Morgunblaðið - 28.10.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1917, Blaðsíða 7
H rs %t f', tTVlf. * o r©> 7 Höfnirs. Herra ritstjóii! Gjörið svo vel og ijáið nokkr- um linum rúm í heiðruðu blaði yðar. Nú er bráðum að því komið að afhenda eigi höfnina og bærinn taki við heuni, að því er eg bezt veit, í næstu viku. Kemur manni þá til hugar sú spurning, hver á að taka við yfirráðum á höfninni, eftir að hún hefir verið afhent; hefir nokkuð verið hugsað fyrir því? Þau útgerðarfélög, sem hafa skip i siglingum hingað til hafn- arinnai', þeir skipstjorar sem eiga að sigla skipunum ut og inn í höfnina, og þau vátryggingarfé- lög sem eiga að greiða tjón, sem kunna að hljótast af þeim sigling um, láta sér ant um þá spurningu. Ef að bað fé sem Reykjavíkur- höfn hefir kostað, á ekki að fara til ónýtis, verður að breyta ástand- inu, sem hingað til hefir ríkt á höfninni. Þetta er ekki til að setja út á núverandi hafnarvörð, því hann gerir eftir megni svo vel sem hann getur, en það er ekki nóg. Það má til og á að vera sjómaður, sem stendur í svona áríðandi stöðu, maður sem hefir næga kunnáttu til að koma fyrir skipum þannig, að hafnarsvæðið verði sem bezt notað, maður sem hefir komið til margra hafna og getur lagt skipum þar sem þau eiga að liggja. Ilvernig er ástand- ið á þessari dýru höfn núna? Verra en á nokkurri höfn í heimi. Hvaða gagn er oss að höfn, sem er gerð ómöguleg vegna þess að alla reglu vantar. Reykjavíkur- höfn er, eins og eg hefi áður skrif- að um, ein stærsta bygð höfn í heimi, og þó ein af þeim höfnum, sem minst rúm er í, og þessvegna mest áhætta að sigla til, og hvers- vegna? Vegna þess að hafnar- nefndin skipar ekki hafnarfógeta, sem er stöðu sinni vaxinn. Hafnarfógeti sá, sem verður skipaður, verður að sjálfsögðu að hafa greinilega hafnarreglugerð til þess að halda sér að. Nú þeg- ar taka á við höfninni, er hvorki til hafnarfógeti né hafnarrpglu- gerð. Sannást að segja furðu- legt ástand. Skipin leggjast hér og hvar sem þeim þykir bezt henta, án tillits til nokkurs og það fá þau leyfi til. Mótorskútur liggja á víð og dreif, en svo nærri bólvirkjun- um að skipin geta ekki komist upp að þeim. Battariisgarðurinn, sem oftast- nær hefir verið laus, er nú um- girtur af mótorbátum, sem liggja svo nálægt, að það er erfitt fyrir stærri skip að komast að og frá. Duflið, sem afturkaðallinn á að vera fastur við, liggur svo langt frá að bæta þarf við tveim vír- köðlum til þess að ná þangað. Þetta dufl getur þó legið töluvert nær. Þar að auki verður kað- allinn að liggja yfir mótorbáta, sem liggja þar fyrir akkerum, og geta þeir skemst meira eða minna af vírköðlunum, bæði þegar skip liggja bundin við garðinn og þeg- ar verið er að draga þau að og frá. Á sjálfri h'öfninni liggja alls konar skip og snúast eftir veðri og vindi, svo að engin stærri skip geta komist að hafnarvirkjunum. Einn af botnvörpungunum, sem hefir verið seldur til Frakklands liggur á miðri höfninni fyrir 30 föðmum án þess að hafa gufu uppi, þó að nóg sé af festarhringjum til að festa hann við örfiriseyjar- garðinn. Allir höfðu hlakkað til að sjá Gullfoss, eftiriætisgoð allra, fyrsta