Morgunblaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 7
Eímitudagur 26. apríl 1942. MORGUNBEAÐIÐ Svlvirðilegt athæfi PEAJVtH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. inn. Gat hann gefið svo góða lýsingu á manninum, að lögregl- unni tókst að hafa upp á honum von bráðar. Reyndist þetta vera þrítugur verkamaður, sem býr á Njáls- götu. Hann er ekki kvæntur, en býr með konu. Lögreglan óskar ekki að geta um nafn mannsins að svo stöddu. Maðurinn meðgekk fyrir lög- reglunni, að hann hefði farið með barnið inn á verkstæði á Njálsgötunni, sem hann hefir aðgang að. Þar hafi hann tekið niður um barnið og fiktað við kynfæri þess. Hann neitar því að hafa gert tilraun til samfara við barnið. Maðurin segir svo frá, að er hann var að fara til vinnu sinn- ar um klukkan 10 í fyrradag hafi hann hitt þess litlu telpu á Skólayörðustígnum. Hann gaf sig á tal við hana. Gekk hann áíðan frá henni, en snjeri aftur og fjekk barnið til að fara með sjer á fyrnefnt verkstæði, þar sem hann fletti barnið klæðum og framdi hinn ógeðslega verkn- að sinn. REYKJJAYÍKURBRJEF FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. Sumarfrí og vinna. fyrrasumar notaði allmargt kaupstaðafólk hið venjulega sumarfrí sitt, á þann hátt að ráða sig 1 il sveitavinnu. Bftir þeim upplýsingum, sem jeg hefi fengið hjá Itáðningarstofu Búnaðarfje- lagsins, gafst þetta yfirleitt vel, og ; hetuk'; en búist var við að 6- reyndu. I’etta fólk, sem er óvant syeitastörfum, getur aðallega hjálpað til við heyvinnu, og því ekki komið til greina til hjálpar þeim heimilum í sveit, sem verst •eru stödd, vantar t. d. fólk við mjaltir, og. önnur vandasamari. sveitastörf. , f sumar œtti kaupstaðáfólk að gera sjer það að skyldu, allir sem eitthvað geta unnið, að sitja ekki auðum höndum nokkurn dag, heldur finna sjer stað, , þar sem það. gotur gert gagn við fram- leiðslustörfii). Slílc tilbreyting er holl. Og fiúið frá innisetum getur komið að alveg eins miklu eða hetra gagni, með því að vinna úti, eins og með því að slæpast í sum- arbústöðum eða ferðast erindis- leysur um landið. Þetta ætti ungi fólkið í kaup- stöðunum að taka til athugunav sem allra fyrst. Gjafir til Barnavinafjelagsins: Frá „LHM“ kr. 1000.00, frá Bínu og Dúllu kr. 500.00, frá Norska flughernum kr. 225.00. — Kærar þakkir. fsak Jónsson. Áheit og gjafir til ekkjunnar með börnin. Áheit frá konu kr. 10. Ókuánur gefandi 25,00. Áheit. frá ónefndfi 10,00. Frú B. kr. 5. Ó- nefndur (áheit) 2,00. Álieit frá XXY 50,00. Áheit frá V. Þ. 10,00. Áheit frá G. S. 5,00. Áheit frá konu í Hafnarfirði 25,00. Áheit frá G. S. 10,00. Áheit frá G. S. 10,00. Frá G. K. X. 17,00. A. G. 32,00. IG’amalt áheit frá S. M. 10,00. K. A. 10,00. S. Þ., Sandgerði, 10,00. T. 25,00. Ónefndur 10,00. Kærar þakkir. Garðar Svavarsson. aoaaaotataat Dagbók □ Edda 59424287 — Fyrl. lokaf. I. O. O. F. 3 = 1234278 3 8V, 0 Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Kánargötu 12. — Sími 2234. Aðra nótt Gnnnar Cortes, Seljavegi 11. Sími 5995. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast í nótt Að- alstöðin, sími 1383. Aðra nótt Bif- röst, sími 1508 og Bæjárbílastöð- in, sími 1395. Friðrik Hallgrímsson dómpró- fastur er fluttur í prestshúsið, Garðastræti 42. