Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.1944, Blaðsíða 11
\ Sunnudagur 30. janúar 1944 lORGUNBLAÐlÐ 11 íftlg VÍCKISAUTII tímaritum á öllum tungumál- um, sem hún hafði lesið spjald anna á milli. „Frú Russell, svona seint á ferli? Og aleinar? Hvað er að frjetta? Drekkið þjer flas með mjer núna“, sagði hún. ;,Jeg er þreytt“, sagði Helen. Hana hafði byrjað að svima um leið og hún kom inn í skelli- bjart anddyrið. Það var engu likara en hún væri að korna úr hættulegum og erfiðum leið- angri. Hún studdist fram á svarta marmaraplötu borðsins, sem næst henni var. „Litli Japaninn okkar hefir verið að leita að yður“, sagði Madame Tissaud og nasavæng ir hennar titruðu eins og á kan- 1 ínu. Helen brosti tómlátlega. Hvað á jeg nú að gera? hugs- aði hún. Hvar á jeg nú að leita að Frank? horfði rannsakandi á hann um „Sextándu hæð?“ spurði Fyrir utan hótelið stöðvaði ÍFrank bifreið sína og slepti öxlum Ruth, sem hann hafði haldið hægri handleggnum ut- an um. ,,Það er orðið framorð- ið, Ruth litla“, sagði hann. „Við höfum verið nógu lengi á ferli. Jeg þarf að raka mig í fyrra- málið — þótt þú þurfir þess ekki“. Ruth neri vanganum við enni hans. „Erum við hamingju- söm?“ sagði hún. „Sannarlega“, syaraði hann. Hann stóð upp og gekk hring inn í kring um bifreiðina til að opna fyrir henni. „Góða nótt“, sagði hún, án þess að hreyfa sig. Þegar Frank skildist, að hún væri að bíða eftir kossi, leit hann snöggvast í kringum sig; en hann var þó búinn að að fá sjer nægilega mikið neð- an í því til að kæra sig koll- óftann um Nankingstræti að næturlagi. Varir Ruth voru férskar og svalar, varir dögun- arinnar, h'ugsaði hann, er hánn laut yfir hana. Hitasóttin er að rjena, hugsaði hann. Hún mun brátt líða hjá og gleymast. Hún verður að gleymast, hugsaði hann. „Nú er jeg í Shanghai“, sagði Ruth- „Já, nú ertu í Shanghai11, sagði Frank. Hann hjálpaði henni út úr bifreiðinni og ljet hana ganga á undan sjer inn um vængjadyrnar. Þau gengu gegnum anddyrið, án þess að taka eftir Helen. „Þarna höfum við nú brúð- hjónin okkar“, sagði Madame Tissaud. Helen geispaði. „Jeg er svo skelfing þreytt. Góða nótt“, flýtti hún sjer að segja. Hönd Madame lá á handlegg henn- ar; hún hristi hana af sjer og hraðaði sjer burtu. „Jeg hefi altaf sagt, að and- dyri Shanghai-hótelsins sje mjer á við besta leikhús“, sagði Madame á hæla henni. Helen gekk yfir anddyrið með þung- an nið í eyrunum, eins og hún væri að synda undir háum fossi. Frank var með lykilinn að herbergi Ruth í hendinni. Hún stóð við lyftuna og beið ung, hún kom niður og opnaðist. „Á jeg að fylgja þjer upp?“ spurði Frank kurteislega. Ruth stund. „Nei, þakka þjer fyrir, Frank“, sagði hún jafn kurteis- lega. „Gott kvöld“, sagði Helen. Ilmvatnslykt hennar hafði lagt að vitum Franks augnabliki áð ur, svo að hann hafði haft tíma til að ná valdi á taugum sín- um. „Gott kvöld“, sagði hann. „Gott kvöld frú Russell“, sagði Ruth. „Finst yður þetta ekki dásamlegt í kvöld?“ „Er það?“ sagði Helen. Öll þrjú stóðu og biðu stundarkorn. „Það gleður mig að hittá ykkur núna“, sagði Helen. „Jeg get þá kvatt ykkur um leið. Við för- um á hinn daginn“. „Einmitt það?