Vísir


Vísir - 30.05.1952, Qupperneq 2

Vísir - 30.05.1952, Qupperneq 2
2 Föstudaginn 30. maí 1952 V 1 S I B ðflltt og Það fólk, sem hefir atvinnu af því að bragða eða lykta af vörum verður við og við að favíla þær taugar, sem þaðVnot- . ar í starfi sínu. Maður, sem prófar vín verður að hvíla bragðlauka sína á því í að borða ost. Sá, sem blandar ilmvötn verður að hressa þreyttar ilm- taugar á því að þefa af kam- fóru. En maður, sem prófar vindla, endurnýjar smekk sinn . á því að drekka mjólk. • Harmleikur. — í Manchester kom það fyrir árið 1947, að Sarah Kimpton gat ekki beðið eftir því að steikja vænt steik- arstykki sem hún hafði keypt. Hún fékk sér vænan bita af hráu kjötinu og datt niður dauð með sama! • Andersen stóð náfölur og af . sér genginn og beið eftir járn- ibrautarlest. — Hvað er að þér? spurði vinur hans. — Eg ætlaði að taka á móti konunni minni, hún hefir verið að heiman. En hún kom ekki með lestinni. Er nokkur ástæða til að ótt- ast þess vegna? — Nei — en mér flaug í hug að eg hefði villst á deginum og . ,að hún hafi kannske verið heima frá því í gær. • Skraddarinn (er að sauma á Skota og mátar á honum fötin): — Hvernig viljið þér að vas- arnir séu? — Jæja, —: eg vil helzt hafa þá svoleiðis að það sé erfitt að íara í þá. „Læknir,“ sagði Skotinn.. „Eg skal gefa yður hundrað sterl- ingspund ef þér getið haldið i mér lífinu í eitt ár enn.“ Ljúfmannlegur læknir: „Eg er hræddur um að eg geti ekki gért það fyrir svo smáa upphæð. Eg gæti reynt það fyrir 500 : sterlingspund.“ Skotinn með áherzlu: „Nei — ijandinn fjarri mér. Þá vil eg heldur deyja.“ Dauðans leiðinleg eru sam- Jkvæmin. En það er enn leiðin- legra að vera ekki boðinn. — Oscar Wilde. CiHu Mmi tiaK.: í bæjarfréttum Vísis stóð 30. tnaí fyrir 25 árum þessi á- minning: Inn að Kleppi fara margir sér til skemmt- unar, þegar gott er veður um helgar. Ekki hefir verið amast Við því, þó fólk færi þar um túnið í vor, en nú er farið að gróa svo, að umferð spillir þar gróðri, og eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem framveg- is koma inn eftir, að þeir gangi ■ ekki um túnið. Stundum hefir það borið við : að unglingar standi þar úti fyr- ir gluggum. og horfi fórvitnis- lega á sjúklinga, eða leggist jafnvel á rúðurnar. Þykir sjúklingum þetta leitt, og er þess'vænst að allir láti af þess- öri ónærgætni. BÆJAR jmtti Föstudagur, 30. maí, — 151. dagur ársins. Sjómannablaðið Víkingur, gefið út af Far- manna- og fiskimannasambandi íslands, er komið út. Efni þess er að þessu sinni: Orðsending Breta, Formenn í sjö ættliðu eftir Guðna Jónsson, 15. maí 1952 eftir Júl. Havsten, End- urminningar frá skútuöld eftir Ólaf Ólafsson; þættir úr Græn- landsvöku, frívaktin, frétta- öpna o. fl. Ritstjóri: Gils Guð- mundsson. Bláa ritið, 5. hefti 1952 er komið út. Rit þetta flytur skemmtisögur og annað efni til tómstundalesturs. Efni ritsins er: Á hjóli kring- um hnöttinn, ferðasaga, Kven- njósnarar í síðustu heimsstyrj- öld, Þjónn ástarinnar, Blettir hlébarðans, framhaldssaga o. fl. Norrænn sumarháskóli 1952.Sumarstarf Norræna sum- arháskólans fer fram í Ustaoset í Noregi og hefst 28. júlí n. k., en