Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Ralljós o(j lækninyar. Rafmagnsnefad bæjarstjórnar hefir nú látið uppi álit sitt og tillögur um væntaniega bygging rafmagnsstöðvar við Elliðaárnar. Nefndin lýtursvo á, sem bænum sé brýn þörf á raf- magni og kemst svo að orði: >Bænum er brýn og bráð þörf á rafmagnsstöð, sem gæti létt ljósa- framleiðslunni að einhverju tölu- verðu leyti af gasstöðinni, fram- framleitt ljós handa þeim, sem nú hafa ófullnægjandi Ijós, látið í té afl til smá-iðnaðar og starfrækslu hafnartækja m. m. og síðast en en ekki sízt, kent fólki að nota rafmagn og kent nægilega mörg- um mönnum að fást viðuppsetn- ingu og viðhald raftnagnstækja.* Vonandi etu allir sammála nefndinni í þessum atriðum, sem útaf fyrir sig eru full-gildar ástæður til að flýta sem mest bygging rafmagnsstöðv- arinnar. En nefndinni hefir láðst að geta eins mikilsverðs atriðis i þessu máli, eg á við þá brýnu pörj sem er á rafmagni til lakninga hér í Reykja- vik. Eins og ástandið er nú, eru all- ar lækningar með rafmagni hér í bænum mjög erfiðar og óvissar; margar mjög mikilsverðar rafmagns- lækningar algerlega óframkvæman- legar meðan stöð vantar, sem get- ur framleitt sterka rafmagnsstrauma. Fjöldi sjúklinga — sérstaklega fólk sem þjáist af gigt og ýmsum tauga- sjúkdómum, leitar rafmagnslækninga á lækningastofum Jóns Kristjánsson- ar læknis. Strauminn fær læknirinn frá pósthúsinu og er það ýmsum annmörkum bundið; rafmagnsstöðin á pósthúsinu hefir svo lítinn kraft að ekki et nægur straumur til allra nauðsynlegra lækninga; bilanir koma líka fyrir og straumurinn er seldur dýru verði. Loks má geta þess, að Jón læknir hefir ekki tryggingu fyr- ir að fá rafmagnið framvegis; sjálf- ur hefir hann orðið að kosta leiðslu frá pósthúsinu að lækningastofum sínum. Röntgen-stofnun háskólans á til- veru sína undir rafmagni frá Völ- undi; verkstniðjan hefir góðfúslega hlaupið undir bagga og hjáípað Röntgen-stofnuninni um straum. Sérstaka leiðslu hefir stofnunin orð- ið að kosta alla leið frá Völundi að Hverfisgötu nr. 12. Þvi miður er rafmagnsstraumurinn hvergi nærri svo sterkur eða stöðugur, að geisla- lækningar og — skoðanir á sjúkling- um verði framkvæmdar fullkomlega eins og vera ber. Við því er heldur ekki að búast og verður ekki bót á því ráðin fyr en Reykjavík eignast stóra rafmagnsstöð. Völundur hefir enga skyldu til að framleiða raf- magn handa Röntgen-stofnuninni; gæti jafnvel verið að hann þyrfti sjálfur á rafmagni sínu að halda. Eldsvoði gæti lagt verksmiðjuna i ejði. Þá stæði Röntgen-stofnunin uppi rafmagnslaus og þyrfti' liklega að koma sér upp sérstakri rafmagns- stöð; engar lækningar gætu farið fram meðan á því stæði. Ekki er nóg með það, að þær rafmagnslækningar sem nú þegar fara fram hér í£Reykjavik, séu ýms- um erfiðleikum og ófullkomleika bundnar. Mikilsverðar lækninga- aðferðir með rafljósi hafa læknar erlendis fundið upp siðustu 4—5 árin og verður ekki unt að láta is- lenzka sjúklinga njóta góðs af þeim fyr en hér verður komið upp raf- magnsstöð, sem framleiðir miklu sterkari strauma en nú er kostur á. Skömmu eftir aldamótin síðustu tóku svissneskir læknar að reyna sólböð við berklaveiki. Heilsuhæli voru reist uppi í Alpafjöllum 1300—1500 