklar skemmdir á innbúinu. Braggalengja þessi hafði nr. 18 og 18 A í Múlacamp. Eig- andi hennar var Kristrún Strandberg. Að undanteknu þessu var yf- irleitt rólegt hjá slökkviliðinu um páskahelgina. Á páskadag var það að vísu kvatt tvisvar á vettvang. í annað skiptið að Barmahlíð 46. Þar hafði kvikn- að út frá olíukyndingu, en var búið að slökkva þegar slökkvi- liðið kom á vettvang og skemmd ir urðu engar. Hitt útkallið var síðar um daginn, en þar var um gabb að ræða. Júgóslavar æstir vegna Trieste. Um 300.000 manns tóku þátt í kröfugöngum í Belgrad í gær eða % bæjarbúa. Farið var til bústaða sendi- herra ítala og Breta og mót- mælt, að haldið verði áfram Lundúnafundinum um Trieste. Fréttaritarar segja gremju manna vaxandi í Jugoslavíu út af þessu máli og hafi það kom- ið fram í gær, en ekki kom þó til neinna óeirða. Laugardaginn 12. apríl var eki'ð á mannlausa bifreið í Ing- ólfsstræti og var hún stór- skemmd. Atburður þessi mun hafa skeð á tímabilinu frá kl. 18.15 og til 21.40 á laugardagskvöld- ið. Stóð bifreiðin þá fyrir norð- an húsið nr. 23 við Ingólfs- stræti... Bíllinn, sem er því sem næst nýr, varð fyrir verulegum skemmdum. Hafði verið ekið á hana hægramegin að framan. Hafði Ijóskerið brotnað, enn- fremur hafði aurbretti, vatns- kassahlífin og fleira stór- skemmst. Er fólk, sem einhverjar upp- lýsingar getur gefið, svo og bifreiðarstjórinn sem valdið hefir árekstrinum, vinsamleg- ast beðið að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna. Tttfgir pÚSMBttlsE híBÍíE fíúið '£g% s&im fíóðéð stefHér ú Flóð líka að Snrja í JMissisippi. Fyrir rúmri viku brá til þíðviðris og hlýinda í Suður- Dakota, Bandaríkjunum, og hljóp fljótt geisivöxtur í allar ár og læki, sem renna x Missourifljót ofanvert, og er það nú í miklum vexti og hefir valdið stórtjóni, en vöxtur mikill cr cinnig hlaupinn í Missisippifljót. Á myndinni sést Eisenhower hershöfðingi ásamt Lodge, öld- ungardeildarmanni, sem stjórn- ar kosningaáróðrinum fyrir því að Ike verði kjörinn forseti. — lætiGr s á iiý. Tveir menn drukkna er báturinn Veiga ferst. Kann fékk á sig brot, sem hálffyllti hann. Það slys varð við Vestmanna- eyjar s.l. laugardag í suðvesían stormi, að vélbáturinn Veiga fórst skammt fyrir vestan Eyj- arnar á venjulegum netamiðum og með bátnum tveir ungir menn. Hafði Veiga ,farið í róður á laugardagsnótt, eins og fleiri bátar, en um hádegi á laugar- dag gerði hvassa suðvestan átt með snörpum byljum. Vurð Veiga fyrir mörgum miklum sjóum og tók einn skipverja út, Pál Þórormsson. Skömmu síðar reið yfir bátinn brotsjór, sem braut hann svo, að annað var ekki sýnt, en að hann myndi sökkva. Braust þá formaður bátsins niður í hásetaklefa til þess að senda út neyðarkall. Gúmmíbátur var bundinn of- an á stjórnkiefa bátsins og náðu bátsverjar honum, blésu hann upp og settu á flot. Síðan stukku þeir hver af öðrum í sjóinn með björgunarbelti. Komust allir í gúmmíbátinn nema Gestur Jó- hannesson vélstjóri, sem'drukkn aði. Vélbáturinn Frigg, sem var nærstaddur, heyrði neyðarkall Veigu. Kom hann brátt á vett- vang og tókst að bjarga þeim bátsverjum, er í gúmmíbátn- um voru. Þegar brotsjórinn reið yfir Veigu hálffyllti bátinn og braut mikið ofanþilja. Þykir það mjög vasklega gert af for- manni, að komast niður til þess að senda út neyðarkallið, sem varð þeim bátsverjum, er 1 gúmmíbátinn komust, til lífs. Mennirnir, sem fórust, voru aðkomumenn: Páll Þórormsson, 26 ára gamall, ættaður frá Fá- skrúðsfirði. Hann á aldraða for eldra á lífi. Gestur Jóhannes- son, 23 ára, var frá Þistilfirði, kvæntur og átti eitt barn. Fréttaritari Vísis á Siglufirði símaði í morgun, að viðgerð á norska selveiðiskipinu Ungsel væri lokið og hefði það lxaldið norður í höf í gær. Rétt fyrir páskana komu tog- bátar til Siglufjarðar með sæmi lega góðan afla, og fóru þeir aftur á veiðar í gær. í dag er blíða á Siglufirði, glampandi sólskin