Morgunblaðið - 28.10.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ „Romanov ofursti“ siiidur til Siberíu. Það er nú all-langt síðan að fregn kom hingað um það, að bráðabirgðastjórnin í Rússlandi hefði sent Nikulás fyrverandi Rússakeisara, og fjölskyldu hans til Tobolsk í Síberíu. Það þótti að vísu eigi tíðindum sæta, þótt hinn fyrverandi einvaldur yfir öllum Rússum vséri sendur í út- legð til Síberíu — þangað sem hann hafði sent fjölda þegna sinna áður í útlegð, vegna þess að þeir voru of frjálslyndir. En nú er sköpum skift. Nú koma hinir frjálslyndu menn heim úr útlegðinni, en keisarinn er send- ur til Síberiu! Franska blaðinu »Le JournaL og brezka blaðinu »Times« hefir þó þótt þessi atburður þess virði að segja dálítið nákvæmar frá honum, heldur en gert var í skeyt- unum. Skal hér þrædd frásaga þeirra ef einhver skyldi hafa gaman af að lesa hana, og er réttast að geta þess þegar, að Nikulás er nú nefndur »Romanov ofursti«. — Nokkrum dögum áður en fjöl- skylda Romanoffs ofursta átti að flytjast í burt frá Czarakoje Selo, var henni tilkynt hvað í ráði var. Lét hinn fyrverandi keisari þá syngja sér messu og voru þar auk fjölskyldunnar þeir þjónar þeirra, er leyfi fengu til þess að fylgja þeim í útlegðina. Að lok- inni gððsþjónustu bað Nikulás um leyfi til þess að fá að kveðja þjóna sína, er eigi fengu að fara með þeira, en við það var ekki komandi og yfirleitt var gætt mestu varkárni með það að ekk- ert kvisaðist um það, að nú ætti að reka keisarafjölskylduna í út- legð. egar á að borga brúsann. í »Politiken« hefur hagfræðingur- inn Carl Thalbitzer nýlega ritað grein um það er greiða skal kostn- aðinn af heimsstyrjöldinni. Greinin er of löng til að hægt sé, að birta hana hér orði til orðs, en hér kem- ur útdráttur úr her.ni: Síðan stríðið hófst 1914, hafa stjórnir stríðsþjóðanna rótað upp peningum og ausið þeim út. Strið- nauðsynjar þurfti að fá og það fljótt og enginn tími til að vera að þjarka um verðið. Seðlai og rikisskulda- bréf hafa verið prentuð eins hratt og vélarnar orkuðu og pappirinn entist. Það hefir því ekki verið neinn vandi að vera fjármálaráðherra síðan stríðið hófst — taka bara lán á lán ofan og borga reikninga. Vandinn kemur ekki fyr en striðið er búið. Stríðið hefir misskift gæðunum. Það var ákveðið að lagt skyldi af stað snemma morgúns. Kvöld- ið áður var riddaralið og fót- göngulið látið umkringja höllina. Var það einvalalið, þrautreyndir menn 0g trúir, sem safnað hafði verið saman úr öllum herdeiidum Rússa. Höfðu þeir allir verið sæmdir áður »St. Georgs-kross- inum« fyrir ágæta framgöngu i stríðinu. Þéttur hervörður var og í allri götunni milli hallarinnar og járnbrautarstöðvarinnar og á járnbrautarpöllunum voru vél- byssur hafðar til vonar og vara. Kerensky hafði sjálfur tekið að sér að fylgja keisarafjölskyldunni á leið. Óku þeir Nikulás saman í bifreið til járnbrautarstöðvanna og segja þeir sem sáu, að keisar- inn hafi verið hinn rólegasti, eins og hann hefir altaf verið síðan hann var hneptur í varðhald. Drotningin og börn þeirra hjón- anna óku í annari bifreið. Var drotningin róleg að sjá, en dæt- urnar voru bæði gremjulegar og veiklulegar að sjá. Þær hafa all- ar legið í taugaveiki i sumar og lagðist hún