Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 07.05.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaglnn 7. maí 1952 ■ VÍSIK 7 lB»æsaaHBBcnir5siaE»tsR3sr9<s:sBi8»BKWHB»aises3BBCíraK.'ssRs*EaEBHffi!e«5ffeieisBKttæBBi wwoQHBnrjaisBBcaiEKasiiSBBKnsEBiaKiQBzninaaBHœBíBtSKBBöBKKfiEia^MacaaŒEEeKœi m * *» ® BEasHBEaEaEaasaEHEZscaEassaEBaBiCEBDaBEESgBEEaennsHcsiínsBBaEasBi PBnBBiðBBaoasBBBiBQBaasaBaaEBQBaBiKaBSBBBiaBCCBBBaeaaaaaBSBaBaBxaBi aí vinfengi þínu við Pugayev. Eg vona að þér''takist að standa fyrir máli þínu. Vertu hughraustur. Samvizka mín var hrein, og eg var ekki hræddur, en til- Imgsunin um að endurfundum við föður minrí, móður og Mösju seinkaði við þetta, bakaði mér hryggð. Sama daginn ók eg í vagni norður til Kasan. Tveir riddarar með brugðin sverð riðu sinn hvoru megin við vagninn. 11. KAP. RÉTTARHALDIÐ. Eg var sannfærður um að alvarlegasta ákæran gegn mér væri sú að eg flýði frá Orenburg. meðan bærinn var í umsát. Alla leiðina var eg að hugsa um hverju eg ætti að svara dóm- urunum, og einsetti mér loks að segja allan sannleikann. Eg ók um göturnar í Kasan og var borgin í rústum. Var eg fluttur í virkið, sem var eina uppistandandi byggingin í bæn- um. Riddararnir afhentu mig varðfyrirliðanum. Eg var hlekkj- aður á höndum og fótum og settur í einmenningsklefa. Það þótti mér ekki góðs viti. Daginn eftir kom fangavörðurinn og sagoi mér. að koma með sér. Eg átti að ganga fyrir herréttinn. Við fórum yfir hlaðið og inn í virkisstjórahúsið. Þar sátu tveir menn við borð; gamall hersböfðingi ygldur á brún og ungur lífvarðarhöfuðs- maður, sem leit góðmannlega út. Nú hófst yfirheyrslan. . Hershöfðinginn sþurði hvort eg væri sonur Grinevs majórs. Eg játti því. •— Það er hörmung að jafn mætur liðsforingi skuli eiga jafn mikinn lubba fyrir son, sagði hershöfðinginn byrstur. Eg svaraði að eg hefði góða samvizku, og að eg mundi segja satt og rétt frá öllu. — Mér lízt svo á þig að þú sért ekki allur þar sem þú ert séður, sagði hershöfðinginn enn byrstari. Höfuosmaðurinn spurði mig hvenær eg hefði gengið í þjón- ustu Pugatsjevs og hvað eg hefði gert fyrir hann. Eg svaraði gramur, að eg hefði adlrei verið í þjónustu hans. — Hvernig komust þér hjá hengingunni þegar allir hinir voru teknir af? Iívað knúði yður til að sitja veizlur með þess- um ódæðismanni og þiggja af honum gjafir? Hvernig gat svona vinátta orðið miíli 5',ðar og Pugatsjevs? Eg varð enn sárari og sagði með titrandi rödd frá fyrstu samfundum mínum og Pugatsjevs og hvernig hann hefði þekkt mig aftur og náðað mig. — Og hvers vegna fóruð þér frá Orenburg til aðalstöjðva fjandmannanna? Eg ætlaði að segja sannleikann um. Mösju og mig, en hvarf frá því. Eg vildi ekki segja þessum mönnum frá ástum mínum til hennar. Enda mundi hún þá verða kvödd til að bera vitni í þessu viðbjóðslega máli. Eg þagði. Báðir dómararnir, sem voru nú farnir að líta mig’ hýrara auga, störðu nú á mig með tortryggni. Höfuðsmaðurinn heimtaði að aðalvitnið yrði leitt inn. Eg leit til dvra og var forvitinn. Dyrnar opnuðuts og Svabrin