Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. marz 1959 MOn'linVBL AÐIÐ 11 — J'Ci’etilijóÁiii o(j h eimiíiÁ Litið inn i eldhúsið i Brauðborg FYRIR nokkrum dögum var fréttamaður kvennasíðunnar á leið niður Frakkastíginn. Á Grettisgötuhorninu blöstu allt í einu við augum gómsætar brauð- sneiðar, smurðar af hreinustu list og kom vatn fram í munninn á vegfarandanum, þó voru þær inn an við glerrúðu. Ég vatt mér inn fyrir til að hafa kynni af höfundum þessara „lista- verka“. í stóru og rúmgóðu eld- húsi bak við búðina, stóðu þrjár konur og smurðu brauð. Og það var ekki að furða þó þær kynnu vel til verka, ein kvaðst hafa lært að smyrja brauð á Ambassa- dör í Kaupmannahöfn og vera búin að vinna við það í 15 ár síð- an , önnur hafði lært hjá Óskari Davidson, einu stærsta „smur- brauðsfyrirtæki" í heimi, og hafa unnið við að smyrja í 18 ár úti í Danmörku, og sú þriðja, dönsk kona, er búin að vinna við þetta í mörg ár. Það upplýstist, að fyrirtæki þetta, Brauðborg, var sett á stofn í haust, og er ætlunin að reka það með svipuðu sniði og slík fyrirtæki í Danmörku, en frú Kristín Þorsteinsdóttir, sem rekur fyrirtækið, ásamt manni sínum Kjartani Halldórs- syni, vann í þrjú ár í Kaupmanna höfn á slíkum stað. Fyrirkomulag er þannig, að smurt brauð er ávallt fyrir hendi í kæiibprði, og getur fóik ýmist valið sér sneið og borðað á staðn- Meðferð á skóm BLAUTA leðurskó á að þurrka í venjulegum stofuhita, en ekki við ofn. Strax við 40 gráða hita getur leðrið sprungið og orðið ónýtt. Yfirleðrið skrælþornar og fær ekki mýkt sína aftur fyrr en eftir marga d„ga og þá vill leðrið springa i fellingunum, þegar skór inn beygist. Skiptið oft um skó. Blautir sólar slitna miklu fyrr en þurrir, notið skóhorn og reimið vel frá, sé þess þörf, áður en farið er í skóna. Annars eyðileggst hæl- saumurinn. Sóla á skíðaskóm og „kiossum" má smyrja línolíu. Við það verða þeir sterkari og næstum vatns- heldir. Sé mjög kalt í veðri ber þó að gæta þess að olíusmurður sóli leiðir kuldann frekar upp í fótinn. Mismunandi er, hvernig með- höndla á skó eftir því úr hvers konar leðri þeir eru. Eitt er þó öllum sameiginlegt .... að rú- skinnsskóm frátöldum .... að bera þarf á þá feitan skóáburð við og við og hreinsa þá vel áður. Bletti má hreinsa af leðurskóm með „aceton“, nema þeir séu því viðkvæmari. Þá verður að hreinsa þá varlega með vatni. Lakkskór fara bezt á því að þeir séu settir í „spennu" á milii þess sem þeir eru notaðir. Endr- um og eins skal bera á þá lítið eitt af litlausum skóáburði. Rúskinnsskó á að bursta alltáf eftir notkun með mjúkum gúmmí bursta. Fitublettum má ná af rúskinr.sskóm með þvi að bera á þá blettavatn, við það losnar fit- an og er hún síðan þurrkuð upp með hreinum léreftsklút. Rú- skinnsskó má helzt ekki nota í vætu, því rúskinnið drekkur mjög í sig bleytu. Ágætt ráð er að fara í gamlan sokk yfir rú- skinnsskóna innan undir bomsur. Þá verður táin á skónum ekkj gljáandi um eða fengið brauðið sent heim, alveg til kl. hálf tólf á kvöldin. Einnig er hægt að fá gosdrykki senda, með heim. Ég spurði frúna hvort ekki væri erfiðara að fá það sem þyrfti það virtist ekki vera, oft spyrðu stúlkur eftir vinnu í Brauðborg. Aftur á móti gætu stúlkur hér ekki sýnt nein vottorð um að þær hefðu lært þetta og ekki væri neinn ákveðinn kauptaxti fyrir slíka vinnu. Það væri talsvert bagalegt. í Danmörku hefðu stúlkur, sem hefðu lært að smyrja brauð og unnið við það í viðurkenndum stöðum, vottorð þar að lútandi. Finnst honum jafnvel þörf á að gera þetta að iðn, og krefjast