mjög þungt á þær. Höfðu þær hvergi nærri náð sér enn og allar höfðu þær mist hár- ið í veikindunum. — Á járnbrautarstöðinni beið þeirra aukalest, sex svefnvagnar og einn veitingavagn. Kerensky fylgdi þeim til næstu járnbraut- arstöðvar. Þegar hann skildi við þau spurði keisarinn: — Má eg eiga von á því, að fá að koma bráðlega aftur til minna kæru heimkynna í Czars- koje Selo? En hinn nýi einvaldur svaraði engu. í Síberíu. Það var ákveðjð að keisara- fjölskyldan settist að í landsstjóra- húsinu í Tobolsk, en er þangað kom hafði húsinu eigi verið breytt eins og þurfti. Suma sveltir það, en veltir als- nægtum yfir aðra, hraðar en þeir eru menn til að taka við. — Rikin reyna að vísu að jafna þetta feikna ranglæti, en fá ei rönd við reist. Það er fyrst þegar rólegu timarnir koma aftur að hægt verður að jafna metin að nokkrum mun. Verkefnið verður því ekki að eins það, eftir stríðið að borga skuldir, heldur einnig að reyna að koma á jafnaði eigi minni en var fyrir stríðið. Hin miklu útgjöld verður að taka af þeim sem græddu á stríðinu og neyðinni. Nú má spyrja í hverju komi í ljós það eiginlega tap, sem af stríðinu hefir hlotist, því að auðæfin hafa ekki einungis flutt sig úr einum vasa í annan, heldur eru stríðsþjóð- irnar sem heild fátækari en þær voru fyrir stríðið. Nú hefir að visu verið unnið aí miklu meira kappi en nokkru sinni fyr og fóikið aldrei fyr orðið að spara eins mikið. En vinnan hefir farið í herþjónustu og Frá endastöð járnbrautarinnar var keisarinn og fjölskyldan flutt með gufuskipi til borgarinnar og á skipinu urðu þau nú að bíða í fimm 8Ólarhringa eftir því að breytingunum á húsinu væri lok- ið. Skipið lá fyrir festum úti á miðju fljóti, en kom að eins að landi einu sinni á dag, tft þess að leyfa keisarafjölskyldunni að ganga sér til hressingar á fljóts- bakkanum, langt fyrir utan borg- ina. Drotningin fór þó sjaldan í land og bæði hún og sonur henn- ar voru mjög veikluleg, og auð- séð að þeim leið illa. Að morgni hins 26. ágúst var hinn nýi bústaður þeirra tilbúinn. Keisarinn, þrjár dætur hans og sonur, fóru þangað fótgangandi en drotningin og Olga, elzta dótt- ir þeirra, óku í vagni. Fylgdu þeim hinir sömu hermenn, er settir höfðu verið til þesB að gæta þeirra á leiðinni. Um miðjan dag kom þangað helzti presturinn í borginni og lýsti blessun yfir hinu nýja heimili keisarans. Fjórtán herbergi hefir fjölskyld- an til umráða. Eitt þeirra er ætl- að þeim hjónunum, annað fyr- verandi ríkiserfingjanum, dæturn- ar hafa tvö herbergi og auk þess er þar setustofa og matstofa. Hin herbergin eru ætluð þjónustu- fólkinu. Húsið er bæði gamalt og óvistlegt og eigi bætir það úr skák, að hár skíðgarður hefir ver ið gerður umhverfis það, svo að eigi sjáist þar inn um gluggana úr næstu húsum. Að öðru leyti er æfi þeirra lítt frábrugðin því sem var í Czarskoje Selo. Kl. 10 er þeim færður morgunverður, kl. 1 ábætir og kl. 6 miðdegis- verður — og er allur maturinn mjög óbreyttur og fátæklegur. — Það eru að eins þau keisarahjón- in sem talin eru fangar. Börnin eru undir umsjá móður sinnar og hún sér sjálf um kristilega fræðslu þeirra. hergagnagerð, að svo miklum mun, að framleiðsla venjulegra nauðsynja hefir orðið útundan. Forðabúrin eru nú tæmd