Morgunblaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur 127. tbl. — Þriðjudagur 10. júní 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. HAMSKIFTl KOMMÚNISTA GÁFIIÞEIM STUNDARSIGUR ÞjóSaratkvæða- greiðsla m ríkis- erfðalög Frsnces ' Madrid í gærkvöldi. TILKYNT hefur verið hjer í Madrid, að ákveðið hafi verið að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin íara fram um Hkiserfða- lög þau, sem Franco í vetur lagði fyrir spanska þingið. Mun atkvæðagreiðslan fara fram 1. júlí n.k. Eins og mönnum kann að vera kunnugt, er gert ráð fyrir því, að konungur eða ríkisstjóri taki við á Spáni, við fráfall Francos, eða þegar hann, ein- hverra hluta vegna, getur ekki lengur haldið áfram að fara með völd. Þetta er þó bundið ýmiskonar ákvæðum, meðal annars til þess ætlast, að ýmsir átkvæðamiklir fasistar sam- þykki tilnefningu væntanlegs arftaka einræðisherrans. -— Reuter. Samþyfckja tndlands fiilögur Breta New Dehli í gærkvöldi. FLOKKSRÁÐ Múhameðstrú- armana kom saman til fundar í New Dehli í dag og samþykti tíllögur bresku stjórnarinnar um valdaafsal Breta í Indlandi. Aðeins örfáir meðlimir ráðsins greiddu atkvæði gegn tillögun- um, en eins og kunnugt er, höfðu leiðtogar Múhameðstrú- armanna þegar fallist á þær. Shikar hafa einnig verið á fundum, til þess að ræða áður- pefndar tillögur, og telja frjetta menn, að flokksráð þeirra muni nú þegar hafa gengið að þeim. — Reuter. De Gasperi leggur fram efnahags- áætlun • Róm í gærkvöldi. DE GASPERI, forsætisráð- herra ítalíu, mun í kvöld flytja ræðu á fundi þingsins. Gerir hann þar að umtalsefni hina nýju áætlun um efnahagslega viðreisn landsins, sem stjórn hans hefur látið gera. — Að ræðu forsætisráðherrans lok- inni mun fjármálaráðherrann taka til máls. — Gera fregnrit- arar ráð fyrir, að til harðra deilna komi um þetta mál, þar sem það hefur, eins og að lík- um lætur, verið helsta ágrein- ingsmál stjórnmálaflokka í Ítalíu. -—■ Reuter. ibúð í svifflugu MENN grípa til ýmsra ráða til að greiða úr húsnæðisvand- ræðunum, sem nú ríkja um allan heim. I Englandi keypti maður nokkur, Smith að nafni, gamla svifflugu, sem notuð var til að ferja hermenn til vígstöðvanna, og gerði úr henni heimili. Flugan kostaði hann 1200 krón'ur. Hann tók væng- ina af og skifti skrokknum í tvennt og ætlar sjer að gera úr hlutunum tvær íbúðir, sem verða á hjólum, svo hægt Ný dýrtíðaralda yrði verkalýðnum til tjóns ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLU fjelagsmanna í Dagsbrún lauk á miðnætti á sunnudag. Hafði atkvæða- greiðslan staðið yfir á laugardag frá kl. 3—10 e. h. og á sunnudag frá kl. 10 f. h. til kl. 12 á miðnætti. Af 3063 sem voru á kjörskrá í Dagsbrúnar greiddu 2155 atkvæði um miðlunartillögu sáttanefndar, sem áð- ur hefir verið birt hjer í blaðinu. Voru 789 fjelagsmenn með tillögunni, en 1341 á móti. 10 seðlar voru auðir, en 15 ógildir. í bæjarráði Reykjavíkur var borgarstjóra gefið um- boð til að semja á grundvelli miðlunartillögunnar, með 4 atkvæðum gegn 1. Fjelagar í Vinnuveitendafjelaginu greiddu allir at- kvæði með tillögunni. Með þvi að fjelagsmenn í Dagsbrún feldu miðlunar- tillöguna heldur verkfallið áfram er hófst aðfaranótt laugardags. er að aka þeim hvert sem hann vill. Aðra íbúðina ætlar hann að selja, en búa sjálfur í hinni. Rússar krafðir sagna um ofbeldið í Ungverjalandi Ungvenkir kommúnistar vtðhafa vífilengjur London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Á FUNDI í neðri málstofu breska þingsins í dag svar- aði talsmaður stjórnarinnar ýmsum fyrirspurnum, sem fram hafa komið vegna athæfis kommúnista í Ungverja- landi. Sagði hann, að stjórnmálafulltrúi Breta- 1 Buda- pest hefði aldrei verið spurður ráða um athafnirnar í Ungverjalandi, hvorki af Rússum eða Ungverjum sjálf- um. <g------------------- Gengið framhjá