Morgunblaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20. ágúst 1948. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavflc. TramkvstjU Sigfús Jónsson- Ritstjðri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frj ettaritstj óri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar; Arni Garðar EtristiLnasaoH. Ritatjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austuistrseti 8. — Sími 1600. Aakriftargjald kr. 10,00 á mánuði, ln'niml»nd«l f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura mað Lesbók. kr. 12,00 utanlands. Vandamál vjelbátaútvegsins ÞEGAR ALÞINGI kom saman á s.l. hausti var það fyrst og fremst eitt verkefni, sem fyrir því lá, að finna ný úrræði til þess að firra atvinnulítið vandræðum vegna hinnar miklu og vaxandi verðbólgu í landinu. Það var fyrst og fremst sjávarútvegurinn, sem á s.l. hausti var illa á vegi staddur. Þrjú síldarleysissumur höfðu leikið vjelbátaútgerðina hart. Sýnt þótti að fjöldi báta yrði ekki gerður út á vetrarvertíð, ef ekki yrðu gerðar ráð- stafanir til annars tveggja, að lækka útgerðarkostnað þeirra eða tryggja þeim hækkað verð fyrir afurðir sínar. Alþingi brást þannig við vanda útvegsins, sem jafnframt var vandamál þjóðarinnar í heild, að það samþykkti þann 20. desember lög um dýrtíðarráðstafanir. Samkvæmt þeim ábyrgðist ríkissjóður bátaútveginum og hraðfrystihúsunum sama verð fyrir afurðir þeirra og gert hafði verið með hinum fyrri fiskábyrgðarlögum. Jafnframt var ákveðið að ekki mætti miða verðlagsuppbót við hærri vísitölu en 300 stig. 1 þessari loggjöf voru einnig ákvæði um aðstoðarlán til útvegsmanna vegna aflabrestsins á síldveiðunum, eignar- aukaskatt, stofnun aflatryggingarsjóðs útvegsins og álagn- ingu söluskatts á margskonar viðskipti. Nú er aftur liðið að hausti. Og hvernig er umhorfs i ís- lensku atvinnulífi í dag? Er þá fyrst að líta á útflutning landsmanna það, sem af er þessu ári. Fyrstu 7 mánuði ársins eða til júlíloka nam verðmæti útflutnings okkar 237,9 millj. króna. Á sama tíma í fyrra var verðmæti útflutningsins 110,4 millj. króna. Útflutnings- verðmætið í ár er þannig liðlega helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður fyrstu 7 mánaða þessa árs hefur orðið hagstæður um tæplega eina millj. króna. — Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuður okkar óhagstæð- ur um 167 millj. króna. Þegar litið er á þessar tölur virðist afkoma þjóðarbúsins hafa verið mjög góð. Islendingar hafa aldrei flutt út fyrir svo mikið fje, sem á fyrri helmingi þessa árs. Á sú stað- reynd fyrst og fremst rætur sínar að rekja til starfsemi hinna glæsilegu nýsköpunartækja, sem þjóðin hefur verið að flytja inn og áttu sinn þátt í að vöruskiptajöfnuður s.l. árs var svo óhagstæður, sem raun bar vitni um. En þrátt fyrir þessa staðreynd horfir þó mjög þunglega fyrir íslensku atvinnulifi og þá fyrst og fremst bátaútveg- inum. Allar líkur benda til þess að hann muni á komandi hausti vera síst betur á vegi staddur en í fyrrahaust. Sild- veiðin hefur fram til þessa brugðist gjörsamlega. Sl.l vetrar- vertíð var mjög misjöfn í hinum ýmsu verstöðvum. Það er þess vegna nokkurn veginn víst að Alþingi, sem kemur saman í byrjun október í haust eða e.t.v. fyrr, mun standa frammi fyrir nær sama vandanum og s.l. hausti. Með dýrtíðarlöggjöfinni frá í fyrra hefur að vísu í aðal- atriðum tekist að koma í veg fyrir hraðan vöxt verðbólg- unnar. En vandamál bátaútvegsins er jafn óleyst nú og það var í fyrrahaust. Fram hjá þeirri staðreynd er ekki hægt að komast þótt festing vísitölunnar hafi orðið útgerðinni éíð nokkru liði. Raunverulega verður hagur smáútgerðar- innar miklu verri nú en þá. Fjórða aflaleysis sumarið hefur að öllum líkindum bæst við. Skuldabyrði útgerðarinnar hefur ennþá þyngst. Það má segja að lítið þýði að vera að mála þessa mync upp á vegg. Mestu máli skipti að finna leiðir til þess að tryggja áfram- haldandi rekstur vjelbátaflotans á komandi vertíð. En litlar líkur eru til þess að það verði gert með nýjum ríkisábyrgð- um, sem