farþegaskip íslands, verða fyrsta skipið, sem legðist að nýju upp- fyllingunni, en hversvegna gat það ekki orðið? Vegna þess að smáskip lágu fyrir akkerum um alla höfnina alveg upp að upp- fyllingunni, og hversvegna var það f Vegna þess að það vantar hafn- arfógeta með sjómannsþekkingu og hafnarreglugerð. Nú getum vér ekki beðið lengur, það verður að breyta til, ef höfnin á að koma að notum, og peningarnir ekki að fara til einskis, allir sem hafa áhuga fyrir höfninni heimta það. Hvað segir kaupmannastéttin um þetta? Á hún að halda áfram að greiða þessa dýru uppskipun, af því að skipin geta ekki kom- ist að bólvirkjunum, vegna þess að alt er á ringulreið á höfninni. Vér heimtum allir, að leiðin að og frá bólvirkjunum sé óhindruð, vér heimtum mann, sem hefir þekkingu og vald til að ryðja leiðina, annars verða skipin að liggja fyrir utan og gamla upp- skipunarlagið að halda áfram. Hér er nóg af duglegum mönn- um, sem mundu fáanlegir til þess að taka að sér starfann, mönnum með sjómannsþekkingu, sem kunna að fara með skip, og geta haldið reglu á höfninni. Það má ekki dragast lengur að setja skýra reglugerð fyrir höfn- ina og hafnarfógeta með sjómanns- þekkingu. H.f. Eimskipafélag íslands. Emil Nielsen. Skrítla. Eitt sinn, eigi alls fyrir löngu, kotn kvenmaður inn á landsímastöð- ina i Reykjavik og spurði símaþjón- inn: ^Hvað kostar að síma til Kaupmannahafuar ?« — »35 aura fyrir oiðiðt, svaraði hann. — Eftir dálitla umhugsun spurði hún aftur: >Hvað ætli það kosti þá svona í 10 mínúturít (Electron) Um storma Stormar er sá vindur nefndur, sem hefir 20 metra hraða á sek- úndu eða meir?. Það er einkenni á stormum, að vindhraðinn er aldrei jafn, heldur í byljum, fer stundum hraðara en 20 metra á sekúndu og stundum hægar. Flestir stormar eru líka hvirfilstormar (cyklon), það er að segja, þeir blása öfugfvið vísis- gang úrsins umhverfis einhvern mið- depil. Þó er það sjaldan að storm- hraðiun sé hinn sami alt umhverfis þennan miðdepil. Ef vindurirm verður nú 30—35 metrar á sekúndu, þá er það nefnt fárviðri (orkan). Þau hafa altaf hvirfilrás. Eigi er það nefnt firviðri þó að einstaka fellibylur komi. Vindhraðinn verður að vera yfir 30 metrar á sekúndu til jafnaðar. Hér á landi hafa víst sjaldan komið ofviðri enda þótt byljir hafi komið svo hvassir, að vindhraðinn hafi verið yfir 30 metra. Svo sem kunnugt er, er vindur- inn mældur í stigum frá o—12. Logn er táknað með o en ofviðri með 12. Er það sjaldan nema f hinum heitari löndum, að vindurinn nái hámarki sínu. Aður en farið var að gera veður- athuganir ollu stormar oft feikna tjóni vegna vanþekkingar manna. Hafa mörg manns íf glatast þess vegna. Má hér geta um nokkur dæmi þess. I septembermánuði 1591 geisaði stormur yfir eyna Tcrceira og nær 100 spænsk skip strönduðu þar. Sá stormur stóð látlaust í heila viku. 1696 geisaði stormur yfir England og ónýttust þá nær 200 strandferða- skip. Rithöfundurina Dan:el Defoe hefir haldið því fram, að hinn mesti stormur sem sögur fara af, hafi verið í nóvembermánuði 1703. Þá fórust 13 herskip úr flota Beau monts flotaforingja á Goodwins- grunni og 1200 sjómenn druknuðu. í hvirfilvindi sem kom } Indlandi 1780 strÖLduðu mörg ensk skip hjá St. Lucia og milli 40 og 50 frönsk herflutningaskip fórust. Druknuðu þar 4000 franskir hermenn. A landi drap stormurinn og þúsundir manna. 