Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 12
12 Þrír skalisijórar skipaðir FJÁRMÁLARÁÐHERRA hef ir skipað eftirtalda menn skattstjóra til sex ára frá 1. febr. þ. á. að telja: Á Akureyri: Dr. Kristinn Guðmundsson mentaskólakenn ara, Akureyri. Á ísafirði: Matthías Ásgeirs- son útgerðarmann, Isafirði. í Hafnarfirði: Þorvald Árna- son bæjargjaldkera, Hafnar- firði. Umsækjendur um stöðurnar voru^ auk þeirra, sem þegar eru greindir: Um Akureyri: Bergur Sig- urbjörnsson, Reykjavík, Frið- þjófur G. Johnson, Vestmanna eyjum, Þorlákur Jónsson, Ak- ureyri, Hinrik Jónsson, Vest- mannaeyjum, Guðm. Guðlaugs són, Akurtyri, Björn Halldórs- sön, Akureyri, Kjartan Ragn- ars, Reykjavík, Jón Sveinssoh, Akureyri, Páll Einarsson, Ak- ureyri, Arnór Sigurjónsson, Þverá, S.-Þing. Um Isafjörð: Ingvar Jónsson. ísafirði, Sveinn Þóroarson, ísa- jfirði, Friðþjófui’ G. Johnsen, Vestmannaeyjum, Hinrik Jóns son, Vestmannaeyjum, Stefán Sigurðsson, frá Vigur, Jón Grímsson, Isafirði, Guðm. G. Kristjánsson, ísafirði, Jón A. Jóhannsson, Isafirði, IngólfuB Árnason, Isafirði, Árni Helga- son, Stykkishólmi. Um Hafnarfjörð: Eggert Baehmann, Rvík, Þórhallur Pálsson, Rvík, Jóhann Þor- steinsson, Hafnarfirði, Stein- dór Gunnlaugsson, Rvík, Þor- ieifur Jónsson, Hafnarfirði, Jpn Arinbjörnsson, Rvík, Sig- urður M. Helgason, Bolunga- vík, Páll Magnússon, Rvík, Sigurður Guðjónsson, Rvík, Hinrik Jónsson, Vestmanna- evjum, Friðþjófur G. Johnsen, Vestmannaeyj um. Skattstjórastaðan í Vest- mannaeyjum hefir enn ekki verið veitt. - Loftsóknin Framh. fif bls. 1. öflugar. Áhafnir Halifax- og Lancaster-spreng j uf lug- vjela, sem fóru til árásar á Berlín, urðu að berjast við næturflugmenn Þjóðverja. Ein Halifaxflugvjelasveitin mætti 60 þýskum orustu- flugvjelum yfir Hollands- ströndum og skaut niður 11 þeirra. Um 100 þýskar or- ustuflugvjelar vörðu Ber- iín. Úr þessari árás komu 47 breskar flugvjelar ekki aft- ur. Bretar skiftu um aðferð enn einu sinni í þessari árás. Fyrst voru sendar Mosqui- to-flugvjelar til Berlín, og geerðu þær smá-ájás. til að láta Þjóðverja halda, að ekki myndi verða rneira úr árás það kvöldið. En rjett á eftir komu stóru sprengjuflug vjelamar. Árásin á Frankfurt Það voru um 800 amer- ískar flugvjelar, sem fóru til árása á Frankfurt am Main í gærdag, auk fjölda orustuflugvjela, er vörðu .'.pre'ngjuflugvjelarnar.. Churchil! á Malta Sailia mifl Þegar Churchill fór á Cairo-ráðstefnuna kom hann við á Malta. Myndin sýnir Churchill ásamt Cort lávarði. Annar maður til hægri bak við Cort lávarð, er kapteinn Randolf Churchill, sonur forsætisráðherrans. Enn er það, að engin mjólk barst að austan. Ekki barst mjóikursamsölunni önnur mjólk en frá nágrenni bæjar- ins og Akranesi. Það var björg unarskútan Sæbjörg, er sótti mjólkina -þangað. Mjólkurbíll- inn, er flytur mjólk frá bænd- um í Kjós, teptist í Tíðar- skarði, en send var bifreið hjeðan úr bænum seinni part- inn í gær til móts við Kjósar- bílinn, og var von á henni um miðnætti í nótt. í Borgarfirði gerði í fyrri- nótt svo mikla ófærð, að ekki tókst að koma mjólkinni þar á ákvörðunarstað. 