Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. maí 1952 V í S I R 9 ThoroEf Smith s JÞw Bltní Í£S99l9BÍ** ífJB'BSr 100 dkiÍiíSB'ÍB. o«r/ þeiB' &r hmö muylýsÍBÉáastrtð £ sj&m 8-mB‘ps. New York, 11. apríl, 1952.1ofti, er við lentum á Andrews- Ekki er mér kunnugt um nafn hermannsins, sem ók mér frá Andrews Air Force Base i Washington inn til sjálfrar borgarinnar, en hann var vin- samlegur, hjálpfús og kurteis, eins og allir, sem ég' hefi haft einhver afskipti af síðan ég kora vestur um haf fyrir tæp- um fimm dögum. Það var með ráði gert, að ég lýsti ekki sjálfri flugferðinni yfir hafið, frá Keflavík til Westover í Massachussetts, með því, að slíkt hefir svo oft verið gert áður, að ég kæri mig ekki um að móðga lesendur Vísis með fi'ekari frásögnum og endui'tekningum af slíku. Það má líka segja, að slík flugfei'ð er í í'auninni ekkert ,,fei'ðalag“, í venjulegum skilningi þess orðs. Maður sér ekkert á leið- inni, nýtur þess ekki, sem fyrir augun kynni að bera, eins og á venjulegu ferðalagi, heldur er hér aðeins um að í'æða tilfærslu stað úr stað. Hins vegar mætti geta þess, að ég fékk fyrirtaks ferðafélaga, m. a. McGaw hershöfðingja, yfii-mann varnarliðsins á Kefla- víkurvelli, sérlega geðþekkan mann, sem mér var ánægja af að rabba við. En sá maðurinn, sem ég hafði mest afskipti af á leiðinni og eftir að vestur kom, var Elkins ofursti, sem nú er yfirmaður flughersins á Keflavíkurvelli. Elkins þessi er eitthvert mesta prúðmenni og bezti di’engur, sem eg hefi fyr- ir hitt um dagana. Góð fyrirgreiðsla lijá MATS. Hann er einn þeirra manna, sem hlýtur að afla sér vinsælda og virðingar, hvar sem hann fer, sakir alveg óvenjulegra mannkosta. Það var auðvitað hrein tilviljun, að hann fór með sömu flugvél og ég, eða einni af MATS-vélunum, en það reyndist mér hið mesta happ. Það var Elkins, sem bókstaf- Jega „tók í hönd mér“, kom mér fyrir í nætui’stað á hinum geysistóra Andrews-flugvelli, snæddi með mér um kvöldið og, moi'guninn eftir, kom mér í samband við Brown ofursta, yfirmann vallarins, en þessir tveir heiðux'smeann gerðu það að verkum, að mér var boðinn farkostur á vegum MATS til þess að sjá sem allra mest af Bandax'íkjunum meðan eg dveldi vestra, eftir að ég hafði skýrt fyrir þeim, hvað fyi'ir mér vekti með þessari för minni. Er skemmst af að segja, að ég hlaut hina prýðilegustu fyrii'greiðslu í hvívetna, og fæ ég seint þakkað þessum mönn- . um alla þá alúð og vinsemd, sem mér var sýnd. Munur á Keflavík og Washington. Við höfðum verið 15. klst. í velli rétt við Washington að kvöldi sunnudagsins s.l. (6. apríl). Við höfðum úr lofti séð Ijósa- dýrðina af Baltimore, Spi'ing- field, Philadelphia og fleii'i stói’borgum, er við flugum frá Westover til Washington. Það var sannleika ógleymanleg og einhvei’nveginn ævintýraleg og óraunveruleg sjón. Þúsundir ljósa tindruðu og blikuðu þarna fyrir neðan, sumsstaðar teygð- ust ljósrákirnar, rauðar og hvít- ar, eins og glóandi ormar. Samt var ég ekki almennilega búinn að átta mig á því, að ég væri kominn til Bandaríkjanna, og það er varla fyrr en nú, að mér finnst allt