metra yfir sjávarmál. Veðurlag þar uppi i há-fjöllunum er þannig, að oftast nær eru kyrviðri, og sólskin flesta daga ársins. Sólböðin fara þannig fram að sjúklingarnir liggja alls-naktir í sólinni, jafnt vetur sem sumar. Likaminn styrkist og stælist og flestir sjúklingar með berklaveiki í beinum, liðamótum og kirtlum fá bót meina sinna. Mjög margir verða al-heilir, en öðrum batnar að ein- hverju leyti þó ekki fái þeir fullan bata. Nú hagar mjög óvíða til eins og i Alpafjöllunum að stillur og sól- skin ríki allan ársins hring. Þar sem stormasamt, er verða sólböð ekki tekin og á öllu láglendi varna ský sólunni að skina, ef til vill vikum saman. Loks er sólargangur víða svo stuttur, þó heiðskírt sé, að sól- böð koma ekki að notum. Við þessu hafa læknar nú fundið það ráð, að nota rafljós til lakninga á berklaveiki í stað sólarljóss. Þeir lampar sem bezt hafa gefist eru kolbogalampar, enda er ljós þeirra að samsetningumjg líkt sólarljósi. Hvern- ig hafa þessar Ijóslækningar við berklaveiki geíist? Geta þeif sem í sólarlitlum löndum lifa, en berkla- veiki taka, læknast með rafljósi? Þótt örfá ár séu siðan lækningar þessar hófust, er óhætt að fullyrða að rafljósa-lækningin stendur sólböð- unum lítið að baki. Erlendis er mesti fjöldi berklaveikra sjúklinga læknaður með ljósi eingöngu og stendur á sama hvar veikin er í líkama sjúklingsins; minstar tilraun- ir hafa þó verið gerðar á sjúkling- um með berkla i lungum; aðallega hafa sjúklingarnir haft »kirúrgíska* berklaveiki, þ. e. a. s. berklaveiki, sem áður var reynd við skurðlækn- ing eða sérstakar umbúðir. Berkl- amir geta verið í beinum (beináta) eða liðamótum, t. d. í hryggjariiðn- um, mjaðmarlið eða úlflið, í kirtlum eða hörundi. Stundum taka berkl- arnir sér líka aðsetur í lífhimnu, kynfærum karla og kvenna, eða i nýrum. Þar sem ekki er kostur á ljós- lækningum, eins og t. d. hér i Reykjavík, eru sjúklingar með berkla í liðamótum settir í sérstakar um- búðir; batni sjúklingum ekki við það verður oft að skera upp iiðinn og taka parta úr beinunum. Þykir oft vel ganga, ef sjúklingarnir fá staur- lið og sárin gróa. Stundum verður ekki komist hjá að taka af limi. Við berklaveiki á öðrum stöðum eru líka gerðar ýmsar óperatíónir, sem stundum gefa sjúklingunum fulla heilsu, en oft koma þessar aðgerðir ekki að haldi og sjúklingurinn verð- ur ekki læknaður. Ytra hefir á síðustu árum orðið gagngerð breyting á öllum þessum lækningatilraunum; rafljóslækningin hefir gefist svo vel, að skurðlækn- arnir vísa nú sjúklingunum frá sér til Ijóslæknanna. Rafljósið læknar líka lang-flesta sjúklingana að ein- hverju leyti eða fullu, nema þeir séu langt leiddir; þó getur mönnum batnað, þótt veikin sé komin á hátt stig. A Ijósstofnun Finsens sá eg siðastliðið sumar fjölda sjúklinga, sem læknaðir voru með Ijósi; mig rekur sérstaklega minni til tveggja karl- manna með berkla í fæti. Veikin var komin á svo hátt stig, að til stóð að taka af fótinn um mjóa- legginn. Sem betur fór, var þó reynt rafljós við sjúklinga þessa og lánaðist það svo vel, að báðir héldu heilum limum sínum og greru öll sár þeirra. Hvernig stöndum við íslendingar að vigi að þessu leyti? Við verðum að fara á mis við einhverja hina mikilsverðustu lækningu