Morgunblaðið - 19.02.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1949, Blaðsíða 8
I Laugardagur 19. febrúar 1949. 8 UORGVNBLAÐIÐ Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj Sigfús Jónsson. UR DAGLEGA LIFINU Ritstjóri: Va'itýr Stefánsson (ábyrgSana.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundssoc Auglýsingar: Árni Garðar KristinssoE. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla; Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, iiinanlandt, kr. 15.00 utanlands. í laiuwsölu 60 aura «intakið, 75 aura með Lcabók. Eru það íslendingar eínir ? UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur meira verið rætt um varnir íslands og öryggi þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr. En eru það íslendingar einir, sem um þessar mundir ræða öryggismál sín? Nei, því er ekki þannig farið. Ef athuguð er afstaða annarra Evrópuþjóða kemur þetta í ljós: Lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu, Hollendingar, Belgir, Lux- emburgar-menn, Frakkar og Bretar hafa fyrir ári síðan stofnað með sjer varnarbandalag. Þessar þjóðir hafa hafist handa um að samræma landvarnir sínar og treysta örvggi sjálfstæðis síns. Hvers vegna eru þessar þjóðir að þessu? Við hvað eru þær hræddar? Eða er samtökum þessara þjóða beint gegn öðrum þjóðum í árásarskyni? Varnarsamtök Vestur-Evrópuþjóðanna eru ekki mynduð í árásarskyni. Það getur engum óbrjáluðum manni komið til hugar. Hollendingar, Luxemborgar-menn og Belgir hafa áreiðanlega ekki árás í huga á nágranna sína. Það hafa Frakk- ar og Bretar eKki heldur í hyggju. En allar þessar þjóðir eru hræddar við það, sem gerst hefur í Áustur- og Mið-Evrópu. Þær óttast hina skefjalausu yfirgangsstefnu Rússa, sem lagt hafa undir sig hverja smáþjóðina á fætur annari. Ef litið er til þeirra þjóða, sem við íslendingar teljum okk- ur skyldastar, Norðurlandaþjóðanna, koma svipaðar stað- reyndir í ljós. Svíar, Danir og Norðmenn hafa í heilt ár staðið í samningum sín á milli um sameiginlegar varnir landa sinna. Hvað er það, sem þessar frrðsömu smáþjóðir óttast? Eru þær e. t. v. smeykar við árás af hálfu Breta eða Banda- ríkjamanna? Það er fráleitt. Ef svo væri hefðu þær ekki óskað þess að Bandaríkjamenn seldu norrænu varnarbandalagi vopn. í þessu sambandi skiptir það ekki máli þótt ekki hafi ennþá tekist að koma á slíku varnarbandalagi Norðurlandaþjóðanna. Þjóðir Norðurlanda vinna þrátt fyrir það ósleitilega að tryggingu öryggis síns. Svíar treysta nokkuð á vopn sín, en hafa þó falast eftir vopnum hjá hinum vestrænu lýðræðis- þjóðum. Norðmenn hafa sent utanríkisráðherra sinn til Bandaríkjanna til þess að athuga skilyrðin fyrir þátttöku lands síns í varnarsamtökum lýðræðisþjóðanna. Er almennt talið að Norðmenn sjeu þess alráðnir að ganga 1 þau samtök. Danir reyna í lengstu lög að treysta á norrænt varnarbanda- lag, sem njóti stuðnings Atlantshafsbandalagsins. Allar þess- ar friðsömu menningarþjóðir leggja þannig á það allt kapp að treysta varnir sínar, ýmist með eigin vopnum og vörnum, innbyrðissamtökum eða þátttöku í samtökum annarra lýð- ræðisþjóða til verndar eigin sjálfstæði og heimsfriðnum yfir- leitt. Getur það verið að allar þessar þjóðir, sem hjer hafa verið nefndgr, sjeu svo lánlausar að stefna að því að „selja lands- rjettindi“ sín og leggja á sjálfar sig þrældómsfjötra, eins og íslenskir kommúnistar halda fram? Er Evrópa allt í einu orðið eitt risastórt heildsölufyfirtæki, sem verslar með frelsi sinna eigin þjóða? Það er ótrúlegt, mjög ótrúlegt. Kjarni málsins er þessi: Frelsi og menning þjóðanna er í hættu, alveg eins og hún var í hættu haustið 1939, þegar Hitler atti herjum sínum og vígvjelum á saklaust fólk. Vald óttans við styrjaldir ríkir á ný. Hinn nýi fasismi, ógnarstjórn Moskvavaldsins, vofir yfir frelsi og öryggi þjóðanna. Það er vegna þessara staðreynda, sem hinar lýðræðissínn- uðu þjóðir í