Vísir - 30.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 30.05.1952, Blaðsíða 4
V í S I R Föstudaginn 30. maí 1952 ’irxsm DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Sogsvirkjunin nýja. Hornsteinn að stöðvarhúsi Sogsvirkjunarinnar nýju var lagð- ur í gær, að viðstöddu fjölmenni og venjulegri viðhöfn. Verkinu mun hafa miðað vel áleiðis, þannig að áætlanir hafa staðist, enda er það að verulegu leyti unnið í ákvæðisvinnu og fara afköstin nokkuð eftir því. Gert er ráð fyrir að ein véla- samstæða af þremur verði tilbúin til prófunar á áliðnu sumri 1953, og önnur samstæða um næstu áramót. Alls verða sam- stæðurnar þrjár og framleiða hver 15.500 kw., eða 46,500 samanlagt. Spennistöð hefur verið reist við Elliðaár, en þangað verður lögð leiðsla frá írufossstöðinni, sem verður 51 km. að lengd og borin verður uppi af 260 stálturnum, en alls er talið að fara muni í leiðsuna 150 km. af vír. Sogsvirkjunin verður dýrasta mannvirki, sem til þessa hefur verið ráðist í hér á landi, ef áburðarverksmiðjan er frá talin, en því aðeins hefur tekizt að framkvæma verkið, að allir hafa þar lagst á eitt innanlands, en auk þess hefur Marshallhjálpar notið við, sem endanlega tryggði fjárhagslegan grundvöll fyrirtækisins og gerði kleift að ■ festa kaup á nauðsynlegum vélum og útbúnaði, sumpart vestan hafs, sumpart á meginlandi Evrópu. Allmikið af vélum og tækjum til stöðvarinnar hafa þegar flutzt til landsins, en margt er ókomið og mun flytjast hingað á þessu og næsta ári, ef óvænt atvik hindra ekki slíka af- greiðslu eða flutninga. Er mikið í húfi að greiðlega gangi öll afgreiðsla frá verksmiðjum þeim, sem hér eiga hlut að máli. Þegar Sogsvirkjunin nýja er komin upp að fullu, verður vafa- laust ráðist í nýjar og stórfelldar virkjanir, sumpart í Soginu, en þó má gera ráð fyrir- að stærstu virkjanirnar verði fram- kvæmdar síðar við önnur fallvötn austanfjalls. Þróunin í raf- magnsmálunum hefur verið svo ör, að fæstir hafa gert sér grein fyrir þvílíkum hraða og aukinni notkunarþörf, en samfara stóriðju mun þörfin aukast miklu meir. Nægir að skírskota til áburðarverksmiðjunnar einnar, sem talið er að þurfi um 20.000 kw. í næturorku, en vafalaust rísa upp fleiri sambærileg fyrir- tæki, sem eiga eftir að byggja upp efnahagsgrundvöllinn og gera lífvænlegt hér í framtíðinni. Vatnsafl fallvatnanna og heita vatnið í iðrum jarðarinnar eru þær auðlindir, sem þjóðin verður að ausa af í framtiðinni og sem reynzt geta drýgstu tekjulindir hennar, ef ekki skortir fjármagn til framkvæmdanna. Fólksfæðin og fjárskorturinn stendur flestum stórframkvæmdum fyrir þrifum, en hér má þó mikið gera, ef almennur skilningur á þörfinni er fyrir hendi og horfið verður frá heimskulegri „sosialiseringu", sem er í þann veginn að gera alla fátæka, en enga eða örfáa ríka. Halldór Pétursson opnar mál- verkasýningu á laugardaginn. Sýnir á 2. hundrað mynda, olíumálverk, vatnslita- myndir, skopmynlr ng steinprent. Auðlindir landsins. A uk þeirra auðlinda, sem getið er að ofan, býr landið yfir fleiri gæðum, sem lítt eða ekki hafa verið nýtt. Þannig eru víða kolalög í jörðu, sem talið er að séu á borð við grænlenzk kol að gæðum, en sem einkum mætti vinna úr olíur og margs- kyns efni, sem nýr og þýðingarmikill iðnaður gæti byggt á. Mætti þar skírskota til efnaiðnaðarins þýzka, sem aðallega byggir framkvæmdir sínar og framleiðslu á efnum, sem unninn eru úr kolum, en óþarft er að rekja nánar, enda alkunnugt. Jarðfræðirannsóknir hafa leitt í Ijós, að biksteinn virðist nægur fyrir hendi, sem ef til vill getur orðið útflutningsvara sem hráefni, eða að unnið verður úr honum hér. Grjótvinnslu má hefja víða í storum stíl, en í því efni nægir að minna á gabbroið