Morgunblaðið - 19.02.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1949, Blaðsíða 14
14 MORGV ISBLAÐIÐ Laugardagur 19.febrúar 1949. Framfialdssapn 9 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii 1111111 • 11 iiiiiiimiiin ni in iii i imiiimtiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiimii11. HESPER Eftir Anya Seton fc,M**tiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii»iiiiiiniiiiniMiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii immmmiii f»au þræddu slóðina yfir. hæð- ina- - fyrir - ofan veitingakrána og niður á landræmuna, sem tengdi Gerrys Island við meg- inlandið um fjöru. Negra- stúlkan gekk hljóðlega eins og dádýr í skógi. Þau þurftu að vaða síðasta spölin út í eyjuna, því það var farið að falla að. Þegar hún steig í vatnið, hveinkaði hún sjer lítið eitt, þvr að það var kalt. Annars sagði hún ekki eitt einasta orð. Þau gengu yfir gróðurlausa eyjur.a og komu niður að vík- inni, þar sem Johnny hafði falið bátinn sinn, á milli klett- anna. Hann ýtti bátnum á ílot og hjálpaði stúlkunum svó upp í. Þegar negrastúlkan sett ist í skutinn, vaknaði barnið og fór að gráta. Hún reri með það i fanginu og þau heyrðu að hún sönglaði við það, „Hush, hush, hush ....“. Johnny sagði Hesper að setjast á fremri þóftuna, en settist sjálf ur á þá í miðjunni. Svo lag- færði hann árarnar. „Ertu til- búin, Hes“, hvíslaði hann. „Róðu hægt en fast og vertu ekki hrædd“. „Jeg er ekkert hrædd“, sagði hún borginmannleg. Þau reru greitt til austurs. Árarnar fjórar gengu í takt. Þau voru komin fram hjá vit- anum lengst úti á nesinu. Þetta er ekkert erfitt, hugs- aði Hesper. Ekki nærri því eins erfitt og Johnny virtist halda. En augnabliki síðar voru þau komin úr víkinni og út á rúmsjó, og norðanvindur- inn bljes beint í fangið á þeim. Öldurnar urðu stærri og litli báturinn hristist og skókst. Hesper beit á vör sjer og tók á af öllum kröftum. Jeg get ekki farið lengra, hugsaði hún einu sinni, þegar önnur árin hafði næstum sveiflast út úr höndunum á henni. Hana sár- sveið í lófana innan í sjóvetíl- ingunum og henni fannst eins og hníf væri stungið undir annað herðablaðið á sjer. En hún hjelt enn um árarnar og reri og reri eins og vjel og reyndi að hugsa ekki. „Þetta var vel gert, Hessie“, heyrði hún að Johnny kallaði. „Hjerna er eyjan. Nú.mátt þú hvíla þig“. Hann reri alveg upp með ströndinni þar sem sjórinn var lygnari. Hún hall- aði sjer yfir árarnar og bljes mæðinni. Johnny teygði hend- ina aftur fyrir sig og klappaði á hnje hennar. „Kastaðu mæðinni, Hessie. Jeg hefði ekki getað fengið betri aðstoð. Það verður auð- veldara til baka, því að þá för- um við undan vindi og flóði“. Hún gat ekki svarað, en hún heyrði aðdáunina í rödd hans og verkurinn í. bakinu minnk- aði heldur við það. Johnny reri næstum hljóð- laust fyrir suðuroddann. „Og þarna liggur ,skipið“, hrópaði hann um leið og þau voru komin fyrir oddann. Negrastúlkan leit upp. Þau störðu öll þrjú á skipið, þar sem það bar við gráan himin- inn. Þegar þau komu nær, sáu þau, að ekkert ljós var um borð, en það birti heldur í loft inu og nokkrar stjörnur skinu á milli reiðanna. Johnny reri upp að skips- hliðinni. „Hæ“, kallaði hann. „Hæ, hafið þið nokkra kisu um borð. Jeg er að minnsta kosti með kisu hjerna handa ykkur .... og kettling líka“. Höfuð kom í Ijós fram yfir borðstokkinn og maðurinn sveiflaði ljóskeri niður að bátn um. „Hæ, þið þarna“, kallaði hann. „Þið hafið verið nógu lengi á leiðinni með kettina. Jeg var næstum búinn að gefa ykkur upp“. Negrastúlkan klifraði upp borðstokkinn og upp í skipið. Johnny veifaði til hennar og reri frá skipshliðinni. „Verið þið sæl“, kallaði stúlkan á eftir þeim, “og guð blessi ykkur“. ,.Góða ferð“, kallaði Johnny og Hesper hvíslaði: „vertu sæl“. Hún var allt í einu gagn- tekin fögnuði. Okkur tókst það. hugsaði hún. Okkur tókst það. ,.Hvað er að, Hes?