Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 14
14 M ORGU N RLAÐIÐ Fimmtudagur 20. apríl 1950 ....... Framhaldssagan 14 Gestir hjá „Antoine" Eítir Frances Parkinson Keyes iim................ ,,Jeg sje að mjer hefur ekki skjátlast“, sagði hann og brosti. „Mig grunaði strax að þig tifcundi klæða vel camelíublóm'V Og þegar hún roðnaði, bætti 'batin við: „Var það ábyggilega ekki óbægilegt að jeg skyldi köma svona snemma. En, ef satt skal segja, þá varð jeg að fara. vegna þess að allt í einu varð «s-jer- ljóst að tvær persónur, r,em þarna voru, elgkast mjög og þar af leiðandi hljóta að vilja og þurfa að vera einar saman“. Russel Aldridge hafði ekki skjátlast, þegar hann sá það á öllum sólarmerkjum að Sabin ©uplessis og Odile St. Amant vildu vera ein. ltlUlt|||||||||UIIUIIIIIUIIIIIIHII»MMIIMIIMIMIIIIII»IIIIIMIIIIimilMIIIIMI,,MII,IIM,» Fjórði gesturinn við hádegis- verðinn hafði verið Nancy Hop- MnK Hún hafði stöðu við aug- fysrngafirma og tilkynnti það «Hi leið og hún kom inn, að hún rnundi þurfa að fara strax aft- ur á skrifstofuna að loknum snæðingi. Sabin reyndi að bera fram mótbárur, þar sem ákveð- ið- hafði verið að þau skyldu spila bridge og hann þekkti enga, sem hann gat náð í með svo stuttum fyrirvara ó laugar- degi. Nancy sagðist heldur Jtjósa að valda honum vonbrigð í þetta eina sinn, en missa stöðuna. Þau sátu því þrjú ein, þegar hún var farin. Sabin gerði nokkrar tilraun- ir til að ná í fjórða mann, en árangurslaust. Það voru .aðeins fáir, sem Odile fjekkst til að spila við nú orðið. Smám sam- an þraut umræðuefnin og Od- i-le varð æ örðugra um að dylja óstyrkleika sinn og raunir. — Sabin settist við flikilinn og fjek lög eftir Lehar. en ekkert virtist duga til að koma af; síað fjörugum umræðum. Ald- 1 ridge var kunnugt um að Sabin - sótti Odile I þessa hádegisverði og ók með hana heim í bíl sín- «m aftur. Og þegar Sabin ságð- ist hafa lofað að sýna Odile nýj eistu viðbótina í vopnasaínið sitt .... mjög merkilegir grip- ér-.... sem höfðu einmitt kom- ið núna eftir langa bið, frá Spáni .... sagði Aldridge, að hánn efaðist ekki um að það væru mjög merkilegir gripir, en varla nokkuð sjerstaklega fyrir fornfræðinga og ef þau vildu gera svo vel að afsaka .... Síðan gekk hann að sím- anum og skömmu síðar var hann farinn. Legubekkurinn í vinnustofu Sabins var raunverulega gam- alt og dvrmætt kínverskt rúm, úr rauðum lakkvið og klætt svörtu gljásilki. Allt frá því þau höfðu staðið upp frá matborð- inu hafði Odile setið á þessum légubekk og hallað sjer aftur á bak í litlu púðana, og tekíð lítinn, sem engan þátt í sam- ræðunum. Hún kvaddi Aldridge annars hugar, eins og henni stæði nákvæmlega á sama hvort hann færi eða væri kyrr. Þegar Sabin kom aftur frá því að fylgja honum til dyra, sat hún með einn litla púðann og ljek sjer að því að renna fingrunum gegn um silkikögrið. Hendur hennar titruðu mjög, en hún Virtist ekki gefa því neinn gaum núna. þegar enginn var við- staddur nema Sabin. Hann stóð þegjandi fyrir framan hana og beið eftir því að hún segði eitt- hvað. Loks leit hún upp og horfði spyrjandi á hann. „Er það satt, að þú hafir ný- lega fengið sendingu frá Spáni?