Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1917, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ -afsakað að hafa þar 200.000 menn i mjög óheilnæmum stöðvum og sjá þeim ekki fyrir hergögnum. Hann kvaðst ætla að stjórninni bæri skylda til þess að skýra frá því hvað herliðið í Saloniki ætti að gera. Eigi alls fyrir löngu hefði birst gtein 1 >Daily Mail« um það’ hvað banda- menn væru að gera í Saioniki. Hver maður, sem væri kunnugur »Daily Mailc hefði vitað hvað blaðið fór. Þetta var upphaf að árás og menn hefðu beðið framhaldsins meðóþreyju. Síðar heíði »Daily Mail« skýrt frá því, að blöðunum hefði verið bannað að tala um Saloniki-leiðangurinn. Það væri svo að sjá — og það væri huggun á þessum hörmungatímum — sem Bretar hefðu mi fengið þá stjórn, sem gæti mýlt »Daiiy Mail«. Hann beindi þá þeirri spurningu til stjórn- arinnar hvort hún hefði í hyggju að láta 200.000 hermenn vera í Salon- iki í sumar, gera þar ekkert, en eiga allskonar sjúkdóma yfír höfði sér. Kvaðst hann ekki sjá að hægt væri að réttlæta það. Þjóðverjar hefðu stytt herlínu sína að austan ákaflega mikið og flutt til vesturvigstöðvaona hundruð þúsundir manna til þess að taka í móti sókn þeirri, sem Douglas Haig hefði boðað i viðtali "sínu við frönsku blaðamenn- ina. Það viðtal kæmi alveg í bág við alla framkomu Breta í hernaði, og væri brot á þeirri konungsskipun, sem bannaði herforingjum að láta uppi skoðanir sínar um hernað og poiitik. Mr. Snowden sagði að fljótfærni yfirhershöfðingjans hefði dregið mjög úr almenningsáliti hans. Og að þeim mönnum færi óðum fjölgandi er vi'du koma á friði með samn- ingum, mætti sjá á aukakosningun- um, sem fram hefðu farið í Rossen- dale nýlega, þar sem sá frambjóð- andinn, er vildi fyrir hvern mun koma á friði með samningum, hefði fengið nm fjórða hluta allra greiddra atkvæða. Hann kvaðst og viss um það, að fjórði hluti þjóðarinnar vildi koma á friði nú með samningum og ef þingið væri eins skipað, þá ættu þar að vera 150 fulltrúar því fylg- jandi. Ófriðurinn hefði aídrei verið al- þjóðarófriður, þannig að alþjóð hefði æskt hans eða komið honum af stað, enda þótt alþjóð héldi honum uppi. Það hefði aldrei verið aðalástæðan til þess að Bretar gengu i ófriðinn, hvern- ig farið var með Belgíu. Nokkrum mánuðum eftir að ófriðurinn hófst hefði »Times« lýst yfir því 1 rit- stjórnargrein, að það væri eigi vegna Belgíu að Bretar ættu í ófriði, held- ur berðumst vér fyrir hagsmunum vorum, eins og vér hefðum gert í hverju Norðurálfustriði, sem sé til þess að halda ríkjajafnvæginu. Vér höfum ákært Þjóðverja fyrir það að þeir hafi rofið samninga. Það er vist eigi til su þjóð sem eigi hefir rofið samninga, þegar hagsmunir hennar buðu henni að gera það. Eða er það sennilegt, að stjórn sem rýf- ur loforð, er hún hefir gefið sinni eigin þjóð, muni kæra sig mikið um það þótt hún gangi á bak þeirra lof- S a x o n framtíðarbifreiðin Sterkust, bezt bygð. vönduðust og smekk- legust. Sérlega vand- aður 35 hesta, 6 cylind- era mótor. Benzin- mælir er sýnir nákvænt' lega fylling geymisins. Sjáif»starter og rafljós af nýjustu gerð. Vott- orð frá isl. fagmanni fyrir hendi. t.! •» .•/ 1 • >iAV,*.Víiist .. JOH. OLAFSSON & Co., » Bími 584. Lækjargötu 6. orða, sem hún hefir gefið öðrum þjóðum? Hann kvaðst eigi vera að fegra framkomu Þjóðverja, en þegar um brot á alþjóðalögum væri rætt, þá yrðu menn að gæta þess að ófriður væri brot á öllum lögum. Alþjóða- lög gætu eigi staðist á hernaðartím- um. Fisher lávarður hefði sagt að það væri mesta heimska að sýna hlífð í hernaði. En því lengur sem ófrið- urinn stæði, því minni líkur væru til þess að þjóðirnar gætu komist að viðunandi friðarskilmálum. Minstu kröfur bandamanna ættu að vera þær, að Belgia og sá hluti Frakklands, sem Þjóðverjar hafa á sinu valdi væri endurreist og fengju skaðabætur. Ef hægt væri að ná því án þess að halda ófriðnum áfram, þá kvaðst hann hyggja að brezka þjóðin mundi ekki vilja fórna meira bióði og auðæfum á blótstalla hernaðarins. Mr. Ponsonby sagði að ráðherr- arnir hefðu þrásinnis lýst yfir þvi, að Bretar berðust eigi til landa. Og það hefði þjóðin sjálf eigi viljað. En þvi miður færu þau svör, er gefin hefðu verið við friðar-»nótu« Wilson, algerlega