Breíum. Sagði talsmaCurinn, að Bret- ar hefðu þó átt kröfu til þess að spurðir ráða, þar sem þeir væru ein þeirra þriggja þjóða, sem falið hefði verið að fram- fylgja vopnahljessamningunum við Ungverjaland. Og kröfu Breta um að fá að athuga skjöl þau, sem geyma heimildir um orsakir þær, sem lágu til of- beldisverka kommúnista, hefði ekki verið fullnægt. Gagngerð rannsókn. Talsmaðurinn skýrði svo frá, að sendiherra Breta í Moskva hefði verið falið að taka upp viðræður við ráðstj. um þetta mál í heild og fá það upplýst. En þar sem væri mjög lítið vit- Framh. á bls. 9 Handlekinn með „sprengjubrjef" Brússel í gærkvöldi.*' STARFSMAÐUR Scotland Yard handtók í dag karl og koriu, sem ætluðu sjer að kom- ast yfir landamæri Frakklands og Belgíu. Höfðu þau bæði í fórum sínum „sprengjubrjef", samskonar þeim brjefum, sem breskum stjórnmálaleiðtogum hafa verið að berast upp á síð- kastið. — Konan játaði þegar, að hún væri meðlimur leynifje- lagsskapar nokkurs. Kvaðst hún hafa fengið brjefið í hend- ur í París og átt að koma því áleiðis til Englands. — Reuter. Frensku verkföllin magnasf enn París í gær. Alvarlega horfir nú í París, þar sem starfsmenn við öll helstu orkuver borgarinnar hafa lagt niður vinnu. Ekkert bendir ennþá til þess, að verkfalli franskra járnbraut- arverkamanna sje að ljúka. — Hefur stjórnin lýst því yfir, að hún muni ekki ganga til samn- inga fyr en verkamenn taki upp vinnu á ný. Ástandið er nú mjög alvar- legt vegna járnbrautarverkfaíls ins. Má heita, að engar franskar járnbrautir sjeu á ferðinni, nema þær, sem flytja matvæli og póst og sumstaðar eru einnig slíkir flutningar að teppast. Breska útvarpið hefur tilkynt að þeir breskir ferðamenn, sem vegna vinnustöðvunarinnar, voru strandaðir í París, sjeu nú flestir komnir heim. — Reuter. i Breski landbúnað- urinn rjeftir við London í gær. LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA Breta hefur skýrt frá því, að breski landbúnaðurinn sje nú að ná sjer eftir óveðrið í vetur. Telur hann mjög sæmi- legar horfur fyrir því, að upp- skeran í ár muni ekki bíða jafn mikinn hnekki og menn yfir- leitt höfðu óttast. Ráðherrann segjr, að af þeim 700,000 ekrum, sem lögðust undir vatn i vatnavöxtunum miklu, sjeu nú aðeins um 7,000 enn undir vatni. Hefur þegar verið sáð í það, sem þurkað hef- ur verið. — Reuter. ~f MEÐ því að hafa alger ham- skifti hefur kommúnistum tek- ist að fá mikinn meiri hluta verkamanna í Dagsbrún til að synja miðlunartillögu sátta- semjara og þar með hefja verk- fallið af fullum krafti. I upphafi fóru kommúnistar ekki dult með, að tilgangur verkfallsins væri fyrst og fremst pólitískur. Kröfurnar um hækkað kaup væri aðeins yfirvarp til að finna form fyr- ir hinn pólitíska kjarna verk- fallsins. Vitna til hollusíu manna við Dagsbrún. Á meðan kommúnistar hjeldu þessu fram varo þeim lítt á- gengt og rákust á megna andúð verkamanna. Þeir tóku þess- vegna af skyndingu einum þeirra hamaskifta, sem þeir, er lengi hafa fylgst með þeim, þekkja nú orðið mæta vel. Þeir afneituðu öllum pólit- ískum tilgangi. Sögðu, að það eitt vekti fyrir Dagsbrúnar- stjórninni, að fá bætt kaup og kjör verkamanna. I þeirri við- leitni hlytu allir verkamenn að styðja hana, hvar í flokki sem þeir stæðu. Sjerstaklega lögðu kommún- istar þó áherslu á það, bæði í hinum opinbera áróðri sínum og þó ekki síður manna á milli, að nú yrðu Dagsbrúnarmenn að standa með fjelagi sínu. Vel gæti verið, að ákvörðunin um uppsögn samninga hefði verið víxlspor. En úr því að það hefði verið stigið, yrðu menn að styðja fjelagið til að tapa ekki deilunni. Um það mættu engar pólitískar skoðanir ráða. Þar yrðu menn fyrst og fremst að standa með verklýðsfjelagi sínu. Á þessa leið gekk áróðurinn og hann hefir auðsjáanlega bor Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.