“. ,.Já, auðvitað. Hún kom á miðvikudaginn með „David J. Hill“. Hef jeg nokkurn tímann sagt ósatt til þess að geta verið einn með þjer?“. „Nei. En þó þú hafir ekki sagt ósatt, þá gafstu það nógu greinilega í skyn hvað þú vild- ir. Russ hefur áb.yggilega fund- ist hann vera fyrir“. „Jeg gaf honum bara tæki- færi til að skilja mig. Og ef mjer skjátlast ekki, þá var hon- um ekki sjerlega leitt að fara“. „Sabin, þú veist að við eig- um engan rjett á því að skapa þær kringumstæður að við get- um verið ein og þessi aðferð þin er varla betri en þó að þú hefð- ir beinlínis sagt ósatt“. „En jeg held, að við eigum rjett til þess að vera ein, og jeg hefði skapað þær kringum- stæður á einhvern annan hátt ef þessi hefði ekki dugað“. „Það var samkomulag, þegar jeg byrjaði að koma hingað á laugardögum, að....“. „Rjett. En jeg er ekki að tala um gamla samninga. Jeg er að tala um daginn í dag. Jeg vil fá að vita hvað Perrault sagði í morgun, sem kom þjer í þessa geðshræringu. Þú varst næst- um hágrátandi, þegar jeg kom. Jeg vissi að þú hafðir verið að gráta. Þú varst varla orðin ró- leg, þegar við komum hingað. Jeg gat ekki byrjað á því þá að spyrja þig spjörunum úr og ekki heldur á meðan Russ og Nancy voru hjer. En jeg get það núna og það ætla jeg mjer að gera“. Odile leit undan án þess að svara. Sabin beygði sig niður og snerti hönd hennar. „Finnst þjer jeg ekki hafa rjett til þess, Odile?“, spurði hann. Hefir ekki sjerhver mað- ur þann rjett, þegar konan, sem hann elskar er óhamingjusöm og....“. „Ekki, ef hún er gift öðrum“. „Jafnvel þó að eiginmaðurinn vanræki hana — hann, sem hef ur svarið að elska hana og vernda“. „Uss, vinur minn. Við meg- um þetta ekki. Þú verður að aka með mig heim, nema þjer hafi verið alvara um að sýna mjer þessa sendingu frá Spáni“. Hún dró að sjer hendurnar og stóð á fætur. Sabin gekk yf- ir að stórri og íburðarmikilli leðurkistu, sem stóð hinum meg in í stofunni og lyfti lokinu. „Mest af þessu eru gömul vopn frá Toledo“, sagði hann. „Jeg held að jeg hafi aldrei sjeð svona fallega samstæðu. — Þau eru úr Serreno-safninu. Ef ske kynni að þú vissir það ekki, þá skal jeg segja þjer, að Serr- eno-fjölskyldan var um langan aldur ein tignasta f jölskyldan á Spáni. Nú er hún svo að segja útdauð. Gabriel de Serreno, sem var erkibiskup í Granada, dó í borgarastyrjöldinni og yngri bróðir hans, Sebastian, var dæmdur í útlegð eftir morðið á konu hans og dætrum. Jeg býst ekki við að neinn hafi ver- ið eftir til að gæta þessara fornu muna og eftir einhverj- um ókunnugum stigum lentu þeir í forngripaverslun, þar sem jeg svo fann þá. En það leikur ekki nokkur vafi á uppruna þeirra eða verðmæti“. Sabin tók sverðin, eitt og eitt í senn upp úr kristunni og rjetti Odile- Hún handljek þau og fór viðurkenningarorðum um þau, eins og við átti, og lagði þau svo frá sjer á lítið borð, sem