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað í dag kl. 2, sr. Árni Sigurðsson (ferming). Laufey Jónsdóttir, Nýjabæ í Garði verður fimtug 27. þ. m. Fimtugsafmæli á á morgun (mánudag) Ásmundur Jónsson, verslunarmaður í Borgarnesi. Hjúskapur. 24. þ. m. giftu sig ungfrú Steinunn Hermannsdóttir og Sturla Pjeturssoli verslm., og í gær frú Kristín Grímsdóttir guðfr. ísaf. -Jónssonar og Áki Pjetursson stud. jur. Hjúskapur. í fyrradag voru gef- in saman í hjónaband af sr. Jakob Jónssyni, ungfrú Guðrún Aradótt- ir, Yífilsgötu 23 og Svavar Stein- dórsson frá Sauðárkróki. Hjúskapur. Á sumardaginn fyrsta voru gefin saman í hjóna- band úngfrii Sólveig J. Magnús- dóttir, ’ Þorrag. 8 og Guðm. Ey: jólfsson húfræðingur. — Ileimilí migu hjðnanná verður að Húsa- tóftum á Skeiðum. Trúlofun. Nýléga hafa oþinber- að trúlofnn sína Lauféy Gitðjóns-; dóttir frá Fremstuhúsunl í .Dýrn- firði og Magnús Krist jánsson, starfsmaður lijá . Kaupfjelagi Hallg-eirseyjar. Trúlofun. Síðasta vetrardag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Jónína Kristín Jónsdóttir, Lauga- veg 161 og Ágúst Arnór Krist- jánsson/Freyjugötu 25. Hjónaefni. Nýlega hafa11 oþih- berað trúlofun tína í Háfnarfirðb Aðalbjörg Ingólfsdóttir, Selvogs- götu 6 og Ragnar Björnsson, Jó- hannessonar skólastjóra í Vopna- firði. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Jóhanna Árnadóttir, Húsavík og Gísíi Magnússon múr- arameistari frá Aknreyri. Hjónaefni.- Nýlega hafa opin- herað trúlofun sína ungfrú Hulda Böðvarsdóttir, Fischéfssundi 3 og Siggeir BI. Guðmundsson, Bók- hlöðustíg 6 A. Frá Rauða Krossi íslands. Aðal- stjórn Rauða Kross íslands hjeit fund þ. 18. þ. m, Á fundinum var kosin stjórn og framkvæmdanefnd fyrir Rauða Kross íslands. Fyrv. formaður Gunnlaugur Einarsson læknir hafði eindregið heðist und- an endurkosningu sem formaður. Formaður var kosinn Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir og varaform. Jóhann Sæmundsson tryggingaryfirlæknir. — í fram- kvæmdanefnd voru auk þess kosn- ir Þorsteinn Sclíeving Thorsteins- son, Magnús Kjaran, Björn E. Árnason, Haraldur Árnason og Sigurður Thorlaeius (til vara). — Á fundinum var ákveðið að senda fyrverandi formanni Gunnlangi Einarssvni þakkarávarp fyrir frá- bæran dugnað og áhuga í starfi’ sínn, sem formaður R. K. í. á ár- unum 1938—1942. Til gömlu konunnar í Hnausum. Sumargjöf frá frænda í Reykja- vík 50 kr. Áheit 20 kr. Þ. J. 50 ltr. ísfirðingur 100 kr. Til Strandarkirkju: G. G. 100 kr. P. P. 10 kr. H. A. 10 kr. Valur 5 kr. Á. Á. 15 kr. F. E. 15 kr. E. G. 15 kr. G. M. 10 kr. M. G. 15 kr, Hrólfur 20 kr. S. í. 10 kr. S. S. 10 kr. Ónefndur 7 kr. B. B. 8 kr. Ónefndur 10 kr. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar (plötur): Symfónía nr. 6 eftir Beethoven. .14.00 Messa í Fríkirkjunni' (sjera Árni Sigurðsson). 15.30—16.30 Miðdegistónleikar 18.30 Barnatími (Ragnar Jóhann- esson). 19.25 Hljómplötur; Fantasía í C- dúr eftir Schubert. 20.00 Einleikur á píanó (ungfrú Guðríður Guðmnndsdóttir); Smálög eftir Gade o. fl. 20.35 TJpplestur úr „Lögbergh': Endnrminningar frá Möðruvöll- um eftir „Kristínu í Water- town“ (dr. Guðmundnr Finn- hogasón). 21.00 Hljómplötur: fslenskir karla kórar. 21.15 Forleikurinn að „Merði Val- garðssyni“ eftir Jóhann Sigur- jóusson (talplata). Haraldur Björnsson og Bjarni Bjarnason). 