Morgunblaðið - 14.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1958, Blaðsíða 6
V O R c V JV R L 4 Ð I f> -iTstuflaffur 14. n<5v. 1958 Demokrataflokkurinn hlýtur öflugt traust bandarísku þjóð- arinnar En með auknum völdum vex mjög hættan á klofningu flokksins Demókrataflokkurinn .. 5 5 55 SIGRI demókrata í bandarísku þingkosningunum hefur verið lfkt við hvirfilbylina, sem stund- um skella yfir austurströnd Bandaríkjanna. Það var að vísu spáð stormi, en hitt datt engum i hug, að það yrði slíkur ofsa- stormur. í kosningum þessum átti m. a. að kjósa þriðjung öldungadeild- ar Bandaríkjanna, alla fulltrúa- deildina og 33 ríkisstjóra. Úrslitin urðu: Öldungadeildin: — Endurkjósa skyldi 34 öldungadeildarmenn. Demókratar hlutu 26 en repú- blikanar 8. Eftir þetta hafa demó kratar 62 öldungadeildarþing- menn en repúblikanar 34. Fulltrúadeildin’ Þar skyldi endurkjósa alla fulltrúana. Fyrir kosningarnar höfðu demókratar 235 þingmenn en repúblikanar 200. Nú verður staðan sú að demókratar hafa 280 þingsæti en repúblikanar aðeins 154. Ríkisstjórakosningar: Endur- kjósa skyldi 34 ríkisstjóra. Af þeim fengu demókratar 25 en repúblikanar 9. Um atkvæðamagn er það að segja, að demókratar fengu að meðaltali um 55% atkvæða og repúblikanar um 45%. Eru Suð- urríkin þá ekki reiknuð með, enda er atkvæðahlutfall demó- krata í þeim að jafnaði miklu hærra. Eisenhower undrandi og vonsvikinn Þegar Adlai Stevenson, fram- bjóðandi demókrata í síðustu tveimur forsetakosningum frétti , um úrslitin, sagði hann: „Þetta 1 er mikil hamingjustund fyrir okkur. Hún verður mér sannar- lega uppbót á tvær óhamingju- stundir, sem ég hef lifað.“ En þegar Eisenhower forseta urðu kunn úrslitin, var hann bæði undrandi og vonsvikinn og mælti á þessa leið: „í síðustu forsetakosningum hafði ég 9 milljón atkvæða meiri hluta fram yfir Stevenson. Nú hafa hlutföllin snúizt gersamlega við. Þó get ég ekki séð, að þjóð- in óski þess, að ég framkvæmi stjórnarstefnuna á annan hátt en ég hef gert.“ Sam Rayburn foringl demókrata í fulltrúadeildinni. Þessi ummæli forsetans eru þó villandi. Hér er ólíku saman að jafna. Eisenhower naut á sín- um tíma geysimikils persónulegs trausts meðal bandarísku þjóðar- innar og kom það fram í báðum forsetakosningunum, sem hann vann glæsilega. Vinsældir hans komu repúblikanaflokknum til góða í kosningum til þingsins. En jafnvel á mestu uppgangsár aðeins nauman meirihluta á bandaríska þjóðþinginu. Og 1 síðustu kosningum, þegar Eis- enhower vann glæsilegan sigur með „9 milljón atkvæða meiri hluta", eins og hann sjálfur orð- ar það, tapaði flokkur hans þing- kosningunum, sem fram fóru sam tímis og má nefna sem dæmi að til fulltrúadeildarinnar fengu demókratar þá kjörna 235 full- trúa meðan repúblikanar fengu aðeins 200. Það sem nú hefur gerzt og veldur hinum mikla ósigri repúblikana er einfaldlega það, að á síðastliðnu ári hefur Eisenhower forseti af ýmsum ástæðum glatað trausti sínu meðal mikils hluta bandarísks almennings. Með því að hann hættir að vera aðdráttarafl fyrir flokk sinn, kemur í Ijós að repúblikanaflokkurinn hjakkar í sama farinu og áður. Hann virðist dæmdur til að vera áfram minnihlutaflokk- ur. Þegar stjarna Eisenhowers stóð sem hæst voru getgátur á lofti um að repúblikanaflokkurinn væri „að ganga í endurnýjun líf- daganna". Hin nýja stefna var kölluð „Modern repúblicanism". Hún fjallaði um frjálslyndi, framkvæmdasemi og heiðarleika. í hennar anda skyldi republik- anaflokkurinn hverfa frá ein- angrunarstefnunni en taka upp Lyn-1'») Johnson foringi demókrata í öldungadeildinni. víðsýna utanrikismálastefnu, styðja efnahagsaðstoð við önnur lönd og beita sér fyrir bættri félagsmálalöggjöf heima fyrir. Fjölmargir ungir menn aðhyllt- ust kenningar Eisenhowers um þessa nýju hreyfingu. Það hefur hins vegar orðið afdrifaríkt, að þegar á hólminn var komið brást Eisenhower for- ustan, bæði innan flokksins og á þingi. Hann hreyfði hvorki hönd né fót gegn hinum eldri íhalds- sömu