Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1930, Blaðsíða 5
annars gilti það sem lög þaðan í frá. Alþingi hafði sjerstakan ríkissjóð og má ætla, að hann hafi upphaflega heitið aZlsherjarfje. Um fastar tekjur ríkisins er ókunnugt, en á hinn bóg- inn eru til heimildir fyrir því, að þeg- ar um sjerstök útgjöld var að ræða, var lagður nefskattur á þingbændur. Að lögum var lögð ákveðin fjárhæð til höfuðs hverjum sakamanni. Til höfuðs þeim, er unnið höfðu skemd- arvíg, Voru lagðar 3 merkur silfurs, og var það fje goldið á Alþingi af goðum landsins, er síðan jöfnuðu því niður á þingmenn sína. Allur kostn- aður við alþingishaldið er eðlilegast að hugsa sjer, að upphaflega hafi ver- ið greiddur af allsherjarfje, og þar á meðal kaup lögsögumanns, sem var 200 álnir. AUsherjargoðinn, er helgaði þingið, mun hafa undirbúið þinghaldið, sjeð um, að sæti væru sett upp á þing- staðnum og alt væri þar í lagi, er þingið hófst. Ennfremur gekst hann fyrir og stýrði lögsögumannskosningu. Hefir hann óefað haft sjerstaka þókn- un fyrir starf sitt. Lögsögumaður var annars sá, sem stjórnaði störfum þingsins. Átti hann sitt sjerstaka ákveðna rúm, bæði á lögbergi og í lögrjettu. Lögsögumað- ur var kosinn til þriggja ára í senn. Á lögbergsfundi var gert út um það, hver vera skyldi lögsögumaður, og var út- nefningin síðan staðfest á lögrjettu- fundi, þar sem lögboðið var, að allir skyldu gjalda samkvæði við kosning- unni, eða, með öðrum orðum, staðfesta niðurstöðu lögbergsfundarins. Eftir þrjú ár var lögsögumaður laus, ef hann vildi, en að öðrum kosti hjelt hann embættinu áfram, ef meiri hluti lög- bergs var honum fylgjandi, og fór þá ekki fram nein kosning. En vildi meiri hluti höfðingja ekki hafa hann áfram, eða hann sjálfur vildi vera laus, eða lögsögumaður hafði fallið frá, fór fram lögsögumannskosning. Einnig gat lögbergsfundur með afli atkvæða, vikið* lögsögumanni frá, ef hann vanrækti embættisskyldu sína, var t. d. ekki kom- inn til þings á föstudagsmorgun, er landsmenn gengu til lögbergs, og hafði : ekki lögleg forföll fyrir sig að bera. Lögsögumaður skipaði lögberg, og var það í því fólgið, að þeim mönn- um, er mæla þurftu málum sínum á lögbergsfundi, vísaði hann til sætis á lögbergi rneðan þeir biðu þess, að röð- in kæmi að þeim til þess að segja fram mál sitt. Lögrjettusamþyktir birti hann þing- heimi á lögbergsfundi. Jafnframt hafði hann skyldu til að segja upp hver þau lög, er lögberg óskaði. Entist honum ekki fróðleikur til þess, gat hann kvatt fimm eða fleiri lögfróða menn á fund með sjer til þess að komast að niðurstöðu um, hvað lög væri. Jafn- framt var lögsögumaður skyldur til þess að gefa upplýsingar um það á þinginu, ef þess var óskað, hvað lög- Almannagjá. mál væri, bæði á Alþingi og heima í hjeraði. Nú gat það komið fyrir, að fleiri eða færri höfðingjar hjeldu því fram, að lögsögumaður hefði rangt fyr- ir sjer um eitt eða annað, er hann kvað lög vera. Var slík þræta kölluð lög- málsþræta og var úrskurður um hana að minni ætlan upphaflega feldur að lögbergi með atkvæðagreiðslu um það, hvorir hefðu rjettara fyrir sjer, lög- sögumaður eða hinir, er í móti mæltu. II. NÝMÆLI ÞÓRÐAR GELLIS. Þegar Alþingi hafði starfað um nokk ur ár, kom það í Ijós, að það var erfitt að fá málsúrslit með dómi á þinginu. vegna þess, að dómur var Otsýn yfir Þingvelli af Almannagjárhamri eystri. því aðeins gildur, að hann væri ekki vjefengdur og alJir dómendur gyldi samkvæði við honum. Afleiðingin var því, að óbilgjarnir höfðingjar, sem verja vildu rangan málstað, gátu nefnt þann mann í dóm, sem þeir fyrir- fram höfðu trygt sjer, að dæmdi sjer í vil, en ekki að lögum. En á þessu rjeð Þórður gellir bót með tillögu sinni um að skifta land- inu í fjórðunga, og skipun fjórðungs- dóma. Hefir mikið verið ritað um þenn- an þátt alþingissögunnar, en rann- sóknir mínar hafa leitt til þess, að það muni alt miður rjett, og niðurstaðan orðið ný lausn á þessu vandamáli. Er hún í stuttu máli þessu: Alþingisdóminum var skift í fernt, og níu dómendur skipaðir í hvern fjórðungsdóm, á þeim grundvelli, að enginn höfðingi nefndi mann í dóm til þess að dæma um sök á hendur sjer eða sinna samfjórðungsmanna. Var þessu takmarki náð með þeim hætti, að sett voru á stofn þrjú vorþing í hverjum fjórðungi, með þrem höfð- ingjum hvert. Var síðan, að því er jeg ætla, hvert hinna þriggja vorþinga í hverjum landsfjórðungi látið skipa einn mann í hvern fjórðungsdóm, fyr- ir hina aðra þrjá fjórðunga landsins, en ekki skipa neinn mann í sinn eig- in fjórðungsdóm. En um það var, að mínu áliti, varpað hlutkesti, í hvern hinna þriggja fjórðungsdóma hver einstakur hinna þriggja höfðingja vor- þings skyldi nefna sinn þriðjungsmann, eins og komist er að orði í Grágás. Hvað löggjafinn á hjer við eða meint er með orðinu þriðjungsmaður, er ó- ráðin gáta. Lausnin hjá mjer er, að orðið þriðjungsmenn hafi verið haft til þess að tákna þá íbúa innan hvers vorþings, er heyrðu undir hvert ein- stakt goðorð hvers hinna þriggja goða í hverju vorþingi. Tilgangurinn með ákvæði Grágásar um, að goði skuli nefna sinn þriðjungs- mann í dóm, skoða jeg því að verið hafi sá, að einskorða dómnefnuna úr hverju vorþingi við íbúa vorþingsins, svo að það ætti sjer ekki stað, að goði gæti nefnt þingmann í dóm, er hann 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.