Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 2
2 V í S I R Miðvikudaginn 7. maí 1952 BÆJAR ú FretlLí* Hitt og þetta Víða um írland eru vökur haldnar til þess að minnast lát- inna ættingja og þykja þær miklu merkari en skírnir og giftingar. Undirbúningurinn undir þessar vökur er feikimik- ill, einnig áhugi fyrir þeim og aðsókn að þeim. Og sumstaðar tíðkast enn við þessar vökur að syngja sorgarsöngva alla nótt- ina. Eru það undarlegir kvein- andi söngvar sem allir syngja einum rómi. © Tómasína gamla í Úthlíð var stödd hjá sóknarpresti sínum, sem var nýbúinn að fá nýtt brauð og var í þann veginn að flytja burt. Hann byrjar strax að hugga Tómasínu. — Þér fáið sjálfsagt jafngóð- an prest og mig aftur. Tómasína þurrkaði tár af hvörmum sér með svuntuhorn- inu og kjökraði: — Nei, því trúi eg ekki. Á minni ævi hef eg liaft sjö presta. Þú ert sá sjöundi. Og með hverjum nýjum presti fékk maður verri og verri prest. Svo að nú verður það bara eymd og vesaldómur. Frúin (grátandi): Demants- hringurinn hefir dottið af fingri mínuin, og eg get ekki fundið hann aftur. Maðurinn: Vertu róleg, góða. Eg fann hann. Hann var í buxnavasa mínum í morgun. © — í gær hitti eg daufdumban mann með málhelti. — Nei, heyrðu góði, þú leik- ur ekki með mig. — Jú, hann vantaði tvo fing- ur hægri handar. Það er hræðilegt að vera eins gildvaxinn og eg. Eina flíkin, sem eg get keypt án þess að taka hana eftir • máli, er — regnhlíf. © Nótt eina bættust Jörgensens- fjölskyldunni hvorki meira né minná en 3 drengir. Þegar pabbinn hafði sýnt Jóni syni sínum, 6 ára gömlum, liina nýju viðbót við fjölskylduna, og drengurinn hafði horft á hana um hríð, spurði hann: — Pabbi, hvern þeirra eigum við að láta lifa? Mér lízt ekki sem verst á þann, sem er í miðj- unni. Hinar þekktu Smnb&tKwm komnar. Yerð frá 1247.00. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. Miðvikudagur, 7. maí, 128. dagur ársins. — Á morgun hefst 3. vika sumars. Knattspyrnufélag Reykjavíkur efnir til afmælishátíðar sinn- ar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, og hefst hún kl. 8.30. Skemmti- atriði verður sumarrevýa Bláu stjörnunnar, og er þetta önnur sýningin. Hinir úth. skemmti- kraftar Bláu stjörnunnar eru söngkonan Lulu Ziegler og fak- irinn Charih Indra. Leikfélag Reykjavíkur hefir í hyggju að efna til einnar sýningar enn á kín- verska leikritinu Pi-pa-ki, eða Söngur lútunnar. Þegar miðar voru seldir að sýningunni í gær — sala þeirra fór fram á mánudaginn •— seldust þeir allir á svipstundu eða svo, — það er að segja á hálfri annarri klukkustund. Hefir því verið afráðið að hafa eina sýningu enn, hvort sem hún verður raunverulega sú síðasta eða ekki. Brauðavei’ð hefir hækkað nokkuð, og eru ástæður ýmislegar fyrir hækk- uninni. Stafar hún meðal ann- ars af hækkun rúgmjöls er- lendis, en auk þess hefir hit- unarkostnaður t. d. hækkað um 45 af hundraði. Þá hafa vinnulaun hækkað, því að vísi- tala hefir hækkað nokkrum sínnum undanfarið, án þess að það kæmi fram í brauðaverð- inu. Heilt rúgbrauð hefir hækk- að um 50 aura, en franskbrauð um 15 aura. íslenzkar getraunir gefa nú þeim, er getspakir reynast, síhækkandi verðlaun. Þannig hlaut sú, er getspökust varð í 3ju viku getraunanna, alls um 2500 kr., en þar af fékk hún ein fyrstu verð- launin, sem voru yfir 1800 kr. 161 ú Skýringar: • Lárétt: 1 fæði, 3 t. d. við Grindavík, ,5 félag, 6 snemma, 7 SÞ (úti.), 8 