Morgunblaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1948, Blaðsíða 12
TEÐURÚTLITIÐ (Faxaflól): SUÐ-AUSTAN_ eða austan gola. — Dáltil rigning. 195. tbl. — Föstudagur 20. ágúst 1948. Yerðiir Islensk ferðaskrifslofa stofnsefl í London MIKLAR líkur eru til þess að innan skamms verði stofnsett ís-1 Iensk ferðaskrifstofa í London. Björn Björnsson, kaupmaour, sem | var fulltrúi islensku Ólympíunefndarinnar í London, skýrði | frjettaritara blaðsins frá því, að hann hefði mikinn hug á að stofnsetja slíka skriístofu þar í samráði við fleiri aðila, þar sem hann væri í engum vafa um að það yrði til mikils hægðarauka íslendingum, er til London ferðast. Hosqiloflugvjel í Reykjavík Björn kvað það hugmynd^ sína að skrifstofan hefði af- greiðslu fyrir bæði íslensku flugfjelögin, greiddi götu ís- lendinga eftir megni og einnig útlendinga, sem hug hefðu á íslandsferðum. Að sjálfsögðu yrði hún hvað það snerti að hafa samband við Ferðaskrif- stofu ríkisins hjer heima. Björn sagðist í engum vafa um, að hægt væri að starfrækja slíka skrifstofu hallalaust. Allar hinar Norðurlandaþjóð irnar hafa ferðaskrifstofu London, og jafnvel gistihús, sem hjálpa ferðamönnum frá þeim löndum og láta Bretum og öðrum, sem til landanna ætla að ferðast, upplýsingar og aðstoð í tje. Það yrði íslending- um til mikilla hagsbóta, ef ís- lensk ferðaskrifstofa væri þar einnig, og er ánægjulegt að nú virðist kominn skriður á það mál. Hundur drepur tvo minka Lítil síldveiði í gærdag Siglufirði í gærkveldi. ÞOKAN, sem skall á í gær- kveldi, hamlaði veiðum í nótt og fram á morgun, en þá ljetti til á ný. Skip, sem voru á vestursvæð- inu, gátu nokkuð lengur verið að veiðum og talið er að milli 10 og 20 skip hafi í nótt og í morgun, fengið frá 100 til 350 tunnur síldar. I gær bgrust um 1000 mál til bræðslu hjer á Siglufirði. Frá frjettaritara vorum á Olafsfirði. ÞAÐ bar til tíðinda hjef á mið vikudag og fimmtudag, 11. og 12. þ. m. að hundur einn hjer drap 2 minka er höfðust við hjá Ólafsfjarðarvatni. Nánan til- drög voru þau, að Jóhann Krist 1 jánsson hjeraðslæknir var, á- samt fjölskyldu sinni, í sumar- bústað sínum hjer frammi í sveitinni, austan megin Ölafs- fjarðarvatns. Urðu þá synir læknisins þess varir að hundur er þeir eiga, var sífelt að krafsa og grafa í holu sína í lækjar- bakka þar skammt frá og fóru þeir að gefa þessu gætur og ráku m. a. spítu inn í holuna, en heyrðu þá kviss og ýlfur, svo þeir þóttust vita hvers kyns væri. Fóru þeir þá og sóttu brjefarusl og tróðu upp í holu- opið og kveiktu síðan í. Var þess þá skamt að bíða að mink- urinn kæmi út um aðra holu svo sem 1 metra neðar með læknum og rjeðist þá hundur- inn að honum og gat bitið hann í hnakkan og síðan hrist hann og slegið honum við þar til hann var dauður. Þetta var stór og fullorðinn minkur. — Þetta gerðist á miðvikudaginn. Á fimmtudag (í gær) var svo hundurinn á sömu slóðum og varð þá var við mink á mndi í vatninu skammt undan bakk anum og lagði hundurinn þeg- ar til sunds á eftir minknum og náði honum fljótlega og átt UD5M. MRL: Ol <. MAGNUSSDM Um hádegisbilið í gær lentu tvær Mosqitovjelar hjer á Reykja- víkurflugvelli. I>ær komu frá Stornowayflugvellinum á Hebrets- eyjum