Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 II. marz 127 tbl. Af> “A1 Þar sem Surslight sápara er fullkemlega hrein og óírienguð, þá er hún sú eina ísápa, seni i . fl-n'ti' óhætt er ab ÆS1.L |jvo úr ísna * knipplinga : 'f nr.að lin. vTT’T'tH/ ’ /■"£1 <2^ Mli ÍP|i¥ Nltl IteHi 6. iH |p Bandamenn og Japanar Hér fer á eftir brot úr ræðu eftir utanríkisráðherra Japana. A hún að gera mönnum ljóst hlutverk þeirra í striðinu og afstöðu þeirra til Bandamanna. »Þegar við sögðum Þjóðverjum stríð á hendur 1914 og undirrituð- um samninginn um að semja eigi sérfrið, 5. sept. s. á. tókum vér þá stefnu sem ekki verður um deilt. Við tókum þátt í sttiðinu, ekki að eins til að gæta eigin hagsmuna, heldur og hags bandamanna vorra Og af mannúðar ástæðum. Lög og *éttur áttu að vinna sigur í barátt- ínni. Til þess að þessu verði framgegnt Þurfa bandamenn að vinna fullkom- Jnn úrslitasigur. Ef sigurinn verður ekki fullkominn, verður friðurinn í Austurlöndum, sem Japanar haFa tinnið svo mikið fyrir, í verulegri hættu. Fyrsta skilyrðið fyrir sigri er handalag, ekki að eins þeirra stjórn- ^rvalda, heldur og þeirra þjóða, sem 5ameinast hafa til að verja ótviræð- ?n rétt mannúðarinnar. Þegar Japan fór í stríðið u:ðum v^r, vegna legu landsins að halda °hkur frá beinum vopnaviðskiftum. á annan hátt höfum vér ávalt ?ert oggerumenn bandamönnum vor- ntii það gagn sem í okkar valdi stend- Ur, til góðra sigurúrslita. Baráttan er ehki einskorðuð við vígstöðvar á |andi eða sjóhernaðinn, heldar snert- lr hún að kalla má allar mannlegar ^hafnir. Þess vegna vorum vér með Jð samþykkja ráðstafanir til verzl- , ^arsambands eftir stríðið, á fund- llrötn í Paris. , hafa bandamenn ákvarðað að s^ha áfram stríðinu, þangað til víst að varanlegur friður fáist. Og vil ekki láta hjá líða að votta banda- J°°ntn vorum, sem lagt hafa svo , Jð j sölurnar, innilegar þakkir ^tlr Þá ráðstöfun. ^ núirstaða utanríkisstjórnarstefnu St er samhandið við England. . ln hefir sýnt traustleika þess jjj^ands og haginn af því. Báðar hnar skilja áþreifanlega nauðsyn sambands þessa til öryggis óg hags- muna báðum rikjunum. Það er bezti vegurinn til að halda uppi friði í, Austur-Asíu. Vér hljótum einnig að gleðjast yfir bandalaginu við Rússiand sem gert var í júlí 1915. Sjðan friður var' saminn milli Rússa og Japana árið 1905 hefir smám sa'man dregið sam- an með þessum þjóðum. Mér er kunnugt um að rússneska þjóðin er oss mjög þakkiát fyrir öll þau vopn og skotfæri, sem vér höfum lagt þeim til síðan stríðið hófst, því það hefir létt mjög undir með þeim. I þau 10 ár sem eg var sendiherra þjóðar minnar í Petrograd hefi eg haft færi á, að taka eftir þeirri breyt- ingu á hugarþeli Rússa, sem orðin er í vor-n garð, og eg get fultyrt að þeir skoða oss nú, sem beztu vini sína. Japanar og Rússar eiga mörg áhugamál sameiginleg í Austur-Asíu. Bandalag þeírra ei bezta trygging fyrir varanlegum friði á þeitn hluta hnattarins. Þá hefir Japan ætíð reynt að halda uppi vináttu við Bandaríki Ameríku. Þótt oft hafi