Morgunblaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1947, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 10. júní 1947 8 MORGUWBLAítlB Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. A tkvæðagreiðslan ÚRSLITIN í atkvæðagreiðslu Dagsbrúnarmanna um miðlunartillögur sáttanefndarinnar eru kunn orðin. Niðurstaðan varð sú, að meirihluti þeirra, sem at- kvæði greiddu, höfnuðu þessum tillögum til lausnar á deilunni. Hinum kommúnistisku stjórnendum Dagsbrún ar hefir þannig um sinn tekist að skapa þá skoðun meðal margra verkamanna að grunnkaupshækkanir nú bæti hag þeirra, énda þótt vitað sje að fyrsta afleiðing þeirra sje tilsvarandi vöxtur dýrtíðarinnar. I þessum efnum hafa verkamenn beiska reynslu. Dýrtíðaraldan hefir hækkað jöfnum skrefum jafnhliða því að krónutala dag- launa þeirra hefir hækkað. Hagurinn hefir þessvegna stundum enginn orðið. ★ Það er athyglisvert í sambandi við þá baráttu, sem fram fór í sambandi við þessa nýloknu atkvæðagreiðslu, hvernig kommúnistar höguðu áróðri sínum. Þeir sáu að sjálft tilefni deilunnar, hin pólitíska herferð á hendur ríkisstjórninni var óvinsæl á meðal verkamanna. Þess- vegna lögðu kommúnistar allt kapp á að sanna þeim að kaupdeilan væri fyrst og fremst háð til hagsbóta fyrir þá sjálfa. Þegar sumir verkamenn efuðust um Jgildi grunnkaupshækkana á sama tíma og íslensk útflutnings- verslun berst í bökkum, sneru kommúnistar enn við blaðinu. Þeir vitnuðu til hollustu verkamanna við fje- lag sitt, Dagsbrún. Ef sáttatillögurnar yrðu samþyktar væri það ósigur fyrir Dagsbrún. Þessi þáttur í áróðri kommúnista hefir áreiðanlega haft mest áhrif, enda þótt hann byggist á falsrökum einum. œ* Mörgum verkamönnum mun hafa fundist, að þeir yrðu að standa með því, sem stjórn fjelags þeirra hefði ákveðið, enda þótt þeir væru stefnu hennar andvígir. Kommúnistar og stefna þeirra hafa þessvegna ekki fengið neina ótvíræða traustsyfirlýsingu í úrslitum at- kvæðagreiðslunnar. En þau sýna samt, að of margir verkamenn hafa látið blekkjast af áróðri þeirra. Það er síður en svo ósigur íyrir fjelag .þeirra að meðlimir þess átti sig á nauðsyn íslensks atvinnulífs til þess að geta staðist erlenda sam- képpni á mörkuðum sínum. Hitt er ósigur, ekki aðeins verkamanna heldur allrar þjóðarinnar, ef útflutningsverslun landsmanna dregst saman vegna hás framleiðslukostnaðar. Sá samdráttur leiðir af sjer atvinnuleysi og vandræði, sem þjóðin hefir verið að reyna að koma í veg fyrir að gætu. skapast í landinu. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að fyr- greind niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Dagsbrún hlýt- ur að torvelda lausn dýrtíðarmálanna. Það er óhugs- andi að hefja lækkun dýrtíðarinnar með kauphækkun- um. Afleiðing þeirra hlýtur þvert á móti að verða aukin dýrtíð. Það er þessvegna ástæða til þess að kanna þá ákvörð- un meirihluta Dagsbrúnarmanna, að halda áfram á 'braut grunnkaupshækkana. Kommúnistum hefir um skeið tekist að rugla dóm- greind þeirra með áróðri sínum. En fyr en síðar mun mun reykvískum verkamönnum og landslýð öllum skilj- ast betur en nú, hvers eðlis baÁátta kommúnista er. Þegar þjóðin hefir öðlast þann skilning, og að því líður óðfluga, verður verkalýðsfjelögum ekki beitt til póli- tískra hermdarverka. Um það skal ekki fullyrt hjer, hverjar kunni að verða afleiðingarnar af ákvörðun Dagsbrúnar. En eitt er víst, þjóðin þarfnast vinnufriðar. Framund- an er hábjargræðistími hennar. Hún hefir ekki efni á að eyða honum í illvígar deilur. Vinnudeiluna verður að leysa, þótt fyrsta tilraunin til þess hafi farið ver en skyldi. werji álri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU í herskálahverfi. ÞAÐ ERU VÍST allir sam- mála um, að herskálarnir sjeu ekki til frambúðar. sem íbúð- arhúsnæði og að því fyr sem þeir hverfi því betra. En það rjettlætir samt varla hve sóða- legt er 1 kringum þessa skála víðast hvar og það hirðuleysi, sem lýsir sjer í herskálahverf- unum. Núna um helgina kom jeg í herskálahverfi, sem var til fyr irmyndar um alla umgengni á meðan herinn bjó þar. Það er Knox vestan við Melana. Þarna hefir verið íbúðar- hverfi síðustu 2—3 mánuðina og alt er komið í uppnám. Stíg- arnir milli skálanna eru fullir af rusli og spítnabraki og öðru hefir verið fleygt til og frá. • .Getur verið snyrtilegt. SANNLEIKURINN er sá, að herskálahverfi, eins og t. d. Knox, þar sem skálarnir eru úr góðu efni og hefir verið vel við haldið. getur verið mjög snyrti legt, bæði að utan og innan, En bað kemur ekki af sjálfu sjer og alls ekki nema, að þeir, sem þarna búa taki sig saman um að hafa þrifalegt í kring- um sig. Knox-hverfið er eins og smá bær útaf fyrir sig. Það er alt undir íbúunum sjálfum komið hvernig hann lítur út. Þó að þetta sjeu einungis bráðabirgðaíbúðir, þá er ekki nema sjálfsagt að reyna. að hafa þar alt eins gott og frek- ast er kostur. 9 Samtök hverfisbúa. ÞESSI ÁBENDING um um- gengnina í Knox-hverfinu er ekki sagt íbúunum til lasts. En það sem þeir ættu að gera, væri að taka sig saman um, að hafa Knox, sem fyrirmyndar skála- hverfi, eins og það var meðan herinn var þar. Það kostar dá- litla fyrirhöfn og einhverja vinnu, en þeir, sem þarna búa munu undrast hve fá handtök það verða á hvern einstakan, ef allir leggja fram sitt. Nú þarf ekki nema samkomu lag um þetta atriði milli íbú- anna. Þeir munu komast að raun- um. að þeim líður mun betur þegar þeir eru búnir að taka til. • Viðurstyggð niðurníðslunnar. EN ÞÓ LJÓTT sje um að litast við íbúðarskálana er það hátíð hjá þeirri viðurstygð niðurníðslunnar, sem sjá má umhverfis þá hermannaskála í útjöðrum bæjarins, sem ekki er búið í, en annaðhvort standa auðir, eða eru notaðir sem geymsluhús. Víða er hver ein- asta rúða brotin, • hurðir af hjörunum og óþrifin í kring þannig, að ekki er hægt að lýsa því á prenti. Það þyrfti sannarlega að gera gangskör að því að hreinsa til umhverfis þessa óþrifa skála og gleyma þá ekki um leið, að taka niður skiltin með erlendu áletrununum, sem enn blasa við víða og eru til skammar. • Þörf ráðstöfun. UMFERÐADÓMSTÓLLINN nýi var þörf ráðstöfun, sem á eftir að gera mikið gagn. Það er ólíkt, að sjá aðalumferðar- göturnar nú fyrir nokkru, þegar bifreiðarnar voru all- an daginn beggja megin göt- unnar, svo ekki var þverfótað á aðalgötum. Þó er þetta ekki alveg í lagi ennþá. Það er t. d. Kirkjustrætið, fyrir framan Hótel Skjaldbreið, sem lögregl an byrfti að athuga. Þar geyma teppa umferðina tímunum sam an. — • Verkfall. ÞÁ ER VERKFALLIÐ. sem allir hafa verið að tala um und anfarnar vikur byrjað fyrir al- vöru. Það má búast við, að þetta verkfall komi við marga og valdi miklum óþægindum, bæði þeim, sem í því eiga og hinum, sem fyrir utan það standa. Það verður vafalaust ekki langt að bíða, að einstakl- ingar og heimilin fari að finna fyrir afleiðingum þess, að stærsta verklýðsfjelag landsins leggur niður vinnu um hábjarg ræðistímann. Nóg af þeim. ÞAÐ ÞYKIR TÍÐINDUM sæta. að sjómannadagsráðið er að flytja til landsins margs- konar dýr til sýninga hjer í bænum. Það eru einkum ung- lingarnir og börnin, sem spyrja hvenær sýningin verði opnuð. Eina konu hefi jeg heyrt fussa við þessari væntanlegu dýrasýningu. Hún sagði eitt- hvað á þessa leið: „Það var þá uppátækið, að vera að flytja hingað apaketti frá Afríku, eins og það sje ekki nóg af þeim fyrir!