ríkissjóður áreiðanlega hefur ekkert bolmagn til þess að standa við. Allt bendir þess vegna til þess að á komandi hausti verði ekkí umflúið að fara nýjar leiðir í dýrtíðarmálunum og ráðast beint framan að örðugleikunum. Hingað til hefur vérið reynt að fara leið ríkisábyrgðanna. En hún dugir ekki. í henni fellst engin varanleg lausn á því vandamáli, sem við er að etja. ÚR DAGLEGA LÍFINU Sjeðir menn. MENN ERU misjafnlega sjeð ir og framsýnir. Sumir gera ráð fyrir öllum möguleikum og það kemur þeim ekkert á óvart. — Þeir sjá um sig og sinn hag. Þannig eru ferðamennirnir, sem oanta far hjá öllum skipa- fjelögum og flugfjelögum sam- tímis og taka svo það, sem hent ar þeim best. Það er ekki hætta á að þessir náungar verði af ferð. Þeir hafa tryggt sig. — Aldrei dettur þeim í hug að afpanta far, sem þeir ætla sjer ekki að nota. Því þeir hirða ekkert um hvort fjelögin verða fyrir óþægindum og peninga- tjóni og aðrir mfenn, sem þurfa á farinu að halda missa af því. Það kemur þeim ekki við. • Bráðum nóg komið. ÞESSI ÓSIÐUR er nú orðin svo útbreiddur, að menn panti far með skipum og flugvjelum, sem þeir nota svo ekki þegar til kemur, að skipafjelögin eru farin að láta menn setja trygg ingu fyrir því, að þeir taki far- seðla, sem þeir hafa pantað og láta sækja farseðla með löng- um fyrirvara. Það keraur að því að flug- fjelögin verða að fara sömu leið og skipafjelögin og krefj- ast bess, að farþegar kaupi far seðla mörgum dögum áður en ferðin er farin. Hingað til hafa heiðarlegir menn getað pantað sjer far og afþakkað það með fyrirvara, ef þeir hafa ekki getað notað ferð ina. En nú hafa hinir sjeðu sjeð fyrir því, að þetta er ekki hægt lengur. • OII sæti pöntuð en vjelin fór hálf. ÞAÐ ER ekki langt síðan, að íslensk flugvjel fór frá Kaup- mannahöfn. Öll sæti vjelarinn- ar höfðu verið pöntuð mörgum vikum áður. Fjöldi manns Var á biðlista. Þar á meðal voru nokkrir, sem nauðsynlega hefðu þurft að komast heim þenna dag. Þegar brottfarartími flug- vjelarinnar kom, mættu ekki nema helmingur þeirra, sem pantað höfðu farseðla. Hinir Ijetu ekkert heyra til sín. Það var svona 15—20 þúsund kr. tjón fyrir flugfjelagið. Þeir, sem voru á biðlista höfðu ekki þorað að segja upp gistiherbergjum sínum upp á von og óvön, því það er ekki auðvelt að fá gistihúsherbergi erlendis nú til dags. Þeir kom- ust bví heldur ekki með. • Það er ekki hægt. „ÞETTA ER EKKI hægt“, er orðatiltæki í Reykjavík um þessar mundir, er mönnum of- býður eitthvað. Og það má nú segja, að það er ekki hægt, að líða fólki þau sjerrjettindi, að fá að- panta sjer farmiða, hvort heldur er með skipi eða flug- þeir geti ekki notað pantað far. eða láta vita í tæka tíð, að þeir geti ekki notað pantað far. Og enn einu sinni verða marsir að líða fyrir óreglu og kæruleysi fárra manna. • Seint koma flöggin upp í Reykjavík. ,,ÞAÐ ER flaggað of mikið í hálfa stöng hjer í þessum bæ og of lítið í heila stöng“, sagði einn af merkustu borgurum þessa bæjar við mig um kvöld- ið fvrir Reykjavíkurafmælið. „Og það er ykkur blaðamönn unum að kenna, að ekki skuli vera flaggað meira en gert er. Þið eigið að segja frá því í blöðunum þegar ætlast er til þess að menn flaggi og þá verð ur það gert“, bætti hann við. Það er nú svo. Klukkan var komin fast að hádégi þegar flöggin voru dreg in að hún hjer í bænum á Reykjavíkurafmælinu og þó stóð það í blöðunum, að ætl- ast væri til að menn flögguðu þenna dag. Það er undarlegt seinlæti hjá mönnum að draga flögg sín mjp á morgnana. Þau eiga að kmna upp kl. 8 að morgni og Alft* komin niður aftur að minsta kosti fyrir sólarlag. Það er sann arlega vafasöm uppbót, að láta flaggið hanga framyfir mið- nætti, eins og sumstaðar kem- ur fyrir, þótt það hafi ekki verið dregið að hún fyr en eft- ir hádegið. • Hnupl og tætingur. HNUPL og tætingur á eign- um manna fer nú svo í vöxt hjer í bænum, að til vandræða horfir. Það er eins og sumir menn beri enga virðingu fyr- ir eignarjetti annara. Fyrir nokkru var sagt frá nokkrum dæmum í þessum dálkum um menn, sem