komið deiluefni á dag- inn og syrt í iofti, hefir málunum þó alt af verið ráðið til lykta, svo að báðir aðiijar hafa mátt vel við una. Að vísu eru þau mál til, sem samkomulag næst ekki um, en slíkt getur ætíð hent, jafnvel milli banda- manna«. Þá mintist ráðherrann á Kína og afskifti Japana þar, Kveður þar við sama tón og annarsstaðar í ræðunni: Þeir vilja hafa frið og vináttu við þá sem aðra. Japanar hafa hjálpað Kínverjum til að koma á hjá sér ýmsum nýjungum, og þúsundir Kín- verja eru við nám í japönskum skól- um. Hergagnasmíð Þjóðverja. Maður, sem dvalið hefir 4 mán- uðí í hergagnaverksmiðju Krupps i Essen, hefir sagt franska blaðinu »Temps« svo frá: 300,000 verkafólks, þar af 6000 konur starfa í smiðjunum. Er þeim skift í tvo flokka og vinnur annar á nóttunni en hinn á daginn. Her- stjórnin hefir lagt karlmennina til og eru þeir á aldrinum 18—46 ára. í kaup fyrir 12 tíma vinnu fá þeir 8—x 5 mörk, en kvenfólk aldrei meira en 5 mörk. Þó þetta virðist í fljótu bragði gott kaup, þá er það þó ekki hátt þegar tillit er tekið til þess að markið gildir ekki nema 58 aura og nauðsynjarnar í geypiverði. Aginn er mjög strangur og mönnum hegnt fyrir smávægilegar ávirðingar, opt með því að senda þá til vígstöðvanm. Sérstakt herráð ræður fyrir fram- leiðslunni. Það sem eg sérstaklega rak augun í, var hve mikið var smíð- að af 42 cm. skotum, auk hinna venjulegu skota, sem eru 77, 105, 120, 150 og 2x0 millim. í maí- mánuði 1916 var vöfið að smíða 7 42 cœ. fallbyssur. Það tekur 6—8 mánuði að fullgera þær, og ættu þær því að vera tiibúuar núna. í smiðj- um Krupps eru daglega búaar til 200 þús. sprengikúlur fyrir utan nfl stórskotatækin sem smíðuð eru. Fróöleiksmolar úr reikningum Sjúkrasamlags Reykjavikur árið 1916. Til umhugsunar »fyrir fólkið*. Við árslokin 1916 voru Samlags- menn 922 að tölu. Af þeim höfðu 702 menn (karlar og konur) fengið einhverja hjálp í veikindum fyrir sig eða sína. Otalin eru þó öll börn; en þau urðu mörg veik árið sem leið. Sumir Samlagsmenn fengu hlálp, sem skifti hundruðum króna. Dagpeningar greiddir Samiags- mönnum, meðan þeir lágu sjúkir í heimahúsum, urðu þetta ár að upp- hæð 1060 kr. og 50 a. Hjálp, sem Samlagið veitti sængur- konum, var 440 kr. Borgun fyrir Samlagsmenn eða börn þeirra á sjúkrahúsum var 1573 kr. 65 a. Fyrir sjúklinga, sem dvöldu á Heilsuhælinu á Vifilsstöðum greiddi Samlagið 524 kr. Til lækna greiddi Samlagið fyrir meðlimi sína 6709 kr. 47 a. F}7rir meðul handa Samlagsmönn- um borgaði Samlagið 4245 kr. 71 e. Fyrir böð hanaa sjúklingum voru greiddar 13 kr. 50 a. Arið 1915 styrkti bærinn Sjúkra- samlagið með 780 kr. En sama árið var varið úr bæjar- sjóði til hjálpar sjúkum fátæklingum 18,962 kr. 89 a. Hvort þykir mönnum nú skemti- legra í framtíðinni, að sækja sjúkra- hjálpina suður í Tjarnargötu til fá- tækrastjórnarinnar, eða sækja hana sem sína réttbornu eign til Sjúkra- samlags Reykjavíkur á Laufásveg 8? Hvað skyldu þeir nú vera margir, sem árið síðasta hafa sparað sér göngurnar þungu og óskemtilegu