“ Áhyggjur út af þágufallinu. REVÝAN HEFIR komið því á, að menn kalla verkfallið al- ment þágufall vegna þess, að það er eingöngu í þágu komm- únista. Kunningi minn, sem hafði áhyggjur út af því, hvern ig fara myndi með sorphreins- unina í bænum á meðan verk- fallið stendur, var að velta því fyrir sjer hvort það yrði nefnt öskufall, ef sú vinna fjelli nið- hætta á öskufalli. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Verilunarfrelii reynl í Belaín Eífir Henry Kazliff. Brússel: — Það tekur aðeins eina klukkustund að fljúga frá París til Brússel, en á þessum eina klukkutíma flytur maður úr landi skortsins í land, þar sem segja má að flest sje fáan- legt. Þetta er ljósast að kvöldi til, þegar göturnar ljóma 'af auglýsingáljósum, sem- ekki sjást í London eða París. Raf- orkufranjleiðsla Belgíu í mars- mánuði var 30% hærri en á sama tíma 1938, en þetta er mögulegt sökum þess, að Belg- um hefir þegar tekist að fram- leiða um 90% af því kola- magni, sem þeir unnu úr jörðu fyriu stríð. Líkt og í Frakklandi, kvarta Belgíumenn yfir því, að kolin ákveði framleiðsluna. En þrátt fyrir þetta hefir framleiðslan í mars orðið 8% hærri en fyrir stríð, og talan jókst upp í 12% í apríl. Nóg á boðstólum. Segja má. að flest sje fáan- legt í belgiskum verslunum. Það er til nóg af innfluttum fatnaði, nylon silkisokkar eru alstacar, enginn skortur virðist vera á sígarettum. Á veitinga- j húsum er auðvelt að fá kaffi, te, sykur, smjer, bandarískar appelsínur og aðra nyja ávaxti, því Belgía hefir ekki farið að dæmi Breta og Frakka, heldur leyft því nær ótakmarkaðan innflutning. Belgiska stjórnin leit svo á, að óhætt væri að hætta á að eyða erlendum innstæðum, til þess að „metta verkamanninn" og fá þjóðina til að taka á allri orku sinni við framleiðslustörf in. Og þrátt fyrir þetta, er svo komið í dag. að innstæður Belga erlendis hafa aukist um 5.135.000.000 franka. Belgar hafa reynt að berjast við verðbólguna með því að komast fyrir rætur hennar frek ar en með því að draga úr af- leiðingum og hylja einkenni hennar. Strax eftir uppgjöf Þjóðverja undirbjó stjórn lands ins róttækar ráðstafanir gegn verðbólgu, enda hefir tekist að •kom í veg fyrir það, að pen- ingar í umferð ykjust frá því, sem var í árslok 1945. Fjár- hagur landsins er samt ekki sem bestur og ýms vandamál eru enn óleyst á því sviði. En miklu máli skiftir það, að-tak- ast skyldi að halda upp verð- gildi peninganna bæði í land- inu sjálfu og erlendis. Stjórnin hefir ennfremur lagst gegn þjóðnýtingu og nýjum sköttum á fjármagn, og hefir þetta leitt til þess, að Belgar, sem fje áttu erlendis, komu því heim af frjálsum vilja. Svartur markaður. Belgiska stjórnin hefir unnið af kappi að því að ryðja úr vegi hömlum í utanríkisviðskiftum. Hún hefir útrýmt næstum öll- um takmörkunum á innflutn- ingi til landsins. Það er lítill vafi á því, að Belgar gera þetta í eiginhagsmuna skyni. Belgar eru mjög háðir verslun og út- lönd. En böggull fylgir þó skammrifi. Alveg eins og höml ur á utanríkisviðskiftum hafa í för með sjer hömlur á innan- ríkisviðskiftum, þannig ’fer saman frjálsræði um utanríkis- viðskifti og frjálsræði um inn- anríkisviðskifti. Síðan snemma á árinu 1945 hefir belgiska stjórnin st’öðugt verið að slaka á verðlagseftirliti og vöru- skömtun innanlands, enda virð ist ókleift að halda slíku uppi þar í landi. Menn giska á, að um 30% af verslun með land- búnaðarafurðir í landinu fari fram á svörtum markaði. LONDON: — Óvenju mikið hefir verið að gera fyrir björg- unarbáta í Bretlandi í apríl- mánuði s.l. Aðeins einu sinni á stríðsárunum fengu björgun- arsveitir jafn margar kvaðning ar, en það var árið 1941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.