stóð við hliðina á kistunni. „Jæja, sverðin eru ekki fleiri“. sagði Sabin loks. „Þetta, sem eftir er, er einskis virði, en jeg þurfti bara að kaupa það með til að fá hitt. Það er eins og Serreno-fjölskyldan hafi mikið þurft á því að halda að verja heiður sinn, þvi að það eru næstum allar tegwndir, sem til eru af einvígisvopnum í þess ari samstæðu. Sjáðu til dæmis þessar skammbyssur“. Hann beygði sig aftur niður og dró upp úr kistunni lítið leð- urhylki og rjetti Odile. Hún opnaði það. Það var fóðrað með rauðu flaueli og í tveimur hólf- um voru tvær litlar, silfurlitar skammbyssur. Hún hrópaði upp yfir sig af hrrfningu. I „Ó, hvað þær eru fallegar! Þær líkjast alls ekki skotvopn- i um. Þær eru eins og .... ja, eins og hvert annað skraut. Jeg er viss um að það er einhver saga í sambandi við þær .... einhver ástarsaga- Er það ekki?“. „Jú, það gæti verið“. „Segðu mjer hana, Sabin“. „Jeg þekki ekki öll atriðin. En svo virðist sem einn af Serr- eno-sonunum hafi verið mjög ástfanginn af stúlku, sem hann gat ekki eignast“. „Hvers vegna ekki?“. „Hún giftist öðrum, á meðan hann tók þátt í ófriðnum í Perú“, sagði Sabin, „þó að hún hafi auðvitað svarið við hinn heilaga kross að bíða eftir hon- um og allt það. Loks kom hann I aftur og þá var Dona Otilla I .... já, hún hjet einmitt það, Dona Otilla .... mjög óham- ingjusöm. En hún vildi ekki samvisku sinnar vegna vera eig j inmanni sínum ótrú ,þó að hún hafi ekki hikað við að vera unn usta sínum ótrú áður, Svo að Sorreno greip til eigin ráða. — Hann fann sjer einhverja átyllu til þess að skora eiginmanninn á hólm og drap hann. Við dauða hans varð hún ekkja og eftir viðeigandi tíma, giftist hún Sorreno og þau lifðu hamingju- sömu lífi eftii- það“. „Sabnvþetta var ekki gömul, spönsk saga. Þú samdir þetta núna um leið og þú sagðir það“. I „Jæja, þú baðst um ástar- sögu, og jeg varð við bóninni. Mjer þykir leitt, ef hún hefur ekki fallið þjer í geð. Mjer fannst hún ágæt .... en það er gaman að þú skulir kunna að meta skammbyssurnar, því a ðþær eru einhver sú sjaldgæf- asta gerð, sem til er. Mig langar Barnodagsóvarp BARNALESBÓKIN í dag er helguð Barnadeginum og þótti Roy Rogers, sem annars skipar þennan dálk, það vel til fallið. — Því fjekk Barnalesbókin að birta útdrátt úr Barnadagsávarpi ísaks Jónssonar, formanns Sumar- gjafar, er hann flutti á þriðjudagskvöld í útvarpið. I „HEIÐRA skaltu son þinn og dóttur“! Þannig kvað það hljóða hið nýja boðorð Ísraelsríkis. Sú hugsun, sem felst í framangreindum orðum, hefur verið mjer rík í huga undanfarin dægur, og þá tíðum vaknað spurn- ingin: Hvað gerum við til að heiðra og vernda syni okkar og dætur? Telja verður, að Barnavmafjelagið Sumargjöf hafi leitast við að vinna í þessum anda, nú um röskan aldarfjórðung. Síðan fjelagið hóf starfsemi sína árið 1924, hafa verið á vegum þess alls rúmlega 7 þúsund börn. Heildargjöld yfirstandandi árs hefur verið áætluð 1 milljón króna, miðað við fyrra gengi krónunnar. Nærri má geta, að miklir erfiðleikar bíða þeirrar