Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 7
MOKGUNBLAÐIÐ 7 Ert. símfregtiir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London, ódagsett, Þjóðverjar hafa enn haldið undan á vest- urvigstöðvunum, enda þótt undanhaldið hafi verið niinna nu að undanförnu og óvinirnir hafi haft sig meira i frammi. Engu að siður náðu Brotar herlínunni austan við Gommecourt og tóku skotgrafir óvinanna á þriggja milna þvermáli og er hún að lengd fjórðung úr milu og alt að milu. Þrátt fyrir hriðar hefir árangurinn orðið sá þessa vikuna, að vér höfum sótt talsvert fram, cg veðráttan hefir verið svo, að vér höfum getað styrkt stöðvar vorar, og sézt bezt á þvi hve Þjóðverjar gerðu mörg gagnáhlaup, hve mikið þeim þótti til herstöðvanna koma. Af framsóknum þeim, sem nu hafa gerð- ar verið, er það augljóst, að Þjóðverjar hafa ekki hopað af fúsu geði, heldur er um að kenna hugbilun þeirra, vegna hinnar áköfu skothríðar bandamanna á stöðvar þeirra og samgönguleiðir, og árása Breta. Nú stendur hriðin um þorpið Monchy, sem myndar liorn á herlínu Þjóðverja og er orðin aðalárásarstöðin, sérstaklega vegna þess að Þjóðverjar hafa hörfað þar fyrir norðan. Vilji óvinirnir halda þvi svæði kostar það þá mikið manntjón, annars verða þeir að hörfa. Bretar hafa nú flutt herlinu sina tvisvar sinnum lengra norður fyrir Roye heldur cn þeir voru fyrir einu ári og eiga nú jafn miklu liði óvinanna að mæta eins og Frakkar. Á vígstöðvum Frakka. Óvinirnir hafa aftur gert áhlaup á her- *<öðvar Frakka hjá Verdun og hafa náð fótfestu á sumum stöðvum i Caurieres- skógi, en frekari framsókn hrundu Frakk- ar og tóku meiri hluta skotgrafanna* aftur. Frakkar hafa gert áhlaup í Champagne- kéraði og tekið oddastöðvar Þjóðverja þær, ®r þeir náðu hinn 15. febrúar. Annars staðar stendur skotgrafaliðsviðureign og stórskotaliðsorusta. Frá Rúmeniu. Þjóðverjar gerðu áhlaup hjá Sereth, en **'óu mikið manntjón. Á vigstöðvunum á ^kan og á Ítalíu hafa staðið smáorustur ítalir hafa háð orustur við Þjóðverja Monastir, náð skotgröfum óvinanna og V,*dið þeim miklu manntjóni. í Mesopotamia og Sinai 9en 9ur framsókn Breta vel. Maude hei'for- ,|’S* hrekur enn óvinina á undan sér, en f>l vill veita Tyrkir viðnám hjá Diala- Framsóknin hefir verið nokkru hægri Sfinj sé undanförnu vegna þess, að nauðsyn- hefir verið að endurbæta flutninga- og við það hafa lengst eldri sam- Wu, Buleiðir. e9ua sigursins hjá Kut hefir það leitt, jj i’ersveitir Tyrkja, þær, er voru hjá j8 "’^dan f Persíu, hafa hörfað undan, lík- li| Baghdad, og þess vegna horfir nú Hin óðru visi við en áður. Qyj. 0 megin við Siyi, innan landamæra n9alanós, hafa Tyrkir yfirgefíð all- stöðvar. o Kafbátahernaöur t»»„. eP*a hefir verið öllu minni en undan- viku. 2528 skip komu til brezkra iÓðy hafna og 2477 fóru frá brezkum höfnum, en sökt var 9 skipum frá 900—1600 smál. 12 skip réðust kafbátar á án þess að fá crandað þeim. Zeppelin greifi er látinn og var banamein hans lungna- bólga. Jafnframt því að rekja æfi þessa manns, minnast brezku blöðin á það, hve illa hafi verið farið með jafn merkilegar uppgötvanir og hann hefir gert. líóttalél. Reykjavikur 10 ára. í dag er íþróttafélag Reykjavikur io ára. Það eru fá félög hér á landi, þessa kyns, sem lifa svo lengi. Tíð- ast er, að þegar félag er stofnað, þá flykkjast menn í það, en þegar fram í sækir dofnar áhuginn og þá eru auðvitað fyrirsjáanleg afdrif félagsins. íþróttafélag Reykjavíkur hefir átt því láni að fagna að góðir