var leiddur inn. Það fór hrollur um mig þegar eg sá hvernig hann leit út; hann var gridhoraður og náfölur, hárið var orðið grátt og allt í flyksum. Hann endurtók ákæru sína með veikri en þjösnaleg-ri rödd. Samkvæmt framburði hans var eg njósnari, sem Pugatsjev íiafði sent til Orenburg, og' bezti vinur Pugatsjevs. Eg hlustaði þegjandi á hann og óttaðist mest að hann færi að neína Mösju. Þegar hershöfðinginn spurði hvort eg hefði nokkuð við þennan framburð að athuga, svaraði eg að eg hefði gefið skýrslu og hefði engu við hana að bæta. Hershöfðinginn skipaði að fara með „báða glaspamennina" út. Við fórum sarnan út úr stofunni. Eg horfði rólega á Sva- brin, en hann giotti lymskulega til mín. Eg fór aftur í klefa minn og varð ekki freksy vr yfirheyrslum. Foreldrar mínir höfðu tekið Mösju vinsamlega. Þeim þótti vænt um að geta greitt fyrir munaða’rlausri stúlku. Og þeim fór bráðlega að þykja vænt um hana; pabbi hafði ekkert að athuga við ráðahaginn lengur og marnma bað Guð þess heitt að Pétur litli og höfðusmannsdóttirin yrðu hjón. Þau urðu öll sem steini lostin er þau frcttu að eg hefði verið settur í fang- eisi. Faðir minn gat ekki trúað að eg hefði gerst landráðamað- ur, og spurði Saveljitsj spjörunum úr um allt sem hann vissi. Kægði honum nokkuð við það sem Saveljitsj hafði að segja, og nú var dómsins beðið með mikilli eftirvæntingu. Nokkrar vikur liðu. Þá fékk faðir minn bréf frá Pétursborg, frá ætt- ingja okkar, B. fursta. Hann skrifaði að lögum samkvæmt ætti eg að dæmast til aauða, en vegna dyggrar þjónustu föður míns hefði dómnum verið breytt í ævilanga fangavist í Síberíu. Það munaði minnstu að þetta riði föður mínum að fullu. Þessi skapsterki, strangi maður grét eins og barn. — Það er óhugsandi að sonur minn sé landráðamaður, kvein- aði hann. Móðir mín reyndi að hugga hann, en það var árang- urslaust. En það var Masja, sem leið mestar kválirnar. Hún gat.sér þess til að eg hefði getað sagt alla söguna, en ekki viljað gera það vegna hennar. Raddir lesenda: iurt meB lefisp- víkurf!ugiy@llinn. Reykvíkingar ættu að enda allar sínar ræður, og helzt blaðgreinar einnig, á þessum orðum: Hvað sem öðru líður legg eg til að Reykjavíkurflug- völlurinn verði lagður niður. í sumar minntist eg á flug- völlinn við þjóðkunnan mennta- mann og leiðtogá. ,,Já, hann á nú eftir að drepa okkur alla,“ svaraði hinn snjalli maður. Vonandi fer þó ekki svo illa, þótt vanrækt verði að leggja flugvöllinn niður, en hann er háðung og. ægilegt tilræði við höfuðstað landsins. Heita má að hann sé í miðjum bænum. . Hann liggur hart nærri upp að Landsspítalanum og nærri liggur að hann skeri einn bæj- arhlutann frá aðalbænum. Hin- ar miklu millilandaflugvélar svífa oít svo nærri þökum hús- anna í miðbænum, að engu lík- ara er en að fellibylur sé að skella á húsunum. Hvenær fljúga þær á húsin eða hrapa niður á þau? Hér er ekki verið að spá neinum óförum, en það sem hefir skeð erlendis, getur skeð einnig hér. Stundum hefir líka staðið tæpt. Eg var sjónar- vottur að því á hernámsárun- um, er flugvél kom