ekki fengiu að hafa garðyrkjuverk- færi sín í friði. Það væri ekki óhætt að skilja eftir sköfu eða skófluræfil í garði yfir eina nótt. því óðara væri búið að stela því. • Tjaldi stolið frá sjúkling. í LÖNGU BRJEFI segir sjúklingur mjer frá því, að hann hafi fengið leyfi til að setja upp tjald á lóð manns hjer fyrir innan bæinn. Sjúkl- ingurinn hjelt þarna til við tjaldið á daginn, en svaf í bænum. Einn morguninn er hann kom á blettinn, var tjaldið horfið og bað, sem í því var. Óþokkaskapur að tarna. En svona er það á fleiri svið um. Menn geta ekki verið ör- uggir með neitt, nema að það sje undir lás. En mikið má það nú vera, ef tialdþjófurinn hefir góða drauma í tjaldinu, sem hann stal frá einstæðings sjúkling. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminniiimiiiiMiiimimiiiiimiimiiiiiiiiiiimiiiniinmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimmimiiiiniiiiimiiiiiiimiimiiiiiiiimumiimMiiiiimiimiiimmiiin ! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiimiiimiimmmiiiiiiiiimimmmmmmiiiiiiiiimmimiia Dollaraskorturinn og bifreiðaútflutningur Bandaríkjanna Eftir Ralph Harris, frjetta- ritara Reuters. NEW YORK. ÞAÐ FYLGIR nú í kjölfar verð- hækkunarinnar, sem allar stærstu bifreiðaverksmiðjur Bandaríkjanna tilkynntu fyrir skömmu síðan, að í ljós kemur, að útflutningur bandarískra fólks- og vörubifreiða hefur stórminnkað að undanförnu. Fjöldi landa, sem áður voru talin góð markaðslönd, hafa nú hert á eftirlitinu með innflutn- ingi bíla frá Bandaríkjunum, og Bandaríkjamenn fluttu út 13, 000 færri bíla fyrstu fimm mán- uði þessa árs en á sama tíma síðastliðið ár. Þetta þýðir það, að útflutningurinn hefur á einu ári minnkað um tólf prósent. • • LÚXUSVARA. INDLAND, Kanada, Bretland, Kína og ýmis önnur lönd, sem orðið hafa fyrir barðinu á doll- araskortinum, líta á amerískar bifreiðar sem lúxusvöru og hafa ýmist hætt með öllu eða dregið mjög úr þessum innflutningi. Þetta hefur þegar komið illa við bífreiðaframleiðendur Banda xíkjanna. Jafnvel útflutningur vörubíla, sem þó er mikill skortur á í þeim löndum, sem eyðileggingin j hefur orðið hvað mest í, hefur . minnkað um 27,000 bíla á ein- um tólf mánuðum. • • BRETAR KEYPTU 400 BRETLAND hefur að heita má stöðvað allan innflutning amer- ískra vöru- og fólksbifreiða. Að- eins um 400 voru seldar þangað síðastliðið ár. Verslunarmenn í Bandaríkjun um gera sjer engar vonir um, að bifreiðaútflutningur þeirra verði í ár jafnmikill og síðast- liðið ár, en þá seldu þeir úr landi 267,000 fólksbíla og 263, 000 vörubifreiðar. Verðmæti þessa útflutnings nam um 1,000 milljón dollurum. • • KANADA. BANDARÍSKIR bifreiðafram- leiðendur urðu fyrir versta á- fallinu, þegar Kanada, sem einna síðast allra landa fór að finna til dollaraskortsins, bann- aði innflutning á öllum lúxus- vörum frá Bandaríkjunum. -— Dollarar til kaupa á amerískum bílum eru nú stranglega skammt aðir. Kanada flutti þannig inn aðeins 1,000 bíla fyrstu fimm mánuði þessa árs -— eða um 12,000 færri en 1947. Indland hefur lagt bann við innflutningi dýrari bifreiðateg- unda og Ástralía hefur strangt eftirlit með bifreiðainnflutningi frá Bandríkjunum. Flest ríki Suður-Ameríku hafa farið að dæmi Ástralíu. • • BESTA MARKAÐSLANDIÐ. EINA LANDIÐ, sem enn má telja góðan markað fyrir bif- reiðaverksmiðjur Bandaríkj- anna, er Suður-Afr'ika. Suður- Afríka hefur nú tekið við af Kanada sem stærsti bílainn- flytjandinn, og flutti síðastliðið ár inn næstum 30,000 bíla. — Önnur aðal innflutningslönd 1947 voru Belgía með 24,000 bíla, Svíþjóð með 12,500, Argen- tína með 23,000 og Mexiko með 18,500. En öll þessi lönd hafa nú hert á innflutningshömlum sínum og eninn vafi er á því, að bifreiðainnflutningur þeirra frá Bandaríkjunum verður tölu- vert minni í ár. Einn af forstjórum þekktrar bílaverksmiðju í Bandaríkjun- um ræddi fyrir skömmu við frjettamenn um erfiðleika bif- reiðaframleiðendanna. „í dag er svo komið“, sagði hann, „að eftir eru í öllum heiminum að- Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.