Vísir - 30.05.1952, Side 7

Vísir - 30.05.1952, Side 7
Föstudaginn 30. maí 1952 teigað óspart Rínarvínið og ölið, voru kátir og í bezta skapi, og hrifnir af öllu hinu nýja, sem var að byrja, og það var hróp- að húrra, húrra hvað eftir annað, drukkið meira og aftur hrópað, þar til loks einhver kallaði, að nú væri bezt að fara að dansa. 18. Menn höfðu setið 3 klukkustundir undir borðum og allir virtust fegnir að geta staðið upp og hreyft sig og menn færðu borðin og stólana að veggjum svo að rúm væri til að dansa. Einn af vinnumönnunum lék á harmoniku og annar átti gítar, og þeim var sagt að ná í hljóðfærin og leika ræl. Elisabet Alard hafði vikið sér til hhðar; hún bar hönd að munni sér, geispaði og sagði við Kit Oxenbrigge: „Skyldi eg neyðast til þess að vera hér þar til brúðurin hefir verið leidd í rekkju.“ „Vafalaust get eg farið með þig heim, þegar dansað hefir verið um stund. Þú verður að dansa einn eða tvo dansa við manninn þinn. Svo getur þú farið að hátta — á undan brúð- inni.“ „Eg sagði ekkert um það, að eg ætlaði að fara að hátta.“ „En það sagði eg,“ „Uss — hverju skyldi það skipta þig hvort eg fer að. hátta eða ekki. Þetta er hræðilegur hljóðfærasláttur.“ „O-jæja, þetta er ágætt fyrir sveitastrákana, þegar þeir snúa stelpunum í hring.“ „Hví skyldi eg verða að halda hér kyrru fyrir og horfa á menn hoppa sem trúða?“ „Þú verður að dansa við manninn þinn.“ „Ekki ræl. Ef þessir bjálfar gætu leikið „galliard", þá væri öðru máli að. gegna.“ Oxenbrigge gekk til hljóðfærleikaranna, sem sögðu honum, að þeir gætu leikið „galliard“. Hann kom aftur glottandi. „Þú ge'tur ekki snúið þig út úr því. Þeir geta leikið „galliard". Þú verður að dansa við manninn þinn.“ „Þá verður þú að dansa við Kötu.“ „Eg vil heldur horfa á þig dansa.“ „Við manninn minn?“ „Eg sé aðeins þig.“ Hann beygði hið dökka andlit sitt yfir hana og augu hans voru frán sem hauksins. Katrín hafði gefið þeim gætur og þótt kuldahrollur færi um hana voru kinnar hennar 'sem bakaðar eldi. Og svo kom hann snögglega og bauð hemii upp í dans. Hún var svo undrandi, að hún gat engu svarað. „Þakka þér — en eg kann ekki að dansa.“ Þótt henni væri hrollkalt, mælti hún af hita. Hún vissi af hverju hún svaraði þannig, og hvers vegna henni var allri kalt, þótt hana hitaði í andlitið. „Eg hefi séð þig dansa.“ „Ekki í kvöld,“ sagði hún hásum rómi og gekk á bráut. Það fór skjálfti um hana alla og henni var rnjög órótt. í fyrsta skipti kenndi hún beygs, því að hún fann að, hann var henni þrekmeiri. Hvað vakti fyrir honum? Ef til vill aðeins að vekja umtal til þess að leiða athyglina frá öðru? En jafnvel nú gat hún vart trúað, að hann þyrfti á slíku að halda. Von- brigði höfðu gert hana hvumpna, — eins og hún ætti sér alls staðar ills von og yrði að vera á verði. — Bezt að hætta að hugsa um Oxenbrigge — en hún gat ekki dansað við neinn, VliSIE 7 fyrst hún hafði neitað honum, hvort sem nú Puchard eða ein- hver Harman-piltanna byði henni upp, .... Galliard var dans- aður, en vinnumennirnir og vinnustúlkumar dönsuðu aðeins ræl og aðra sveitadansa, svo að nú voru aðeins hinir „hærra settu“ á gólfinu,- Hún sá föður sinn leiða móður sína út á dans- gólfið, og Richard Tuktone Mariu Harman, en Oliver Harman kom nú og bauð henni upp, en hún hristi höfuðið og svaraði: „Þakka þér fyrir, en eg er þreytt í kvöld.“ Hún mælti lágt og það var sem hún ætlaði að hverfa inn í vegginn. Hann fann til samúðar með henni og sótti stól handa henni og fór svo að dansa við Agnesi Tuktone. Allmargir stóðu undir veggjum, þeirra meðal Nicholas Pecksall, sem gat dans- að galliard eins vel og hver annar, og hann kom til Katrínar og mælti: „Af hverju dansarðu ekki?“ „Af hverju gerir þú það ekki?“ Hann leit á hempu sína. „Hvað mundi Tuktone segja um dansandi prest?“ „Eg veit ekki. Ætli hann hafi ekki einhvern tíma séð sóknar- prest dansa?“ „Þú lítur ekki á mig sem kaþólskan prest?“ „Auðvitað ertu hingað kominn sern sóknarprestur — en ekki mundi Maria Douce ganga fyrir kaþólskan prest til þess að láta gifta sig.“ „Vertu ekki svona afundin, Katrín. Eg kom hingað til þess að eiga góða stund. Og eg skal dansa — við þig.“ Hún hristi höfuðið. „Nei, eg hefi neitað tveimur. Og Tuktone mundi mislíka stórum.“ „En þú segir, að hann muni hafa séð sóknarprest dansa?