Morgunblaðið - 28.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ssa* H. P. Duus A-deild Hafnarstræti. Nýkomið: Svart og misl. flauel — Morgun- kjólatau — Rifstau — Molskinn — Nankin — Mouselin — Tvisttau — Saumavélar — Regnkápur — Rdmteppi — Ullarteppi — Pique — Léreft — Gardinutau — Lasting — o. m. fl. Lunddna munu jafnvel Þjóðverjar vera farnir að efast um það, að árás- irnar séu tilvinnandi. Frakkar gerðu drengilega framrás að Þjóðverjum hjá Aisne hinn 23. okt. Fengu þeir útsýn yfir Laoa- sléttuna og sóttu þar fram á 10 kílómetra svæði. Handtóku þeir meira en 11,000 menn, náðu 120 fallbyssum og miklum hergögnum og hröktu Þjóðverja yfir skurðinn milli Oise og Aisne og ráku flótt- ann þacgað. Þjóðverjar eyðulögðu bóndabæi og aldingarða á undanhaldinu, alveg eins þeir gerðu á undanhaldinu við Somme. Á vígstöðvum ítala hafa Austur- ríkismenn fengið mikitin liðsauka frá Þióðverjum og hergögn, hjá Plezzo. Óvinirnir hafa farið yfir Isonzo hjá Talmino, og hefir það gert það að verkum, að nauðsynlegt var að hörfa undan frá Monte Maggiore vestur fyrir Auzzt og ennfremur að ítalir verða að vera við því búnir að hverfa frá Bainsizza-hásléttunni. — Það er samt búist við því að Cadorna muni geta haldið stöðvunum í þessu héraði þrátt fyrir sóknina, þar sem hvergi er örðugra til sóknar heidur en þarna. Hafa ítalir markað upp á hár öll skotfæri og er því liklegt að þeir geti gert Þjóðverjum og Aust- urríkismönnum sóknina dýrkeypta. Rúmenar hafa aðdáanlega varist hinum grimmilegu árásum óvinauna og sýnir það bjá þeim stjórnsnild og þrautseigju. Meiga þeir vel hrósa sér af slíkum eiginleikum, þar sem þeir hafa gengið í gegnum þær þraut- ir og mannraunir, er vel hefðu mátt drepa úr þeim allan kjark. Eiga þeir mikið hrós skilið fyrir það að hafa lagt milstað bandamanna svo öflugt fylgi. í Austur-Afríku sækja Bretar og Belgar talsvert fram. Belgar hröktu óvinina suðaustur af xMahenge og hafa nú náð höndum saman við Breta sem sækja fram að vestan. Eftir grimmilega orustu við óvinina hinn 17. október, náðu Nigariher- menn Breta Nyango hinn 18. okt. í Rigaflóa mishepaaðist Þjóðverj- um að setja lið á land í Parnan, enda þótt tvær liðssveitir næðu fót- festu á Werder-tanganum. Rúss- nesku herskipin komu á vettvang og urðu einangruð í flóanum, en tókst þó með snild að komast undan. Rússaf yfirgáfu Moon-eyjuna, þá er þeir höfðu flut^ þaðan öll skíp, tog- ara og aðrar ferjur. Milli Pskoff og Dwiua drógu Þjóðverjar herlið sitt aftur á bak um 15 mílur og ónýttu á undanhaldinu byggingar, brýr og vegi. Fóru þeir svo hratt sums staðar, að framverðir Rússa mistu af þeim. Erl. simfregnir frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl ). K.höfn 2 6. okt. Þjóðtrerjar og Austurríkis- menn hafa rofið herlínu Itala hjá Talmino og hafa tekið 10.000 menn höndum. Rússar hafa sótt dálítið fram fyrir norðan Riga. Ákafar stórskotaiiðsorustur i Flandern. Vörur frá Amsriku. Stjórnarráðinu barst í gær sím- skeyti frá Árna Eggertssyni þess efnis, að mikii líkindi væru til þess, að útflutningsleyfi mundi fást fyrir þjgr vörur, sem skipin ísland, Wille- moes, Gulifoss og Lagarfoss ættu að taka í næstu ferð hingað. Er vonandi að skipin þorfi þá ekki að tefjast mikið í New York. Staðfest iög 26. október 1917. Konungur staðfesti í fyrradag eftirfarandí lög, samkvæmt sím- skeyti frá forsætisráðherra: 1. Lög um skiftingu bæjar- fógetaembætisins í Reykja- vík og um stofnun sérstakr- ar löggæzlu í Reykjavíkur- kaupstað. 2. Lög um breyting á 1. gr. laga, nr. 45, 16. nóv. 1907, um skipun prestakalla. 3. Lög um þóknun til vitna. 4. Lög um málskostnað einka- mála. 5. Lög um breyting á tilskipun 30. apríl 1824 og fátækra- lögum nr. 44, 10. nóv. 1905. 6. Lög um breyting á lögum nr. 39, 11. júlí 1911, um sjúkrasamlög, og á lögum um breyting á þeim lögum, nr. 35, 3. nóv. 1915. 