Vísir - 30.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 30.05.1952, Blaðsíða 5
Föstudaginn 30. maí 1952 V 1 S I R 5 Skátar efna til happdrættis. Skála[iin» var haldið her í sL viku Mfvernigi mtetti tlt'ettfti iir slysa- haettumni Þriðja skátaþingið var haldið í Skátaheimilinu x Reykjavík dagana 23.'og 24. maí 1952. Þingið sóttu um 40 fulltrúar frá ýmsum skátafélögum víðs- vegar að af landinu. Forseti þingsins var kosinn Jón Guðjónsson, félagsforingi, Hafnarfirði og varaforseti Hörður Jóhannesson, félags- foringi, Reykjavík. Framkvæmdarstjóri B.Í.S. Tryggvi Kristjánsson flutti skýrslu stjórnarinnar og Skáta- ráðs fyrir liðið kjörtímabil, ár- in 1950- og 1951, og reikningar Bandalagsins voru lagðir fram og samþykktir. Framsögu á þinginu um ýms mál varðandi skátastarfið i landinu höfðu eftirtaldir menn: Dr. Helgi Tómasson, skátahöfð- ingi, Þorsteinn Einarsson, vara- skátahöfðingi, Franch Michel- sen og Arnbjörn Kristinsson. Eitt aðalmál þingsins var að fjalla um fjárhagsáætlun Bandalagsins fyrir næsta kjör- tímabil, árin 1952 og ’53. Vegna vaxandi dýrtíðar hafa gjöldin stórhækkað, en hinsvegar margir tekjuliðir lækkað. í sambandi ’við fjármálin bauðst stjórn -Skátafélags Reykjavíkur til þess að standa fyrir happdrætti til ágóða fyrir Bandalagið, með stuðningi Kvenskátafélags Reykjavíkur. Var það vel boðið, þar sem happdrætti héfur undanfarið verið þeirra aðal tekjustofn. Fulltrúar ýmissa félaga á þinginu hétu stuðningi sínum Skýrslan var fölsuð. Einkaskeyti frá A.P. París, í morgun. Blaðið Le Monde hefir birt yfirlýsingu þess efnis, að „Fechteler-skýrslan“ svonefnda hafi reynst fölsuð. Fechteler yfirflotaforingi lýsti yfir því fyrir nokkru, að ekkert sem eftir sér væri haft í blaðinu, hefði við rök að styðj- ast, svo sem að styrjöld væri ó- umflýjanleg og ekki hægt að verja Evrópu. — „Skýrslan" virðist hafa verið soðin upp úr bandarískri tímarilsgrein. í bœnum? við það, að vinna að því eftir mætti að styðja Bandalagið fjárhagslega. Næstu tvö ár er stjórn B.Í.S. þannig skipuð: Dr. med. Helgi Tómasson, skátahöfðingi, Jónas B. Jóns- son, fræðslufulltrúi, varaskáta- höfðingi, Hrefna Tynes, vara- skátahöfðingi, Franch Michel- sen, Björgvin Þorbjörnsson, Sigríður Lárusdóttir, Guðrún Hjörleifsaóttir. Framkvæmdarstjóri B.Í.S. er Tryggvi Kristjánsson. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, sem átt hefur sæti í stjórn B.Í.S. um 10 ára slteið, og mikið af þeim tíma sem varaskátahöfðingi, baðst ein- dregið undan endurkosningu, en hann á sæti í skátaráði fram- vegis. 1014 nemendur útskrifaðir úr Kennaraskólanum frá byrjun. Hann hefir starfað í rútn 10 ttr. Kennaraskólanum var slitið sl. föstudag og luku almennu kennaraprófi að þessu sinni 42 nemendur. Þegar skólinn varð 40 ára árið 1948 höfðu lokið kennara- prófi frá honum 871 nemandi, en síðan hafa bæzt við 143, og hafa því alls lokið kennaraprófi frá skólanum 1014 nemendur. Sínu mikilvæga hlutverki í þióðfélaginu hefir skólinn gegnt, nú um alllangan tíma við alls- endis ófullnægjandi húsnæðis- skilyrði, en sem betur fer er nú farið að hilla undir, að þær vonir rætist, að vel verði að skólanum búið að