verzl.mál, 10 íláts, 12 þjónn, 14 líta, 15 tímabils, 17 ósamstæðir, 18 kvennafn. Lóðrétt: 1 guð, 2 félag, 3 húsdýr, 4 þarf til ferðalags, 6 húsdýr, 9 fornsöguhetju, 11 fugls, 13 tímamæla, 16 félags- heiti. Lausn á krossgátu nr. 1609. Lárétt: 1 Söl, 3 jóm, 5 ál, 6 hó, 7 Rán, 8 mó, 10 fala, 12 arf, 14 sár, 15 Ari, 17 Ra, 18 fræinu. Lóðrétt: 1 Sálma, 2 öl, 3 Jón- as, 4 málara, 6 háf, 9 órar, 11 Láru, 13 fræ, 16 II. Er enginn vafi á því, að get- raunirnar eigi vaxandi vin- sældum að fagna, svo sem kom- ið hefir í ljós, og er áreiðanlegt, að fjölmargir munu bætast við á næstu vikum og mánuðum. Stúdentafélag Reykjavíkur hefir nú skrifað enn fleiri fé- lagasamtökum en áður, til þess að fá þau til lið við sig í stjórn samskotanna fyrir Árnasafni. Auk þeirra, sem þegar hefir verið getið, hefir stjórn Stú- dentafélagsins skrifað Far- manna- og fiskimanna-sam- bandinu, Félagi ísl. iðnrekenda, Félagi ísl. stórkaupmanna, Kvenfélagasambandi íslands, Landssambandi iðnaðarmanna, Landssambandi ísl. útvegsm., Sambandi ísl. sveitarfélaga, Sambandi ísl. - samvinnufélaga, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Ungmennafélagi íslands og Verzlunarráði íslands. — Gjafir halda áfram að streyma að, en betur má ef duga skal. Hafnarfjarðarkirkja. Altarisganga í kvöld kl. 8.30. Síra Garðar Þorsteinsson. Útvarpið í kvöld. Kl. 20..30 Útvarpssagan: ,,Básavík“, söguþættir eftir Helga Iljörvar; I. (Höfundur les). — 21.00 Tónleikar (plöt- ur). — 21.20 Frásöguþáttur: Gestir af hafi; fyrri hluti. (Óh afur Þorsteinsson þingvörður). —• 21.45 Einsöngur (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Leynifundur í Bagdad“, saga eftir Agöthu Christie. (Hersteinn Pálsson ritstjóri) II. — 22.30 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja óper- ettulög til kl. 23.00. Trúlofun. Síðastl. laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Inga Þóra Herbertsd., Laugavegi 86 og Einar Lúðvíksson, rafvirkja- nemi, Efstasundi 17. Stapgarveiðifélag Reykjavíkur biður félagsmenn sína að minnast þess, að veiðileyfin ber að sækja í síðasta lagi þann 10. þ. m. Verði úthlutaðra veiðileyfa ekki vitjað fyrir til- settan tíma, er heimilt að selja þau öðrum.' Bazar heldur kvenfélag Hallgríms- kirkju að Röðli í dag og hefst hann kl. 2 e. h. Þar verður á boðstólum allskonar jafnaður á börn og fullorðna við góðu verði. Eigum fyrirliggjandi Máaleytisveg. Sími 6069. Samband fel. bygginga- félaga — Sími 7992. Sldp Eimskip. Brúarfoss fór væntanlega frá Vestm.eyjum í gær til London, Hamborgar og Rotterdam. Dettifoss fór frá New York 3. maí til Rvk. Goðafoss korri til London 4. maí; fer þaðan vænt- anlega í dag til Antwerpen. Gullfoss fór frá Leith í fyrra- dag til Rvk. Lagarfoss kom til Rvk. á sunnudag frá Hamborg og Siglufirði. Reykjafoss er í Rvk. Tröllafoss fór frá Rvk. kl. 22.00 í gærkvöldi til New York. SkipaúígerSin. Iiekla fer frá Rvk. á laugar- dag austur um land til Akur- eyrar. Esja verður væntanlega á Akureyri í dag. Skjaldbreið var á ísafirði í gærkvöldi á norðurleið. Þyrill er á Vest- fjörðum á norðurleið. Oddur fór frá Rvk. í gær austur um land •til Eskifjarðar. Ármann fór frá Rvk. í gærkvöldi til Vestm.