sjálfsagt, sem fyrir augun ber, eins og jafnan er, þegar maður tekur að venjast nýju og óvenjulegu umhverfi. En ólíkara umhverfi en t.d. Keflavík og Washington D.C. er vai'la hægt að hugsa sér. Einn er sá hlutur, sem mér fellur alveg séi’staklega vel í fari Bandaríkjamanna. Þeir eru svo viðmótsgóðir og glaðlyndir, hleypidómalausir og eðlilegir í fasi og háttum, að auðvelt er að umgangast þá, án nokkurrar tilgerðar eða „tiktúra“. Alúðin virðist þessu fólki í blóð borin, og mér virðist þetta eiga jafnt við þá sem hátt eru settir í mannfélaginu og hina, sem e.t. v. eiga minna undir sér. Kjötkaup í New York. í moi'gun skrapp ég út og keypti í matinn handa okkur hjónunum í næstu „delicatess- en-stiore“. Þar keypti eg mjólk í pappaumbúðum (Borden’s), kaffi, smjör, ávaxtasafa og eitt- hvað fleira. Það var eins og búðai'maðurinn hefði þekkt mig alla ævi, heilsaði mér svo skemmtilega, þegar ég kom inn, án þess þó að „þrengja sér upp á mann“, svo að léleg en skilj- anleg íslenzka sé notuð. Rétt hjá skrapp ég inn í kjötbúð og bað um roast-beef. Eg taldi að pund nægði. „Fyrir hve marga á kjötið að vera, herra minn?“ spurði kaupmaðui’inn, glað- klakkalegur, miðaldra maður með skringilegan hatt á höfði. „Fyrir þrjá“, svaraði ég. „Þá er þetta allt of lítið, nú skal ég velja vænan bita“, svaraði hann, og það gerði hann. Að vísu er ég viss um, að bitinn var talsvert of stór, en það gerir þá ekkert til. ísskápar ei'u alls staðar til, sjálfsagt taldir jafnnauðsynlegir og stólar og borð heima. En hvernig hann afgreiddi mig, svona brosandi og geðgóður, það var það, sem mér fannst máli skipta, en svona er þetta alls staðar hér í búðum. Hann fckk bíl fyrir 100 dali. En ég ætla að víkja snöggvast ai|i o| wsrii lissa. að manninum, sem ók mér, í upphafi greinai'innar. Eg tók hann tali á leiðinni, og komst brátt að raun um, hann hafði geysimikið vit á bílum, en það virðist einnig vera eitt aðal- einkenni Bandaríkjamannsins. Hann gat á örskammri stundu sagt, hvoi't bílarnir í kringum okkur væri frá árinu 1951, 1950, 1949, eða 1952 eða 1947 — það skipti ekki máli. „Átt þú bíl?“ spyr ég í fálkaskap mínum. „Eg á garm“, svarar hann, „módel 1938“. „Og hvað kost- aði hann?“ spyr ég. „Hann kostaði 100 dollara11, anzar hermaðui’inn, „en hann gengur. Þó eru gúmmíin heldur léleg, verð að fá ný á bæði framhjól- in, kosta 12 dollara stykkið.1 Þarna opnaðist fyrir mér nýr heimur, viðskiptanna. 100 doll- ara fyrir bíl, jafnvel fyrir ,,an old wreck“, eins og hann orð- aði það, og brátt komst ég að raun um, að það er geysimikill atvinnuvegur að kaupa og selja notaða bíla. Það er t.d. vanda- laust að fá sæmilegan vagn fyrir 300 dali (frá 1940-43 eða svo), og má það heita sanngjarnt eftir atvikum. Og menn athugi, að þetta fæst með afborgunum. Er þetta nokkur skýring á því, að hér virðist annar hver maður eiga vagn, sem sýnist vera jafn- sjálfsagt og eiga skóhlífar á ís- landi, svo að einhver samlík- ing sé notuð. Frá Washington til New Yoi'k ók ég í ágætri hraðlest, sem bar hið glæsilega nafn „The Colonial“, örskreið lest, búin flestum þægiandum, sern