Vísir - 30.05.1952, Síða 8

Vísir - 30.05.1952, Síða 8
LÆKNAB OG LYFJABÚÐIR VantJ yður iækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. #. Föstudaginn 30. maí 1952 LJOSATtMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25— 3.45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 22.55. Uppþotin voru dulbúið tilræði við öryggi franska ríkisins. íslendingar eru kyrrfátari ieik- hísgestir en t d. Danir. italsbað við Poul Heidihart leikara. MtÞBníl 1$ ÍiÍBf*&6BMjS ÍBÖ&ÍBtS BBdÞÍnS sewn shúlB&nshgóÍ. Skýrsla gefin uua uppþotin. Innanríkisráðherra Frakklands flutti útvarpsræðu í morgun Og gerði frönsku bjóðinni grein fyrir kommúnistauppþotunum, gem urðu í París og fleiri borgum landsins á miðvikudagskvöld. Kvað hann stjórnina hafa sannanir fyrir því, að að hér hefði verið um skipulagt samsæri að ræða gegn ör- yggi landsins, en koma Ridgway’s hershöfðingja höfð að skálkaskjóli. Ráð- herrann kvað stjórnina stað- ráðna í að halda uppi lögum og reglu í landinu. Hið kommúnistiska samband verklýðsfélaga í Frakklandi, sem er fjölmennasta verklýðs- félagasambandið með 4 millj. meðlima, hefir boðað verkföll og mótmælafundi, vegna komu Ridgways og aðgerða stjórnar- ánnar gagnvart kommúistum. Kommúnistaþingmaðu rin n Duclos, málsvari þeirra í íull- trúadeildinni, hefir nú verið á- kærður fyrir að hafa verið for- ystumaður í uppþotinu í Paris. Eins og fyrr hefir verið get'ið, var hann handtekinn og fahnst skammbyssu, útvarpssenditæki o. fl. grunsamlegt í bifreið hans, og talið sannað, að hann hafi stjórnað kommúnistiskum upp- þotsmönnum úr bifreið sinni. XJppþotsmenn höfðu að vopni það, sem hendi var næst, múr- steina, járnbúta og fleira, og komu í smáhópum á aðalátaka- staðinn úr öllum áttum, og sner ust harkalegast gegn einangr- uðum lögreglubifreiðum og smá flokkum lögreglumanna. Þykir Það er víst ekki algengt, að menn haldi útför sína fyrir dauðann, en kemur hó fyrir. Frá því er til dæmis sagt í amerískum blöðum, að kari nokkur, sem búsettur er í borg- inni Burlington í Colorado- fylki, James Gerhardt að nafni, hafi ekki kunnað við þá tilhugs- un, að geta ekki verið viðstadd- ur útför sjálfs síns, svo að hann lét gera hana að sér „heilum ■og lifandi". Og karlinn var ekki að tskera kostnaðinn við nögi sér, því að hann eyddi í þetta 15,000 dollurum. Gerhardt sagði á eftir, að hann hefði afráðið að gera þetta til þess að vera viss um, a'ð hann yrði ekki grafinn „eins og hundur“, en líka til þess að eyða einhverju af þeim, 75,000 dölum sem hann hafði safnað ævina, til þess að erfingjar augljóst, að uppþotið hafi ver- ið vel skipulagt og undirbúið. Ritstjóra L’humanité, aðalmál- gagns kommúnista, André Stil, hefir ekki verið sleppt úr haldi, en hann hvatti til óeirðanna í blaði sínu. Enn hafa mörg blöð kommúnista, L’humanite, Li- beration o. fl„ verið gerð upp- tæk. Líklegt er talið, að kommún- istar muni hafa sig allmjög i frammi naestu daga, og valda öllum þeim vandræðum, sem þeir mega, en viðbúnaður er mikill til þess að koma öllum þeirra áformum fyrir kattar- nef. Hinar árlegu hvítsunnuveið- reiðar Fáks fara fram á 2. hivíta- sunnudag á skeiðvellinum við Elliðaárnar og hefjast kl. 2.30 e. h. Þarna verða reyndir samtals 23 hestar og koma þar fram flestir beztu vekringar og stökk hestar landsins. Keppt verður á 250 metra skeiðfæri og 300 m. og 350 m. stökki. hans fengju ekki alla fúlguna. Og fyrirtækið tókst svo vel, að nú er karlinn að hugsa um að endurtaka útförina. „Hún