lýkur 14. ágúst. Markmið skólans er að víkka sjónarsvið hins sérgreinda náms með því að benda á raunveruleg sér- kenni vísindagreinanna og ræða viðfangsefnin, sem þeim eru að einhverju leyti sameiginleg. Á þessu ári er aðalverkefnið: Maður og umhverfi hans, sem hlutað er í ýmiss aukaefni, m. a. auðlindir jarðar og ráðstjórn mannsins á þeim; maður og bæjarfélag; stjórnmálaáhrif; einstaklingur — fjölskylda — þjóðfélag; maður og siðareglur; listaáhrif; maður og tækni. Umsóknir um skólavist skulu komnar til Ármanns Kristins- sonar cand. jur. fyrir 5. júlí n. k. — HrcMyœta hk 1629 Lárétt: 2 guð, 6 ráðherra, 8 þvengur, 9 eldar gera það stundum, 11 félagsheiti, 12 við, 13 ódugleg, 14 skopleikari, 15 á skó, 16 til að festa, 17 verk- færi. Lóðrétt: 1 æsinginn, 3 fugl, 4 tveir eins, 5 mara á viðskipt- um, 9 lifa, 10 stafur, 11 sjávar- gróður, 13 fugla, 15 erl. titill, 16 ósamstæðir. Lausn á krossgátu nr. 1623. Lárétt: 2 Hesta, 6 EH, 8 f:, 9 bola, 11 il, 12 RRR, 13 err, i úf, 15 stía, 16 tún, 17 rastar. Lóðrétt: 1 Febrúar, 3 efa, 4 sé, 5 allrar, 7 horf, 10 LR, 11 íri, 13 Etna, 15 sút, 16 TS. Sendiráðið í Stokkhólmi biður þess getið, að nú þegar sé búið að panta upp öll hótel- herbergi í Stokkhólmi fram á haust. Ráðleggja Sv.íar því þeim, sem hugsa að fara til Finnlands að leggja ferðir sínar svo, að þeir þru-fi ekki að vera í Stokkhólmi næ.tursakir. Jafn- vel þótt einstaklingar muni gera sitt ítrasta með að leigja út einstök herbergi, eru samt fyrirsjáanleg mikil vandræði með að fá gistingu í bænum í sumar. Flugvélar F. í. fluttu 2493 farþega í aprílmán- uði, og er það 124% hækkun miðað við sama tíma í fyrra. Innanlands ferðuðust 2218 far- þegar, en 275 á milli landa. Nemendatónleikar Tónlistaskólans. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gærkveldi í Tripoli-bíó, og komu þar fram 9 píanóleikarar, 3 fiðluleikarar og einn klari- nettleikari, sem léku einleik og tvíleik. Síðari tónleikarnir fara fram í kvöld klukkan 7, og koma þá fram þrír fullnaðar- prófsnemendur, auk nemenda- hljómsveitar undir stjórn Björns Ólafssonar. Aðgöngu- miðaverð er mjög lágt. Hjúskapur. Á morgun verða g'efin saman í hjónaband ungfrú Greta Han- back, dóttir Bryant L. Han- backs, símaverkfræðings, og Ingólfur Thors, sonur íslenzku sendiherrahjónanna í Washing- ton. Brúðkaupið fer fram í sendiherrabústaðnum, 1906, 23rd Street, Washington D. C. Keflavíkurflugvöllur. Umferð um völlinn í apríl: Millilandaflug 122 lendingar. Innanlandsflug 11 lendingar. Til Keflavíkur fóru og komu 299 farþegar, 15053 kg. af vöru- flutningi og 2068 kg. af pósti. Um völlinn fóru samtals 3966 farþegar, 126124 kg. af vöruflutningi og 2554 kg. af pósti. Útvarpið í kvöld: 20.30 Vísnaþáttur: Þingeysk- ar stökur (Karl Kristjánsson alþm). 21-00 Einleikur á celló: Erling Blöndal-Bengtson leikur íslenzk lög. 21.25 íþróttaþáttur (Sigurður Sigurðsson). 