óhugsandi eru á þeim lestum, sem ég þekki til í Evrópu. in á, að ofan á turninn sjálf- ann var nú kominn annar turn og grennri, það er sjónvarps- turn, en sjónvarpið er kapi- tuli út af fyrir sig, sem ég xnun e.t.v. gera nokkur skil síðar. — Þó skal þess getið, að margir hafa sagt við mig, að sjónvarp sé til hinnar mestu bölvunar, það drepi alla samtalslist (it kills the art of conversation). Sannleikurinn er sá, að þetta fyi'irbrigði er komið í öfgar. e.t.v. meðan mesta nýjabrumið er á því. Engin ástæða sýnist mér til dæmis til þess að sjón- vai'pa fréttalestri. Fréttirnar fá ekkei-t meira gildi, þó að mað- ur sjái andlit þular, meðan á lesti’inum stendur. En hér er allt gleypt, sem út úr tækinu kemur. Auglýsingastyrjöld. Eg fékk að skoða í sjónvai'p á heimili sendiherra okkar í Washington. Mér fannst það reglulega gaman, ekki sízt að gamanþáttum, en þetta kvöld sá eg þátt, sem nefndist „I love Lucky“, og leikur Lucille Ball aðalhlutvei'kið. Um gagnsemi sjónvarps ber víst öllum saman hér, en hins vegar horfir víst til vandræða um heimilislíf og gestkomur, því að menn eru sem límdir við tækið. En fyrir íslending, sem aldrei hefir séð slíkt, var þetta mjög ánægju- legt. A.nnars virðist geisa heift- ai’legt auglýsingastríð í sjón- varpinu, ekki sízt milli síga- rettuframleiðenda. Þetta kvöld, sem eg hlustaði (og sá) áttust þau einkum við Lucky Strike og Philip Mori’is. Lucky Strike sannaði með óyggjandi rökum, að sú framleiðsla væri miklu betur úr garði gerð, þéttari og gæfi kaldari reyk, enda betra tóbak, en hins vegar sannaði Philip Morris, að í þeim síga- rettum væru engin þeirra skaðlegu efna, sem einkenna hinar. Vii'tust bæði fyrirtækii* hafa betur, um það er lauk. Yfirleitt er auglýsingastarf- semin hér vestra rekin með allt öðru sniði en heima, endá geysimikil samkeppni og gífur- legt úrval flestra hluta. Mætti segja méi', að íslenzkum hús- mæðrum þætti fengur í að líta hér inn í matarbúðir, ekki sízt hvað snertir grænmeti, ávexti og þess háttar, en umfram allt eru það smekklegar umbúðir matvæla, seim maður rekur augun í. í gærkveldi skruppum við hjónin inn á „di'ugstore” (en um það verður að rita sérstaka grein) og fengum okkur bita. Við hliðina á okkur sat maður, sem pantaði sér samloku og öl. Þegar ölið kom, tók hann salt- baukinn og saltaði ölið kyrfi- lega, drakk svo af beztu lyst, snæddi og gekk út. Eg varð ekkert hissa, og heldur ekki þegar eg gekk fram hjá klipp- ingarstofu og snyrtistofnun. fyrir hunda af öllum tegundum. ThS. Grikkir ánægðir með viðræðurnar. Aþena (AP). — Viðræðun- um við tyrknesku sendinefnd- ina er lokið og nefndin farin heim. Venizelos, sem gegnir stövf- um forsætisráðherra um þessa' mundir, hefir látið í ljós ánægj'i yfir árangrinum, en viðræðurt* ar sherust um þátttöku þeiri-a í varnax’samtökum N.A.