“ „En ekki kaþólska stúlku dansa við prest.“ Hann skipti litum og hörfaði lítið eitt frá henni. „Af hverju ertu svona önug við mig? Og ef þú vilt ekki dansa við mig eða tala vinsamlega við mig fer eg heim til bænalest- urs?“ „Og eftir hvaða helgisiðabók?“ Hann hneigði sig og fór. Henni fannst framkoma hans bera því vitni, að hann væri upp með sér af fráhvarfi trúar sinnar, eða hafði hún egnt hann til þess. Var hann í rauninni mót- mælendaprestur e'ða kaþólskur prestur? Eða hvorttveggja — en þessi tvískinnungsháttur bar svikulli lund vitni, fannst henni. Hún leit upp og sá hann dansa við Margery Harman — hann hlaut að hafa boðið henni upp í ögrunar skyni. Jæja, hann var þá dansandi prestur í bruilaupshófi! Henni leið illa og hún leit í kringum sig með rök augu. Nú kom William gamli Luck til hennar og fór að segja henni drauma sína — og hann hafði orðið þess vísari, að eitthvað óhreint var á sveimi. Henni leiddist rugl hans, en af því að Dulrænar Höfuð Jóns. Sumarið 1912 bar svo til, að maður nokkur, Jón Jónsson, ættaður úr Loðmundarfirði,dó á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. — Hafði hann mælt svo fyrir, við Einar faktor Hallgrímsson, að lík sitt yrði flutt að Klippstað í Loðmundarfirði, og var svo gert.-Var líkkistan látin standa úti í kirkjunni á Klippstað, þangað til sóknarprestur kæmi að jarða það. Þá bjó á Klipp- stað Hjálmar Guðjónsson, faðir minn. Nóttina eftir að líkkista Jóns hafði verið sett inn í kir.kjuna, dreymdi föður minn, að honum þótti Jón sálaði koma til sín, og var hann hryggur í bragði. Hann mælti: „Blessaður Hjálmar minn, opnaðu líkkist- una mína. Það fer svo illa um höfuðið á mér, alveg eins og á Þórarni sálaða bróður mínum.“ Þótti föður mínum hann horfa á sig slíkum bænaraug- um, að hann glúpnaði við og játaði þessu. Birti þá yfir svip Jóns heit- ins og var draumurinn ekki lengri. (Þess ber að geta, að Þórarinn bróðir Jóns hafðí dáið á sama stað og veríð fluttur isama veg og Jón heitinn til greftrunar). Morguninn eftir mundi faðir minn drauminn og flýtti hann hann var gamall maður hlýddi hún á hann, en horfði söðugt/séi' út að Stakkalilíð, til að biðja fram tárvotum augum. Og nú hætti dansinn skyndilega og menn hrópuðu og báðu um ræl. Og nú kom heldur en ekki fjör í alla. Menn þustu fram, hver um annan þveran, ofsakátir, háværir. Ung stúlka þreif í gamla William Luck og brátt var allt á fleygiferð, og í sömu svifum sá hún móður sína ganga út og Oxenbrigge í fylgd með henni. Aftur fór eins og kuldahrollur um hana. Af hverju læddust þau burt, þegar burtför þeirra gat ekki vakið athygli? Hvar var faðir hennar? Hún kom auga á hann í viðræðu við Robert Douce, og hún þóttist sjá, að Frakkinn hefði horft á eftir móð- ur hennar og Oxenbrigge. Hún var í þann veginn að rísa á fætur til þess að fara heim, — henni fannst sér það skylt vegna móður sinnar. En svo áttaði hún sig. Var ekki eðlilegt, að tigin kona sem hún væri þreytt á þessum félagsskap og færi heim, þar sem eiginmaður hennar mundi skemmta sér konunglega? Oxenbrigge var tilvalinn til þess að fylgja henni heim. — Og er henni hafði létt kom faðir hennnar eins og til að staðfesta að rétt væri að taka þessu svo, og sagði: „Móðir þín var þreytt, svo að eg bað nana að fara heim. Viltu dansa við mig, Pug?“ hreppstjórann, sem þá var Jón Baldvin Jóhannesson tengda- faðir hans að hjálpa sér í þessu máli. Varð það svo úr að Stakkahlíðarfeðgar Jón, Bald- vin og Stefán sonur hans, fóru með föður mínum og opnuðu þeir kistu Jóns.Þettastóð heima. Höfuð Jóns heitins hafði hallast út á öxl honum og fór iílá um hann. Lagfærðu þeir þetta og bjuggu vel um aftur. Sögu þessa sögðu þeir mér Stefán í Stakkahlíð og faðir minn og veit eg að hún er°sönn. Eva Hjálmarsdóttir. BEZT AÐ AUGLYSA! VISI €. e Surmtfkt, — TARZAN — „Jæja, svo þú hefir frelsað þræl- ana og vopnað þá,“ urraði í Hassan. „Hvað um það. Við drepum þá alla og tökum aðra. En íyrst ætlum við að kenna þér lífsreglurnár svo þú látir þig í fram- tíðinri er-gu skipta okkar málefni.“ „Þú skalt fá að kenna á hnúta- svipunni, vinur minn,“ hélt Hasann áfrám, „okkur til beztu skemmtunar." m Tarzan beið rólegur er tveir Arabar gengu fram með svipur. Allt í einu greip hann þá eldsnöggt og sló þeim. saman.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.