Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfsapóteki, sími 1330. Miðvikudaginn 7. maí MJb* líWmúúiwvelAi ° SnmaB'ffagiiaðMi' IsSend- inga i London. ÉsleifiílMEgafélagisS vinnur verls.. Félag íslendinga í London gekkst fyrir því föstudaginn 25. apríl, að íslendingar búsettir í London fiignuðu sumri. Var hóf með borðhaldi og dansi á Criterion veitingahúsinu við Piccadilly. Formaður félagsins, Björii Björnsson, stórkaupmaður, bao menn að rísa úr sætum og minnast hinna látnu þjóðhöfð- inga, forseta íslands, Sveins Björnssonar, og Georgs VI., Bretakonungs, en félagið hafði ekki haldið samkomu síðan þeir létust. Að íslenzkum sið var sung- ið „Vorið er komið“ eftir Árna Thorsteinsson. Kristinn Hall- son söng einsöng þessi lög: Áfram og; Rósin, hvorttveggja eftir Árna Thorsteinsson, Die beiden Grenádiere, eftir Schuman og Fyrir sunnan frí- kirkjuna, eftir Jakob Hafstein. Jóhann Tryggvason annaðist undirleik af smekkvísi. Kristni var ákaft fagnað og varð hann að syngja aukalög. Hann er hér við söngnám, en kennari Kristins er Norman Allen, rosk- inn nú, en var mjög þekktur söngvari. Kristinn hefir blæ- fallega bassarödd og beitir henni vel. Hann hefir verið hér um þriggja mánaða skeið og mun dvelja hér enn um hríð. Hófið stóð ekki lengi, en menn skemmtu sér þar hið þezta. Islendingafélagið hér í Lon- don vinnur þarft verk alveg styrktarlaust, og væri starf tess fyllilega þess vert að t. d. þjóðræknisfélag á íslandi gæfi r— ---- ----------.......... Allir bjóða fram á ísafirði. 1 Allir flokkar bjóða fram við jaukakosninguna í ísafirði, eins <og Vísir gat um á sínum tíma. Síðan Sjálfstæðisflokkurinn Og Alþýðuflokkurinn ákváðu framboð sín, hefir það gerzt, að Framsókn og kommúnistar hafa ákveðið frambo'ð. Frambjóðandi 'Framsóknar verður Jón A. Jó- hannsson, og kommúnista Haukur Helgason. ----—4------ Itfaður drukkn- >m aft wélbáti. Enn hefir slys orðið á ein- iiirí báti Vestmannaeyinga — J>ar tók út mann í fyrrinótt. Var vélbáturinn Vörður; að jfara í róður, þegar einn skip- iverja, Lúðvík Ingibjörn Valdi- inarsson, 26 ára, ættaður ,af Austfjörðum, féll fyrir borð. JUrðu skipverjar þess þegar fvarir, en ekki tókst samt að lajarga Lúðvík. því gaum. Fjárskortur er Þrándur í Götu félagsins, allt dýrt hér, en yfirgnæfandi meirihluti íslendinga í London eru stúdentar, sem ekki hafa mikið af mörkum að leggja. Einn liður í starfsemi félags- ins er að halda árlega jólatrés- skemmtanir fyrir íslenzk börn hérlendis, en mörg þeirra hafa aldrei ísland séð. Á þessúrn skemmtunum, sem eru vinsæl- ár bæði meðal barna og mæðra, kynnast börnin hvert öðru, sem og íslenzkum venjum og siðum. Mikill hugur er í íslendingum hér búsettum, að auka starf- semi félagsins. Bjak. ^®99Ía sawít sfeti norður. Aætlunarbílar með yfir 40 farþega lögðu af stað norður héðan í morgun, þrátt fyrir fremur slæmar horfur á, að koinist yrði yfir Holtavörðu- heiði í dag. Var stórhríð á heiðinni í norðangarranum í fyrradag og gær, og skóf svo að traðir fyllti. Reynt mun verða að komast yfir heiðina í dag með aðstoð ýtu. Fólk sem flutt var suður ýf- ir heiði að Fornahvammi í fyrrakvöld í snjóbílnum gamla, Var veðurteppt þar í gær. Þýzki listmálarinn dr. Haye W. Hansen, sem dvalizt hefir nokkur undanfarin ár á íslandi, opnaði nýlega málverkasýningu í fæðingarbæ sínum, Cuxhaven. Sýningin