í bág við þessar yfirlýsingar. Nú sem stæði hefðu Bretar þegar lagtundir sig 1.500.000 fermílur (enskar) af nýlendum Þjóð- verja. Auk þessa virtist mörgum svo, sem enn dýpra væri lagst í svörun- um, þar sem talað væri um að sundra Austurríki-Ungverjalandi og reka Tyrki burtu úr álfunni. Bretar hefðu gengið inn í ófriðinn til þess að vernda rétt smáþjóðanna, en nú virtist svo sem þeir héldu áfram ófriðnum til þess að stækka sum stórveldin. Það yrði eigi til að auka vinsældir þeirra, hvorki meðal hlutlausra þjóða né annara bandamanna. Þjóðin hefði lagt fram fórnir í óeigingjörnum tilgangi og það mætti eigi vanhelga þann til- gang með því að fara nú að seilast eftir löndum og yfirdrottnan. Það hefði verið lögð mikii áherSla á það, að nauðsyn bæri til þess að hegna Þióðverjum fyrir framferði þeirra. En hefndin kæmi niður á þýzku al- þýðunni, Hún kæmi eigi niður á stjórninni eða hernaðarflokknum. Og eftir þvi sem ófriðurinn stæði lengur, eftir því kæmi hefndin harð- ara niður á alþýðunni — eigi að eíns alþýðunni í Þýzkalandi, heldur einnig alþýðunni í Frakklandi, Rúss- landi, Italíu og Bretlandi. Ef »mili- tarisminn« væri sama sama sem ásælnispólitík, þá kvaðst hann eigi sjá betur en að ásælnispólitík Þjóð- verja væri þegar brotin á bak aftur. »Militarisma« gæti ekkert vald brot- ið á bak aftur annað en alþýðuvald- ið í hverju landi. Hörðustu kröfur Breta kæmu eingöngu niður á þeim flokki manna í Þýzkalandi, er minst- ar kröfur gerði, en söfnuðu allri þjóðinni undir merki þeirra, er lengst vildu ganga. Sú þjóð, sem hefði gengið inn í ófriðinn með hreinar hendur, ætti að koma þaðan aftur tómhent, ef það væri unt. Mr. Trevelyan kvaðst eigi sjá það að endilega þyrfti að færa svör bandamanna til Wilsons á þann veg, að þar gætti ásælnis. En þar væri ýmislegt svo óákveðið, að nauðsyn bæri til að það væri skýrt. Hvað ætluðust bandamenn fyrir um Anst- urríki—Ungverjaland ? Það væri þannig að orði komist í svörunum, sem bandamenn ætluðu að brjóta þau ríki sundur í mola Aður en sú’stefna væri tekin, ættu bandamenn að íhuga hvort það mundi borga sig að halda áfram að berjast þangað til þeir hefðu náð öllum aðal- borgum óvinanna og gereytt herjum þeirra. Ef sú væri tilætlunin að hver þjóðflokkur í Austurríki og Ungverjalandi fengi frelsi, þá gat eigi verið nein ástæða til þess að neita Finnum og írum um algert frelsi. Það væri rangt, að ætlast til þess af hermönnum Breta, að þeir útheltu blóði sínu til þess að sundra stóru ríki i mola. Það hefði þrásinnis verið sagt, að Bretar berðust eigi til landa. En hvað ætti þá að segja um þá yfir- lýsingu nýlenduráðherrans, að Bretar ætluðu sér aldrei framar að sleppa nýlendum Þjóðverja? Hann kvaðst efast um það, að þýzka þjóðin hefði samþykt þær gerðir stjórnarinnar, er sviftu hana sambandi við Ame- ríku, ef hún vissi eigi að hún ætti að berjast fyrir tilveru sinni. Tennur eru tilbúnar og s«ttar inn, bæði heilir tann- garðar og.einstakar tennnr á Hverfisg. 46. Tennnr dregnar út af lækni daglega kl. 11—12 með eða án deyfingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. Llfstykki. Saumuð eftir nákvæmu máli. Sömu- leiðis ætíð fyrirliggjandi tiibúin líf* stykki. Hittist kl. n—7 í Pó^tMsstræti 13, Elísabet Kristjánsdóttir. jj|™31í=g] Wolff & Arvé’s | Lewpostei 1 lU oy '/> pú- dásum ej bezt. — Heimtið þai Beauvais Leverpos ej er bezU 1 Þýzkalandi væri nú mikil og vaxandi friðarhreyfing. En Þjóð- verjar vildu eigi frið, hvað sem hanð kostaði. Þvert á móti væri þjóðih ákveðin í því að berjast þangað til yfir lyki, nema því að eins að húu fengi fulla tryggingu fyrir því, að tfl' veru hennar og réttindum væriborgiÖ' Hann kvaðst eigi ætla að þýzka þjóði*1 * mundi vilja halda ófriðnum áfra111’ nema að eins vegna þess, að húp þættist vita að hún ætti tilverurétt; sinn að verja. Eigi kvaðst haI,n vera jafn ginkeyptur fyrir hioual boðuðu manndrápum í vor, eiuS svo margir aðrir. Hverri sóku fylgdi mikið mannfall. Það hið eina sem víst væri. Og p° sett bandamenn ynnu einhverja sigra væri eigi víst að þeir gætu friðarkosti, en yrðu eftir sem ^ , að ná friði með samningum >°^.L í dauðanum væri það þá ekki he gert nú þegar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.