Morgunblaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 3
Sunnudágur 26. apríl 1942. MORGUN BLAÐIÐ 3 Sti órnmálaviðhorfið EinstæO listsýning er formaður mun skýrast í þess- PW W ari viku Lognið á undan storminum? STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ er jafn óljóst enn- þá. Ekkert hefir heyrst frá stjórnarskrárnefnd neðri deildar, eftir að kunnugt var að nefndin hefði klofnað, en síðan er liðinn nærri hálfur mánuður. Engin álit hafa komið frá nefndinni. Þess hefir áður verið getið hjer í blaðinu, að viðræður hafi átt sjer stað milli fulltrúa frá Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum um lausn stjórnarskrármálsins og hið pólitíska við- horf, sem kann að skapast við samþykt þess á Alþingi. Þessum viðræðum er ekki lokið ennþá, en þær munu hafa legið niðri að mestu síðustu dagana. Pin hvað er þá að gerast i stórpólitíkinni? spyrja menn. Sumir stjórnmálamenn hafa ekki viljað trúa því, að kosning- ar eigi að fara fram í vor. Þeir minna á þingsályktunina frá 15. maí í fyrra, þar sem ákveðið var að fresta almennum kosn- ingum, meðan ástand það ríkir, sem þá var og er enn. Út frá þessu sjónarmiði mun Gísli Sveinsson hafa borið fram þings- 'ályktunartillögu sína, „um stað- festingu“ á þingsályktuninni frá 15. maí í fyrra. Þessi tillaga Gísla Sveinssonar kemur til um- ræðu í sameinuðu þingi n. k. þriðjudag. Ekkert hefir heyrst, hvað þingið ætlar að gera við tillöguna, en með afgreiðslu hennar vferður væntanlega tek- inn af allur vafi um kosningarn- ar. Reyndar hafa flokkar, sem skipa meirihluta á Alþingi hvað eftir annað lýst yfir, að kosning- ar verði í vor. Þingmenn virðast og ganga út frá kosningum, því kosningamálin vaða upp í torf- um í þinginu. En þótt svo sje, að kosningar sjeu fyrir löngu ákveðnar í vor, er hitt vafalaust rjett, að Al- þingi verður sjálft að gera þar um ályktun. Þingið frestaði kosn ingum í fyrra og setti þar með fyrirmæli stjórnarskrárinnar til hliðar. Það verður því að telj- ast á valdi þingsins að ákveða, hvenær kosningar fari fram. Þegar Alþingi hefir formlega ákveðið, að kosningar fari fram í vor, verður væntanlega skamt að bíða þess, að hið pólitíska við horf skýrist. Verður þá fljótt skorið úr, hvort samkomulag næst um lausn stjórnarskrár- málsins og meðferð á stjóm landsins, þar til stjórnarskrár- breytingin er endanlega sam- þykt. Önnur stórmál, sem fyrir Al- þingi liggja, eru komin nokkuð áleiðis. Skattamálin og gerðar- dómslögin eru til 3. umræðu í neðri deild. Verða sennilega af- greidd út úr deildinni á morgun. Allsherjarnefnd hefir við 3. um- ræðu flutt margar breytingartil- lögur við gerðardómslögin, sem flestar eða allar ^ru til skýr- ingar, en snerta ekki efnishlið málsins. Fjárlögin sitja sem fast- ast í nefnd, enda mun verá af- ráðið, að fjárlög bíði hausts- þings. Tíllaga am af- nám bílaeinfca- söltmnar T óhann G. Möller flytur svo- ^ hljóðandi þingsályktunartil- lögu í sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gefa nú þegar ifrjálsa verslun á þeim vöruteg- iundum, sem Bifreiðaeinkasalan ^hefir verslað með“. Löng greinargerð fylgir til- lögunni. Er þar m. a. fram tekið, að það sem á sínum tíma aðal- lega hafi verið fært einkasölu á bílum til ágætis hafi verið, að einkasalan myndi „standardi- sera“ bílaverslunina, þ. e. að > tryggja það, að aðeins yrðu t;l fáar viðurkendar tegundir bíla í landinu. En reyslan hafi sýnt alt annað. Þegar einkasalan var sett á stofn voru 74 teg. bíla í landinu, en árið 1941 eru bílategundim- ar orðnar 102, eða fjölgað um 28 teg. eftir að einkasalan tók við. Afleiðingin hefði verið sú, að ekkert hefði verið hirt um að til væru varahlutir í bílana, enda hefðu bílaverkstæðin og innflytjendur varahluta aldrei fengið vitneskju um þær bíla- tegundir, sem inn voru fluttar á hverjum tíma. Af þessu leiddi það, að engir varahlutir væru til í landinu í ýmsar bílategundirn- ar og eru því fjölda margir bíl- ar nú í landinu ónothæfir, vegna þess að ekki er unt að fá í þá Lðgreglan hand- samar oþokka- menai Svlvirðilegt athæfi við tveggja ára barn Lögreglan hefir handsamað þrítugan mann hjer í bæn- um, sem framdi svívirðilegt at- hæfi á tveggja ára gömlu stúlku barni í fyrradag. Foreldrar barnsins höfðu komist að því að ekki var alt með feldu og gátu gefið lýsingu á manni þessum og tókst rannsóknarlögreglunni að finna hann og situr maðurinn nú í varðhaldi í hegningarhús- inu. Það var í fyrradag að maður einn á Skólavörðustígnum, sem á tveggja ára stúlkubarn varð þess var, að