og vélarnar í verksmiðj- unum slitnar. Eftir að Norðurálfan hafði náð sér eftir Napóleons-stríðin, hafði þar hrúgast upp feiknin öll af auðæfum. Það má svo segja að allur heim- urinn hafi »staðið á pinnum* og þrælað fyrir Evrópu, sem hafði skip sin út um öll höf til að raka saman fjársjóðunum. En í allan þennan auð hefir nú komið feikna skarð. Stríðið má ekki standa lengi úr þessu til þess að allur samanlagður herkostnaður sé ekki kominn upp i 500 miljarða króna — það er fjár- hæð svo mikil að menn geta alls ekki gert sér hugmynd um hana —. Fyrir þetta fé hafa stjórnirnar tæmt öll forðabúr út um gjörvallan jarðarhnöttinn. Tekjur jarðarbúa í heild sinni hafa ekki farið þverrandi, heldur aukist — útgjöldin að vísu aukist meira. Það eru ekki pening- „Með rá og reiða.‘‘ Við birtingu skeyta þeirra sem Luxburg sendiherra Þjóð’verja í Buenos Aires sendi utanríkisráða- neytinu í Berlin, fyrir milligöngu sænska sendiherrans, kom það í Ijós að Luxburg hefði mælst til þess við stjórnina, að hún léti^ kafbátana sökkva skipunum með »rá og reiða«, þannig að enginn yrði til frásagna um afdrif skips- ins. Auðvitað er þetta bein hvatn- ing til þess að myrða alsaklaúsa hlutlausa sjómenn, 0g það er því sízt að furða þó menn fyllist gremju yfir því. I sam'oandi við skeytabirting- una má geta þess, að samkvæmt skýrslum, sem Lloyds hefir gefið út hafa óvenju mörg skip »horf- ið« í hafi upp á síðkastið. Er ekki ólíklegt að sum þeirra að minsta kosti hafi »horfið« af völdum þýzku kafbátanna, þó enn sé það ekki orðið uppvíst. •Kafbátahernaðurinn á eftir að harðna enn,« segja Þjóðverjar, »Þetta er ekki nema barnaleikur á við það sem verður,« stóð fyr-- ir nokkrum mánuðum í þýzku blaði. Vonandi er ekkert sam- band milli hugmyndar Luxburgs greifa og þessara orða þýzku blaðanna. En einkennilegt er það samt, að tala »horfinna skipa« hefir vaxið mjög síðustu mánuð- ina. »Daily Mail« stingur upp á því, að brezka stjórnin sjái fyrir því, að öllum kafbátaskipverjum, sem gert hafa sig seka um mann- úðarleysi við vopnlausa, saklausa sjómenn, verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna að ófriðnum loknum- Vill blaðið að þeir verði dregnir fyiir lög og dóm og þeim hegnt eftir atvikum. ----------■ ■ - arnir sem hafa farið forgörðum r þessu stríði, heldur vinna og verð- mætar vörur. — Margir nafa lánað ríkinu alt fé er þeir máttu án vera, en hafa 5% í renturog þykjastgóðir með það. Aftur á móti hafa þeir ekki reiða peninga til e’ns og áður, en það þýðir ekki annað en það, að af þessum mönnum er ekkert að taka lengur upp í herkosnað. Þeir eru þegar rúnir. Þjóðarauðurinn hefur þverrað og skattþolið minkað alstaðar. Varla mun nokkur af- stríðsþjóðunum geta búist við að fá greiddan nokkurn herkostnað. Þ?ð verður hver og ein að bera tjón sitt sjálf. Líklega verður skuld Þjóðverja um 150 miljarðar marka og skuldir hinna ríkjanna í liku hlutfalli. Segj- um að helztu rikin taki ekki það óyndisúrræði að gefa sig upp sem gjaldþrota, þá mun þó verða að jafna skuldagreiðslunni niður á all- mörg ár eftir striðið og leggja þunga skatta á allar stéttir. Líklega munu leiðandi ríkin reyna að greiða kostn- aðinn á svo sem 10—20 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.