21.45 Tónleikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Leynifundur í Bagdad“, saga eftir Agöthu Christie (Her- steinn Pálsson ritstjóri). —; XII. 22.30 Tónleikar (plötur). Togararnir. Egill Skallagrímsson, sem landaði hér 27. þ. m., var með 259.170 lestir, sem fór í frysti- hús. Helgafell landaði 27. og 28. þ. m. og var með 164.080 lestir saltfisk og nokkuð af nýj- um fiski, sem fór í Hafnarfjörð. Aflinn alls var 2Í9.300 lestir. Geir landaði í gær og var aflinn 325.070 lestir í frystihús. Stangaveiðifélag Reykjavíkur biður félags- menn að minnast kast- kennslunnar á Elliðavatns- stíflunni í kvöld kL 8—10. Veðuor á nokkrum stöðum. Hæð yfir Grænlandi en lægð milli Færeyja og Noregs. Horf- ur fyrir Suðvestúrland, Faxa- flóa og miðin: N kaldi, léttskýj að, Veðrið kl. 9 í morgun: Rvik NNV 4, +5, Sandur NA 2, +7, Stykkishólmur NA 1, -j—6, Hvallátur N 1, Galtarviti N 1, Hornbjargsviti NA 2, -J-5, Kjörvogur logn, -f-5, Blöndu- ós SV 1, —f-3, Hraun á Skaga N 1, Siglunes N 2, -f-4, Akur- eyri SA 2, -f—3, Loftsalir V 1, —f-7, Vestmannaeyjar NNA 6, -f-6, Þingvellir N 5, -f-4, Reykja nesviti NNV 3, -f-7, Keflavíkur- völlur N 4, -f-5. Á norðausturlandi er norð- læg eða norðvestlæg átt og hiti víðast um frostmark. Á Gríms- stöðum var -f-3 stig í morgun. Þjóðmiiijasafnið verður lokað á hvítasunnu- dag. — Opið 1—3 á annan í hvítasunnu. Jón G. Jónsson, fyrrum húsvörður í Eim- skipafélagshúsinu, nú til heim- ilis að Ránargötu 36 hér í bæ, er sextugur í dag. SKIPAFRITTIR Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld til Álaborgar. Detti- foss fór frá Reykjavík 28. þ. m. til New York. Goðafoss fór frá Hull 28. þ. m. til Antwerpen, Rotterdam og Hamborgar. Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gær frá Leith. Lagar- foss kom til Gautaborgar 23. þ. m. frá Álaborg. Reylcjafoss fór frá Kotka 27. þ. m. til Norð- fjarðar. Selfoss fór frá Leith 27. þ. m. til Gautaborgar. Tröllafoss fór frá New York 26. þ. m. til Reykjavíkur. Vatna- jökull fór frá Antwerpen 25. þ m. til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Keflavík. Arn- arfell er á Skagaströnd. Jökul- fell fór frá Akranesi 28. þ. m. áleiðis til New York. Vinnuveitendur Reglusamur maður, sem nokkuð hefir fengizt við verzlunar- og skrifstofustörf, óskar eftir atvinnu. Margs- konar störf önnur koma til greina. — Tilboð leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir 1. júní n.k. merkt: „Reglu- samur — 233“. Míápu r-JKifólar Sníðum kvenkápur og kjóla eftir máli. Hóflegt verð. SNÍÐASTOFAN Jón M. Baldvinsson. Hamarshúsinu. Simi 6850. Pappírspokagerðin h.f. Vltastig 3. AUsJc. pappírspokar Kaupi gull og siifur Höfusn fengið mikið úrval af hvers konar vinnufatnaði og öðrum sumarvörum fyrir börn, unglinga og fullorðna. — Ennfremur ódýru drengja- skyrturnar og margt fleira nýtt. MUNIÐ BUmabúiin Garðastræti 2 — Simi 7299. KAUPHOLLIN er miðstöð verðbréfaviðsklpt- axma. — Sími 1710. Laugarneshverfi íbúar þar þurfa ekki að fara lengra en í Bókabúðina Laugarnes, Laugarnesvegi 50 til að koma smáauglýs- ingu í Vísi. Smáauglýsingar Vísis borga sig bezt. Móðir og tengdamóðir okkar, Þorlijörg Bergmann lézt að heimiii síirn 29. þ.m. Huida Sigfúsdóttir, Einar Sveinsson. Eg þakka öllum þeim, sem vottuðu vináttu sína og virðingu við andlát móður minnar, Ingihjargar Sigurðardóttnr frá HóH á Skaga. Sigurður Sigtryggsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.