- eyja. Skip S.LS. Hvassafell er í Kotka. Arnar- fell er í Kotka; fer þaðan vænt- anlega á morgun áleiðis til ís- lands. Jökulfell fór frá New York 30. f. m. til Rvk. Stéttarfélag barnakennara hélt almennan foreldrafund á sunnudag í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Framsögumenn voru Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi, Jón Sigurðsson borgarlæknir og Jónas Jósteinsson jdirkennai'i. Jónas B. Jónsson tók fyrstur til máls. Benti hann á, hversu nauðsynlegt væri að samvinna heimila og skóla ykist. Flann kvað foreldrum hætt við að dæma skólastarfið, án þess að hafa aflað sér haldgóðra upp- lýsinga um, hvernig vinnubrögð skólans eru í raun og veru. Fræðslufulltrúinn kvað mikils virði, að foreldrar skyggndust inn í skólastofurnar, töluðu við kennara um starfið — bæði það, sem þeim þætti vel og illa fara. Allir hljóta að taka at- hugasemdum foreldra vel, hvort sem í þeim felst last eða lof. Heimilin bera mesta ábyrgð á uppeldi barnanna og ríður því mikið á því, að for- eldrar; gefi- sér góðan tíma til að sinna börnum sínum, meðan þau eru á þroskaskéiði og vilja fræðást um allt og alla. Én skólinn þarf líka að fylgj- ast með tímanum. Ný þjóðfé- lagsviðhorf gera nýjar kröfur, — sumt, sem áður var kennt, verður að hverfa, annað að koma í staðinn. Visnar rætur skólans verða að hverfa, en nýjar að vaxa í framtíðinni. - Jón Sigurðsson borgarlæknir ræddi meðal annars um heilsu- vernd. Læknirinn kvað nægan svefn vera aðalatriðið, og kvað böm eiga að ganga til náða ekki •síðar en klukkan átta að kvöldi Sj ómannadagurÍHin. Eftirfarandi ályktun gerði stjórn Sjómannadagsráðs ný- lega: „Sökum þess að þátttaka meðal sjómanna í hátíðarhöld- um Sjómannadagsins hefir far- ið æ minnkandi með hverju ári sem líður, af þeirri einföldu á- stæðu, að fiskiflota Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar er haldið utan heimahafnar á sjómanna- daginn, og þessi stefna útgerð- armanna hefir verið mjög áber- andi síðastliðin ár, en vitanlegt að óskir sjómanna eru þær, að mega vera í heimahöfn á sjó- mannadaginn og taka'þátt í há- tíðarhöldum hans, skorar Sjó- mannafélagið á útgerðarmenn í Reykjavík og Iiafnaríiroi, að haga ferðum skipa sinna á þann veg, að sem flestir þeirra geti verið í heimahöfn á sjómanna- daginn. Fundurinn felur stjórn Sjó- mannadagsráðs að skrifa hverj- um einstökum útgerðarmanni og heildarsamtökum þeirra, F.Í.B. og L.Í.Ú um rökstuddar óskir ráðsins." fyrstu skólaárin, en síðar mætti seinka háttatímanum um einn: stundarfjórðung fyrir hvert ár, sem liði. Þá minntist borgar- læknir á helztu fæðutegundir,. sem börnin þyrftu að neyta og lagði þá einkum áherzlu á mjólk og grænmeti. Loks . gat borgarlæknir þess,. að skólaganga barnanna væri full löng, og samrímdist löng skólaganga og mikill lestur ekki þeim rannsóknum, sem gerðar hefðu verið á eðlilegum. þroskamöguleikum barna. Jónas Jósteinsson yfirkenn- ari ræddi um skólaþroska barna, þegar skólagangan hæf- ist og benti á, hversu lítils árangurs væri að vænta, ef börnin hæfu nám of snemma. Að loknum framsöguræðun- um hófust frjálsar umræður með ræðu, sem frú Lára Sigur- björnsdóttir hélt. Frúin lagði mikla áherzlu á samvinnu heimila og skóla og taldi eðli- legt, að kennarar heimsæktu foreldrana. Að hennar áliti væri sá ljóður á ráði skólanna, að kristindómsfræðslunni væri ekki fullur sómi sýndur og benti á, að ef hún hæfist í 1. bekk, yrði margvíslegum ó- höppum afstýrt. WWW1." BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Hímabáiih íiarúastræti 2 — Siini 7299. Visnar ræíur skólans vsrða að fivería.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.