og voru um þrjár klukkustundir hingað. Þær eru á leið til Iíomingo-lýðveldisins í Vestur-Indium. I dag. í morgun, er þokunni ljetti á ný, komust tvö skip í síld við Kjálkangs utan Gjögra. í dag ust Þeir eitthvað við, en eftir hefur verið sæmilega hagstætt skamma stund lauk þeirn við- veður til veiða, ef síld hefði ureiSn svo að h«ndunnn kom látið á sjer bæra, en yfir mið- ,með minklnn dauðan að ]™di. unum er mikill þokubakki, sem | Talsvert hefur orðið vart vxð ógnar kvöldveiðinni, sem við.minka híer undanfarna mán- köllum, en að undanförnu hef- juðl 0% hafa nokknr venð irepn ur síldin einna helst veiðst í ir’ en aðrir naðst hfandi. Ijósaskiptum Munu villiminkar þessir að- allega hafast við hjá Ólafsfjarð Sölíunin. arvatni vegna silungs sem í því Mikið hefur verið að starfa er. — B. Sv, við síldarsöltun hjer síðasta sólarhring og var síld söltuð í 8909 tunnur, en annarsstaðar á landinu í 1660 tunnur. Áætlað er að hjer verði í dag saltað í 1000 tunnur og mun heildar- söltunin á landinu vera um 53 þúsund tunnur. Á sama tíma í fyrra nam heildarsöltunin 44596 tunnum. — Guðjón. Berkiavarnir í Indlandi GENF: — Alþjóða heilbrigðis- stofnunin hefur samþykt að veita Indlandi styrk til að byrja alls- herjar bólusetningu gegn berkl- um nálægt Madras. Erlend síldveiðiskip á míðunum Siglufirði, fimmtudag. SAMKVÆMT upplýsingum frá I hafnarskrifstofunni um erlend síldveiðiskip hjer í sumar, eru þau sem hjer segir: j Frá Sviþjóð 79 skip, flest með j reknet. Frá Noregi 251 skip, j bæði með snurpu og reknet. Sex I skip eru frá Danmörku, öll með reknet. Þá er einn þýskur leið- angur, einn rússneskur, með reknet og snurpu að því er sagt er, og einn finnskur. Afli þýsku skipanna er 1000 tunnur í salt og niðursuðu, því að eitt skipanna hefur niður- suðuvjelar um borð. — Svíar, Norðmenn og Danir eru með frá 200 tunnum upp í 900. ■— Aflabrögð þeirra rússnesku og finnsku er mjer ekki kunnugt um, haldið að þau hafi ekki aflað mikið. Sænsk skonnorta er nýfarin heim með 3 þús. tunnur, en í hana fiskuðu tveir hringnóta- bátar. Önnur fiskiskip, aðallega Færeyingar, voru 86 togarar og skútur, sem hjer hafa komið í sumar. — Guðjón. KR vann Fram með 2:9 í GÆRKVELDI fór fram leik ur milli KR og Fram í íslands- mótinu í knattspyrnu. Leikar fóru þannig að KR sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Hörður Óskarsson setti ann- að mark KR í fyrri hálfleik, en Olafur Hannesson hitt í síðari hálfleik Kviknar í bryggju við affermingu olíu- skips Akureyri, fimmtudag. í GÆR var olíuskipið Þyrill statt á Dalvík og var að dæla þar bensíni í bensíngeymi Olíu- fjelagsins h.f. Olíuleiðslan lá eftir bryggjunni og þykir full- víst, að bensín muni hafa lekið úr leiðslunni og smitað bryggj- una og sjóinn undir henni, því að það kviknaðf í bryggjunni á allstóru svæði, og var hún og sjórinn þegar alelda. Þetta mun hafa skeð um kl. 6,30 e. h. Slökkviliðið kom á vettvang og dældi vatni og sjó á bryggj- una með slökkvitækjum, sem reynst hafa sjerstaklega vel. — Eftir rúma klukkustund var bú ið að ráða niðurlögum eldsins. Bryggjan á þessum kafla skemmdist allmikið, en er þó sögð fær yfirferðar með ljett- an flutning. — H. Vald Brun sendiherra