Morgunblaðið - 18.12.1927, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1927, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ái i m ' a ~ Vifairif iT>^~"[lj Til sölu tveir ofnar, stærri og smærri, Laugaveg 52. Sími 1485 [gl' a. Vímuib a@ l£l Postulíns-matarstell, kaffi- súkkulaðistell í stóru úrvali, Lauf- árveg 44, Guðmundsson. Ágæt jólagjöf handa telpum: ANNA FÍA Lítill skrifstofuskápur með hill um og skúffum óskast til kaups A. S. 1 vísar á. Upphlutasilki fæst í Hannyrða versluninni á Skólavörðustíg 14, Jólavindlamir eru eins og vant er í mestu úrvali í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Úr þessu, ættu menn ekki að draga, að koma í Rakarastofuna í Eimskipafjelagshúsinu, og fá sig klipta fyrir jólin. — Sjerstaklega ættu börn og unglingar að koma sem fyrst; síðustu dagana getur biðin orðið óþægileg. Ef þið viljið eignast 9óða og fallega sögu, þá haupið Glataoa soninii eftir H. Caine Sagan er heimsfræg. Útsprungnir laukar fást í Hellu- sundi 6. Sími 230. Vörusalinn, Hverfisgötu 42, (húsið uppi í lóðinni) annast sölu á öllum notuðum munum. r Vor um haust, Herragarðurinn og prestssetrið, æfintýri herskipafor ingjans, fást á afgr. Mbl. og hjá bóksölum. Eg-Gii-vörur eru alþektar fyrir gæði. Skóáburður í túbum, dósum og glösum. Rúskins- og Brocade áburður, Blettavatn. Gólf- og hús gagnaáburður (Bonevax). 1 heild- og smásölu hjá Stefáni Gunnars- svni, Skóverslun, Austurstræti 3 Stopp-vjelin er ómissandi á Jiverju heimili. Kostar aðeins 5 krónur í Hannyrðaversluninni á Skólavörðustíg 14. Konfekt, átsúkkulaði og annað sælgæti í mestu úrvali í Tóbaks- húsinu, Austurstræti 17. Allir rata í Tóbakshúsið, við hliðina á Pósthúsinu. Hörblúndur mikið úrval í Hann- yrðaversluninni, Skólavörðust. 14. Fomsalan, Hverfisgötu 40, hefir síma 1738. fra>- Kaupið „Orð úr viðskifta- máli“. Fæst hjá bóksölum og t, afgreiðslu Morgunblaðsins. Kostar 50 aura. Gullblúndur og leggingar í Hannyrðaversluninni, Skólavörðu- stíg 14. V. Schram, klæðskeri, tekur að sjer hreinsun og pressun á fötum fyrir jólin. Ingólfsstræti 6. Sími 2256. Hljóðfæraviðgerðir. Stemmi orgel og píanó best og ódýrast. V. B. Mýrdal, Njarðargötu 35. Örkin hans Nóa, Klapparstíg 37, þar fást við gerðir á grammófón- saumavjelum Og m. fl. um Á jólunum má enginn vera á ópressuðum fötum. Best að láta hreinsa þau og pressa hjá Schram klæðskera, Ingólfsstræti 6, sími 2256. Sótt og sent heim. Nðg er til af hangikjöti í bænum um þessar mundir. En þeir sem reynt hafa kjötið, sem Sláturfje. Suðurlands reykir, taka það fram yfir alt hangikjöt annað. Fæst í MatarMð Slátnrfjelagsins, Laugaveg 42. Sími 812. Plasmon hafra- mjöl 70% meira næringargildi en í venjulegu haframjöli. Ráö- iagt af læknum. Knðll sama sem gef- ins fil Jóla, en þar ed birgðirnar eru takmarkadar er vissast að koma sem fyrst i oDaKsnusn j Hjálpræðisherinn. Við jóla- potta Hersins standa Skátar vörð í dag, en nemendur Kenn- araskólans á morgun, eftir skólatíma. . —Tízzsz. ~3 ir-.T^aonniaaB Hjúskaparheit. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú )E>órunn Jónsdóttir, Baldursgötu 30 og Jón Alexandersson, Val- entínussonar, vjelstjóri við raf- magnsstöðina við Elliðárnar. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þór ey Eyþórsdóttir og Jón Heið- berg, heildsali; sjera Bjarni Jónsson gaf þau saman. Jarðarför' Sigurðar ólafsson fyrrum sýslumanns fer fram á þriðjudaginn kemur. Fimm togarar selja í Englandi á morgun; Arinbjöm hersir, Apríl, Kári, Njörður og Egill Skallagrímsson. Áheit á Bessastaðakirkju, af- hent Jóni Þorbergssyni, frá Gísla M. Kristjánssyni 3 kr. Sjómannastofan. Guðsþjón- usta í dag kl. 6. Allir velkomn- ir. — „Ræður og kvæði“ heitir lítil Jbók, sem nú er nýkomin út hjer. Er hún eftir J. Krishnamurti, og hefir inni að halda ræður þær og