Morgunblaðið - 10.06.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.06.1947, Qupperneq 2
9 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. júní 1947 "1 * Grænlendingar hlusta mest á „fltvarp - Reykjavík “ Reykvíkingnr, sem hefir verið 17 ár í Grænlandi segir frá — Hamskipti kommúnista UNDANFARNA daga hefur verið staddur hjer í bænum August Ólafsson, skipstjóri og eftirlitsmaður Grænlandsstjórn ar með öllum vjelum til sjós og lands í Grænlandi s.l. 17 ár. — Hann fór um helgina áleiðis til Grænlands með 19 smálesta bát, „Beb“, sem hann kom með frá Danmörku og sem nota á sem læknabát við Grænlands- strendur. Kom hann hingað til að fá olíu. August er gamall Vesturbæ- ingur og á hjer marga vini og kunningja frá uppvaxtarárum sínum. Jeg hitti hann sem snöggvast á heimili Guðjóns bróður hans, á Víðimel 60, og bað hann áð segja almenn tíð- indi frá Grænlandi. MIKLAR FISKVEIÐAR VIÐ GRÆNLAND. August Ólafsson vinnur að eftirlitsstörfum á sumrin við Grænland, en dvelur venjulega í Danmörku á vetrum við skýrslugerð, eftirlit með við- gerðum vjela og innkaup á nýj- um vjelum. Hann fór til Græn- lands í mars 1940 og kom til jhafnar í Grænlandi sama dag- inn, sem Þjóðverjar gerðu inn- rásina í Danmörku. Hann var því öll stríðsárin í Grænlandi og fyrstu tvö árin var hann í þjónustu Bandaríkjamanna. August segir að mikið sje af erlendum fiskiskipum á Græn- landsmiðum um þessar mundir. Portúgalar stunduðu þar fisk- veiðar öll stríðsárin og veiddu vel. Þeir nota gamla lagið við fiskveiðarnar. Hafa móðurskip og veiða á lóðir, frá doríum. — Eftir stríð hafa Færeyingar og frakkneskir togarar komið á Grænlandsmið og norskir línu- veiðarar. Amerísk fiskiskip eru einnig við Grænland og hafa doríufyrirkomulagið. Fiskur er mikill við Græn- land og það svo, að þorskurinn veður þar í torfum, eins og síld. Hefur fiskgegnd þar auk- ist til muna hin síðari árin, eftir að hlýna tók í sjónum. ÞRÍR tSLENDINGAR 1 GRÆNLANDI. Þrír íslendingar eru nú í Grænlandi. Fyrir utan August eru þar búsettir þeir Sigurður Stefánsson, sem er fjárræktar- ráöunautur, og Valdimar Sig- urðsson, sem einnig vinnur að fjárrækt. í Qrænlandi hefur fjárstofninn aukist mikið hin síðari ár, en stofninn er íslensk- ur, eins og kunnugt er. Dafnar f jeð vel og þar er engin mæði- veiki, enda voru kindurnar flutt ar til Grænlands áður en sú pest kom upp í fjenu hjer á landi. . í sarhbandi við fjárræktina hefur verið komið upp niður- suðuverksmiðju og danskir slátrarar gera rúllupylsur og <kæfu í Grænlandi. Kindakjöt er reykt í Grænlandi eins og á ís- landi og finnst ekki munur á bragði á því og íslensku hangi- kjöti, en auk þess er kjöt reykt og sett í niðursuðudósir og geymist mjög vel á þann hátt og þykir hinn besti matur. Eitthvað er flutt út af sauð- fjárafurðum, en þó mest neytt innanlands. Kúabúi hefur einnig verið komið upp á Suður-Grænlandi og gefist vel, en ekki er hægt að hafa kýr norðar en í Júliane- haab, vegna þess hve hrjóstugt er þegar nyrðra dregur. GRÆNLENDINGAR REKA SKIPASMÍÐASTÖÐ. í Holstenborg hefur verið komið upp skipasmíðastöð og þar geta skip, allt að 200 smá- lestir *lagst að bryggju. Dansk- ur maður er yfirstjórnandi verkstæðisins, en þar vinna margir Grænlendingar. 