Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 4
4 M O R G U NBLAÐ IÐ Sunnudag'ur 30. janúar 1944 Enginn norskur ungling- ur iklæðisí þýskum hermannabúningi En Quislingum er alvara með herúfboðið Frá norska blaðafulltrúanum FRÁ London er símað, að komið sje til London eitt af leyniblöðum Norðmanna, þar sem sagt er frá hinu fyrirhug- aða útboði Quslinga í þýska herinn. Segir í blaðinu, að yfirlýsing Riisnes sje dagsett 17. janúar og sje hún talin vottur 'um hvað brjáluðum manni geti dottið í hug, og hve langt Þjóð- vehjar geti teygt norska svik- ara í svaðið. Hinn svonefndi dómsmála- ráðherra segir m. a. að hann hafi alt frá því ársbyrjun 1942 litið svo á, að bjóða ætti Norð- mönnum út til herþjónustu á austurvígstöðvarnar. í sambandi við tillögu sína segir hann, að gera þurfi margs konar varúðarráðstafanir til þess að fyrirætlanir þessar komist í framkvæmd, m. a. þær að hafa sem öílugastan landa- mæravörð, til þess að koma í veg fyrir, að menn geti flúið til Svíþjóðar, og strangt eftir- lit með því, að menn komist ekki úr landi sjóleiðis. Svikarinn Riisnes segir, að ekki sje hægt að taka minna i einu en fimm aldursflokka, menn frá 1Ö-—22 • ára. Munu „norsku” yfirvöldin (þ. e. Quislingar) fá aðstoð þýska hersins til þess að koma út- boðinu í framkvæmd. Skuli útboðið auglýst með 24 klukku stunda fyrirvara í bæjum, en 2—5 daga í sveitum. Þá sem neita að gefá sig fram, á þýsk herlögregla að taka höndum. Á útboðsstöðv- unum á að taka kommúnista frá og setja þá í fangabúðir í Noregi, en flytja alla hina sem skjótast til æfingastöðva í Þýskalandi. Þeir mega ekki fá vopn, fyr en þangað er komið. Norska blaðið, er flytur fregn þessa, segir: Fyrirætlan þessi mun mæta allri hugsan- legri mótspyrnu. Þjóðverjar mega ekki álíta, að enda þótt kyrt hafi verið á heimavíg- stöðvum Noregs, geti þeir, með aðstoð landráðamanna gert alt sem þeim sýnist, með norsku þjóðina. Þeir geta verið vissir um, að enginn norskur ungur maður lætur taka sig lifandi í her- þjónustu með þjóð, sem Norð- menn eiga í stríði við. Heimsóknin til Hitlers. Enn eru engar fregnir komn ar af því, hvaða erindi Quisl- ing hefir átt til Hitlers. En af ýmsu er hægt að leiða að því grun. Alment er álitið, að úr því Quisling var kallaður á tfund Hitlers, . ásamt me,ð lög- regluráðherrá, aúglýsingaráð- herra og atvinnumálaráðherra, gefi það til kynna, að eitthvað mikið sje á seiðþog sennilega miði þær fyrirætlanir að því, að gera Noreg að öflugra vígi í ,,Evrópuvirkinu”. Þann 1. febrúar er afmæli Quislings í forsætisráðherra- stöðu Hitlers í Noregi. Geta menn sjer þess til, að þá muni eitthvað eiga áð, ske. Má vera, að þá eigi að auka á ákvarðanir Þjóðverja, er þeir gerðu í ágúst og október síð- astl., gera herlögin strangari, með því að vígbúa enn þá meira norskt S. S.-lið og stofna nýja dómstóla, er dæmt geta Norðmenn þá, er hlýða ekki fyrirskipunum Þjóðverja og Quislinga. Enn má það vera erindið til Hitlers að undirbúa að Þjóð- verjum notist betur vinnuafl Norðmanna, því útboð til skylduvinnunnar hefir gengið mjög treglega fyrir andstöðu norskra föðurlandsvina. — En þörf Þjóðverja íyrir vinnuafl- ið eykst. Þá er talið mögulegt, að Hitl er sje nú kominn í það manna- hrak, að hann ætli sjer að láta norska hermenn „verja Nor- eg gegn bolsjevikkum og bandamönnum þeirra“. Áður en Quisling var kall- aður á fund Hitlers, urðu menn þess varir í Noregi, að hann myndi hafa einhverjar fyrirætlanir á prjónunum. — Hann Ijet t. d. svo um mælt í nýárskveðju til Hitlers, hús- bónda síns, að Noregur væri reiðubúinn til þess að leggja alt í sölurnar í baráttu Ev- rópu gegn sameiginlegum óvini. -Og Jonas Lie sagði í blaða- viðtali um áramótin, að á þessu ári myndu Norðmenn fá ný lögreglulög, en eftir þeim yrði komið skipun á hina norsku lögreglu, í samræmi við kröfur hins nýja tíma. En lögreglustjóri Þjóðverja í Oslo sagði nýlega, að hinar miklu sprengingar í Oslo 19. des. hefðu efalaust verið verk norskra skemdarvarga. Gæti þetta bent til þess, að Þjóð- verjar hugsi til nýrra hermd- arverka, sem þeir þá teldu gerð í hefndarskyni. 