kvæði,. er hann flutti við eldana í Ommen 1927. tJt- gefandinn er frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir. Ritar hún formála fyrir bókinni, og getur þess, að lajlmiklar umræður hafi orðið um Krishnamurti hjer á landi nú upp á síðkastið, síðan hún flutti erindi sitt um hann. Býst hún ekki við, að þeim umræðum sjð lokið. En hún segist ekki vilja taka þátt í deilum um hann, en kjósa heldur að gefa mönnum sýnishorn af boðskap hans og þeim kenningum^ sem hann flytur. Og því hafi hún komið út á íslenska tungu þess- um ræðum hans og kvæðum. — Bókarinnar verður nánar getið hjer í blaðinu mjög bráðlega. Olíuskipinu, sem von var á til Skelfjelagsins hjer, hefir .seinkað. Fór það ekki frá Eng- landi fyr en í fyrrakvöld, og er væntanlegt hingað á þriðjudag- inn. y Gullfoss kom hingað í gær- morgun frá útlöndum. Meðal farþega voru: Haraldur Jóns- son lælcnir, frú Guðmunda Níel- sen, Páll Oddgeirsson kaupm. og ungfrú Sigríður Einarsdóttir. Frá Höfninni. „La France", fisktökuskip, fór hjeðan til Spánar í gær. Maí og Skúli fó- igeti voru væntanlegir frá Eng- landi í nótt sem leið. Vörusýningar hafa allmargir kaupmenn í dag í gluggum verslana sinna. Má búast við að fólk fjölmenni að skoða þær, ekki síður en síðastliðinn sunnu- dag. Trúlofun sína hafa nýlega ppinberað ungfrú Steinunn Jóns dóttir, Njálsgötu 15 og Sigur- jnann Eiríksson, háseti á Skalla- grími. Áfengisútlát. I síðasta Lög- birtingarblaði er auglýsing frá Guðmundi Björnson landlækni til hjeraðslækna um áfengisút- lát. Segir í auglýsingunni, að dómsmálaráðuneytið hafi ósk- að þess, að landlæknir útvegaði @vo fljótt, sem unt væri, eftirrit af eyðslubók hjeraðslækna fyr- ir árið 1926 og síðan eftir ára- mót 1927. Eru því hjeraðslækn- ar beðnir að senda sem fyrst þessi eftirrit, „og komi þar greinilega í ljós, hve mikið þeir hafi selt af áfengi í iðnaðar- ,þarfir, og hve mikið til lækn- inga.“ Málverk, 6 að tölu, eru til sýnis í dag í gluggum bóka- iverslunar Arinbjarnar Svein- bjarnarsonar. Hefir málað þær ungur maður, Helgi M. Sigurðs- son, ættaður úr Ólafsvík. Brjefamerki I. S. 1. Þeir, sem vilja styðja að auknum íþrótt- um og framgangi þeirra, ætti að minnast þess, að þeir geta lagt fram skerf til þess, með því að kaupa hin einkar snotru brjefamerki 1. S. í. og hafa þau á brjef sín og brjefspjöld núna fyrir jólin. 50 ára afmæli á á morgun Hallgrímur Hallgrímsson kaup- maður. Jólavörur KAFFI- THE- VASKA- MATAR- l STELL Fallegar vörur. — Lágt verð. Verslun Jöns B. Helgasonar. (við Klapparstíg, milli Skólavörðust. og Njálsgötu). Efnalaug Reykjavfikicn. Langaveg 32 B. — Simi 1300. — Símnefni: Efnalang areinBar með nýtísku áhöldum og aðferðnm allan óhreinan fatn&5 og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir am lit eftir óskum. lyknr þægindi! Sparjtr fj«! Takið eflirS Hefi fengið með e.s. Island, mikið úrval af Gull-, Silfu •- Plett- og Tin-vörum, einnig alskonar Krystalvörur. Hver (i í bænum meira úrval af gull-armbandsúrum. Saumavj< 1- arnar nýkomnu fást með afborgun. Nýjasta gerð af tr lofunarhringum, seldir eftir vigt. Allar vörurnar seldar með sjerstaklega lágu verði til jói i. Vörurnar keyptar frá Hollandi, Frakklandi, Belgí i, Þýskalandi, Sviss og Danmörku. Virðingarfylst, Sigurþór Jónssón, úrsmiður. •£3 u S. Cu 03 3 *© *a u Jðlaverð. Spil frá 0.65 — Barnaspil 0.09 og 0.45. Hreinskerti ódýr. — Leikföng og jólatrjesskraut. Mikið úrval. — Lágt verð. llerslun Jóns B. Helgasonar. 'íC I ' ð Kærkomnasta og Jólagjöfín besta eru skór frá SKÓBÚÐ REYKJAVÍKUR. Húsmæðraskúlinn á Isafirði byrjar seinna námskeið sitt 1. febrúar næstkomandi. E í stúlkur óska, geta þær fengið 2. mánaða kenslu. Mánaðai - gjald 75 krónur. Umsóknir sendist það allra fyrsta. Gyða Mariasdöttir forstöðukona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.