Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 4
ÍÆ V í S I R Miðvikudaginn 7. maí 1952 D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skriístofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Tryggingar og umferiasiys. I^jarri fer því að vandamál umferðarinnar hér í bænum verði auðleyst, enda gatnagerð.in ekki miðuð við þau farartæki, sem nú aka hér um götur þúsundum saman. Eru gömlu bæjar- .hverfin með sama merkinu brennd og borgarhlutar erlendis, sem byggðir hafa verið á svipuðum tíma. Göturnar eru of þröngar og því verður ekki um þokað, nema ef til vill á löng- um tíma og með því að rífa heil bæjarhverfi til grunna, svo sem gert hefur verið í sumum stórborgum erlendis. Vegna þröngbýlisins og þrengslanna á götunum, og ennfremur sökum þess, að enn eru börnin aðallega látin hafast við á götunum umhirðulítil, eru slysafarir hér tíðar, — ef til vill enn tíðari, en gerist í sambærilegum erlendum borgum. Tryggingarfélögin hafa horfið að því ráði, að veita bifreiða- eigendum afslátt af iðgjöldum, hafi þeir ekki orðið valdandi slysum eða skemmt ökutæki sín í árekstrum í nánar ákveðinn tíma. Fyrir tveimur dögum heiðruðu Samvinnutryggingar hóp bifreiðastjóra, sem komist höfðu hjá öllum óhöppum í umferð síðustu fimm árin, auk þess sem þessir bifreiðaeigendur höfðu notið ívilnunar varðandi iðgjaldagreiðslur. Er hér um ágæta hugmynd að ræða, sem ætti að verða bifreiðastjórum hvatning og' fjárhagslegur ávinningur. Ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla, og þótt peningarnir hafi tekið á sig hreyfan- lega mynd bifreiðarinnar, gildir eitt og hið sama lögmál í þessu efni. Af tryggingariðgjöldum hefur ofangreint tryggingarfélag veitt 10—25% afslátt, en á árinu 1950 telur félagið að afslátt- urinn hafi numið samtals kr. 190 þús., en þá nutu 2300 bifreiðar afsláttarins af 3500 bifreiðum, sem tryggðar voru hjá félaginu. Samkvæmt upplýsingum Samvinnutrygginga mun verðmæti þeirra bifreiða, sem í umferð eru, nema ca. kr. 300—400 millj., en kaupverð bifreiðanna, varahluti og allt efni til nauðsynlegs viðhalds þeirra verður að greiða á erlendum markaði. Hefur því ríflegri fjárhæð verið varið til kaupanna, með það fýrir augum að sjálfsögðu að fullnægja umferðaþörf almennings, en þegar þjóðin á í vök að verjast vegna gjaldeyrisskorts segir sig sjálft, að skyldur hvíla þeim á herðum, sem innflutningshlunn- inda hafa orðið aðnjótandi. Með hirðuleysi og óvarkárni geta þeir valdið öþörfum innflutningi og bakað þjóðinni kostnað í erlendum gjaldeyri, sem betur væri varið til annarra nauð- þurfta. Ökuníðingarnir stofna auk þess lífi manna og velferð í voða, en til þess eru vítin orðin of mörg, að bifreiðastjórum beri ekki skylda til að varast þau. Viðleitni tryggingarfélaganna miðar í rétta átt, en bifreiðastjórar og vegfarendur verða að gera sér Ijóst, að einnig á þeim hvíla skyldur, sem enginn fær skotið sér undan, en sé varúðin nóg mun umferðaslysum fækka og öryggi aukast. Fjársöfnun til íslendingahúss. TTT'yrir nokkrum árum var efnt til fjársöfnunar í því augna- miði, að keypt yrði eða byggt hús í Kaupmannahöfn, sem gæti orðið Íslendingum hæli og samkomustaður. íslendingar 1 Höfn áttu frumkvæði að þessu og hafa þegar safnað álitlegum sjóði, aðallega vegna forgöngu og með framlögum fárra manna. Nefnd var skipuð hér á landi, sem beitti sér fyrir fjársöfnun, en árangur af störfum hennar hefur reynzt tiltölulega lítill, enda mun starfsemin hafa legið niðri um hríð. Mun nefndin nú hafa í hyggju að ljúka starfi sínu og taka upp fjársöfnunina að nýju, þannig að ekki verði við málið skilist fyrr en því er borgið. Þótt þarfirnar séu margar og brýnar hér heima fyrir, ber hins að minnast, að á danskri grund býr enn þá álitlegt brot af íslenzkum stofni og hefur margt af því