1116 sjúklingar hafa sótt læknavarðstöð- ina á 9 mánuðum ASalfundur Fjelags íslenskra myndlisl- Sunnudagur 30. janúar 1944 Siærsia orustuskipi heims hleypt ai síokkunum STÆRSTA ORUSTUSKIPI heimsins, sem heitir Missouri og er 45.000 smálestir að stærð, var hleypt af stokkun- um í dag. Kjölur skipsins var lagður fyrir 3 árum og síðan hafa 10.000 manns unnið að smíði þess. Var skipinu hleypt af stokkunum 9 mánuðum á undan áætlun. Skipið kostar fullbúið 25 miljón sterlingspund (700 milj. ísl. kr.). Það er búið 16 þuml- unga fallbyssum og hefir fjór- ar flugvjelar. Þegar skipinu var hleypt a£ stokkunum ’ hjelt Truman senator ræðu og skýrði frá því, að s.L ár hefðu hinar sam- einuðu þjóðir lokið við smíði 3200 smáL flotaskipa og sje það meiri floti heldur en Bandaríkjin áttu fyrir einu ári síðan. U.M ÁRA.MÓTIX siðustu hafði læknastöð Reykjavík- tirbæjar í Austurbæjarskólanum starfáð í 9 mánuði. Trún- aðarlæknir bæjarins, Árni Pjetursson, hefir gefið borgar- stjóra skýrslu um starfsemi læknastöðvarinnar á þessu tíma bili og var skýrslan Iögð fyrir funcl bæjarráðs í gærdag. 1 skýrslunni segir, að á þessum 9 mánuðum hafi alls 1116 sjúklingar komið á stofuna, eða að jafnaði 4 á hverri nottu. Aðsókn hefir verið svipuð alla rnánuðina, eða frá 100 uppí 156 á mánuöi hverjum. flestir í júní, en íæstir í nóvember. Langflestir koma vegna meiðsla. Sjúklingar þeir, sem stöðina sóttu, voru langflestir meiddir, segir Árni læknir í skýrslu sinni. Vegna sára komu alls 553 og voru 243 þeirra sárir á höfði, 221 á örmum, höndum og fingrum og 69 á ganglimúm. Vegna bólgu komu 146 og 137 vegna mars, og eru þarmeð talin glóðaraugu og „kíkjar“. Vegna aðskotahluta komu 95 og 41 vegna tognunar, en 41 vegna tannpinu, og voru flest- ar tennur dregnar á stöðinni. Vegna bruna komu 38 og vegna blæðinga (aðallega vegna tann töku) 33. Til blóðtöku, til rannsóknar vegna ölvunar, færðir á stöð- ína af lögreglunni, komu 42. Vegna beinbrots komu 13 og vegna ofbirtu, við logsuðu, 7. Margir með fleiri , en einn áverka. „Margir hinna slösuðu voru með íleiri en einn áverka“, segir ennfremur í skýrslunni, t. d. bæði skornir og marðir. 9 voru meðvitundarlausir við komu sína, eða því sem næst, annaðhvort af meiðslum eða vegna ölvunar. Svo að segja alt þetta fólk íjekk gert að sárum sínum og rneiðslum, nokkrir þó aðeins tii bráðabirgða, og síðan send- ii í sjúkrahús. Annaðist næt- uflæknir flest það. sem meiri háttar var, en hjúkrunarkona margt af minna tagi í fjarveru læknis. Varðstöðin hefir annast all- ar móttökur á beiðnum um næturlæknisvitjanir til bæjar- búa á þessu tímabili. Betri