gef- ur frumdræffi af mynd efíir Thor- valdsen í HÁDEGISVERÐARBOÐI hjá Bjarna Benediktssyni, ut- anríkisráðherra, 19. ágúst, sem haldið var til heiðurs Brun sendiherra Dana og frú hans, þar sem utanríkisráðherra þakk aði Brun gott samstarf og vel- vild í garð íslendinga, afhenti Brun sendiherra Stefáni Jóh. Stefánssyni, forsætisráðherra, að gjöf til íslenska ríkisins frumdrætti af mynd, sem Thor- valdsen myndhöggvari hafði gefið formóður sendiherrans. Sendiherrann hvað Thorvald sen vera tengilið milli íslands og Danmerkur og teldi hann því vel við eiga að gefa íslandi til minja við brottför sína af land- inu þenna gamla ættargrip. Forsætisráðhefra tók á móti gjöfinni og þakkaði hana. (Frá utanríkisráðuneyti-nu). Fólksbíl sfolið í FYRRINÓTT var Chevrolet- fólksbílnum R—6032 stolið, en eigandi þessa bíls er Friðfinnur Ólafsson viðskiftafræðingur. í gærmorgun fanst billinn, en hann hafði þá orðið fyrir nokkr um skemmdum og sýnilega ver- ið ekið mjög mikið. Rannsóknarlögreglunni hafa borist upplýsingar um það, að í gærmorgun um kl. 6,45 var bílnum ekið niður Laugaveg og við gatnamót Barónsstígs og Laugavegs nam bíllinn staðar, og maður með svart kaskeiti á höfði fór inn í bílinn og ók með honum brott. Skorað er á mann þennan að gefa sig fram við rannsóknar- lögregluna, því ella verður að álykta, að hann sje viðriðinn þjófnað þennan. Fjármál V.-Þýskalands í góðu lagi FRANKFURT: — Clay hershöfð- ingi sagði nýlega, að eftir verð- festinguna og seðlaskiptin 20. júní sje fjármála- og atvinnulíf Vestur Þýskalands í svo góðu lagi, að í ráði sje að afnema ýmsar hömlur 1. sept. GREIN eftir Andrjes Davíðs- son, sem var boðsgestur á OI- ympíuleikunurfí á bls. 7. —---------------------S _____ a Slysið á Njarðargötunni MAÐURINN, sem varð fyrir því slysi á Njarðargötunni í fyrri- nótt, að ganga á rafmagnsvír, er tallið hafði niður, komst ekki til meðvitundar aftur og ljest hann síðla nætur aðfaranótt fimmtudags, í Landsspítalanum. Maður þessi hjet Aðalsteinn Líndal Guðmundsson til heimil- is að Njálsgötu 98. Hann var aðeins 16 ára gamall, einkason- ur þeirra hjóna Guðmundar Björnssonar veggfóðrara og Þór heiðar Sumarliðadóttur. Rannsóknarlögreglan hóf þeg ar í gærmorgun rannsókn þessa máls, einkum þó hver orsök þess var, að rafmagnsvirinn hafði fallið niður. Kom þá í ljós, að ekið hefur verið á stag, sem liggur í rafmagnsstaurinn er stendur skammt frá gatnamót- um Njarðargötu og Hringbraut- ar. Við áreksturinn hefur stag- ið slitnað, og við það sviftist staurinn til og rafmagnsvírinn slitnaði niður. Fyrslu hljómleikar Þórunnar Jóhanns- dóffur verða á mánudag ÞÓRUNN litla Jóhannsdóttir heldur fyrstu hljómleika sína hjer í Reykjavík að þessu sinni í Austurbæjarbíó n.k. mánudags kvöld, en eins og kunnugt er, er Þórunn nýkomin hingað heim frá London, þar sem hún stund- ar nám í Royal Academy of Music. Hljómleikaar Þórunnar hefj- ast kl. 7 á mánudagskvöldið. Herferð gegn Gyðingum í Jerúsalem BEIRUT: — Múftinn af Jerúsal- em hefur skorað á alla hreina múhameðstrúarmenn að hefja herferð gegn Gyðingum í borg- inni, til þess að koma í veg fyrir, að þeir taki alla borgina á sitt vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.