1 hinni opinberu skýrslu sinni segir Rodney flotaforingi, að enginn maður geti gert sér í hugar- lund hve ógurlegur stormurinn var. Tveimur árum síðar varð annað sjóslys vegna storms. Graves flota- foringi var þá á leið yfir Atlanzhaf með mörg kaupför og skip. sem tekin höfðú verið að herfangi. Storm- urinn var svo mikill að skipin neydd- ust til þess að slá undan, en stýrðu á öfugt borð og í gegn um mið- depil þann er stormurinn æddi um. Og i einu vetvangi breyttist vind- áttin úr suðaustri i norðvestur og mörg kaupför og herskip sukku en 3000 sjómenn létu lifið. í annálum frá árinu 1859 er getið um »Royal Carter«-storm- nn. Þá fórust 350 skip meðfram ströndum Englands. Áið iSó^kom ógurlegurhvirfilbylur í Kilkútta. í miðdeplinnm, sem storm- urinnsnérist um sogaðist sjórinu upp um 13 metra, reif skip laus frá festum og fleygði þeim langt upp á land og iun í skóg. Þrem vikum seinna kom annar stormur. Tóku menn þá eftir þvi ,.ð vindhraðinn jókst eftir því sem liærra dró upp i loftið. I októbermánuði árið 1851 höfðu veðurathugunastöðvar í Englandi spáð stormi og varað sjómenn við. En eigi var tekið mark á þvi. Fiski- skipiu frá Eymoeth hé!du öll á haf út en flest þeirra fórusi. Þann dag eru talin 130 skip á skipatjónslista. Lloyds. í marzmánuði árið 1891 skall á stórhríðarbylur hjá Euglandsströndum áu þess að veðurathugunarstöðvarnar hefðu orðið varar við það að hann var í aðsigi. Fórust þó 30 smáskip og mörg stórskip strönduðu á suðvesturströnd Englands. Verstu hvirfilbyljanna hafa menn orðið varir í grend við Vesturheims- eyjar og M.iuritas, í Bengals flóa og Kíuaflóa. Um miðjarðarlíauna ligg- ur 2.0 gráða breitt belti kringum hnöttinn þar sem menn hafa aldrei orðið Varir við hviifilbylji. Þeir eru einnig sjaldgæfir í suð mhluta Atlanz- haís, alt að 25 gr. suðurbretddar og eins í austurhluta Kyrrahafsins. DAGBOK Gangverð erlendrar myntar. Bankar Póathús Doll. U.S.A.&Canada 3,40 3,40 Franki franskur 57,00 0,57 Sænsk króna ... 119,00 1,20 Norsk króna ... 102,50 1,03 Sterlingspund ... 15,40 15,30 Mark ....... ... 45,00 0,447^ Kveikt á ijóskerum hjóla og bif- reiða kl. 5. Messað í dag { dómkirkjuuni kl. 10 síra Jóhann Þorkeisson (altarisganga), kl. 5 síra Bjarni Jónssou. 1 fríkirkj- unni í Rvík kl. 2 síra Ól. Ólafsson. Járnsteinn sem Björn Þorsteinsson fann í Esjiínni, hefir verið rannsakað- ur og reyndist járnið í honum nœr 22°/0. Á fimtndaginn kemur verður útför Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Jarðarför Brynjólfs Einarssonar simaverkstjóra fór fram í gær að við- stöddu fjölmenni. • Nýtt gamanblað kom út í gær og nefnist »Geisli«. Ekki hefir það fundið púðrið ennþá, en það er ef til vill nokkuð ungt til þess. Blaðið kostar 12 aura og er helmingi minna en Kvennablaðið. Helzta fyndnin í því er sú, að það lofar að birta næst nöfn þeirra drengja er hafi selt mest af þessu blaði og næsta blaði á undan!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.