-ríkjanna Venizelos hefir tilkynnt, að Páll Grikkjakonungur fari £ heimsókn til Tyrklands í næsta mánuði, en Tyrklandsforseti er síðar væntanlegur í opinbera heimsókn til Grikklands. r.vjv.wi Verksmiðjuhverfi og sjónvarp. Farið var framhjá iðnaðar- borgum, sem allir kannast við, svo sem Baltimore, Phila- delphia og New Jersey. Víða er ekið fram hjá risavöxnum stálsmiðjum, ég man t.d. eftir að við fórum fram hjá ein- hverjum verksmiðjum, sem Bethlehem-stálhringurinn á, ennfremur Baldwin-eimreiða- smiðjunum. Var þetta mikil- fengleg sjó, en íbúðahverfin hið næsta eru ekki fögur, eins óg verða vill í iðnaðarborgum stói'þjóðanna. En þrátt fyrir sviplítil, hversdagsleg, eða beinlínis ljót og ömurleg hverfi þar mátti sjá bíla við nær hvert einasta hús. Menn athugi, að bíll er ekki munaður í Banda- ríkjunum, eins og fyrr segir, og að eiga bíl er sjálfu sér enginn mælikvarði á efnahag eigandans. Eg hefi einu sinni áður kom- ið til New York, um áramótin 1936—1937, og þá á skipi, en sá þó í’aunar ósköp lítið, stóð stutt við, en gat þó skroppið inn til borgarinnar. Vitaskuld kannaðist ég við mig aftur. Empire State-byggingin stend- ur enn á sínum stað, og teygir 102 hæðir upp í loftið yfir Man- hattan, eins og risavaxinn fing- ur. Þó var nú sú breyting orð- KVÖLÐþattkar. OKKUR ISLENDINGUM er nú orðið ljóst, að framleiðsla okkar er of einbæf, svo að okk- ur er nauðugur einn kostur að auka fjölbreytni hennar, ef við viljum lifa menningarlífi í landinu í framtíðinni. Síðast- liðinn mánudag létu nokkrir menn álit sitt í ljós á framtíð- ai'möguleikum gisti- og veit- ingahúsareksturs. Menn þessir höfðu allir mikla reynslú, hvað þenna atvinnuveg snei'tir, og kom þeim öllum saman um, að hann gæti orðið einn af land- stólpúnum með því að búa ör- litlu betur að honum en nú er gert. ♦ Sérstaklega athyglisvert þótti mér sú skoðun, að breyta þyi'fti áfengislöggjöf- inni, þannig að vínveitingaleyfi yrðu almennari en nú gerist. Vitað er að enginn ferðamaður, sem efni hefir á að ferðast og láta sér líða vel á gistihúsum, velur sér samastað nema þax-, r,em allar beztu víntegundir eru á boðstólum, og er ekkert við því að segja. Skemmtiferðalög eru farin í leyfum og vilja menn þá að vonum njóta þeirra gæða, sem lifið hefir að bjóða í sem ríkustum mæli. ♦ Allmikið hefir verið um það rætt, að hægt væri að gera ísland að ferðamanna- landi, og mun sú skoðun hafa við mikil rök að styðjast. En eitt er jafnvíst og að tveir og tveir eru fjórir — við hænum aldrei að okkur efnaða ferða- menn, nema við komum okkur upp myndarlegum gistihúsum, er geta látið alla þá beztu þjón- ustu í té, sem ferðamennirnir eru vanir og telja sjálfsagða. ♦ Ef til vill óttast sumir, að almenn vínveitinga- ieyfi myndu auka áfengisnotk- un almennt. Reynsla annarra þjóða sýnir hið gagnstæða í þessu efni. Allar þjóðir, sem hafa frjálslynda áfengislög- gjöf, telja hana einmitt koma í veg fyrir ofdx-ykkju, enda er það alþekkt staðreynd, að fólk sækist mest eftir því sem ei'f- iðást er að afla, hvoi’t sem það er áfengi eða eitthvað annað ♦ Nefnd fjallar nú um á- fengislöggjöfina, og er þess að vænta, að starf hennar beri einhvern jákvæðan árang- ur. Ef vel á að vera, þyrfti hún. a. m. k. að koma því til leiðar, að hægt yrði að gera gisti- og veitingahúsarekstur að arðbær- : um atvinnuvegi. - j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.