1 Egedeminde hefur verið komið upp bátasmíðastöð, sem Grqpnlendingár einir vinna í. — Þar' byggja þeir trillubáta og minni skip. GRÆNLENDINGAR FÁ BÆTT KJÖR. Sendinefnd frá Grænlending- ingum kom til Kaupmannahafn ar í vetur og samdi við Græn- landsstjórn um betri kjör fyrir Grænlendinga. Kryolitnámurnar voru starf- ræktar öll stríðsárin og fram- leiðslan aukin um helming frá því, sem áður var. — Fengu Bandaríkjamenn um 70,00 smá- lestir af kryolit árlega frá Grænlandi, en það efni er sem kunnugt er mjög þýðingarmikið við aluminium framleiðslu. Kolanámurnar á Diskoeyju komu að góðum notum á stríðs- árunum, því að þar fengu Grænlendingar nærri öll kol, sem þeir þurftu að nota og fluttu sáralítið inn. Lífsþægindi Grænlendinga hafa aukist mikið um og eftir stríðið. Ekki unnu Grænlend- ingar þó fyrir Bandaríkjamenn og höfðu yfirleitt sáralítið sam- neyti við herinn. MEST HLUSTAÐ Á REYKJAVÍKURÚTV ARPIÐ. Útvarpsstöðin í Reykjavík er sú stoð, sem Grænlendingar hlusta mest á allra erlendra útvarpsstöðva. Hún heyrist líka best allt árið um kring og veturnar „er eins og maður væri upp á Kjalarnesi", eins og August orðaði það. Grænlendingum þykir hljóm- listin góð frá íslandi, en loka fyrir erindi, því að þau skilja þeir ekki. Grænlendingar hafa sjálfir útvarpsstöð, sem útvarpar hljómleikum, erindum og frjett- um. ★ August Ólafsson segir, að sjer hafi þótt gaman að koma Frh. á bls. 12 Framh. af bls. 1 ið tilætlaðan árangur. Mikill hluti verkamanna hefur um sinn látið telja sjer trú um, að þeir hefði hag af því, að fá hækkað kaup í aura-tali, þó að gildi krónunnar rýrni að sama skapi og aðstaða lands- manna til að selja afurðir sínar erlendis versni þeim mun meir, sem kaupið hækkar. Altaf láta einhverjir blekkjast um sinn. A öll þessi atriði hefur mönn- um verið rækilega bent, svo að afsökunin fyrir þeirri óheilla ákvörðun, sem nú hefir verið tekin, liggur ekki í því, að menn hafi ekki fengið nægar aðvar- anir. En það felst í lýðræðis- skipulaginu, að hver og einn er frjáls að því að taka sjálfur hinar mikilverðustu ákvarðanir, meðal annars um það hvort verklýðsfjelag hans skuli gera verkfall eða ekki. Þar sem lýð- ræðið ríkir, ráða menn því sjálfir, hvort þeir taka skyn- samlega ákvörðun eða gera vit- leysu. Auðvitað lendir það á þeim sjálfum að taka afleiðingunum af gerðum sínum. En þannig er það ætíð um almenning. Skyss- ur þeirra, sem stjórna, lenda ætíð á honum. I einræðislönd- um eru það skyssur annara, sem almenningur verður að súpa seyðið af. Með lýðræðisþjóðum er það fólkið sjálft, sem hefur úrslitaráðin og þess vegna ekki nema eðlilegt, að afleiðingarn- ar bitni á því. Það er ekkert nýtt í heimin- um, að menn láti blekkjast um sinn. Þó að menn þess vegna hljóti að harma það, að verka-. menn hafa samþykt að leggja í verkfall, sem hlýtur að leiða til tjóns fyrir sjálfa þá, jafn vel þó að þeir fengju öllum kröfum sínum fullnægt, þá er ekki