Vestur-Evrópu og Vesturheimi hafa þokað sjer saman til þess að verja þau rjettindi, sem gefa lífi frjálsra manna gildi. íslendingar eru aðeins lítil þjóð, sem á þá ósk heitasta að fá að lifa í friði. Frumskilyrði þess að það verði unnt, er að hún geri sjer ljósar þær hættur, sem að öryggi hennar steðja og freisti sarnfylgdar við þær þjóðir, sem nú leitast við að skapa heimsfriðnum og eigin sjálfstæði nokkurt skjól. Saga úr snjónum ÞAÐ eru sagðar margar sögur úr snjónum þessa dagana. ■— Sumir hafa frægðarsögur að segja, aðrir frá óförum sínum, eins og gengur. Með betri sög- um úr umferðinni undánfarna daga er þessi hjer: Maður nokkur fór heiman frá sjer snemma morguns í bíl sínum. Hann ók eftir göt- unum í hlíðunum fram og aft- ur, rendi sjer í lausamjöll skaflanna og urðu þeir honúm lítill farartálmi í fyrstu. í einni götunni kom hann að allstórum skafli og hugðist hafa sömu aðferð og fyr að renna sjer gegnum skaflinn og taldi að bíllinn myndi þola það sem fyr. En maðurinn fann brátt, að þessi skafl var þjett- ari fyrir, en hinir, enda kom það í ljós, er hann gætti betur að, að það var heill jeppi fal- inn inni í skaflinum. Skála-búi kvartar H. SKRIFAR: — „Kæri Vík- verji. Mig langar að biðja þig, að vekja athygli forráðamanna Strætisvagnanna á því, að í- búar í Skjólunum telja ekki samgöngumálunum sínum borg ið, með ferðum þeim, sem ætl- að er að hefja á næstunni, þ.e. á bakaleið úr Skjólunum um Hringbraut, Miklatorg, Snorra braut og Laugaveg til Lækjar- torgs. Flestir. sem búa í Skjól- unum stunda vinnu í vjel- smiðjum, afgreiðslum, búðum og skrifstofum í eða við Mið- bæinn, og get jeg ekki sjeð hvað við höfum að gera með að aka um Austurbæinn, til að komast niður í Miðbæ. — Bentu þeim góðu mönnum á, að okkur vanti fljóta og góða ferð milli Lækjartorgs og Skjólanna. Reynslan hefur sýnt að aukavagn sá, sem geng ið hefur frá Lækjartorgi kl. 2 mín. yfir 12 og úr Skjólunum kl. 12,45, hefur komið að mjög góðum notum, og kæmi íbúum þar vestur frá mjög illa, ef þær ferðir legðust niður. Ekki nóg REYNSLAN hefur ennfremur sýnt, að við komumst alls ekki öll með Seltjarnarnes- vagninum, þegar við þurfum helst á því að halda, þ.e. til vinnu á morgnana, í og úr mat í hádeginu og úr vinnu á eftir- miðdögunum. Tillaga mín í þessu máli er sú, að við fáum vagn frá Lækj artorgi á korters fresti um Vesturgötu, Bræðraborgarstíg, Kaplaskjólsveg, Nesveg, Sörla- skjól og Faxaskjól og sömu leið til baka, og farið væri á heila tímanum, hálftímanum og korterunum frá báðum endastöðvum". • Hættumerkin liækka ÞAÐ væri ekki hægt að hræða einn einasta krajtka með lög- reglunni, ef allir lögregluþjón ar væru eins og hann Guð- björn Hansson. Ekkert nema góðmennskan og kurteisin. Þannig hefur hann allaf verið frá því að jeg man eftir og það er nú orðið nokkuð langt síðan, að hann Guðbjörn varð pólití. Það var sami hægláti mað- urinn, sém hringdi til mín á dögunum og sagði: „Heyrðu, það. var út af merkjunum. Jeg hugsa, að lögreglustjóra leiðist, að honum sje kendur trassa- skapur. Það er svo ólíkt hon- um. Og það er heldur ekki af trassaskap, að hættumerkin hafa ekki verið hækkuð, held- ur er það efnisskortur". • Breytt um útlit GUÐBJÖRN sagði mjer frá því, að ekki væri hægt að fá járnrör, sem notuð eru til þess að halda hættumerkjunum uppi. Það væri aðeins til nokk ur stykki og þau myndu verða sett upp innan skamms í Mið- bænum, þar sem umferðin er mest og hættan af stuttu merkj unum mest. Þá verður merkjunum breytt þannig, sagði Guðbjörn, að skífurnar verða kringlóttar, en ekki ferhyrndar, eins og áður. Ættu þessar umbætur að fyrir byggja slysahættu. Loks gat Guðbjörn þess, að von væri á efni til merkja- gerðar á næstunni og þá myndi verða haldið áfram að breyta hættumerkjunum og halda þau. • Einstefnuakstur nauðsynlegur ÞAÐ er nauðsynlegt að setja einstefnuakstur á fleiri götur en nú er í bænum. Og það kemur