“, spurði Johnny um leið og þau komu aftur fyrir oddann. „Líður þjer illa?“. „Nei“, sagði hún og tók um árarnar og fór að róa. „Mjer líður einmitt vel. Mjer finnst jeg hafa nýþvegna og hreina samvisku, eins og stundum í kirkjunni, þegar verið er að syngja sálminn“. Henni var alveg sama, þó að Johnny hlægi að sjer. Og henni var alveg sama þó að hún fyndi til í handleggjunum og lófunum. Þessi sársáuki var hreinn og af góðu kominn. Johnny fór ekki að hlæja. Hann sagði: „Já“, eftir dálitla umhugsun og svo þagði hann. Johnny reri bátnum að landi og Hesper tók upp árarnar og gekk frá þeim. En þegar hún ætlaði að stökkva í land á eftir Johnny, var hún svo dofin í fótunum að hún gat ekki hreyft þá. „Hvað er þetta“, sagði hún og settist aftur á þóftuna og hló við. „Jeg er alveg eins og gaddfreðinn silungur“. „Það lagast strax“, sagði Johnny. Hann talaði enn í þessum alvarlega og blíðlega róm, sem var svo ólíkur hon- um. Hann óð út í vatnið, lyfti henni upp úr bátnum og bar hana á þurrt. Hún riðaði, þegar hann setti hana niður, svo að hann hjelt hendinni utan um hana. Hún leit upp og sá móta fyrir and- liti hans undan barðinu á sjó- hattinum. „Hes“, sagði hann og nam staðar. Hún fann að hann hik- aði. Svo hjelt hann áfram með uppgerðarlegu kæruleysi: „Mundir þú vilja að jeg skírði bátinn eftir þjer?“. Hjarta hennar barðist örar en nokkurn tímann fyrr. Það var aðeins eitt, sem gat legið á bak við, þegar menn skírðu bátana sína í höfuðið á kven- manni. Hún kinkaði kolli. Hann tók fastar utan um mitti hennar. „Það verður langt þangað til jeg get beðið þig um að vera annað en unn- usta mín. Að minnsta kosti tvö eða þrjú ár“. „Jeg veit það“, hvíslaði hún. „Johnny, þú verður að vera gætinn úti á miðunum“. Hann gat ekki várist brosi. „Hvað er að heyra í þjer, Hes“, sagði hann. „Þú talar eins og landkrabbi11. Hún virti hann fyrir sjer. í fyrsta skipti fann hún til kvíðans, sem eiginkonur sjó- mannanna bera sí og á í brjósti sjer. En þær máttu aldrei tala um það. Og hún var þegar bú- in að brjóta þá reglu. „Jeg bíð þín á bryggjunni, þegar þú siglir inn höfnina“, sagði hún og reyndi að brosa. „Og jeg skal matreiða handa þjer besta svínakjötið, sem hægt er að fá í Marblehead“. Johnny hló. „Mig dreymir ábyggilega um það, þegar jeg er að draga inn netin og fæ ekkert að borða annað en fisk. Já, Hessie, það verður gott að vita til þess, að þú bíður mín“. Hann tók hana í fang sjer og þrýsti kossi á varir hennar. Hún endurgalt kossinn feimn- .islega. Svo losaði hún sig úr faðmi hans og þau hjeldu áfram. Þau skildu hvort annað og voru hamingjusöm. Það var orðið áliðið morg- uns, þegar Hesper vaknaði á fimmtánda afmælisdegi sínum. Hún geispaði og kúrði sig ofan í koddann. Móðir hennar mundi lofa henni að sofa dálítið leng- ur af því að það var þessi dag- ur. Sólargeisli læddist inn um gluggann. Hún hlakkaði til skemmtiferðarinnar með Johnny, sem þau höfðu ákveð- ið þennan dag. Hún lyfti upp annarri hend- inni og leit á hringinn, sem Johnny hafði gefið henni fyr- ir þrem dögum. Það var gull- hringur með litlum demants- stein. Steinninn er eins og tár ástarguðsins, sem glitrar í gullnum kaleik, hugsaði hún. Mundi pabba hennar finnast þetta góð samlíking? Johnny mundi að minnsta kosti finnast hún kjánaleg. Hún brosti. — Johnny hafði farið alla leið til Lynn til að kaupa hringinn og hann hafði keypt hann fyrir peninga, sem hann var búinn að safna saman til að kaupa nýja veiðistöng. Hann hafði gert við gömlu stöngina í stað- inn. Hann var svo handlaginn. Ábyggilega efnilegastur af öllum ungu mönnunum í Mar- blehead. í júní mundi hann verða skipstjóri á sínu eigin skipi. Og í júní ætluðu þau að gift- ast. Hesper settist upp í rúm- inu og hjelt niðri í sjer and- anurn. Hún ímyndaði sjer hrokkinn kollinn á Johnny á koddanum við