flokksmönnum, sem voru mikils ráðandi í flokksstarfinu. Það er meira að segja undarlegt, að þótt Eisenhower hafi verið forseti kjörinn af repúblikönum skipti hann sér lítið af flokks- starfinu, engu líkara en hann hefði haft ógeð á því. Eisenhower gekk svo langt í þessu pólitíska afskiptaleysi, að hann forðaðist stjórnmálaþrætur í ræðum sínum. Það var ekki fyrr en í síðasta þætti kosninga- baráttunnar núna, sem það vakti athygli, að Eisenhower varð harð skeyttari í kosningaleiðangri sín- um en nokkru sinni fyrr og hóf beinar árásir á demókrata fyrir ábyrgðarleysi þeirra og lýð- skrum. En þá var það um sein- að Eisenhower hefði loks tekið upp pólitíska forustu repúblik- anaflokksins, heldur þvert á móti þannig, að nú hefði hann lítil- lækkað sig og gengið á mála hjá hinni gömlu flokksvél repúblik- ana. — Það hefur ekki tekizt að telja bandarískum almenningi trú um að nein veruleg breyting hafi orðið á repúblikanaflokknum síðan í gamla daga. Hins vegar er það ljóst, að ef flokkurinn ætlar að vinna traust þjóðar- innar, verður hann að sannfæra hana um að hann hafi endurnýj- azt í anda „modern republican- ism“. Þetta verður eitt aðalverk- efni Eisenhowers á þeim tveim- ur árum, sem hann á eftir að gegna embætti sem forseti. Og vera má að honum gefist tæki- færi til þess eftir þann ósigur sem flokkurinn hefur beðið m. a. vegna þess, að það eru einkum hinir eldri íhaldssömu þingmenn sem hafa fallið, svo sem Malone öldungadeildarþingmaður frá Nevada, sem harðast allra hefur barizt gegn efnahagsaðstoð við önnur lönd, John Bricker, sem féll við kosningar í Ohio og William Knowland, sem beið pólitískt skipbrot við ríkisstjóra- kosningar í Kaliforníu. í stað þeirra unnu nokkrir ungir og frjálslyndir menn sigra og buðu þannig byrginn andstreymi flokksins. Það má vel vera, að Eisenhower sé fúsari til að taka að sér forustu flokksins eftir þessar hræringar. Samstarf tveggja flokka Ef efnt væri til nýrra þing- kosninga á íslandi og Sjálfstæð- isflokkurinn ynni mikinn sigur, þætti það sjálfsagt, að Hermann Jónasson segði þegar af sér. — í Bandaríkjunum er þessu hátt- að annan veg. Þar er ekki slíkt stjórnskipunarsamband milli þings og stjórnar. Hin repúblik- anska stjórn Eisenhowers mun sitja áfram sem fastast, þótt demókratar hafi yfirgnæfandi meirihluta í báðum deildum þingsins. Maður kynni að ætla að allt samstarf milii þings og ríkis stjórnar færi nú í hund og kött, en svo er því ekki varið. — Bandarískur almenningur væntir þess að hinir andstæðu aðiljar vinni saman að heill þjóðarinnar. Ef illa tækist til um það samstarf myndi sá flokkur ekki vaxa í áliti, sem hægt yrði að saka um skemmd arstarf í hinni nauðsynlegu samvinnu. Bæði Eisenhower forseti og forustumenn demó- krata keppast nú um að lýsa því yfir, að þeir hyggi gott til þessa samstarfs. Úr því verður eins konar stjórnarsam starf, sem báðir aðiljar bera nokkra ábyrgð á og má því fremur ætla að dragi úr and- stæðum flokkanna en hitt fram að næstu kosningum, sem verða eftir tvö ár, 1960. Ýmis tilefni árekstra eru þó fyrir hendi, einkum í landbún- aðarmálum og verkalýðsmálum, Paul H. Douglas er áhrifa- mestur demókrata í utanrikis- málum, og er andvígur samn- ingum við kínverska kommún- ista. en líklegt er að Eisenhower verði að slaka til í þeim og má t. d. búast við því að Ezra Taft Benson landbúnaðar- ráðherra verði ekki sætt lengur í stjórninni. Ekki virðist líklegt, að hin breytta skipun þjóðþingsins hafi í för með sér verulega breytingu á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Flokkarnir hafa staðið saman um meginatriði utanríkisstefnunnar. Alþjóðasamvinna og efnahags- aðstoð við önnur ríki á nú meira fylgi að fagna á þingi en nokkru sinni áður. Afstaðan til kommún- istaríkjanna og í afvopnunarmál- unum sýnist muni verða óbreytt. Ýmsir demókratar hafa mjög Pat Brown, sem slgraði Know- land í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu verður áhrifa- mikill í Demokrataflokknum haft horn í síðu