7. Lög um breyting á lögum nr. 17, 9. júlí 1909 um al- mennan ellistyrk. 8. Lög um stofnun docents- embættis í læknadeild há- skóla Islands. 9. Lög um að skipa dr. phil. Guðmund Finnbogason kenn- ara i hagnýtri sálarfræði við háskóla íslande. 10. Lög um stofnun alþýðuskóla á Eiðum og aíhendingu Eiða- eignar til landsBjóðs. 11. Lög um stofnun húsmæðra- skóla á Norðurlandi. 12. Lög um sölu á kirkjueign- inni, 7 hndr. að fornu mati, ur Tungu i Skutilsfirði, ásamt skógarítaki þar. 13. Lög um breyting á og við- auka við lög 1. febr. 1917, um heimild fyrir landsstjórn- ina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfu-ófriðnum. 14. Lög um bráðabirgðahækk- un á burðargjaldi. 15. Lög um breyting á lögum nr. 30, 20. okt. 1913, um umboð þjóðjarða. 16. Lög um lýsismat. 17. Lög um stækkun verzlunar- lóðar ísafjarðar. 18. Lög um breyting á lögum nr. 49, 10. nóv. 1913 um eignarnámsheimild fyrir bæj- arstjórn ísafjarðar á lóð og mannvirkjum undir hafnar- bryggju. 19. Lög um breytingu^ á lögum frá 22. nóv. 1907, um vegi. 20. Lög um breytingu á sveitar- stjórnarlögum nr. 43,10. nóv. 1915. 21. Lög um mjólkursölu í Reykja- vík. 22. Lög um afnám laga nr. 21, 20. okt. 1905, um skýrslur um alidýrasjúkdóma. 23. Lög um framlenging á frið- unartíma hreindýra. 24. Lög um breyting á lögum nr. 35, 13. des. 1895, um löggilding verzlunarstaðar hjá Bakkagerði í Borgarfirði. 25. Lög um samþykt á lauds- reikningum 1914 og 1915. 26. Lög um breyting á 1. gr. tolllaga fyrir ísland, nr. 54, 11. júlí 1911. 27. Lög um framlenging á gildi laga nr. 30, 22. okt. 1912, og laga nr 44, 2. nóv. 1914, og laga nr. 45, s. d. (um vörutoli). 28. Lög um breyting á og við- auka við lög nr. 23, 14. des. 1877, um tekjuskatt. 29. Lög um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júli 1911. / 30. Lög um breyting á lögum um fasteignamat nr. 22. 3. nóv. 1915. 31. Lög um breyting á lögum nr. 18, 13. sept. 1901, um manntal í Reykjavík. 32. Fjáraukalög fyrir árin 1916 1917. 33. Lög um dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunarmönn- um landssjóðs. 34. Lög um hjónavígslu. Samskotin, Til götnlu konunnar, sem ekki gat íengið ellistyrkinn, hafa þessar gjafir konið auk þess, sem áður hefir verið auglýst: Hjónin frá Hraunsholti kt. 10.00 N. N. — 2.00 Frá Laugarnesi — 15.00 G. D. — 4.00 K. Ó. ' — 5,00 H. A. — 2.00 H. Ó. — 5.00 N. N. — 10.00 N. N. — 3.00 Samtals kr. 56.00 »Morgunblaðið« Sigurveig Guðmundsd. kr. 2.00 N. N. — 5.00- N. N. — 10.00 N. N. — 5.00 N. N. — 2.00 M. Bl. — 10.00 N. N. — 10.00 N. N. — 5.00 N. N. — S.00 N. N. — 25.00 N. N. — 1.00 N. N. — 5.00 N. N. — 2.00 Samtals kr. 87.00 Frá Morgunblaðinu — 56.00 Aður auglýst — 227.00 Alls kr. 370.00 Fyrir allar þessar góðu gjafir fær- ast gefendunum innilegar þakkir. Reykjavík, 27. okt. 1917. Olafur Olafsson, frikirkjuprestur. Sandur í brauði. Á fimtudaginn var lét eg kaupa rúgbrauð hjá bakara þeim, er eg skifti við að jafnaði. En brauðið reyndist óætt, vegna þess að sandur var í því. Lét eg þá kaupa rúgbrauð á öðrum stað, en það fór á sömu leið. 1 því var líka sandur. Eg vil þess vegna vekja máls á þessu opinberlega, að nauðsyn ber til þess að þetta sé rannsakað. Sand- urinn mun vera í rúgmjölinu sjálfu og er mér sagt að það sé frá Bleg- damsmöllen i Danmörku. Ennfremur hefi eg heyrt að tölhverðar birgðir af mjöli frá þeirri myllu, eru nú hér í bænum, og ætti rannsókn á þeim að fara fram sem fyrst, því að efa- sa'mt er það hvort hægt er að nota mjölið til manneldis. A. Ó. ..■» • — 200 rafmagnsstöOvar hafa verið reistar i Danmörku sið- asta árið. Eru þær allar litlar og mylnur notaðar til aflframleiðslu. Mætti ekki nota vindmylnur til þess að reka smárafmagnsvélar hér á landif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.