21.30 Illjómplötnr: ,Dauðraeyjan‘, tónverk eftir Rachmaninoff. Vestur-íslending- ur banar 6 úifum Nílega var eftirfarandi saga um vestur-íslenskan v.eiði- mann sögð í ,,Heimskringlu“, en frásognin hafði birst í blað- inu Free Press í Winnipeg: „Víglundur Guðmundsson frá Mikley, sem um nokkur ár hef- jr verið búsettur við Hole Riv- er, austan Winnipeg-vatns, og stundað dýraveiðar, mætti í vet- ur 15 timburúlfum í einum hóp á stöðuvatni skamt frá kofa sín- um. Hann skaut 9 af þeim, en þá loks lögðu 6 á flótta. Stuttu áður hafði annar veiði- maður, Gus Gilbertsson, sem bjó í nágréiiini við Víglund, orðið úlfahóspins var, en varð að láta undan síga því að hann var vopn laus. Úlfáhóþur þessi háfði undan- farið verið á stöðugu flakki þar um slóðir, ög alt áf örðið grimm- ari og nærgöngulli. Timburúlfar eru hugaðir og hlífa engu þegar þeir fara marg- ir saman. Voru þeir orðnir hinir mestu vágestir bæði fyrir menn og dýr. Viglúhdur ,er stiltur mað ur og yfirlætislauá, kárlmenni að burðum, fullhugi hinh mesti og skyttá ágæt. Hefir hann með þessu urinið hið mesta þarfa og hreystiverk, sem er þess vert að í frásögur sje fært“. B. S. í. Símar 1540, þrjár linar, Góðír bflar. Fljót afgreiMa. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. Móðir okkar, ÓLÍNA BJARNADÓTTIR frá Hallbjarnareyri, andaðist 24. þ. m. Böm hennar. Cand. theol. DAGBJARTUR JÓNSSON kennari andaðist 25. þ. mán. Vandamenn. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu frú GUÐRÚNAR CLAUSEN hefst með húskveðju á heimili hennar, Seljavegi 23 kl. 1 e. h. mánudaginn 27. þ. m. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Böra, tengdabörn og bamabörn. Jarðarför konunnar minnar og móður JÓRUNNAR ELLU ÓLAFSDÓTTUR fer fram þriðjudaginn 28. apríl frá dómkirkjunni og hefst með húskveðju að heimili okkar, Baldursgötu 30, kl. 1 e. h. Gestur Pálsson og dóttir. Kveðjuathöfn mannsins míns, AXELS KRISTJÁNSSONAR, kaupmanns frá Akureyri, fer fram frá dómkirkjunni næst- komandi mánudag kl. 9 árdegis. Athöfninni verður útvarpað. Hólmfríður Jónsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar ELINBORGAR BJÖRNSDÓTTUR frá Kýrholti. Kærleikur Guðs beri ykkur öll á örmum sjer. BeSsi Gíslason og börn. . Hugheilar hjartans þakkir til allra nær og f jær fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför okkár ástkæra sonar og dóttursonar GUÐMUNDAR BJÖRGVINS GUNNARSSONAR. Fyrir mína hönd og fjarv. eiginmanns Ingibjörg Hjartardóttir. Björg Guðmundsdóttir. Innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra nær og fjær. J sem heiðruðu útför mannsins míns Þ. MAGNÚSAR ÞORLÁKSSON AR .-i á Blikastöðum, með krönsum, blómum, samúðarskeytum og með nærveru sinni. Sjerstaklega vil jeg af alhug þakka: Búnaðar- fjelagi íslands, Mjólkurfjelagi Reykjavíkur og Búnaðarsam- bandi Kjalarnesþings, sem heiðruðu minningu hans með því að gefa sinn silfurskjöldinn hvert á kistu hans. ' , " Kristín Jósafatsdóttir, sM Þökkum hjartaníega auðsýnda hluttekningu Við fráfall Og jarðarför VIGFÚSAR JÓNSSONAR Vandamenn. jbl ié Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar GUÐMUNDAR KRISTINS. Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Eyjólfur Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.