virðist hafa vakið töluverða áthygli, því að í Cux- haven, sem er nokkuru minni en Reykjavík, sóttu hana 3000 manns. í blaðaúrklippu sem Vísi hef- ir borizt um sýningu þessa, er frá því skýrt að val myndanna gefi góða hugmynd um ísland og íslendinga. Þá er á það drep- ið að myndir listamannsins gefi manni hugboð um óvenjuleg birtuskilyrði og tært loft I þessu norðlæga landi, sem dæmi er bent á það að auðvelt sé að mála Snæfellsjökul frá Reykja- vík, en fjarlægðin milli stað- anna sé 120 km. Myndunum er yfirleitt hælt og ekki hvað sízt þykir lista- maðurinn vera öruggur og góð- ur teiknari. En höfuðáherzlan er samt lögð á það að myndirn- ar gefi góða innsýn í ísieiizkt þjóðlíf og landslag og að sýnt Veracruz. (A.P.). — Vöruhíll með 75 pílagríma á palíi ók í byrjun vikunnar ofan í 7 míetra djúpt gil. Stóðu pílagrímarnir á bíln- um og þeyttust þeir í allar átt- ir, er- bíllinn ók með miklum liraða fram af gilbrúninni. Alls biðu 40 manns bana þegar, en 20 meiddust, sumir hættulega. Löndon (AP). — „Flying Enterprise 11“ er nýkomið til Le Havre í Frakklandi, að af- lokinni fyrsíu ferð sinni yfir Atlantshaf. Skipstjóri er Kurt Carlsen, sem frægur varð í januar sl., er hann vildi í engu hvika frá að koma skipi sínu „Flying Enter- prise“ til hafnar. —■ Við kom- una til Le Havre sagði Carlsen við blaðamenn, að „Flying Enterprise 11“ væri „betra skip“. Gin- og kíayfavefki íer í vöxt í EngSaodi. í Norður-írlandi og Eire ótt- ast menn nú, að gin- og klaufa- veikin berist frá Bretlandi. Flefir því verið bannaður inn flutningur á nautgripum fvá Bretlandi, en þar hefir verið gripið til enn víðtækari varríar- ráðstafana en áður vegna vax- andi útbreiðslu veikinnar. megi þykja að hér sé um ó- venjulega og mikilúðlega nátt- úrufegurð að ræða. Þann 4. þ. m. átti að opna sýninguna í litlum bæ, Stade, sem tekur um 30 þúsund íbúa. Þaðan fer hún svo víðar um Þýzkaland. Byssai átti ai eeida ðli stríi. London (AP). — í To- wer-kastala liefir verið opn- uð sýning á fornum vopnum, sem eru í eigu hertogans af Brunswick. Meðal sýningar- gripanna er hermannabyssa, sem smíðuð var fyrir Georg I. konung á fyrsta fjórðungi 18. aldar, og var það Huge- notti — flóítamaður frá Frakklandi — sem smíðaði hana. Lét hann svo uin mælt í hréfi því, sem hann sendi konungi með byssunni, að hún væri svo skæð, að hún mundi binda endi á öll stríð! Fjölsótt iiáSwerkasýsiÍKi ðslandsvina í Þýzkalandi. Sýninguna sóttu um 3600 manns í Cuxhauen. LJÓSATÍMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 22.35— 4.05. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 16.55. 60 Skodabílar fluttir ti! landsins á næstunni. Líii hefir fengih imiflutningsíeyfi fyrir heim. Eins og aímenningur lsefir séð og heyrt af tilkynningum, verða 60 Skodabílar fluttir til landsins á næstunni. Tíðindamaður frá Vísi hefir því fundið að máli fram- kvæmdastjóra . Tékkneska bif- reiðaumboðsins á íslandi h.f., þá Gottfreð Bernhöft og Ragn- ar Jóhannesson og spurt þá um bifreiðainnflutning þann frá Tékkóslóvakíu, sem stendur fyrir dyrum, og fekk hjá þeim eftirfarandi upplýsingar. 60 Skoda- bifreiðar. Uni áramót síðastliðin veitti ríkisstjórn íslands Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna sérstakt innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fyrir bifreiðum frá Tékkóslóvakíu, að upphæð 1 millj. kr., og var leyfið ekki háð neinum verðlagsákvæðum Vai'ð svo að samningum milli L.