sem komið hefir fram á síðustu árum. Þeir sjúk- lingar hér í Reykjavík með berkia- veiki og beinátu, sem ekki læknast af venjulegum skurðlækningatilraun- um, deyja margir hverjir drotni sin- um; aðrir fá staurliði, missa útlimi sína eða verða örkumlamenn á ann- an hátt. Þannig er ástandið í Reykja- vík þangað til bæjarstjórninni lánast að koma upp rafmagnsstöð. Þess skal getið, að til eru lampar, sem notaðir eru ti! lækninga á berklaveiki og má komast af með veika strauma við þá (ca. 3 ampere). Sigurður læknir Magnússon á Vífils- stöðum hefir þegar byrjað Ijóslækn- ingar með slíkum áhöldum og hugs- ast getur að eg fái rafmagnsstraum frá pósthúsinu til starfrækslu slíkra lampa. En Ijóslækningar þessar eru mjög ófullkomnar í sambanburði við kolbogaljóslækningarnar; gefast einna bezt við berkla í kirtlum og grunn sár; aftur á móti er mjög hæpið að fá góðan árangur af þessari lækn- ingu við berkla í liðamótum og beinátu. Það sem nauðsynlega þyrfti hér í Reykjavík er rafmagnsstöð, svo stór, að nota mætti kolbogaljós til lækn- inga. Straumurinn má ekki vera veikari en 150 amperes meðan lækn- ingin fer fram og eru lækningar með svo sterku rafmagni óhugsan- legar fyr en rafmagnsstöðin fyrir- hugaða kemst upp. Það sem eg vildi benda á með þessum línum er að rafmagns-lækn- ingar þær, sem nú fara fram hér i bænum, eru miklum vandkvæðum . M bundar og ekki svo fullkomnar, að sjúklingar í öllum tilfellum hafi af þeim það gagn sem vera ber. Enn- fremur að rafljós-lækningar á berkla- Hérmeð tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að eigínmaður minn elsku- legur, Berent Sveinsson, andaðist að heimili sinu i gær, 10. þ. m., kl. 3 e. h. Jarðarförin verður ákveðin siðar. Steinum, II. marz 1917. veiki geta ekki komið að verulegu haldi vegna þess að sterkan straum vantar. Fæstir islenzkir sjúklingarmeð berklaveiki hafa efni eða ástæður tilað leita sér lækninga erlendis. Eg hika ekki við að halda því fram að fjöldi sjúklinga með berkla- veiki missi heilsuna — sumir jafn- vel lífið — fyrir rafmagnsleysið í Reykjavík. Ekki þarf að draga i efa að bæjarstjórnin greiði fyrir bygg- ingu rafmagnsstöðvarinnar eins og ' unt er. Dýr verður stöðin sennilega bænum, en dýrt er það Hka mörg- um bæjarbúa að rafljósið vantar; það kostar hann oft heilsuna. Gunnlaugur Claessen. Erí. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl. Kaupmb. 9. marz Bretar hata lýst því yfir að þeir vilji koma á heimastjórn á Irlandi þegar i stað, ef Irar sjálfir æski þess. Danir og Spánverjar hata bannað blöðum að flytja nokkr- ar tregnir um siglingar. Kaupmh. 10. marz Englendingar eiga aðeins 30 enskar mtlur ótarnar til Bagd- ad, en Tyrkir hörfa undan. írlendingar krefjast heima- stjórnar þegar i stað og eru Englendingar því samþykkir, en vilja þó ekki neyða Ulster- búa til að taka stjórnarbreyt- ingunni. Frakkar krefjast þess, að fá Elsass og Lothringen að stríð- inu loknu. Zeppelin greifi er látinn. Rikisstjórnin danska hefir lagt löghald á alt útlent hveiti, sem geymt er í Danmörku. Snjóað hefir ákaflega síðustu daga. Enn hefir ekki tekist að ráða fram úr samgöngu-vand' ræðunum og vátryggiug ge»n stríðshættu fæst ekki enn Þ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.