í Eystra- og Vestra-Horni og ef til vill marmaralögin á Snæfellsnesi og víðar. Það er skoplegt að íslendingar skuli flytja inn grjót fyrir nokkra tugi eða hundruð þúsunda á ári, þótt gnægð af grjóti sé hér meiri en af öllu öðru. Miklu nær væri að verja slíku fé til eflingar trjáræktar í landinu, þannig að hin ömurlega, grýtta jörð, yrði að einhverju leyti hulin aug- um manna. Steina í bryggjustólpa eða legsteina þarf ekki að flytja inn í landið, — hér er nóg af slíkum steintegundum, að- eins ef einhvérjir nenna að vinna þær og flytja á markað. Í þessu sambandi mætti vekja athygli á tinnunni, sem flytja mætti út fullunna í skartgripi og gæti vafalaust bætt nokkuð úr brýnni gjaldeyrisþörf þjóðarinnar. Málmar ýmsir finnast hér í jörð, en talið er að vinnsla þeirra borgi sig tæpast, þótt allt slíkt sé í rauninni órannsakað að mestu. Gerðist þess fyll þörf að fé til náttúrurannsókna yrði ekki skorið' við neglur, svo sem' tíðkast hefur. Náttúran gefur góðan ávöxt af öllu fé, sern til ’rannsókna hennar er varið og landið mun engum bregðast, sem trú'hafa á framtíð 'þess og gæðum. Halldór Pétursson listmálari opnar sýningu á listaverkum sínum í Listamannaskálnum á laugardaginn kemur. Sýnir hann þar á 2. hundrað mynda, olíumálverk og vatns- litamyndir, skopmyndir og steinprent. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýningin sem Halldór hefur haldið, en hann sýndi ásamt þeim Sigurði Thoroddsen og Jóhanni Bernhard skopmyndir í Listvinasalnum á Freyjugötu fyrir 2—3 árum. Halldór Pétursson er löngu þjóðkunnur fyrir myndskreyt- ingar sínar í bækur, fyrir hestamyndir og myndir úr þjóðsögum og loks fyrir teikn- ingar sínar og skopmyndir í Speglinum. Á sýningunni verða þó ein- vörðungu nýjar myndir til sýn- is þegar frá eru taldar örfáar þjóðsagnateikningar úr hinni nýju þjóðsagnaútgáfu próf. Einars Ól. Sveinssonar. Meðal þeirra mynda, sem á sýningunni verða, eru m. a. nokkur olíumálverk af hestum, én hestar hafa frá öndverðu verið þao myndaefnið, sem Halldór hefir hvað mest lagt rækt við og enda náð þar ó- venju sterkum tökum á við- fangsefninu. Þá eru á sýningunni allmarg- ar vatnslitamj^ndir frá Reykja- vík og mikið af myndum úr íslenzkum þjóðsögum. Halldór er í hópi hinna yngri listmálara okkar og óefað með- al þeirra allra vinsælustu og kunnustu. Hann hefir stundað listnám bæði í Danmörku og vestur í Ameríku. Myndirnar eru nær allar til sölu. Landsmót ungmannafélag- anna að Eiðum í sumar. Dagana 3.- 4. júlí n.k. verður 17. sambandsþing ungmenna- félaganna háð að Eiðum og strax að bví loknu fer fram 8. landsmót U.M.F.f. þar á staðn- um. Auk venjulegra íþróttagreina verður keppt í þremur greinum starfsíþrótta, akstri dráttarvéla, starfshlaupi og að leggja á borð. Auk íþróttanna verða mörg skemmtiatriði á dagskrá, svo sem ræðuhöld, kórsöngur, viki- vakar, upplestur, kvikmynda- sýningar o. fl. Búist er við að fjölmenni verði mikið á mótinu og góð þátttaka í íþróttakeppninni. Á síðasta landsmóti voru um 5000 manns, en 250 tóku þátt í keppni og voru þeir frá 14 hér- aðasamböndum. Heldur námskeið í svartlist H. A. Múlier, prófessor í svartlist við Columbia-háskól- ann í New York, var meðal farþega á Heklu frá Vestur- beimi Prófessorinn, sem er einn fremsti maður á sínu sviði, kemur hingað á vegum Hand- íða- og myndlistaskólans og heldur námskeið hjá honum. Mun hann dveljast hér fram í júlímánuð. Áhugi fyrir starfsíþróttum. Ungmennafélögin hér hafa sýnt nokkurn áhuga fyrir starfsíþróttum að undanförnu. Sem dæmi um það hafa þau tekið þrjár greinar starfsíþrótta á dagskrá sem keppnisgreinar á næsta landsmóti ungmenna- félaganna að Eiðum í sumar. Þá hefur sambandsstjórn ungmennafélaganna ákveðið að senda fulltrúa tilNoregs í sumar til þess að kynna sér starfs- íþróttir og framkvæmd þeirra hjá Norges Bygdeungdomslag. Maðurinn sem U.M.F.