Í.Ú. og Tékkneska bifreiða- umboðsins á íslandi h.f., sem hefir einkaumboð fyrir allar tékkneskar bifreiða- og bif- hjólaverksmiðjur, að samband- ið keypti þær 60 bifreiðar, sem það hefir leyfi fyrir, hjá Tékk- neska bifreiðaumboðinu. Bif- reiðarnar eru af Skoda-Station- gerð. Úthlutað af L.Í.Ú. Einnig varð það að sam- komulagi milli þessara fyrir- tækja, að bifreiðum þeim, sem voru á þessu sérstaka leyfi, skyldi úthlutað af sambandinu, en að sjálfsögðu mun Tékk- neska bifreiðaumboðið á ís- landi h.f. nú og framvegis sem til þessa taka við pöntunum á íékkneskum bifreiðum gegn nauðsynlegum leyfum. Tékkneska bifreiðaumboðið hefir gert samninga við eitt af kunnustu bifreiðaverkstæðum í bænum, P. Stefánsson h.f., Hverfisgötu, um að annast við- gerðir á tékkneskum bifreiðum og hafa með höndum vara- hlutasölu. Nánar um bifreiðarnar. Bifreiðarnar, sem nú verða fluttar inn, eru allar af sömu g.erð og hafa rúrrí fýrir 4 far- þega. Aftursætin eru með sér- stökum útbúnaði til þess að fella þau niður í gólfið, og er þá hægt að nota bifreiðina til flutninga. Burðarmagn hennár er 500 kg,- — Smábifreiðar þessar eru víðkunnar ög hafa náð mikilli útbreiðslu á megin- landi álfunnar og vföar. Skoda-bifreiðar eru einnig þekktar hér á landi og hafa áð- ur verið fluttir inn nokkrir tugir tékkneskra bifreiða af þeirri gerð, er hafa náð mik- illi hylli, þykja öruggar, traust- ar og þægilegar. Bifreiðasending sú, sem að ofan um getur, er væntanleg til landsins innan tíðar. ----------- Með gagnkvæmd slstel mi ná siarkiaiu. Ávarp lí. J. McGaíw liersliáifiðÍMgla. E. J. McGaw hershöfðingi, foringi varnarliðsins, hefir birt ávarp af því tilefni, að ár er liðið frá.því, að varnarliðið kom til íslands. í ávarpinu ræðir hershöfð- inginn aðdraganda þess, að varnarliðið var sent hingað. —- N.A.-ríkin hefðu_ gert sér ljóst, að „varanlegan frið væri eigi hægt að tryggja, nema með sameiginlegum vörnum. í þessu skyni lögðu Bandaríkin til nokkurt varnarlið, en ísland lét því í té aðstöðu í landinu, samkvæmt samningi, er gerður var 5. maí 1951, til þess að koma í veg fyrir árás í þessum hluta heims.“ í niðurlagi ávarpsins segir: „Vér Bandaríkjamenn erum þess fullvissir, að með gagn- kvæmum trúnaði og aðstoð muni takast að koma á heil- brigðu samstarfi allra frjálsra þjóða, þrátt fyrir mismunandi siði, tungur og venjur. Takist oss að verðveita góða sambíð í hvívetna, mun engri árásar- þjóð takast. að sundra oss r.é öðrum þjóðum um heim allan.“ ------------♦----- Igyptar elnhuga í Nílarmálinu. Hilaly pasha, forsætisráð- herra Egyptalands, flutti ræðu í gær í tilefni af því, að Farouk liafði verið við völd í 16 ár. Var þess minnst með hátíðahöldum um allt landið. Hilaly pasha sagði egypzku þjóðina einhuga um sameiningu Nílarlandanna, því máli væri lrún staðráðin í að koma fram. í London ræddi Churchill við egypzka sendiherrann og sner- ust viðræður þeirra um árang- urinn af fundunum, sem Eden hélt með serídiherranum. Sir Ralph Stevenson sendiherra Breta í Kairo, og Howe land- stjóra Breta í Sudan, er þeir komu saríian í Londón nýverið. Howe muri bráðlega flytja grein argerð í sudanska þinginu í Khartoum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.