Dullesar, ekkl sízt vegna afstöðu hans gagnvart kínversku kommúnistastjórn- inni. Þess ber þó að gæta, að það er ekki fyrst og fremst Dull- es, sem hefur staðið í vegi fyrir að Bandarikin viðurkenni Pek- ingstjórnina, heldur er það hinn áhrifamikli demókrati, Paul Douglas, öldungadeildarþingmað ur frá Illinois, er þar kemur við sögu. Hann mun og beita áhrif- um sínum til að kínverskir þjóð- ernissinnar verði ekki neyddir til að yfirgefa eyjarnar Quemoy og Matsu. Þótt demókrötum sé persónu- lega illa við Dulles er hann svo háll, að þeim mun erfitt að ná taki á honum. Þótt hann væri gagnrýndur 1 Quemoymálinu, er nú svo komið að menn af báð- um flokkum lofa hann fyrir ein- beitta afstöðu í því. En ef til vill fá demókratar seinna tæki- færi til að ná sér niðri á hon- um. Dulles gerist nú aldurhnig- inn og vinnur miklu meira en venjulegt er um menn á hans aldri. Áhrifamestu menn á þingi munu nú verða tveir Texasbúar, Lyndon Johnson foringi demó- krata í öldungadeildinni og Sam Rayburn, foringi demókrata í fulltrúadeildinni.. Hin auknu völd flokksins munu þeir ekki taka út með sælunni, því að við hinn aukna þingmeirihluta eykst hættan á klofningi innan flókks- ins sjálfs. Andstæðurnar innan demó- krataflokksins hafa aukizt. Fjöldi nýrra frjálslyndra demókrata Framh. á bls. 10 {Ty- - ; 4 |j|| — skrífar úr daglega lífinu , um sínum fengu repúblikanaran. Þetta varð ékki skilið svo, Afskiptaleysi stórborgar- búans. ÞAÐ hefur löngum verið sagt, að hvergi verði fólk eins ein- mana, eins og mannmergðinni í stórborgunum. Þar vekur náung- inn ekki eins mikla forvitni, honum er ekki veitt nein sérstök ahygli. Þetta hefur sína kosti og sína galla. Nýlega vorum við áþreifanlega minnt á, að farið er að votta fyrir þessu hér í Reykjavík, þó varla geti höfuðborgin talizt nein stór- borg, miðað við milljónaborgir stærri landanna. f blaðafregnum var fyrir skömmu sagt frá því, að stúlka hefði legið meðvitund- arlaus á bekk á bifreiðaaf- greiðslu í tvo tíma, án þess að nokkur maður skipti sér af henni. Þarna er þó stöðug umferð, fólk kemur og fer, og þar er alltaf fólk við afgreiðslu. Þegar loks var farið að aðgæta hvernig á því stæði að stúlkan lá þarna, kom í Ijós að hún hefði fyrir löngu átt ag vera komin á sjúkra- hús. Ég minntist á það áðan, að slíkt afskiptaleysi stærri bæja og borga hefði sína kosti og sína galla. Það hlýtur t. d. að teijast kostur, þegar fólk er ekki sífellt að hnýsast í málefni nágrann- anna, ræða hverja þeirra hreyf- ingu og leggja svo kannski allt út á versta veg, því oft vill það fylgja. Fyrir slíku ver stórborg- in börn sín. Fóik hefur blátt áfram ekki tíma til að fylgjast með og skipta sér af öllum, sem koma nálægt þeim. En afskiptaleysið getur gengið of langt. Fólk, sem á engan að, getur lifað hálfa ævina eitt síns liðs, án þess að kynnast nokk- urri manneskju að ráði. Afleiðmg þess eru allar gömlu konurnar með kettina, páfagaukana og hundana, sem sjást á götum allra stórborga. Þessi dýr eru einu vinirnir, sem þær hafa getað eignast. f Einustu vinirnir. 0G komi maður í dýrakirkju- garða þessara borga á sunnu dögum, rekur mann í rogastanu. Á legsteini stendur e. t. v. „Hér hvílir Seppi, einasti vinurinn, sem ég átti“. og við leiðið situr gam- all maður. Honum hefur ekki tekizt að blanda geði við nokkra lifandi veru, síðan „einasti vin- urinn“ hvarf. Slíkt er langt frá því að vera fátíð sjón í þessum dýrakirkjugörðum. Sumum kann að virðast að Velvakandi sé farinn að inála skrattann á vegginn, þegar hann fer að tala um einmana gamal- menni og syrgða hunda þeirra í sambandi við þennan atburð á bílastöðinni. En undirrótin er sú sama, afskiptaleysi borgarbúans við náungann. Þeir, sem þarna áttu leið um hefur vafalausr ekki komið til hugar að stúlkan þyrfti nokkurrar hjálpar við, ef þeir hafa þá yfirleitt veitt hendi nokkra athygli. Það efast eng- inn um að þeir hefðu brugðið skjótt við, hefðu þeir vitað hvers kyns var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.