suður í Tjarnargötu, á fund fdtækra- stjórnarinnar, með því að vera í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Öll alþýðan í Reykjavík inn í Sjúkrasamlagið! ÞaÖ er markið! \ Ekki er ráð nema I tima sé tekið Á þessum alvörutímum er nanð- synlegt að hver einstaklingur geri sitt til að firra landið vandræðum. Hverjum manni hlýtur að vera það ljóst, að skórinn kreppir að meir og meir, þó að við íslendingar séum í mörgu betur staddir en aðrar þjóðir, þá er engu síður ástæða til að hugsa um framtíðina í fullri alvöru. Enginn vafi er á því, að skortur verður á ýmsu sem til sjávarútvegs- ins heyrir, og væri því rétt að menn reýndu að spara það sem hægt er, af þeim hiutum. Eg vil vekja at- hygli mótorbátaeigenda og mótor- ista á því, að spara sem mest að hægt er af steinolíu, með því að láta ekki vélarnar ganga fyrir fullu afli, og ekki of lengi að óþörfu. Eg er viss um að mikið sparsst með því, ef allir eru samtaka með það, og útgerðarmenn hljóta að sjá sinn eigin hag í þessu, því með því geta þeir farið fleiri sjóferðir með sömu olíubirgðum. Einnig mun öllum vélstjórum á gufuskipum ljóst á hvern hátt ,að spara má kol — t. d, með því að keyra ekki með meiru en svarar s/4 af fullu afli vélarinnar, fyrir utan það að spara má kol á ýmsan ann- an veg, sem vélstjórum mun kunn- ugt, og yrði oflatígt mál að skýra hér. Eg vona að allir sjái nauðsyn á þessu, og athugi rækilega þetta mál, sjálfum sér og öðrum til heilla. Ó. Sf (Ægir). Flugvélar og dýr. Náttúran er allra hluta móðir, og þangað leita menn sér fyrirmynda að mörgum nýjungum. Stundum reynist þetta vel, stundum illa. Vél- ar þær, ef svo mætti að orði kom- ast um dýrin, sem náttúran hefír skapað, eru oft teknar sem fyrir- mynd þess, er mennirnir vilja smiða úr ólífrænum efnum. Það er því ekki að undra, þótt þeir menn, sem fyrstir tóku að smiða flugvélar, vildu sniða þær eftir fugl- unum. Sá elsti, sem enn þá lifir í þjóðsögum, hélt að nægja mundi að setja á sig vængi. Þeir sem hærra hugsuðu, smiðuðu vélar í fugslíki, og reyndu að láta þær likja efrir vængjataki fugíanna. En þó að fugl- inn sé þúsund sinnum þyngri en jafnrými hans af lofti, vildi þetta ekki lánast. Og nú dettur engum í hug að smíða flugvélar með hreyfanlegum vængjum. Og flug- vélarnar eru altaf að verða ólikari fuglum en áður. Edison hefir látið í ljós, að engin tegund flugvéla, sem nú þekkist, mundi eiga varanlega framtíð fyrir höndum. Sumir telja hentara að sntða lögun flugvélanna fremur eftir fiðrildum en fuglum. Loftskip þau sem mest tíðkast nú, eru oftast sniðin eftir fiskum. Sti lögun er höfð til þess að þau spyrni sent minst á móti loftinu, þegar þau eru á ferð, og lögun fisksins er þannig, að hann mæti sem minstri mótstöðu í vatni. Aðalörðugleikarn- ir á nothæfi loftskipa, koma af því, að erfitt hefir verið að stýra þeim. Annars eiga öll loftför tilveru sína að þakka fullkomnuninni á smíði léttra mótora. An þeirra eru allaf loftfarir nútímans ógerningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.