og blæjalogn. Malan harSnar. AISsIaei*|s8SíeB«tíölk ’iB BBBáfiBEBBiBo Leiðtogar þeldökkra manna í Súður-Áfríku koma innan skamms saman á fund. Verða þá teknar f.ullnaðar- ákvarðanir um framkvæmd mótþróastefnu vegna kynþátta- kúgunar stjórnarinnar. Búist er við, að samtökin nái til alls lands. Þátttakendur áforma, að neita að bera sérstök vegabréf, skipa sér í sérstakar biðraðir í póst- og símastöðvum og férðast í sérstökum járnbraut- arvögnum. Dr. Malan hefir lýst yfir, að sambandsstjórnin muni beita öllum þeim meðölum, sem hún hafi yfir að ráða, til þess að hindra framkvæmd mótþróa- stefnunnar. Allar líkur benda til, að hér verði um að ræða einhverja mestu vatnavexti í miðvestur- fylkjunum, sem sögur fara af. Á 1600 kílómetra kafla frá Suður-Dakota og suður í Kans- as og' Iowa, er fjöldi smábæja og þorpa á kafi í vatni, og í morgun var áætlað að 74 þús- und manns hefðu flúið heimili sín. Stórar borgir eins og Omaha og Sioux City voru í mikilli hættu. í Omaha í Nebraska hafði herlið verið kvatt á vettvang til þess að grafa skurði til þess að leiða vatnið frá borginni og gera við varnargarða utan hennar. — Úr borginni flýðu allir, sem gátu. í Sioux City var allt á floti í úthverfunum. — Fylkisstjórinn í Iowa taldi horf- urnar svo ískyggilegar, að hann símaði Truman forseta, og bað hann að gera ráðstafanir til þess, að ríkissjóður Bandaríkj- anna hlypi undir bagga, til að standa straum af stórfelldum hjálparráðstöfunum, sem fyrir- sjáanlega yrði að grípa til. Bandaríkjaher, Rauði kross- inn og aðrar hjálparstofnanir hafa sent lið á vettvang. Sum- staðar verður ekki. öðrum hjálpartækjum við komið en helikopter-flugvélum. Ibúar flýja. Síðari fregnir herma, að nokkur hluti íbúanna í 1200 þorpu.m og bæjum hafi flúið heimili sín. Sunnar í landinu treysta menn varnir þorpa og bæja í grennd við Missouri. — Hermenn vinna að því ásamt þúsundum sjálfboðaíiða, að hlaða garða úr sandpokum. Truman forseti hefir þeg'ar lagt fram % millj. dollara til hjálpar í starfsemi í Dakota og Iowa. í St. Paul, Minnesota, hafa 7000 manns yfirgefið heimili sín vegna vatnavaxta. Rauði Krossinn telur, að los sé komið á hátt á annað hundrað þúsund manns vegna flóðanna og breytist horfur ekki muni tug-. þúsundir enn verða að flýja heimili sín. Enn síðari fregnir herma, að flætt hafi yfir 2000 fermílna landsvæði. í Sioux City hafa öll viðskipti stöðvast. — í Omaha er unnið af kappi að því að hækka varnargarða.. Búist er við, að flóðin nái há- marki á fimmtudag. — Sunnar er og unnið af kappi að því að> hlaða varnargarða úr sandpok- um við alla bæi í grennd við: Missouri. Hefir ná& göium árangri með ffoÞ Skipsljóranum á b.v. Skúla Magnússyni hefir tekizt að út- búa flotvörpu, sem gefið hefir góða raun. Hefir skipstjórinn, Jóhann. Magnússon að nafni, unnið að' því undanfarið að útbúa vörpu þessa og þreifa sig áfram með hana, en eins og menn vita eru. venjulegar vörpur þannig, að þær fylgja botninum, svo að lítt eða ekki aflazt í þær, ef' fiskurinn er upp í sjónum. En þannig ástatt nú, að fiskurinn. er uppi í sjónum, en samt veiddi Skúli Magnússon sæmilega í síðustu veiðiför sinni, og má það þakka því, að höfð var sú. veiðiaðferð, sem Jóhann hefirr verið að undirbúa undanfarið.. Einhverjir fleiri skipstjórari' munu hafa gert samskonar til- raunir, hver í sínu lagi, og án þess að vita af hver öðrum, og' virðist svo sem þær gefi góða raun, svo sem tilraunir Jóhannsi a Skúla Magnússyni benda ó-- tvírætt til. Heiðarvegir ófærir. Hcllisheiði varð ófær í gær, en bifreiSum var þó hjálpað yfir heiSina í gærkvöld. Hún telst nú fær vörubifreið- um. Unnið er með ýtum á heið— inni í dag við góð veðurskil— yrði. Mosfellsheiði varð ófær ú föstudaginn langa. Presturinn. á Mosfelli, síra Hálfdan Helga- son, sem messaði þann dag á Þingvöllum, varð að fara heirn Krýsuvíkurleiðina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.