fólki ekki litið ætt- land sitt um áratugaskeið. En maður er manns gaman og eigi þetta fólk þess kost að hittast, eða búa jafnvel að staðaldri í hópi landa sinna, myndi það margt sætta sig betur við örlög.in og' það rótfestuleysi, sem langdvöl erlendis leiðir ávallt til í lífi einstaklingsins. Fyrir fjársöfnunarnefndunum vakir, að íslend- ingahúsið verði heimili fyrir gamalmenni og jafnvel námsfólk, auk þess, sem 'þar verður samkomustaður íslendinga í Kaup- mannahöfn og raunar Danmörku allri, eftir því sem efni standa til. Þess er að vænta að framlög til íslendingahússins verði ekki •eftir talin enda er hér um óverulega fjárhæð að ræða og trygg- ing fyrir að viðleitnin mun bera tilætlaðan árangur. Allir þeir, sem í Danmörku hafa dvalið nokkuð að ráði, munu þess fýsandi að íslendingar þar eignist slíkan samastað og munu fyrir sitt leyti stuðla að því, að svo megi verða. Hljómleikar frú Þuriðar Pálsdóttur. Frú Þuríður Pálsdóttir söng í Gamla bíó fyrir fullu húsi hrifinna áheyrenda. Frúin hefir verið tæpt ár í sönglandi Evrópu. Frú Þuríður var, áður en hún fór til Italíu, talin vera mjög efnileg söng- kona, og þó ágætlega söngvin, eða músíkölsk, eins og það er orðað. Nú hefir frúin á þessum stutta tíma fengið ekki svo litla raddþjálfun. Má það fyrst þakka góðum rpúsikgáfum sem frúin hefir fengið í vöggugjöf. Rödd frúarinnar er enn í deigl- unni. Miðtónar raddarinnar eru hljómbjartir og bera vel með hinum hvelfda yfirhljóm. í dramatiskum söng verða hinir háu sóprantónar nokkuð klemmdir, og taka með sér of- mikið loft, af því leiðir að að f, fís og g-tónar fá tilhneigingu að hljóma of lágt (hanga neðan í tónunum) sbr. „Butterflv arian“. Sama er að segja um „kol- oratur“ tónana, þá vantar enn hinn klukkuhreina hljóm, en hin ágæta músikgáfa frúarinn- ar yfirgnæfir það seh enn á vantar í þjálfun tónskrauts raddarinnar. Söngskráin var smekklega valin. Af ariunum söng frúin langbezt ,,Orfeo“ ariuna eftir Glúck. Brahms „Vergebliches Staándchen“ var sérstaklega vel sungið. Af ísl. lögunrmr söng hún bezt Kaldalóns lagið „Þú eina hjartans yndið mitt“. Ariu „Næturdrottningarinn- ar“ úr „Töfraflautu“ Hozarts söng frúin ,,transponiert“ eða í lægri tóntegund. Við það tapaði arian sínum upprunalega hljóm. Ef söngfólk getur ekki sungið aríur í þeirri upphaflegu tóntegund sem tónskáldið hefir skrifað þær, þá verður söng- fólkið að bíða betri tíma, eða þar til þroski og þjálfun radd- arinnar er fyrir hendi. Donnisettis „Lucia di Lamm- ermoor“ var ofviða fyrir rödd frúarinnar. Músikalskt skilaði frúin þessum aríum fullkom- lega. Háttvísi einkenndi framkomu frúarinnar. Hr. Weishappel aðstoðaði söngkonuna. Eg hefi ekki heyrt hr. Weishappel leika í annan tíma betur. Sig. Skagfield. Háfar Sanáara afia vel. Á Sandi er nú góður afli og haí’a margir smábátar fengið 3—5 tonn af þorski, ýsu og steinbíti síðast liðna daga. Afli er allur unninn í frystihúsinu. Tíð er ágæt og þar eð fann- ivyngi var mikið í vetur kemur jörðin hálfgræn undan snjónujn en síðustu daga er farið að skjóta upp nýjum gróðri á lág- lendi. Heyforði er nægur hvar- vetna í héraðinu. Gert er ráð fyrir að vinna við landshöfnina á Rifi hefjist urn jniðjan maí. Vinna við höfnina hófst í fyrra og þá m.a. byggðir braggar handa verkamönnum og áhaldageymslur. Hafnai-skilyrði eru góð 1 Sandi, er skammt þaðan á góö fiskimið og ræktunarskilyrfi eru góð í héraðinu. Má því gera ráð íyrir að Sandur verði þegar tímar líða höfuðborg Vestur- landsins. UMFR minnist 10 ára afmæiis síns. Ungmennafélag Reykjavíkur minntist 10 ára afmælis síns í Breiðfirðingabúð 17. f. m. Eftirtaldir menn voru gerðir heiðursfélagar U.M.F.R. og sæmdir gullmerki félagsins: Guðm. Kr. Guðmundsson, Jó- hannes Jósefsson, Magnús Kjar- an, Ríkarður Jónsson, Þórhall- ur