verður ekki eins vegleg og hin“, sagði hann við blaðamenn. „Þessar útfarir eru svo þreyt- andi“. Hann hafði búizt við því í fyrra, að borgarbúar mundu henda gaman að öllu saman, en mörg hundruð komu samt til þess að sjá koparkist- una, sem kostaði 4000 dali, og legsteininn, sem hann hafði greitt 2500 dali fyrir. Karlin'n hafði ekki aðeins gaman af útförinni meðan á henni stóð, heldur entist skemmtunin lengi, því að hann fókk fjölmörg bréf varðandi hana þar á meðal 315 frá kon- um. „Ekki sem verst fyrir hálf- áttræðan karl“. segir hann. imfBBSSSEÍi BtlSBÍbuiS* íeiiUB’ uf &ÖB'BBÍÞWÍ. Það slys varð um hádegis- bilið í gær á mótum Bræðra- borgarstígs og Sólvallargötu, að fullorðinn maður féll af palli vörubíls og meiddist mikið. Vildi slysið til með þeim hætti, að vörubíllinn R 556 ók á eftir öðrum bíl norður eftir Bræðraborgarstíg. Á mótum Sólvallargötu nam bíllinn stað- ar og varð þá R 556 að nema snögglega staðar. Á pallinum stóð Eiríkur Eiríksson, Ránar- götu 51, og mun hann ekki hafa verið viðbúin, er bíllinn nam staðar. Kastaðist Eiríkur yfir stjh'ishúsið og ofan á göt- una og lenti með höfuðið á gangstéttarbrún. Meiddist hann talsvert á baki og hlaut áverka á höfuðið Eiríkur er 73 ára að aldri. Á skeiðsprettinum verða 8 hestar reyndir og koma þar fram allir beztu skeiðhestar sem hér hafa verið reyndir að undanförnu, en þeir eru Gletta Sigurðar Ólafssonar, Lýsingur Karls Þorsteinssonar, Narri Þor geirs í Gufunesi og Léttir og Gulltoppur Jóns í Varmadal. I 350 metra stökki keppa 5 hestar og eru þeirra á meðal Gnýfari og Hörður í Gufunesi og Fengur Ólafs Þórarinssonar. Tíu hestar verða reyndir á 300 metra stökki og má fyrst og fremst nefna þá Hauk frá Arnarholti og Depil Magnúsar Aðalsteinssonar þótt ekki séu fleiri nefndir. Sú nýbreytni verður að þessu sinni tekin upp að keppt verð- ur um góðhestahæfni og koma þar fram samtals 19 úrvals hestar héðan úr Reykjavík og grennd. Þetta er þrítugasta árið sem Fákur efnir til veiðreiða hér i bænum. Veðbanki starfar svo sem venja hefir verið til. Ridgway tekinn við. Einkaskeyti frá AP. París í morgun. Ridgway liershöfðingi teknr í dag við af Eisenhower yfir- hersliöfðingja, sem leggur af stað til Bandaríkjanna á morg- un. í gærkveldi kvaddi Eisen- hower foringjaráð sitt og aðra nánustu samstarfsmenn, um 400 talsins. Stjórnaði Montgome'y marskálkur kveðjuhófinu, %Margter shritjS Gerir útför sína tvisvar! Óvenjuleg skemmtun 75 ára gamals manns. Á veðreiiun Fáks á mánudaginn verða 23 hestar reyndir. Sss nýbrtfytni uerdÍMr ietiin upp9 að B'&ejmsi verÖBBB' fjóðhestuheefni. Klukkan 10 í gærmorgun átti I eg að hitta Poul Reichhardt á j Hótel Borg. Klukkan 10,45 kom hann og þá beint úr bólinu. „Eg bið yður mjög að afsaka, að eg hef látið yður bíða, en gestrisnin ykkar íslendinga gerir mig morgunsvæfan — hún er meiri en orð fá lýst.“ Mann, sem hefur mál sitt á svona elskulegri afsökun, er erfitt að áfellast þótt hann komi of seint. Þeim sem standa Við orð sín, þótt með nokkrum drætti sé, verður mikið fyrir- gefið. Poul Reichhardt er ekki að- eins kunnur frá leiksviði Kon- unglega leikhússins og annarra danskra leikhúsa — hann er lika einna þekktasti kvik- myndaleikari Dana og sérstak- lega vinsæll af almenningi. Auk leiklistaráhuga síns er hann þekktur að áhuga fyrir atvinnu- lífinu og hefir jafnvel óskað sér landbúnaðarstarf í stað leik- sviðs. „Gætuð þér enn hugsað yður að hverfa að landbúnaðarstörf- um?