annað en að viðurkenna, að verkamenn eru í sínum fulla rjetti um að taka þessa ákvörð- un og að aðrir eiga ekki að segja þeim fyrir verkum í þeim efnum. Kommúnistar banna verkföll. Þetta mundi vera með öðrum hætti, ef hjer ríkti kommún- istiskf skipulag. í ríki komm- únista, sem öðrum einræðis- ríkjum, eru verkföll bönnuð, að viðlagðri þungri refsingu. Kom múnistar telja, að þjóðskipulag sitt geti ekki staðist, ef þegn- arnir hafa frelsi til verkfalla. Lýðræðisþjóðirnar eru aftur á móti þeirrar skoðunar, að þó að verkföll geti oft verið hættu j leg, bæði fyrir þá, sem taka ' þátt í þeim og þjóðarheildina, þá sje þó betra að una slíkri hætfu heldur en að tapa frels- inu. Af þessum sökum er hin frjálsa ákvörðun Dagsbrúnar- manna, jafnvel þótt hún sje bygð á fölskum forsendum og verði þeim sjálfum til tjóns áð- ur en yfir lýkur, vitni þess, að þrældómsok kommúnista hefur enn ekki svift íslendinga frelsi þeirra. Kommúnistar í engu æfðari en blekkingum. Hitt er annað mál, að verk- fallið er aðeins einn þáttur í þeirri baráttu kommúnista, að eyðileggja þjóðskipulag lands- manna og m. a. svifta menn rjettinum til að gera verkföll. Kommúnistar hugsa verkfall- ið í senn sem árás á stjórnsk.lag ríkisíns og fjárhagslkerfi þjóð- arinnar. Meginþorra þeirra, er atkvæði greiddu með verkfall- inu, er þetta auðvitað ekki ljóst, því að þá mundu þeir hafa greitt atkvæði á annan veg. — Hjer hefur farið sem oft ella, að jafnvel þótt kommúnistar færi ekki dult með tilgang sinn í upphafi, svo að þeim tjáir nú eigi að þræta fyrir hann, þá hefur þeim tekist að blekkja altof marga um sinn. Kommúnistar væru ekki jafn hættulegir og þeir eru, ef þeir hefðu eigi þénna einstæða blekk ingarhæfileika. Þeim mun meiri nauðsyn er á, að halda bar- áttunni gegn þeim áfi’am, svo að engum geti dulist, hvað fyrir þeim vakir í raun og veru, því að þá mun svo fara, að fylgi þeirra verður harla lítið. Allir á móti dýrtíðarráðstöfun- um, er snerta þá sjálfa. Stjórnmálamönnum landsins hefir oft verið legið á hálsi fyrir það, að þeir væru linir í barátunni gegn dýrtíðinni. — Þetta má til sanns vegar færa. En þeir, sem þessa dóma hafa kveðið upp, hafa sjaldan gert sjer grein fyrir öllum þeim vandkvæðum, sem á þessu eru. Eins og oft hefur áður verið sagt, eru allir á móti dýrtíðinni í orði kveðnu og heimta, að ráðstafanir sjeu gerðar gegn hækkun og jafnvel til lækkunar, meðan þær ráðstafanir eiga að beinast gegn öðrum en sjálfum þeim. Jafnskjótt, sem að hverj- um einum kemur, hvort sem hann er hár eða lágur, er hins- vegar viðkvæðíð það sama, að hag hans má ekki skerða. Allir heimta síaukinn hlut handa sjálfum sjer en óákveðnar tak- markanir gegn öðrum. Þetta hefur áþreifanlega sannast að þessu sinni. Til þess að halda dýrtíðinni í skefjum og standa undir margskonar þjóðfjelagsbótum, varð að leggja á aukna skatta. Þeim sköttum var svo fyrir komið, að þeir bitna minnst á þurftar- eyðslu og með stigvaxandi þunga á óþarfa eyðslunni. Þess- ar ráðstafanir voru þess vegna beinlínis til hags fyrir allan al- menning í landinu. Til að við- halda