menn, sem skildu starf félagsins og nauð- syn þess, hafa vakað yfir velferð þess, og unnið fyrir það, og hefir þeim hepnast að leggja þann sterka grundvöll, sem félagið stendur á nú og mun lifa á lengi. Stofaandi félagsins og fyrsti kenn- ari er Andreas Bertelsen, sern var hér forstjóri klæðaverksmiðjunnar »Iðunn«. Var hanu mjög áhuga- samur um félagið, og á það honum eflaust mikið að þakka, að það getur ná haldið þetta io ára afmæli. A fyrstu árum félagsins var víst einungis i leikfimisflokkur, en svo hefir íélaginu fleygt fram að nú eru flokkarnir sex. 1. flokkur. Þar eru ungir menn innan við þrítugt. 2. flokkur. Þar eru piltar á ald- rinum frá 15 upp að 25—26 árum, sem eru styítra á leið komnir en 1. flokkur. Mentamannaflokkur. Þar eru menn frá 25 árum og» að fertugu. Þó flokkurinn sé nefndur þetta, eru það fleiri en mentamenn, 1 þrengstu merkingu orðsins, sem í þessum flokki staifa. Stúlknadeild I. í þeirri deild starfa stúlkur, sem komnar eru yfir ferm- ingu. Drengjadeild. í henni eru drengir innan við fermingu. Stúlknadeild II. er fyrir stúlkur innan við fermingu. Svona hefir félagið aukist á þessum 10 árum, og það, sem mest er um vert, er að allar deildarnar starfa með miklum áhuga; vel mætt á öllum æfingum. Þó verður að taka hér undan Mentamannadeildina, og er, ef til vill, ekki hægt að furða sig á því, þar sem í henni eru menn, sem eru, flesta tima dagsins, bundnir við starf sitt, og svo fara menn að verða þungir á sér, úr þvi menn eru komnir að fertugu og liafa ekki verið í leikfimi að staðaldri. Eftir 10 ára starf hefir í. R. náð fyrsta sessi íþróttafélaga á landinu og þeim sessi mun það lengi halda, vegna þess að innan félagsins rikir svo einlægur félagsandi, að þess mun vera einsdæmi hér á landi, eg býst við að hver félagsmaður muni taka af öilu hjarta undir »alt fyrir íþrótta- félag Reykjavíkur*. Mig sknl ekki kynja þó mörgum manni þætti ánægjulegt að líta yfir deildir Íþróttaíébgs Reykjavíkur meðan á æfingum stendur, þar er alt svo frjálsmannlegt og ánægjulegir svipir á öllum, að eg trúi ekki öðru en að hvern ungan mann, sem fær tækifæri til að sjá æfingar, langi til að vera með. Ungu menu og stúlkur! fáið leyfi stjórnar og kennara til þess að vera við æfingar og eg tiúi ekki öðru en þið finnið hvöt hjá ykkur til þess að fegra líkamann og gera hann hæfari til vinnu, með því að taka þátt í leikfimisæfingum auk þess sem þér á hverri æfingu, njótið ósvikinnar ánægjustundar. Því ber ekki að neita að i Bíó er oft gamati að vera, en þér munuð aldrei lifa eins lengi á endurminn- ingunum frá Bíó, eins og frá æf- ingarstundum í leikfimi. Það er fengia vissa fyrir því, að hóflegar líkamsæfingar herða líkam- ann á alla lund, verja bann gegn mörgum veikindutn, gera meun þolnari við alh vinnu, auk þess sem þær hafa góð áhrif á lund mnnna; yfirleitt hjálpa mikið til að létta undir daglegt strit. Það væri því ekki að furða þó vinnuveitendum þætd það kostur heldur en hitt, að starfsmenn þeirra hefðu reglubundnar líkams- æfingar. Og eg er viss um, að það er beinn gróði margra vinnuveitenda að hafa iþróttamenn í þjónustu sinni. Til dæmis hlýtur öll afgreiðsla í búðum, að öðru jöfnu, að ganga greiðara fyrir leikfimismönnum en þeim sem gera ekkert til þess að halda við liðleik sínum. Eg býst því við að margir verði til þess að hugsa hlýlega til í. R. nú á 10 ára afmæli þess, þar sem það grípur á svo margan og góðann hátt inn í starfslif Reykjavíkur. í í. R. eru nú um 200 