iönskólamennt- Kristín Þorsteinsdóttir í eldhúsinu ofan á brauðið hér en i Dan- unar. Þetta sé sérstakt tag, og i mörku. Hún gerði lítið úr erf-1 í rauninni þurfi stúlka, sem hef- iðleikunum, sagði að öðru hverju ! ur lært það einnig að geta staðið vantaði eitthváð, núna færi t. d.! fyrir litlum atvinnurekstri. að verða laxlaust, en hún væri | Ljósmyndari blaðsins smellti öllu vön, þau hjónin höfðu rekið , nú mynd af frúnni við brauðfötin Sjálfstæðishúsið á ísafirði í 6 ár, þar sem stundum hefðu verið 100 manns í mat, og allt hefði þurft að útvega fyrirfram frá Akur- eyri eða Reykjavík. Sjálf sæi hún um að búa allt ofanáiag, en stúlk- urnar þrjár smyrðu. Það sem máii skipti, væri að hafa fyrsta flokks fólk og gefa sér góðan tíma til að leys’a verkið af hendi. Hún kvaðst hafa góð vinnuskilyrði, um 50 ferm. eldhús, góða kæliskápa og ágætar geymslur, en búðin frammi væri óþægilega lítil. Það væri þó mikil bót hve margir vildu taka brauðið og ölið með sér heim eða fá það sent. Hús- mæður virtust kunna því vel að geta fengið slíkt tilbúið. Hús- hjálp væri dýr og alltaf færi mik ið til spillis af dýrum mat, þegar smurt er heima. Nú væru t. d. fjölmargar húsmæður búnar að panta smurt brauð í fermingar- veizlurnar, sem byrja eftir pásk- ana. Þaer ætiuðu að hafa smurt brauð og öl og j^yrftu þá enga aukahjáip. Ég spurði hvort ekki væri erfitt að fá stúlkur, sem hefðu sérstak- lega lært að smyrja brauð Kjart an varð fyrir svörum, sagði að og við kvöddum. Þjóð dansar Athyglisverð starfsemi — Fagrar sýningar ALLT -fram á 18. öld héldu ís- lendingar til „Gleði“ eða „Vöku“. Efnt var til slíkra gleðifunda i til- efni af einu og öðru. Höfuðástæð- an til þess að fólk fjölmennti, var þörfin á því að hittast og gleðjast saman. Meginuppistaðan í gleð- skapnum var, að stiginn var viki- vaki og farið í vikivakaleiki. Þjóð leg kvæði voru sungin um hetju- dáðir, ævintýri og ástir. Söngur- inn og efni kvæðanna var engu minna atriði en sporin, sem stig- in voru í samræmi við hrynjandj hljóðfallsins, líkt og enn á sér stað meðal Færeyinga á vökum þeirra. Álitið er, að vikivakasporin hafi verið kunn hér á landi fram á síðustu öld, en þrátt fyrir mikla eftirgrennslan tókst ekki að hafa upp á lýsingu vikivakaspora, er leið á öldina. Hingað kemur fra Noregi Hulda Garborg 1902 í leit að íslenzkum dönsum, en fór jafn nær til baka. Þessi kona hóf í byrjun aldarinnar að endurvekja norska þjóðdansa og notaði fær_ eyska sporið, sem uppistöðu. Frá Noregi breiddist sú viðleitni út til annarra Norðurlanda að endur vekja þjóðdansa, þjóðkvæði, þjóð lög og þjiðbúninga. Helgi Valtýsson kynntist 1903— 1904 starfi Huldu Garborg í Osló, og 1929 skrifar hann að tilhlutun Sambandsstjórnar UMFÍ bókina Vikivakar og söngleikir. Umf. Velvakandi hér í Reykjavík hafði þá fyrir 2 árum hafið að iðka vikivaka. Guðrún Indriðadóttir hafði fellt saman eftir upplýsing- um, sem hún hafði komizt yfir, danslýsingar fyrir leiksýningar. Félagar í Velvakanda, svo og Helgi Valtýsson, einbeittu sér að iðkun vikivaka eingöngu. Á Al- þingishátiðinni 1930 hafði félagið sýningar. Félagið, ásamt stjórn UMFÍ, leitaðist við að kynna viki vakana með námskeiðum og sýn- ingum, en varð eigi mjög ágengt. Félagið hætti störfum vegna á- hugaleysis almennings. Það er eigi fyrr en upp úr 1947, Rauft lauf í mosa KONA að nafni Elín Eiriksdóttir hefur gefið út ljóðakver, sem hún nefnir svo. Ekki er þetta stór- brotinn s'iáldskapur, þó er í því brot af hagmælsku. Þetta kvað ekki vera hennar í_ rsta ljóðakver, heldur þriðja. Konan kvað vera