barnið var ekki á þeim stað, sem það var vant að leika sjer í húsagarðinum. Fór faðirinn að leita barnsins og gekk að Bjarnarstíg, sem er stíg ur milli Skólavörðustígs og Njálsgötu. Sá hann þá dóttur sína og var hún í fylgd með ó- kunnum manni. Barnið var grát- andi og er það sá föður sinn hljóp það til hans, en maðurinn, sem hafði verið með því tók á rás. Þegar faðir barnsins fór að athuga hvað gengi að barninu sá hann, að undirföt þess voru í ólagi. Grunaði hann að ekki væri alt með feldu og tilkynti rannsóknarlögreglunni atburð- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. varahluti. Maður verður á milli bíla og siasast Slys varð hjer í bænum á föstu dag, með nokkuð einkenni- legum hætti. Bíllinn R 1615 var staddur á Skothúsvegi og hafði einn hjól- barðinn sprungið. Bílstjórinn, Daníel Þorkelsson, Leifsgötu 30, var að bjástra fyrir aftan bílinn, því að hann ætlaði að skifta um hjólbarða. Kemur þá þarna að breskur herbíll og ekur aftan á R 1615 og varð Daníel á milli bílanna. Svo mikið varð „stuð- ið“, sem R 1615 fjekk, að hann ýttist l1/^ metra á götunni. Að einhverju leyti munu bílarnir hafa lent saman, og hlífði það Daníel. En hann meiddist tals- vert, marðist illa á handlegg og fekk fleiri áverka. Jón Stefánsson: Þorgeirsboli. Mentaskólanemendur mótmæla tillögum um brottílutniflg skólans Almennur skólafundur var haldinn í Mentaskólanum í fyrrakvöld. Var þar rætt um tillögur þær, sem fram hafa komið frá rektor skólans og öðrum, að flytja skuli skólann úr höfuðstaðnum. Rektor var á fundinum og gerði grein fyrir afstöðu sinni, en fekk litlar undirtektir. Svohljóðandi tillaga var bor- in fram á fundinum: „Almennur skólafundur hald- inn í Mentaskólanum í Reykja- vík 24. apríl 1942, beinir þeim tilmælum til Alþingis, að það vísi á bug öllum tilraunum, sem fram hafa komið og fram kunna að koma um brottflutning Mentaskólans úr höfuðstaðnum. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi að sjá um, að hafist verði handa nú þegar um bygg- ingu nýs mentaskólahúss hjer í bænum, 0 g telur fundurjnn æskilegt, að sú bygging verði reist á lóð skólans við Lækjar- götu.“ Rektor óskaði að atkvæða- greiðsla um tillögu þessa færi fram með nafnakalli. En svo varð ekki. Fór fram leynileg at- kvæðagreiðsla í skólanum eftir fundinn og var tillagan sam- þykt með 141 atkvæði gegn 26. Fjórtán seðlar voru auðir. Nemendur senda Alþingi þessa tillögu sína, og fylgir henni ítarleg greinargerð. Veisla í Ankara ANKARA laugardag: Saydam, forsætisráðherra Tyrklands og Sarajuoglo utanríkismála- ráðherra buðu öllum forustu- mönnum í sendinefnd banda- mannaþjóða til hádegisverðar í dag. (Reuter). p ormaður Mentamálaráðs, *■ Jónas Jónsson hefir um nokkurt skeið, sem kunnugt er, átt í deilum við velflesta lista- menn landsins út af ráðsmensku hans í Mentamálaráði, einkum viðvíkjandi myndli&t og mynd- listamönnum. Verður það mál ekki rakið hjer að þessu sinni. Síðasta uppátæki háns í þeirri viðleitni, að niðra íslensk- um listamönnum alm., én eink- um þeim, er síst vilja hlíta yf- irráðum hans í menningarmál- um, er að hann hefir efnt til sýningar á 6 málverkum í búð- arglugga í Aðalstræti, þar sem Klæðaverksmiðjan Gefjun hef- ir sölubúð. í málgagni sínu, Tímanum, hefir hann sagt frá þessari sýn- ingu, er hann segir til þess gerða, að ófrægja þá fimm lista- menn, sem myndir þessar hafa gert. Mun það vera einsdæmi hjer á landi, að efnt sje til listsýn- ingar í hreinum ófrægingartil- gangi, enda verður slíkur hugs- unarháttur, sem þeim athöfnum stjórnar, ekki dæmdur nema á einn veg. En eins og menn sjá, er virða fyrir sjer myndir þessar, verður aðstaða formanns Mentamála- ráðs harla hláleg, þegar það kemur í ljós, að hann ber svo lítið skynbragð á myndlist, að hann hefir valið í þessa sýningu sína myndir, sem enginn höf- undanna þarf að bera kinnroða fyrir. Þvert á móti. Því þær eru allar ótvíræð listaverk. Meðal þessara mynda er t. d. Þorgeirsbolamynd Jóns Stefáns- sonar, sem er áreiðanlega hin mikilúðlegasta og merkasta mynd, sem gerð hefir verjð úr efni íslenskra þjóðsagna. Þarna er andlitsmynd eftir Gunnlaug Scheving af Hirti Snorrasyni skólastjóra, sem getur staðist samanburð við flest þau mál- verk, er gerð hafa verið af ís- lenskum merkismönnum, tvær myndir eftir Þorvald Skúlason, nokkra ára gamlar, önnur þeirra lítil stofumynd, einkar vel til þess fallin, að sýna hvern- ig hægt er að gera vel sam- ræmt listaverk úr einföldustu FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.