manns, frá þeim hæst til þess Iægst setta í þjóðfélagi íslendinga. Fjárhagslega er félagið ekki sterkt ennþá, það á lítið eitt í félagssjóði, þar eð fé þess hefir jafnan verið lagt til framkvæmda í félaginu. Húsbyggingarsjóð á félagið, sem er aðallega frá efnamönuum, sem í félaginu eru, sá sjóður er smár ennþá, en vonandi að margir veiði til að minnast 10 ára afmælisins með því að leggja i hann. Félagið hefir haft aðalbækistöð sína i leikfimishúsi Mentaskólans, en það hús er þegar orðið heldur lítið fyrir félagið, auk þess hefir félagið þurft að fá Barnaskóla-leikfimishúsið til afnota fyrir unglingadeildina, og svo mun óvíst hversu lengi félagið fær að nota þessi hús, þetta hafa þeir séð sem stofnuðu húsbyggingar- sjóðinn, og er það lífsskilyrði fyrir félagið að eignast leikfimishús, og má það heita skylda fjárveitingar- valds landsins og Reykjavikur að leggja eitthvað til sliks húss, þegar til þess kemur að hrinda húsbygg- irigarmálinu í framkvæmd. Fyrsta sinni sýndi leikfimisflokkur úr í. R. leikfimi opinberlega 5. júní 1910, síðan hefir það haft sýningar svo að segja á hverju ári, og munu þær sýningar smám saman verða fjölbreyttari og fuilkomnari, og verða með tímanum bezta skemtun, sem Reykvíkingar eiga kost á. Kennarar félagsins eru þeir beztu sem kostur er á hér, tekur félagið því hröðum framförum. í. R. hefir ráðist í það, fyrst allra að gefa út íþróttablað, 3 blöð hafa þegar komið út, Sumaiblaðið, sumár- daginn fyrsta, 17. júní æg Vetrar- blaðið fyrsta vetrardag 1916. Vonandi heldur það áfram að koma út, og aukast. Væri vel gert af iþróttamönnum að styðja blaðið eftir möguleikum, með því að kaupa það og rita í það. Afmælisfagnað heldur féiagið í dag í Nýja Landi, en aðalskemtunin getur ekki orðið, vegna húsle sis, fyr en á miðvikudaginn. Yfir á annan tuginn fylgja í. R. hugheilar árnaðaróskir margra manna. P. E. cscs o AöBöfli 'i txzsa íþróttafélag Reykjavíkur verður 10 ára í dag. Minnast meðlimir þess með því að koma saman á Nyja Landi { dag, en sjálf afmælishátíðin verður síðar í vikunui. Þar ætla menn að dansa og framkvæma aðrar íþróttir. íþróttafélagið er hið þarfasta. Það hefir staðið með miklum blóma fyrstu 10 árin og á vonandi eftir að lifa mörg 10 árin enn þá. Kappskák var háð innan fólags f Taflfólagi Keykjavíkur 13. —18. febr. af 13 fólagsmönnam, sem skiftust í 3 flokka og voru tvenn verðlaun veitt í hverjum flokki. 1. verðlaun í 1. flokki hlaut Stefán Ólafsson. 1. verðlaun í 2. flokki Erlendur Guðmundsson og 1. verðlaun í 3. flokki Jón Arnórsson. — Eggert Guðmundsson fókk 2. verðlauti í 1. flokjd, Agúst Pálmason í 2. og Haraldur Sigurðsson í 3. \ Verðlauuin voru heiðurspeningar og átta krónur. Bkákþingið hefst 24. þ. m. Activ kom í fyrrakvöld til Hafnar- fjarðar frá Vestfjörðum, með marga far- þega, þar á meðal Sigurjón Jónsson framkvæmdastj., M. Thorberg símastj., Axel Ketilsson kaupm. frá ísafirði og Jón Grímsson verzlunarstj. frá Súg- andafirði. Skipið mun hafa haldlð áfram í gær til útlanda. Skipstjóranum á Activ barst hingað skeyti frá Noregi þess efnis að Breta- stjórn hefði tekið skipið á leigu til ferða milli Englands og Frakklands. Það er því ekki væntanlegt hingað aftur f bráðina. Iðnaðarmannafélagið hefir ákveðið að láta Iðnó falt fyrir 75 þús. kr. Nýtt ættarnafn Jón Jónsson sagn fræðingur hefir tekið upp og 'fengið staðfestlng stjórnarráðsins á ættarnafn- inu A ð i 1 s fyrir sig og sitt fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.