hlið hennar. Það fór fiðringur upp bakið á henni og henni fannst hún roðna alveg ofan í tær. Hún sveiflaði sjer fram úr rúminu. Mömmu hennar mundi þykja slíkar hugsanir ósæmilegar, áður en hún væri gift. 4V GLf SING F.R GVLLS IGILDI Fólk'ið í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF 13 Jeg skil ekki, hvernig Matta fer að því að komast hiá að brenna sig, sjóðandi heit grjónin eru alltaf að kastast upp úr pottinum í höndina á mjer í staðinn fyrir að vera á sínum stað niðri í pottinum. Heyrðu, þú verður að hræra í sífellu á botninum, svo grauturinn brenni ekki við og verði sangur. — Sjáðu hvað rvkfrakkinn þinn verður penn, drengur minn, hjelt móðir hans áfram. Hún hafði lagt frá sjer ljósrauða kjólinn og tók upp rykfrakka, sem enn var rakur eftir þvottinn. Hún lagði hann á strauborðið og flýtti sjer að strauja hann til þess að vera búin með verkið áður en kvöldklukkurnar færu að hringja. — En hvað hann verður fínn, mamma, sagði Jóhannes og gekk andartak frá grautarpottinum og lagði handlegginn um háls mömmu sinnar. En heldurðu ekki, að jeg geti klárað að strauja hann, þegar grauturinn er soðinn. Þá gætir þú á meðan lagst fyrir til að hvíla þig. Nei, nei, vinur minn, sagði mamma hans. Nú fæ jeg líka tvo helgidaga til að hvíla mig. — Jæja, þá fer jeg líka út í kofa, því að jeg var búinn að lofa Maju að fara til Braga lappalausa, að gefa honum eitthvað að jeta. Grauturinn soðnaði og mamma kláraði að strauja frakk- ann. Þá gekk hún að eldavjelinni og lyfti grautarpottinum svo snöggt af hlóðunum, að Matta, sem kom inn í því. hafði ekki tíma til að verða á undan að taka grautarpottinn. — Ja, Matta, þessi grautur verður þjer ekki til skammar. Sæktu annars möndlu og settu í grautinn, já, hafðu þær annars þrjár, svo að þrjú okkar megi eiga sjer ósk. — Ef jeg fæ möndlu, þá myndi jeg óska, að við fengjum þjónustustúlku, svo að þú þyrftir aldrei að lyfta neinu þungu. Og Matta lyfti grautarpottinum hátt í loft, eins og það væri eitthvað til að hjálpa móður hennar. — Litli kjáninn þinn, Matta. Þú þarft ekki að hugsa um að leggja á borðið, farðu aftur til hennar Maju við brúðu- húsið, því að þú hefur ábyggilega ekki haft tíma til að leggja ' öR^ee- -r-ii í • Öryggisráðstöfun. ★ Falskir greifar og greifainnur Mjög mikið hefur boi’ið á fölskum greifum og fólki af aðalsættum í Vestur-Þýska- landi eftir að stríðinu lauk. Að jafnaði hafa 170 falskir bar- ónar og greifar og ættmenni slíkra manna verið teknir fast ir á viku hverri. Sjerstaklega hafa amerískir hermenn látið blekkja sig þannig, vegna þess að þeir hafa margir hverjir haft mikinn áhuga á að kynn- ast „ekta, lifandi barón“. Nýlega var „Irmgard von Einsiedel greifainna“ handtek in í Frankfurt. Hún hjelt því fram að hún hefði hlotið menntun sína í skóla í frönsku Ölpunum, en svo kom það upp úr kafinu, að hún skildi ekki eitt einasta orð í frönsku. Hún átti orðið marga aðdáendur, sjerstaklega meðal blaðamanna í Frankfurt. En þegar lögreglan fór að yfirheyra hana, kom það í ljós að hún var ekki einu sinni fölsk greifainna heldur einnig fölsk kona. Hið rjetta nafn „hennar“ er Arthur Schroeder. ★ Sama spurningin allsstaðar „Hversvegna ertu með svona rauðar neglur?“, spurði lítil stúlka Ingrid Danadrottningu, er hún var að afhenda gjafir á jólaskemmtun. Drottningin hló og gat aðeins svarað: „Litlu dætur mínar spyrja um þetta sama við og við“. ★ Hefur aldrei skrifað um frið Dr. Antonio Fernardes í Chile átti nýlega hálfrar aldar afmæli sem blaðamaður, Við það tækifæri sagði hann m.a.: — Jeg hefi skrifað um allt milli himins og jarðar nema um að friður væri í heiminum. iiiiuiiiuuinuiiiiiWMni■■mimniiniiiniuniiiiiniiinnii BERGUR JÓNSSON f 1 Málflutningsskrifstofa, I 1 Laugaveg 65, sími 5833. \ Heimasími 9234. iiiiiiiiiiiiimmnaiiMii )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.