“ sagði Frank. „Jeg óska ykkur góðrar ferð- ar“, bætti hann við. „Þakka fyrir, þakka kærlega fyrir“, sagði Helen. „Ef til vill eigum við einhverntímann eft- ir að hittast aftur, einhversstað ar“. „Jeg vona það“, sagði Frank næstum of áfjáður. „Þjer kom- ið eflaust aftur til Shanghai. Allir sem einu sinni hafa kom- ið hingað, koma aftur“. „Góða nótt“, sagði Ruth við Frank. „Það er tími til kominn fyrir mig að fara heim. Kon- fúcius er eflaust farið að lengja eftir ‘mjer. Eruð þjer að fara upp, frú Russell?11 spurði hún og vjek til hliðar til að láta hana ganga inn á undan. Frank stóð með hendur í vösum, hinn hjálparvana og ráðalausi karl- maður. Ruth beið, og Helen steig inn í lyftuna. Hún gat ekkert annað gert. Jeg þarf að tala dálítið við Frank. Jeg þarf að setja brjef í póstkassann. Eða: jeg var ekki búin úr kaffi bollanum. Lyftan var komin af stað með hana, þegar henni duttu þessar afsakanir í hug. 'jeg skal segja þessari Ander- sonstelpu sannleikann, og það samstundis, hugsaði hún grimdarlega. Hún tók upp púð- urdósina og púðraði á sjer nef- ið. „Það gleður mig að fá tæki- færi til að tala við yður eina, ungfrú Anderson", sagði hún. „Mig?“ sagði Ruth undrandi. „Það er viðvíkjandi Frank“, sagði Helen. s „Jeg veit“, sagði Ruth. „Hann er taugaóstyrkur og þreytuleg- ur. En jeg vona að jeg geti kipt því í lag“. „Jeg á ekki við það“, sagði Helen. „Talið ekki um það“, flýtti Ruth sjer að segja. „Það er fal- lega gert af yður að hafa á- byggjur út af honum. Mjer sýn ast allir karlmenn í Shanghai drekka heldur meira en þeir eiga að gera. En það vona jeg að lagist þegar við erum gift“. Lyftan nam staðar. „Sjötta hæð“, sagði lyftudrengurinn um leið og hann opnaði dyrnar. „Góða nótt“, sagði Ruth. „Og þakka yður kærlega — þakka yður. Þetta var einkar fallega hugsað af yður, frú Russell —“. „Góða nótt“, heyrði Helen sjálfa sig segja. Dyrnar skullu aftur. Hún sá að lyftudrengur- inn beindi að henni lcurteisu, kinversku eftirvæntingarbrosi. hann. „Nei. Niður aftur — í anddyr ið, fljótt“, sagði Helen. En Frank var farinn. Mad- ame Tissaud sat alein. Helen beit á jaxlinn og gekk rakleitt framhjá henni og út á strætið. Næturhiminninn var' að lýsast. Hún náði í leigubifreið. Dyr hússins, sem Frank Taylor bjó í voru harðlæstar. Það var heldur engin dyra- bjalla.Jeg skal bíða hjer til morguns, hugsaði Helen um leið og hún hallaði sjer upp að veggnum. Hún ljet bifreiðina fara. Þetta er hreinasta víti, hugsaði hún, og hana svimaði af þreytu. Fáeinir menn ávörp- uðu hana, þar sem hún stóð upp við húsvegginn, sjómenn, gyðingar og Frakkar. Skrýtin borg, Shanghai. Tvær herflutn- ingabifreiðar óku fram hjá, hlaðnar hermönnum. Dráttar- karl með kerru fór einnig' fram hjá. I kerrunni sat feit .kínversk keríingardyrgja með grann- vaxna kínverska stúlku í kelt- unni. Sú unga var drukkin en sú gamla áhyggjufull. Kín- verskar myndir voru aftan á kerrunni. Hljóðlaust eins og bátur, hvarf hún fyrir horn. Það smábirti, líf borgarinnar var að vakna, rottur þutu yfir fætur Helen. Fjórir írskir varðmenn tóku Helen fyrir vændiskonu og ráku hana burt. Hún fjekk hvergi. bifreið og fór fótgang- andi heim að hótelinu; Það var ekki ýkjalangt. Jeg get ekki meira, hugsaði hún dauðupp- gefin. Vilji hennar var að þrot- um kominn. Þegar hún kom upp, opnaði hún dyrnar að svefnherbergi manns síns. Hann var ekki kominn heim. Rúm hanS var óhreyft, loft- ræstihjólið snerist og öll ljós loguðu í herberginu. Helen “ Kongsdæturnar frá Hvítalandi __ v Æfintýri eftir Jörgen Moe. 4. • að sjá þína. Jeg held ekki að þú eigir eins fallega drotn- ingu eins og jeg“. „Bara að hún stæði hjerna, drotningin mín, þá skyld- ' urðu fá að sjá hvað hún er falleg“, sagði ungi konung- urinn, og um leið stóð drotning hans þar hjá þeim. En hún var ósköp sorgbitin og sagði við mann sinn: „Hvers vegna hlýddirðu mjer ekki og fórst eftir því, sem faðir þinn sagði? Nú verð jeg að fara heim strax aftur, og þú hefir notað báðar óskirnar þínar“. Síðan hnýtti hún