“ Leikarinn hugsaði sig um vel og lengi og loks sagði hann: „Líklega ekki. Eg held, að þeir sem hafa valið sér leik- listina að fylgikonu, geti ekki snúið baki við henni aftur.“ „Hvenær lékuð þér opinber- lega í fyrsta sinn?“ „Þegar eg var 18 ára og þá á Nörrebroteater, en Johannes Meyer vinur minn var þá leik- hússtjóri þar. Tuttugu árum síðar varð eg leikari á Konung- lega leikhúsinu, og þá lék eg son þessa vinar, þ. e. Biff í Sölumaður deyr, en sem kunn- ugt er gerði Johannes Meyer sölumanninn að ógleymanlegri persónu í augum allra, sem hann sáu.“ „í hverju felst mesta gleðin fyrir leikarann?“ „Það er ekki auðsagt í fáurr orðum.“ „Þér fáið ótakmarkað rúm til svarsins.“ „Meðan eg var sjómaður, gladdist eg yfir bárum hafsinr,_ golunni og hamförum vind- anna, skini sólar og jafnvel yfir því einu að vera til. Álíka gleði getur fyllt leikarann á Komst langa Iei5 með brotið stýri. Fyrir þremur dögum brotnaði stýri brezks togara,= Bardia frá Hull, er hann var staddur um 140 mílur austur af Vestmanna- eyjum í vondu veðri. Togarinn gat samt haldið ferð inni áfram af eigin rammleik, og var kominn nærri Vest- mannaeyjum í gær. Fylgdist annar togari frá Hull — Arnold Bennett — með honum, og ætlaði að draga hann síðasta spölinn hingað í dag. j leiksviðinu. Hann þarf ekki | frekar en verkast vill að hafa áhorfendur, og það hefir hann heldur ekki í kvikmyndinni. Gleði leikara og leikhúsgesta er ólík, og það er alls ekki víst að leikarinn sé glaðastur, þegar honum er mest fagnað, þótt það sé vitanlega mikils virði fyrir hann að fá viðurkenningu fyrir það sem hann gerir.“. „Þér þekkið leikhússgesti í nokkrum löndum?“ „Aðeins þremur. Eg var ráð- inn einn mánuð að Central- teatret í Oslo, en úr því urðu 14 mánuðir. Mér féll vel við Norðmenn, og mér finnst dvöl- in í Noregi hafa orðið eins kon- ar undirbúningur á að koma hingað, því að í fari Norðmanna og íslendinga er margt líkt. Eg get sagt yður að talsverður munur er á íslenzkum og dönskum leikhúsgestum. í leik- húsinu hérna er meiri „andagt“ en gerist í Danmörku. Þegar ekkert sérstakt er að gerast, sem hægt er að hlæja að, eru íslendingarnir miklu kyrrlátari en Danir, en svo brýzt gleðin líka fram í hljómum hlátursins eins og þegar stífla er tekin úr tærum fjallalæk og vatnið foss- ar niður háar hlíðar. Leikhúsið ykkar er óvenju- gott — það sameinar nýtízku svið og útbúnað þeim hlýja hugblæ, sem einkennir mörg gömlu litlu leikhúsin.“ „Hefir dvölin hér verið yður að skapi?“ „Hún verður mér ógleyman- leg og eg er staðráðinn í að koma hingað aftur, svo að hús- freyju minni gefist kostur á að sjá landið. Gestrisnin hefir ver- ið með afbrigðum — fólkið hef- ir bókstaflega borið okkur á höndum sér. Einu vonbrigðin eru, að okkur gefst ekki kostur á að sjá íslenzkt leikrit í með- ferð hinna ágætu vina okkar íslenzku leikaranna, en eigi að síður skiljum við íslendinga betur nú en fyr.“ Fé fennti í Skagafirði. í Skagafirði hefir veriS vonskuveður alla vikuna nema í gær. Um síðastliðna helgi voru flóð á láglendi og varð erfitt að ná fé úr flóðunum, einkum Reynistaðarfé. Ofan í flóðin kom svo norðanhríð og fennti þá fé í Lýtingsstaðahreppi. Var þess leitað í gær og fannst margt bæði dautt og lifandi. Leitinni er haldið áfram í dag. z Sauðburður gengur að von- um erfiðlega í héraðinu og hefir eitthvað af lömbum króknað. Eggjataka í Drangey er hafin. Sýslan á eyna en leigir hana á hverju ári Maron Sigurðssyni sigmanni,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.