atvinnu hans og til að standa undir þeim umbótum, er helst miða honum til góðs. — Engu að síður hefur tekist að nota þetta tilefni til að fá verka menn til að gera stói’kostlegar kröfur um hækkað kaup. Af reynslunni læra menn. Grunnkaupshækkun hjá stærsta verkalýðsfjelagi lands- ins, ef fram nær að ganga, er líkleg að hafa í för með sjer til- svarandi hækkanir hjá öllum öðrum. Ef þannig fer mun ný dýrtíðaralda óviðráðanlega skella á. Þrátt fyrir þetta hafa þeir, sem bera í munni sjer kröf ur um lækkaða dýrtíð og alt eiga undir, að þær nái fram, lagt samþykki sitt á, að stór- kostlegum kauphækkunarkröf- um skuli haldið til streitu. Hver sem lausn þessa máls verður, er greinilegt, að verk- fallið hlýtur mjög að torveldá lausn sjálfs dýrtíðarvandamáls- ins og þannig stofna atvinnuveg um landsins í bráða hættu. —• Ábyrgðin á því er hjá þeim, serrj þessar ákvarðanir hafa tekið, en ekki liinum, sem af a)vöri| og einlægni hafa varað við hætí unni. Menn þurfa auðsjáanlega enrt að hlaupa af sjer hornin. Su reynsla mun kenna þeim áðutí en varir, að forðast kommún- ista og Lokaráð þeirra serni mest. Mikill hluti verkam. hefur nú valið þann kost að leggja út í verkfall, sem ekki getur lykt- að á annan veg en þann, að þeir hafi óhag af. Þegar reynslan hefur fært mönnum heim sann- inn um þetta, kemur að skulda- dögunum hjá kommúnistum. — Misgerðirnar hefna sín oft ó« trúlega fljótt. Af öllu þessu mun j.jóðira hafa hollan lærdóm og öll heil- brigð öfl hennar á meðal munU efla samtök sín henni til heilla, BUSCH-kvartettinn hjelt Beethoven-tónleika í hinurrí nýju salarkynnum Austurbæj- ai’bíós á laugardag og sunnu- dag. Ljek kvartettinn í sam- bandi við Beethovenhátíðina 6. strokkvartetta á þessum tveirO' fyrstu tónleikum. Næstu tón- leikar eru í kvöld. Hrifning áheyrenda á báðum tónleikun- um var mjög mikil. Lúðrasveif Reykja- vífcur vel lekii í Eyjunt LÚÐRASVEIT Reykjavíkur fór um s.l. helgi til Vestmanns! eyja og ljek þar fyrir Eyja- menn. Fór Lúðrasveitin hjeðan á laugardagsmorgun með Ægi og kom um kvöldið til Eyja, Margt manna tók á móti L. R. með Lúðrasveit Vestamanna- eyja í broddi fylkingar. Ljelq hún „Reykjavík11 eftir Kalda- lóns, en Lúðrasveit Reykjavík- ur svaraði með því að leikai „ísland ögrum skorið“. Satj Lúðrasveitin síðan kvöldverð- arboð hjá Lúðrasveit Vest- mannaeyja, en dansleikur vaij síðan haldinn í Sjálfstæðishús- inu þar. Á sunnudag hjelt Lúðrasveiti Reykjavíkur svo hljómleika I samkomuhúsi bæjarins fyrilj fullu húsi, og var hljómleik- unum mjög vel tekið. LjekU þeir m. a. einleik Lansky-Ott0 á waldhorn og Björn R. Einars- son á básúnu. Að hljómleikun- um loknum hjelt bæjarstjórni Vestmannaeyja boð inni fyriij Lúðrasveitina. Töluðu þar for- seti bæjarstjórnar, bæjarfógeti, Oddur Kristjánsson, formaðulj Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Guðjón Þórðarson, form. Lúðraj sveitar Reykjavíkur, sem þakkj aði hinar frábæru móttökur, Kl. 6 um kvöldið ljek Lúðra- sveitin svo úti, áður en lagt vaij af stað heimleiðis. _J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.