fátæk ekkja og hafa gert þettá til framdráttur heimili sínu. Það út af fyrir sig er stórkostlega virð- ingarvert. Það gefur líka nokkuð aftur, þeim sem kaupa það og lesa. Hugljúft er það og blæ- þýtt og mildandi hverri konusál. Það mætti þvi verða báðum til hagsbóta. Konunni sem samdi og af veik- um mætti gaf það út, færði það nokkra aura og hjá lesandanum slær það á hlýja og viðkvæma strengi. Ég vil því hiklaust ráða fólki, einkum konum, til að lesa það. Hér er eitt lítið ljóð, sem hvorki er betra né verra en ann- að i kverinu: Syngið þið bárur við sanda, söngvana hlusta ég á. í sál minni blunda báruhljómar bernskuströndinni frá. Ég lék mér við lokkandi bárur, á Jjúfustu bernskunnar strönd — og dreymdi um ástir og yndi og ævintýranna lönd. Vonirnar voru sem hljómar frá vökulum bárusöng. Þó dreymir mig ennþá drauma, þegar döggvuð er jörð og kvöldin íöng. Jónas Jóhannsson, I Öxney. að aftur er tekið til við iðkun vikivaka, en þá í félagsskap með öðrum þjóðdönsum. Þessi ný- breytni hefst með því, að Sigríð- ur Þ. Valgeirsdóttir, íþróttakenn- ari, ræðst sem kennari að íþrótta- kennaraskóla íslands 1947. Hún kennir þjóðdansa og þar á meðal vikivaka nemendum skólans, og starfandi íþróttakennurum á nám skeiðum. Ung hafði Sigríður lært vikivaka hjá Umf. Velvakanda. Er hún dvelst við háskólanám í íþróttafræðum við Bearkley há- skólann í Kaliforníu, leggur hún mikla rækt við að læra þjóð- dansa, og hún hlýtur lof kennara sinna fyrir færni og kunnáttu. Með komu Sigríðar frá námi eign umst við fyrsta lærða kennarann í þjóðdönsum. Þrátt fyrir nám sitt í dönsum ýmissa þjóða, gleymir hún ekki vikivökunum, en verð- ur skarpskyggnari á séreinkenni þeirra. Árið 1951 stofnar Sigríður Þjóð dansafélag Reykjavikur. Með að- stoð fyrstu nemenda sinna tekst henni að færa líf og áhuga í þjóð- dansaiðkunina. Þar gleymast ekki vikivakarnir. 'Sigríður semur þjóð lega dansa í vikivakastíl undir þjóðlögum, æfir félag sitt, sýnir flokkinn utanlands og innan, og vekur athygli. Haustið 1957 kemur Mínerva Jónsdóttir íþróttakennari heim frá þriggja ára námi við Art of Movement Studio — Labanskól- anum í Englandi. Kunnátta og færni Mínervu var það mikil, að síðasta árið var hún aðstoðar. kennari við skólann. Þjóðdansa- iðkendum bætist með Mínervu nýr ágætur starfskraftur. Síðast- liðin tvö ár hefur hún verið kennari Þjóðdansafélags Reykja- vikur. Frá því Þjóðdansafélagið hóf starf sitt hefur það um páska- leytið efnt til þjóðdansasýninga. Þótt við ýmsa erfiðleika sé að etja fyrir félagið, t. d. dýrt hús- næði og ónógt, grannan sjóð o. fl„ þá er undravert, hve flokkar fé- lagsins hafa getað náð góðu valdi á hinum erfiðustu og fjölbreyti- legustu dönsum, gætt þá blæ og svip viðkomandi þjóðar, með hljómlist og þjóðbúningum. Frá síðustu sýningu félagsins eru mér t. d. minnisstæðastir tveir dansar. Grískur keðjudans, sem karl- menn dönsuðu og suður-amerísk- ur slæðudans, sem Mínerva Jóns- dóttir dansaði. Þann 18. þ. m. efn_ ir Þjóðdansafélag Reykjavíkur til sýningar á þjóðdönsum — þar meðtaldir vikivakar — í Fram- sóknárhúsinu við Fríkirkjuna. Enginn i un fara vonsvikinn af þeirri vöku eða gleði. Hver dans mun bera með sér sitt hljóðfall og lag, sveipaður ljóðrænni fegurð, samfara mýkt og glæsileik, en undirtónninn er ýmist gleðin eða treginn og stefið ástin. . Þorsteinn Einarsson. Einar Ásmundsson liæslaréttarlögn.aöui. ifsteinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður Sími 15407, 1981? Skritstc .. Hafnarstr. 8, II. h<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.