þessu leyti. Er í ráði að reisa nýjan Kenn- araskóla og hefir honum verið valinn staður við Stakkahlíð, suður af Stýrimannaskólanum og aðeins eftir að ganga ná- kvæmlega frá staðarvalinu þar. Lóð gamla Kennaraskólans verður svo á sínum tíma lögð undir Landspítalann, en um skólahúsið hafa að sjálfsögðu engar ráðstafanir verið gerðar, enda verður skólinn að vera þar til húsa enn um skeið eða meðan nýi skólinn er að rísa, en að því er hann varðar er allt á undirbúningsstigi enn. Byrj- að mun verða á teikningum á þessu ári og sérstök byggingar- nefnd vinnur að margskonar undirbúningi. Er Freysteinn Gunnarsson skólastjóri formað- ur hennar. Auk hans eiga sæti í henni Einar Erlendsson húsa- meistari ríkisins, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Pálmi Jó- sefsson kennari, sem fulltrúi Sambands ■ íslenzkra barna- kennara og Guðjón Jónsson kennari sem fulltrúi Nemenda- félags Kennaraskólans. Kennaraskólinn er sem kunnugt er 4ra ára skóli. Þeir, sem lokið hafa stúdentsprófi, eiga þess þó kost að ljúka þar námi á einum vetri, og það hafa stöku stúdentar gert á liðnum tíma. Seinustu tvö árin hefir þó sú mikla breyting ox'ðið, að aðsókn stúdenta að skólanum er orðin svo mikil, að þeir hafa verið í sérstakiú deild í skólan um, 14 stúdentar hvort árið, en í vor luku 13 stúdentar prófi frá skólanum (1 hætti). Húsnæðisþrengsli skólans valda því m. a. að miklir erfið- leikar éru á framkvæmd æf- ingakennslunnar, sem þyrfti að vera enn víðtækari en hún er, en í skólanum sjálfum fer fram æfingakennsla í mörgum deild um eftir því sem húsrúm frek- ast leyfir auk æfingakennslu í Grænuborg, sem skólinn leigir í því skyni ásamt Isaki Jóns- syni kennara, sem hefir þar smábarnaskóla. Eden utanríkisráðhei'ra, er kominn til Berlínar, og flytur þar ræðu í dag. — Þessi bíll er rangsíæður. — w rf * rif! humáÉfiR Þannig er bílum stundum lagt hér í bæ. Vegfarendur komast ekkifram hjá nema með því að krækja fyrir þá út á götiina. Bílstjórar ættu að varast að skiLja þannig við bílana, því það getur haft slysahættu í för með sér fyrir gangandi fólk. í Kæliskápinn er nauðsynlegt að fá NORIT FÍLTER, þá er hægt að geyma í honum hangikjöt og önnur lyktar- sterk matvæli án þess að önnur matvæli taki lykt- iriá í sig. NORIT FILTER eyðir lyktinni. Kostar að- eins kr. 29,00. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. BEZT AÐ AUGLYSA1VISI Allir syndir er takmarkið Gct bætt við nokkrum nemendum í sundnám- skeið mín í sundlaug Aust- urbæ jarskólans. Þeir, sem vildu læra skriðsund tali við mig sem fyrst. Sími 5158. Jón Ingi Guðmundsson. Skór Kax'lmanna, kven- og barnaskór. VERZL Keðjudans ástar- innar í Nýja Bíó í kvöld. í kvöld verða hafðar tvær sýningar í Nýja Bíó á hinni stórfrægu, frönsku kvikmynd Keðjudans ástarinnar eða La Ronde, eins og hún heitir á frönsku. Kvikmyndin var sýnd fyrir nokkru í kvikmyndahúsinu og var mikil aðsókn að henni, eins og búast mátti við. Alls staðar þar sem La Ronde hefir verið sýnd hefir aðsókn að henni ver- ið gífurleg, en hún hefir nú gengið eitt ár á Curzon, Mayfair í London, og er annað árið að byx'ja án þess að nokkur merki sjáist þess að aðsókn sé