Bjarnason, Lárus Rist og Sigurjón Pétursson. Heiðursmerki U.M.F.R. úr silfri voru sæmdir þau: Páll S. Pálsson, fyrsti formaður félags- ins, Kristín Jónsdóttir, sem lengi átti sæti í stjórn félags- ins og Lárus Salómonsson, hinn ötuli og ágæti glímukennari fé- lagsins. íþróttaafreksmerki félagsins, sem aðeins er veitt þeim, sem sett hafa íslandsmet í einhverri íþróttagrein, hlutu: Gylfi Gunn arsson, fyrir hástökk án at- rennu, Margrét tlallgrímsdótt- ir, fyrir langstökk og Kristín Árnadóttir fyrir spjótkast. Margir vilja fá or&abék Blöndals. Frá því er það varð kunnugt, að til stæði að gefa út Orðabók Sigfúsar Blöndals í ljósprent- aðri útgáfu, hafa mjög margir skrifað sig á áskrifendalista liér í bænum. Ófrétt er frá umboðsmönnum úti á landi, enda skammt síðair þeim voru send gögn varðandi hina fyrirhuguðu útgáfu. Ekki er þó neinn vafi, að mikill á- hugi er fyrir útgáfunni þar eigi síður en hér. — Orðabókin verður prentuð í 3000 eintök- um og fá þeir, sem láta skrá sig sem kaupendur fyrir 1. okt. n. k. bókina 100 kr. ódýrari í bandi en aðrir. Óskar Bjarnasen, umsjónar- maður Háskólans, sem tekur við áskriftum f. h. orðabókar- nefndar, hefir tjáð Vísi, að á- skriftum fjölgi daglega. Þær má tilkynna honum í síma 3794. Stúlka óskast. Uppl. á staðnum. Heitt & l^aft Skráning atvinnuleysingja. * í dag lýkur skráningu atvinnu leysingja hér í bænum og' er tal ið líklegt, að greinargerðin um skráninguna, er birt verður ein hvern næstu daga, þegar unnið hefir verið úr skýrslunum, sýni minnkandi atvinnuleysi. —• Byrðar atvinnuleysis reynast jafnan þungar þeim, er þær verða að bera, og aðstandend- endum þeirra, og fer þó fjarri, að þungi atvinnuleysis hvíli eingöngu á einstaklingum, það hefir jafnan mjög víðtækar af- leiðingar, og er eitt af mestu vandamálum ríkis og bæja og þjóðfélagsins í heild. Bjargræðistími. Landanir úr togurum hafa leitt af sér mikla atvinnuaukn- ingu í kaupstöðunum og hefir það orðið til mikils léttis. Og aðalbjargi-æðistíminn er fram- uhdan, og margir fá vafalaust I atvinnu í sumar, við landbúnað- arstörf, vegagerð, síldveiðar og fleira. Bjargræðistími er sjálf- sagt gamalt orð í málinu, og sumarið hefir jafnan verið kall- að aðalbjargræoistíminn. Orð- ið á vafalaust enn rétt á sér, þvi að þótt margt haíi breytzt, er annað óbreytanlegt, sem veldur að sumar greinar framleiðslunn ar verður að stunda af kappi á vissum tímum árs, og má þar til nefna þorskvertíðina, síldar- vertíðina, heyannatímann. í landi, þar sem svo hagar til, verður jafnan erfiðleikum bund ið, að sjá öllum fyrir starfi ár- ið um kring. Gæti ný skipu- lagning bjargað? Mér hefir oft flogið í hug, hvort unnt væri að gera eitt- hvað til úrbóta í þessum efn- um, t. d. með því að í vissum iðngreinum væri unnið haust- og vetrarmánuðina einungis eða aðallega, og starfskröftum þess ara iðngreina beint til annar- i ar framleiðslu, er eftirspurn ieftir verkafólki er mest, eða Ibeinlínis skapa slíku fólki verk efni að sumrinu, því til hags og þein-ar heilsubótar sem úti- vinnan færir mönnum. Eina leiðin. Þessi vandamál eru marg- þætt, en víst er, að eina leiðin til þess að girða fyrir atvinnu- leysi á komandi tímum, er að beina starfskröftum sem flestra að framleiðslunni. Og sem betur fer er talsvert að því gert, en betur má ef duga skal. En með- an reynslan sýnir til dæmis, að unglingar grípa fegins hendi þau tækifæri sem bjóðast til að sækja námskeið í meðferð drátt arvéla eða sjóvinnunámskeið, svo eitthvað sé nefnt, þarf ekki að örvænta um framtíð lands og þjóðar. En forystan má ekki bregðast. Gáta dagsins. 115: Upp á land eg lítið fer, leiðargrýttan spotta, þegar tunglið uppi er, aðeins hálft að glotta. Svar við gátu nr. 114: Að stökkva upp á nef sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.