hring einum í hár honum og var í hann grafið nafn hennar, og óskaði sjer síðan heim aftur. Þá varð ungi konungurinn mjög dapur í bragði og gerði ekkert annað allan daginn en að ganga um og brjóta heilann um það, hvernig hann gæti komist aftur heim til drotningarinnar sinnar. Jeg verð að reyna að spyrja alla mögulega menn um það, hvar Hvítaland sje, hugsaði hann og lag'ði svo af stað út í heiminn. Þegar hann hafði gengið lengi, kom hann að bergi einu og þar hitti hann mann, sem rjeði yfir dýrum merkurinnar, — hann bljes bara í horn, þegar hann vildi að þau kæmu, — og svo spurði konungurinn ungi í Hvítalandi eftir því, hvar það land væri. „Ja, það veit jeg nú ekki, svaraði maðurinn, „en jeg skal spyrja dýrin mín“. Svo bljes hann í hornið og þá komu dýrin og hann spurði þau, hvort nokkurt þeirra, vissi hvar Hvítaland væri, en ekkert af dýrunum vissi um það. Síðan gaf maðurinn honum skíði. „Þegar þú bindur þessi skíði á þig, kemst þú til' bróður míns, sem býr hundrað mílur hjeðan, hann ræður yfir fuglum loftsins. Spurðu hann. Þegar þú ert kominn þangað, þá taktu bara af þjer skíðin og snúðu þeim við, þá koma þau aftur til mín af sjálfu sjer“. Þegar konungurinn kom til herra fuglanna, gerði hann eins og bróðir hans hafði sagt,- og skíðin runnu af stað. Hann spurði nú aftur um Hvítaland og maðurinn kvaddi saman fuglana alla og spurði þá, en enginn ein- asti vissi neitt hvar það land væri. Löngu á eftir hinum kom gamall örn, sem verið hafði á flugi í 10 ár, og hann vissi það ekki heldur. 'lftímcAqxurufecú íhsriu. Eiginmaðurinn (fokvondui'): —Hvað, enginn matur tilbú- inn ennþá. Nú er nóg komið aí svo góðu. Jeg fer á eitthvað veitingahúsið og fæ mjer að borða þ?r. Konan: — Bíddu aðeins í 5 mínútur. Maðurinn: — Verður matur- inn tilbúinn þa? Konan: — Nei, en bá verð jeg tilbúin a5 fara með þjer ★ Eiginmaðurinn: — Jeg hefi keypt hjerna dásamlegar de- mantsperlur til þess að gefa þjer í afmælisgjöf, ástin mín. Eiginkonan: — En þú vissir, að mig langaði svo>mikið í bíl. Maðurinn: — Jeg veit það, ást, en jeg leitaði alsstaðar, sem mjer gat dottið í hug, og gat hvergi fundið neina eFirlik- ingu af bilum. ★ „Hefir þú og konan þín aldrel haft andstæðar skoðanir?“ „Jú, jú, en hún hefir ba"a aldrei komist að því“. Móðirin var að kenna dóitur sinni lífsreglurnar. „Jeg álít það miklu heppi- legra fyrir þig, góða mín“, )?agði hún, ,,að giftast manni, sem á ekki mikla peninga. Þú v'erður miklu hamingjusam- ari“. „Vertu ekki að hafa neinar áhyggjur út af því, mamma mín“, svaraði dóttirin, „jeg skal sjá til þess, að hann eigi fljótt litla peninga“. ★ Þjónustustúlkan: — Nú hefir frúin fengið sjer nýjan eigin- mann. Matreiðslumaðurinn: — Hvað heldui’ðu, að hann verði lengi í vistinni áður en hann verður rekinn? ★ Villi: — Við erum búin að fá nýtt barn, heima. Siggi: — Er það stelpa eða strákur? Villi: — Jeg veit það ekki, það er ekki ennþá farið að klæða það. „Jeg heyrði sagt að konan þín hafi komið frá góðri og gamalli fjölskyldu“. „Komið frá, það eru ekki rjettu orðin yfir það — hún kom með hana með sjer“. ★ Faðirinn: — Vertu ekki að þessari vitleysu, barn, þú get- ur aldrei giftst þessum manni, hann hefir ekki nema 100 krón ur á viku. Dóttirin: — Já, en pabbi, vik an er svo fljót að líða, þegar maður er hrifinn hvor af öðr- um. ★ „Er fjölbreyttur matur á þessu hóteli?“ Já, hann er kallaður þremur nöfnum“. * 4k ★ Snáðinn: Mamma, hvaðan kom jeg, mamma? ★ „Fer hún sínu frám ennþá?“ „Fer hún? Hún skrifar dag- bókina sína viku fram í tím- ann“. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.