starfsemi, sem Sumargjöf gengst fyrir. Og er það því alvarlegra, sem reynslan hefur sýnt, að aldrei er jafn mikil þörf á slíkri starf- semi, en einmitt þegar að kreppir hjá almenningi. En allir munu samt æskja þess, að ekkert gengisfall megi verða á samhjálp borgaranna til heilla börnunum. Eigi Sumargjöf á þessu ári að geta sinnt beiðnum borgaranna um aðstoð við barnauppeldi, verður hún að fá til umráða mun meira f je en áður. Fjársöfnun Sumargjafar um sumarmálin í fyrra sýndi, að Reykvíkingar voru sannarlega reiðvbúnir, vel kunnugir starfinu og prýðilega hæfir. í sumarmála bylnum mikla seldu um 880 börn, á aldrinura 5—14 ára, Barnadagsblaðið og „Sólskin" upp á nokkrum klukku- stundum. Þeim, sem að þessu unnu, eru minnisstæðar litlu hetjurnar, er lögðu út í norðan bylinn með bagga sína, oft að vísu í fylgd með pabba eða mömmu. Hugrekki og dugnaður barnanna í Reykjavík þennan dag vöktu verðskuldaða athygli og aðdáun. Menn hafa heyrt, að 145 þúsund krónur söfnuðust fyrsta sum- ardag í fyrra. Það þótti mikið, að vonum. En fullur þakklætis fyrir hönd Sumargjafar langar mig til að gera úr þessu dæmi, sem yrði á þessa leið: Heildarsöfnunin í fyrra varð kr. 2.63 á mann í Reykjavík, eða kr. 13.15 á fimm manna fjölskyldu. Engum kemur til hugar, að þetta hafi nokkur áhrif á ársaf- komu þeirra, er ljetu það af mörkum. Á hinn bóginn verða slíkir skammtar, þegar saman koma í eitt, að stórum sjóði, sem mikið gott má gera með. Og sannast þar orð Jónasar Hallgrímssonar: „Bera bý bagga skoplítinn, hvert að húsi heim. En þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga Guðs.“ Framlag Reýkvíkinga til Sumai'gjafar í fyrra bjargaði fje- laginu úr miklum fjárhagsörðugleikum síðastliðið ár og örvaði rnjög það sjálfboðalið, sem fyrir Sumargjöfina vinnur. Hjer er því vilji til samstarfs fyrir hendi. — Vandinn er, að Sumargjöf nái til vina sinna, og vinir fjelagsins til Sumargjafar. Reykvíkingar! Jeg segi því við ykkur í fullri vinsemd: Gerið upp við ykkur, hvað þið ætlið að leggja af mörkum til sumargjafar í þetta sinn. Það flýtir fyrir og ljettir undir með blessuðum börnunum, sem vinna að erfiðu dreifingarstarfi. Væri slík fyrirhyggja hjá okkur Reykvíkingum í þessu sam- starfi okkar fyrir Sumargjöfina, mundi miklum áhyggjum ljett af forráðamönnum sumardags hátíðahaldanna, mikið ónæði spar- ast fyrir borgarana og óvenjulegur árangur nást. Að lokum hvetur Sumargjöf hvern og einn til að leggja fyrir sig eftirfarandi spurningu: Er jeg 100% reiðubúinn til að heiðra og vernda yngstu með- bræður mína? Gerið ykkur svo glaðan dag með börnum ykkar, á skemmt- unum Sumargjafar, eftir hádegi, fyrsta sumardag. En unga fólk- ið skemmtir sjer á danssamkomum fjelagsins um kvöldið. Fari svo allt að óskum, mun Sumargjöf reyna að sinna beiðn- um ykkar um uppeldislega hjálp í næstu 365 daga. Heiðrum syni okkar og dætur! Þá mun okkur vegna vel, og þjóðin verða langlíf í þessu blessaða landi. Gleðilegt sumar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.