Í. valdi til fararinnar er Stefán Qlafur Jónsson kennari í Reykjavík. Veitir Landbúnaðarráðuneytið honum einnig styrk til ferðar- innar. Þýzka hljémsveit- in kemur í n. viku Þ. 5. n.m. kemur með GuII- fossi kammersveit Philhar- monihljómsveitar Hamborgar. Heldur hún hér einn opin- beran hljómleik, undir stjórn Ernst Schönfelders, en sam- einast síðan Symfoníuhljóm- sveitinni.undir stjórn Kiellands, á tveimur tónleikum, með þátt- iöku um 70 hljóðfæraleikara. Gefst Reykvíkingum þá ein- stætt tækifæri til þess að hlýða á stóra hljómsveit. Þeir tón- leikar verða haldnir í Þjóðleik- húsinu 10. og 13 júní, en hinn 14. júní fer kammersveitin utao með Gullfaxa, en hún á að koma fram á Edinborgarhátíðinni 1 sumar, ásamt söngkröftum frá Hamborgaróperunni. Auk þess sem að ofan getur heldur hljómsveitin 3 hljóm- leika í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins. BERGMAL Það hefir að vonum vakið nokkra eftirtekt, að konur hafa í hyggju að efna til kappróðurs í tilefni af hátíðahöldunum á Sjómannadaginn 8. júní næst- komandi. Var ætlast til að kappróður kvenna skyldi fara fram á Tjörninni, væntanlega vegna þess að þar er svo grunnt, að enginn hætta er á meiri háttar slysum. Nú hefir aftur komið á daginn að nátt- úrufræðingar mæla eindregið gegn því að kappróður þessi sé leyfður þar, af því að hann myndi geta haft ill áhrif á fuglalífið, og synjaði því um leyfið. Ekki af baki dottnir. Sjómannadagsráð er þó ekki af baki dottið, en einn af for- ráðamönnum þess upplýsir að gerð verði tilraun til þess að breyta ákvörðun bæjarstjórnar. í þessu tilefni hefir Bergmáli borist stutt bréf, sem hér verð- ur birt á eftir: „Eg hef veitt því athygli, að í dagblaðinu Vísi er komizt svo að orði í sambandi við vænt- anlegan kappróður kvenna þ. 8: júni: „iEtlunin var að fá leyfi bæjarstjómar til að hafa kapp- róður kvenna á tjörninni, en hún vildi ekki leyfa það. Þó mun stjórn Sjómannadagsráðs- ins gera tilraun til þess að fá bæjarstjórn til þess að breyta þeirri ákvörðun.“ Tjón fyrir fuglalífið. Þessi klau'sa er mjög athygl- isverð — og óskammfeilin. Eins og allir vita hafnaði bæj- arstjómin þessum tilmælum af þeim ástæðum, að kappróður með öllu því, sem honum hlýt- ur að fylgja, mundi valda miklu og varanlegu tjóni fyrir fugla- lífið á tjörninni, sem á sannar- lega nógu erfitt uppdráttar, þó að félagsamtök og opinberir aðilar hafi ekki forustu um að þurrka það út. Engar þakkir skyldar. Þess vegna hefir Sjómanna- dagsráðið einnig gott af að vita það, að fjöldi bæjarbúa og þá ekki sízt við, sem heima eigum við tjörnina, munum kunna því litlar þakkir fyrir þá viðleitni að eyðileggja fyrir okkur þessa helztu bæjarþrýði. Og við munum einnig fylgjast vel með því, hverjir þeir bæjarfulltrúar eru, ef nokkrir verða, sem. nú heykjastá því að friða tjöraina. Liggur undir gagnrýni. Eg vil einnig minna Sjó- mannadagsráðið á það, að ýmis starfsemi þess hefir sætt nokk- urri gagnrýni að undanförnu og ætti það því síður að gera sér leik að því að espa almenn- ing upp á.móti sér. — Tjarnar- búi.“ Hér er litlu við að bæta, en Bergmál tekur algerlega undir meginatriðið í bréfinu, að kapp- róður á Tjörninni á ekki að leyfa. Þótt það geti verið ágæt skemmtun, er of mikið í húfi, ef það yrði til þess að fæla fugl- ana í burtu, eða á einn eða annan hátt raska ró þeirra þar. — kr. Gáta dagsins. Nr. 133: Óríkir menn og óþrif einatt mig veiða, en þó ei par um fenginn sinna sinn. Fangi mig ekki fóstri minn fær hann.um síður gatnagað skinn Svar við gátu nr. 132: Skæri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.