að því að það verður gert. Ein þeirra gatna, sem ætti að vera einstefnuakstur um er Kirkjustrætið. Þar ætti ein- göngu að vera leyfilegt að aka frá vestri til austurs. Gott væri, ef þeir, sem hjer um ráða vildu athuga þetta mál, því það er bæði slysa- hætta og óþægindi að hafa fyrir komulagið í Kirkjustræti eins og það er. • Onnur snjósaga í MESTU ófærðinni um hádeg ið í fyrradag voru nokkrir bíl- ar fastir á miðri Túngötunni. Vörubíll nokkur ók þá út í ófærðina, en kom um leið dá- lítið við voða fínan luxus og rispaði hann á afturbretti. Þá fór allt í háaloft. Bílstjór inn á luxusnum skammaði vörubílstjórann fyrir klaufa- skap, en hinn tók á móti full- um hálsi og sagði að hann þyrfti ekki mikið að gapa, sem væri í fullum órjetti. Rifust þeir um það um hríð hvor ætti rjettinn og alltaf bættist við bílastrolluna í göt- unni, sem ekki komst leiðar sinnar vegna rifrildisins. Þá var það að bílstjórinn á næsta bílnum fyrir neðan þá rak hausinn út um gluggann hjá sjer og sagði: ..Ef þið farið ekki að hreyfa ykkur piltar, þá Verðið þið bráðum báðir í órjetti“. - MEÐAL ANNARA OROA . . I l||IMiMIIIIIIMIIIIIIMIilllMMIIIilllllllMMMMMMMMMMMMIMIIIMMIIIIIIIIMIIMMIIMIMIM«IIIMMMIMIIIMIIIIIIIIMIMIMlð Geysimikil aðsókn að kvikmyndahúsum í Vesfur Þýskalandi Frá frjettaritara Reuters. FRANKFURT — Kvikmynda- húsin erU nú betur sótt í Vest- ur-Þýskalandi en nokkru sinni áður í sögu landsins. Skýrslur sýna, að kvikmyndahúsgestir á hernámssvæðum Vesturveld- anna eyða samtals 2,600 ríkis- mörkum á ári í bíóferðir. Talið er, að um 50,000,000 bíómiðar seljist á viku hverri í Vestur-Þýskalandi, eða álíka margir og allir íbúarnir þar eru. Þetta er um 50 prósent meira en fyrir stríð. • • 400 MYNDIR SÍÐASTLIÐIÐ ár gátu Þjóð- verjar í Vestur-Þýskalandi yalið á milli um 400 kvik- mynda. Af 300 erlendum mynd um voru flestar gerðar í Banda ríkjunum, Bretlandi og Frakk- landi. Austurríki, Ítalía og Svíþjóð hafa einnig orðið þess vísari upp á síðkastið, að þýski kvikmyndamarkaðurinn er sjerlega góður. Síðastliðið ár var enn verið að sýna meir en 70 gamlar þýskar kvikmyndir frá Hitlers tírnabilinu. Þær'fengu yfirleitt góða dóma. Þjóðverjar höfðu meiri mætur á sumum þessum myndum en þeim, sem gerðar hafa verið frá ófriðarlokum. • • VILJA GLEYMA UM 35 kvikmyndir voru tekn- ar í Vestur-Þýskalandi síðast- liðið ár, en meðalkostnaður þeirra var um 1,000,000 þýsk mörk. Búist er við því, að um 50 myndir verði framleiddar í ár, og að minnsta kosti helm- ingur þeirra verður gerður með útflutning fyrir augum. Þjóðverjar fara fyrst og fremst í kvikmyndahús til þess að gleyma, þótt ekki sje nema örstutta stund, erfiðleikum sínum. Þetta verður fyrst og fremst ljóst, þegar athugað er, hvaða myndir eru vinsælar og hverjar óvinsælar í Þýska- landi. • • VINSÆLUSTU MYNDIRNAR KVIKMYNDIR, sem sækja efni sitt í skemmtanalíf Vínar- borgar fyrir stríð, dansleika- hús og ævintýri Múnchhausen eru meðal þeirra vinsælustu. Flestar þessar myndir hafa verið gerðar fyrir stríð, og Þjóðverjar kjósa þær miklu fremur en þær, sem búnar hafa verið til eftir ófriðarlokin og margar hverjar snúast um erfiðleika stríðsfanganna, sem snúa heim, o.s.frv., o.s.frv. Kvikmyndahúseigendur, sem margir hverjir leggja fram fje til kvikmyndaframleiðslu, neita nú að aðstoða við töku fleiri „raunsæismynda“. Þeir gefa þá skýringu, að þýskur almenningur sjái nóg af húsa- rústum allt í kringum sig, og vilji fá að horfa á glæsilegar íbúðir og skrautlega nætur- klúbba á sýningarljereftinu. • » ERLEND FRAMLEIÐSLA ÞÝSKIR bíógestir hika ekki .við að gagnrýna erlendar kvik myndir. Þó kjósa þeir yfirleitt frekar að sjá þær en þýsku myndirnar, sem teknar hafa verið eftir stríð. Vinsælustu myndirnar eru þær, sem Greta Garbo eða Marlene Dietrich leika í. „Óður Bernadettu“ náði miklum vinsældum, og sömu sögu er að segja um Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.