vinnuskilyrði lækna. í skýrslunni segir, að nætur- læknar ljúki upp einum munni um það, að stofan hafi skapað þeim betri vinnuskilyrði en þeir höfðu áður en hún tók til starfa. ,,Ef litið er á skýrslu mína hjer að framan“, segir Árni Pjetursson, „þarf engum blöð- um um bað að fletta, að varð- stöð þessi Ijettir miklu ónæði og erfiði af sjúkrahúsum bæj- arins og heimilum lækna. Virð ist mjer starfið hafa gengið vel, enda ágætum sjúkrunarkonum á að skipa“. Málaleitan ekki sint. Að lokum skýrir trúnaðar- læknirinn frá því, að hann hafi farið þess á leit við yfirlækna tveggja stærstu spítala bæjar- ins, að stöðin yrði á hverju kvöldi tilkynt frá sjúkrahús- unum, hvar og hve mörg rúm væru laus og gætu tekið á móti slösuðum mönnum og öðrum sjúklingum yfir nóttina. En ekki hafa þessi tilmæli borið neinn árangur. Telur trúnað- arlæknirinn þetta til stórkost- legra óþæginda fyrir starfsfólk stöðvarinnar og til öryggisleys is fyrir bæjarbúa. armanna AÐALFUNDUR Fjelags ís- lenskra myndlistarmanna var haldinn 28. þ. m. Á fundinum fór fram stjórnarkosning og kosning í nefndir. í stjórn fjelagsins voru kosn- ir: Guðmundur Einarsson, for- maður, Finnur Jónsson, ritari og Marteinn Guðmundsson, gjaldkeri. í vara stjórn voru kosnir: Jón Þorleifsson og Jó- hann Briem. í sýningarneínd voru kosn- ir: Finnur Jónsson, Jón Engil- berts, Sveinn Þórarinsson, Jón Þorleifsson og Guðmundur Einarsson. Fulltrúar í bandalagsráð: Jóhann Briem, Ríkarður Jóns- son, Jón Þorleifsson, Finnur Jónsson og Freymóður Jóhann esson. Tito nær bæjum. London I gærkveldi. — Her- sveitir Titos hafa náð á sitt vald tveim bæjum í Bosníu og ennfremur gert árásir á þýskt setulið í austurhluta landsins. Voru nokkrir þýskir skriðdrek ar eyðilagðir. Einnig er barist rumsstaðar í Króatíu. Finnar rjúfa vígvirki. Stokkhólmi í gærkveldi. FINNAR segjast í gær hafa rofið vígvirki Rússa á Kyrjála- eigi, og einnig segja þeir, að könnunarflokkar hafi áttst meira við á öðrum hlutum víg • stöðvanna en venjulegt haíi verið að undanförnu. Lesbókin í dag í LESBÓKINNI í dag er m, a. þetta efni: Brjef frá Jóni Sigurðssyni, er hann ritaði Stefáni Jónssyni alþingis- manni 29. sept. 1851, er Jón var nýkominn til Hafnar a£ Þjóðfundinum. „Barátta við ís og hungur" heitir grein, er Jens Benedikts- son hefir tekið saman, og er útdráttur úr langri frásögn a£ merkilegum heimskautaleið- angri, er Bandaríkjahermenn fóru árið 1881—83 og varð mjög sögulegur. Þá er grein eftir Maurice Maeterlinck, er hann nefnir „Þegar mættust ' haust og vor“, og fjallar um hjónaband hans, en aldursmun ur er mikiil milli hjónanna. Þá er æfiágrip hins merka Vestur- Islendings Guðmundar Gríms- sonar dómara, skemtileg smá- saga eftir O. Henry, Annáll Lesbókar o. fl. Maurice Maeterlick og frú hans. (Sbr. grein í Lesbók í dag).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.