24 árásir á 26 dögum. London í gærkveldi. — Sá staður, sem nú er mest barist um í lofti á Kyrrahafssvæðinu, er Rabaul, hin mikla bækistöð Japana á Nýju-Guineu. Hafa verið gerðar á hana 24 árásir á 26 dögum. í árásum síðustú tveggjá da'ga voru skotndr nið- ur 22 japanskar orustuflugvjel ar. Tjóns bandamanna er eklýi getið. — Reuter. Glímufjelagið Ármann 55 ára GLÍMUFJELAGIÐ ARMANN átti 55 ára afmæli 15. des. s.l. Var það stofnað 15. des. 1888. Fyrstu áratugina var það ein- göngu glíma, sem fjelagið stundaði, en nú stunda fjelags- menn allar íþróttagreinar, sem hjer eru iðkaðar, nema knatt- spyrnu. Flokkar Ármanns hafa sýnt íþrótta sína á 132 stöðum í 7 löndum, þar af 44 stöðum hjer á landi. Meðlimir íjelagsins eru nú 13—1400 og tekur nær belm- ingur þeirra virkan þátt í íþróttaæfingum. Munu þar æfa fleiri menn og konur en hjá nokkru öðru íþróttafjelagi hjerlendis. I vetur er æft í 16 mismunandi flokkum. Fjöl- mennastir þeirra eru 2. fl. karla og 2. fl. kvenna, en í hverjum þeirra um sig æfa um 100 fjelagar. •— Hjá fjelaginu eru nú 8 íþróttakennarar eða þjálfarar. I gærmorgun kvaddi for- maður Ármanns, Jens Guð- björnsson, blaðamenn á fund sinn og skýrði þeim frá tilhög- un hátíðahaldanna, sem nú fara fram í tilefni afmælisins. Hátíðahöldin og afmælissýn- ingarnar standa yfir í 9 daga og hófust í raun og veru í gær með því, að reisugildi var þá haldið í JósepsdaL í nýjum og myndarlegum skála, sem Ár- menningar hafa reist þar. ■—- I dag fer svo fram þar innanfjer- lagskepni í svigi. Á mánudaginn fér fram sýn- ing fyrir boðsgesti — nokkurs- konar opnunarhátíð — í íþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar. Þþtt í þeirri sýningu taka allir flokk ar fjelagsins, ganga fylktu liði inn í salinn, en síðan sýna 1. fl. karla og 1. fl. kvenna fim- leika. Þriðjudaginn 1. febr. íer svo Framhald á bls. 5 ;;' <*> RIEGEL- VIMMIJVETLIIMGAR fyrirliggjandi. Lækkað verð. Ólafur Gíslason & Co. h.f. <e> <§> & 4» I Sími 1370. | ♦ Best að auglýsa í Morgunblaðinu Hvaða erlent mál get jeg tileinkað mjer á skemstum tima? Auðvitað Esperanto. Rrynið sjálf. Takið þát-t í J> Brjefanámskeiði í Esperanto. Þátttökugjald aðeins 28 krónur. Umsóknir-sendist Ólafi S. Magniássyni, Bergstaða- stræti 30B. Rvík. Áskriftalistar í Bókabnð KRON, Bókabúð Lárusar Blöndal og Bókaverslujj Isafoldarprentsmiðju. s&u Laugaveg 159 framkvæmir allskonar: V.JELAVIÐGERÐIR RAFMACNSSrm; og \ RENNISMÍÐT. Einnig MÁL.MSTKYPU. Áhersla lögð á vandaða vinnu. <S>^xSx$x$xSxSx$>«><S^x$^>^>^>«x$><$x$>^xSx$x$x$x$x$^x$xíxíxíx$^x$xíx$x^xJX^.<íxM><$><í4><$x»<»<S>^<íx$x$x$x$x$x^><íxJ><»<$x^><S:<S> <§> * # BIFREIÐAHLUTIR Ilousingar — Drifhús — Drif —Afjuröxlar — Afturfjarðir og Demparar — Hjöruliðir og allt til þeirra — Gearkassar og allt í þá — Koplingsplön — Koplingsdiskar — og fleira í koplingu — Cylinderhead — Headpakn- ingar — Vatnspumpttr og allt til ]>eirra — Vatnslásar —Kantgearshjól og keðjur — Knastásar — Iiafkveikjur — Rafkerti — Startaraanker — og burstar —- Olíuhreinsarar —og rör —: ennfremur allar mótorpakningar —- Bremsupumpur — (Höfuðpumpur og Hjólpumpur) ennfremur allt til þeirra — Bremsuborðar í settum i— Fram- og afturhjóla lagerar og slífar — Spindlar — Spindilboltar í settum og lausir — Fratn- og afturbretti -«*- Vatnskassahlífar — Hodd —Lugtir — Lugtargler — Perur, m. gerðir Bensínmselar — Hitamælar Olíumælar — Rafmagnsmælar — Lyldamót — Miðstöðvar með og án rúðnblásara — ITraðamælissnúrur óg harkar —enn- íremur Flued Drive-vökvi Allar ofantaldar vörur eru frá Chrysler-verksmiðjununt, og þarf þ\í alls ckki-að efast utn gæði þeirra. Afgreiðum gegn eftirkröfu lun a 111 landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.