af hafi ut- an og flaug logandi yfir mið- bæinn og það mjög lágt. Þar skall hurð nærri hælum, og fleiri dæmi mætti nefna. Eg .vil ekki kannast við það, að eg sé lífhræddari en aðrir menn, og eg kvíði því alls ekki, að flugvél verði mér að grandi, en, þessa almennu hættu er. sjálfsagt að taka til greina. Það er hreinn og beinn voði að hafa jafn stóran flugvöll og Reykja- víkurflugvöllinn inni í miðri borginni, að heita má. Auk þessarar hættu, sem er nægileg til þess, að Reykjavíkurbær ætti að rísa upp og heimta flug- völlinn lagðan niður, er svo þrátlátt æfingaflug er yfir bæn- um og nágrenni. Það er ekkert óvanalegt, að þessar litlu skellitruntur hringsóli yfir höfðum okkab hvað eftir ann- að og það jafnvel um kyrrlátar sumarnætur þegar kominn er svefn- og hvíldartími vinnandi manna. Einnig er þetta þreyt- andi og leiðinlegt fyrirbæri um helgidaga þegar veður er fag- urt og gott. Það á að leggja flugvöllinn niður. Þar er hægt að reisa myndarlegt menntaskólahús og fallegt bæjarhverfi. Péíur Sigurðsscn. Belgía og ís- land. í fregn í Mbi. af ísl. mál- verkasýningunni í Briissel eftir Valtý Pétursson er á það minnzt, að belgiskir blaðamenn séu lítt fróðir um ísland og fs- lendinga, og hafi helzt heyrt eitthvað um hitaveituna og (forn) bókmenntir okkar. Mér finnst þetta dálítið einkenni- legt, þegar þess er gætt, að Evrópum eistaramótið var háð í Brussel fyrir hálfu öðru ári og það var atburður sem blöðin fygldust vel með. Ef þeir kann- ast ekki við íslendinga sem. íþróttaþjóð, þar sem þeir áttu einir allra Norðurlandaþjóða, þrátt fyrir smæð sína — sem þarna er minnzt á — tvo Evrópumeistara og nærri því. þann þriðja og stóðu sig að öðru. leyti með ágætum, er hætt við að Belgar verði ekki heldur mjög minnugir á ágæti lista- manna okkar þegar frá líður. Eða er bara talið óviðeigandi að nefna íþróttamenn okkar í þessu sambandi? Ó. -----♦----- Vormót Í.R. 18. og 25. þ.m. Um næstu helgi hefst fyrsta almemia útimótið í frjálsum íþrótíum liér í Reykjavík. Er þetta Vormót fþrótta- félags Reykjavíkur og fer það fram dagana 18. og 25. maí n.k. Þátttaka er heimil öllum félög- um innan F.R.Í., en þátttöku- tilkynningar eiga að hafa bor- izt fyrir n.k. sunnudag. Þann 18. maí verður keppt í eftirtöldum greinum 100 m., 800 m., 3000 m., 4X100 m. b.oðhlaupi, kúluvarpi, spjót- kasti, langstökki, hástökkí drengja og kringlukasti kvenna. Sunnudaginn 25. maí verður keppt í 200 m. og 1000 m. hlaupi, 100 m. hlaupi drengja, 1000 m. boðhlaupi, kringlu- kasti, sleggjukasti, hástökki,. þrístökki og 80 m. hlaupi kvenna. €. fít. Sumufkís 1126 í miklum flýti keflaði Tarzan Ar- aban og batt hann á höndum og fót- um með eigin klæðum hans. Hljóðlega eins og pardusdýr stökk hann niður ,og færði sig nær og nær varðmanninum, sem studdist fram á sverið. Það var Tarzan til happs að hávað- inn í söngnum yfirgnæfði. fótatak hans og er brast í grein. Áður en varðmaðurinn varð nokk- urs var, var tekið heljarafli ,um háls honum. „Vertu hljóður eða sagði Tarzan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.