nokkuð að dvína. Þetta mun vera al- gei't met í Bretlandi. Max Ophulus leikstjói'inn, sem sá um myndaupptökuna, er nú staddur í London, en þar mun hann veita móttöku bronzestyttunni, sem er heið- ursverðlaun, er British Film Academy hefir ákveðið að sæma La Ronde, sem er talin bezta kvikmynd ársins 1951. í kvöld gefst almenningi tækifæri til þess að sjá hana á tveim sýningum kl. 5.15 og kl. 9, en óvíst er að myndin vei'ði sýnd aftur síðai'. RENAULT sendiferðabifreið árganguí' 1946, vel með- farinn, keyrður aðeins 14 þúsund kilómetra, til sölu. Tilboð óskast fyrir 1. júní, merkt: „Gangviss — 231“. vantar nú þegar. Uppl. gefur yfirhjúkrunarkonan. EIli- og hjúkrunar- heimilið Grund. ^^vwwwi^^v^rfvwwwwwwww^vwiArwwwwrtAruvww^. KVÓHÞfuntkat. I SAHBANDI VIÐ væntan- væntanlegt forset.akjör voi’u birtar nokkrar fróðlegar tölur nýlega, en það var fjöldi kjós- enda í hinum einstöku kjör- dæmum og til samanburðar voru birtar tölur, er sýndu fjölda kjósenda við síðustu Al- þingiskosningar. — Sérstak- lega athyglisvert er, að í öllum kjördæmum Vestfjarða hefir fólki fækkað til muna eða alls um 302. í öllum öðrum kjör- dæmum landsins hefir fólkinu fjölgað nema í Dalasýslu, á Siglufirði og í V.-Skaftafells- sýslu, en þar hefir því fækkað lítilsháttar og í A.-Skaftafells- sýslu hefir kjósendaf jöldinn staðið í stað. ♦ Þessar tölur tala sínu skýra máli um þróun, sem ekki er neitt einstakt fyr- irbæri heldur einn þáttur í al- mennri þróunarsögu mann- kynsins. Fóllc flýr afskekkta staði, þar sem lífskjör og lífs- skilyrði eru þröng. í því sam- bandi kemur glöggt í ljós, að maðurinn lifir ekki á einu saman bi'auði, því að á nokkr- um stöðum, sem nú eru í eyði, er alls ekki illt til fanga hvað mat snertir. ♦ Sumir vilja skýra flótt- ann frá fjarlægu stöðun- um með því einu, að fólkið sækist eftir meira skemmtana- lífi. Að visu getur greiður að- gangur að skemmtunum haft nokkur áhrif einkum á ung linga, en það er alltof ófull-* nægjandi skýring að minnast- á þetta eina atriði. Margir flytja frá fjarlægum stöðum vegna þess, að þsir eru engir möguleikar til að mennta ung- linga, ef þeir eiga að njóta nokkurrar framhaldsmentun- ar, en aðsóknin að almennri menntun, sem fæst í framhalds- skólum, hefir allt að því þre- faldazt í sumum menningar- löndum á sl. tuttugu árum. ♦ Aðgangur að aðstoð lækna og annarra sérfi'æðinga er ákaflega ógreiður á af- skekktum stöðum, og getur jafnvel riðið á lífi manna eða heilsu, að fljótlega sé hægt að útvega læknisaðstoð ef slys eða bráðan sjúkdóm ber að hönd- um. ♦ Þá er þess að gæta, að- þótt einangrun gefi mönnum tækifæri til í'ækilegr- ar íhugunar, þá eru það jafn- öruggar staðreyndir, að þétt- býlið er vænlegra til þroska, þar eð möguleikai'nir til þess að afla sér víðtækrar fræðslu eru alltaf takmarkaðii' í strjálbýli. ♦ Margmennið felur að vísu- í sér þann ókost, að fólk leiðist frekar til lítt hugsaðra skoðanaskipta en í strjálbýli, og getur það við einstaka tæki- færi haft örlagarík áhrif fyrim heildina. Þessi hætta er þó' ekki tilfinnanleg, því að yfir- leitt hugsa glöggir foringjap fyrir fjöldann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.