Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. des. 1959 Eisenhower lýkur langferð sinni Madrid og Casablanca, 22. des. (Reuter). — EISENHOWER gisti í Madrid sl. nótt. Um morguninn átti hann viðræður við Francx) einræðis- herra. Síðdegis var hann kominn með þotu sinni til Casablanca, stærstu borgar Marokko, þar sem aragrúi fólks fagnaði hon- um. Um kvöldið ætlaði hann að stíga aftur upp í þotu sína og vera kominn til Bandaríkjanna eftir 6 klst. flug. Viðræður við Franco 1 tilkynningu um fund þeirra Eisenhowers og Francos segir, að viðræður þeirra hafi farið fram í vináttu og skilningi. Eis- enhower rakti fyrir Franco hver hefði verið tilgangur hans með förinni til ellefu ríkja í Evrópu, Afríku og Asíu og að hverju væri stefnt með hinni væntan- legu ferð hans til Rússlands næsta vor. Þeir þjóðhöfðingjarnir voru sammála um það að mikilvægur árangur hefði náðst í varnar- samstarfi Bandaríkjanna og Spánar og kváðust þeir vona, að þátttaka Spánar í Efnahagssam- vinnustofnuninni gæti orðið grundvöllur efnahagslegra fram fara í landinu. Ekkert var minnst á hugsanlega aðild Spán ar að NATO. Fréttamenn segja að það hafi verið eftirtektarvert að — isenhower minntist lítið á Franco einræðisherra í ræðum sínum og ávörpum. Hann talaði fremur til „spænsku þjóðarinn- ar“. Fagnaðarlæti í Marokkó Þegar kom til Casablanca í Marokko, mætti Eisenhower for seta einn þéttasti manngrúi, sem heilsað hefur honum í hinni löngu för hans. Á flugvellinum við Casblanca buðu konungur, krónprins og forsætisráðherra Marokko hann velkominn. En á leiðinni inn í borgina stöðvaðist bílalest forsetans og fylgdarliðs hans nokkrum sinnum og tafðist enn frekar á öðrum stöðum, vegna þess að manníjöldinn gerði „aðsúg“ að forsetabílnum til að hylla Eisenhower. Með- fram allri leið þeirri sem Eis- enhower ók um stóð manngrúi og veifaði fánum. í hópnum var m. a. fjöldi blæjuklæddra kvenna. Á einum stað hafði ver- ið komið upp spjaldi þar sem á var letrað: Eisenhower gerðu Framh. á bls. 23 9 þús. tunnur vantar upp i samninga Vona Magnús Jónsson — í Ieikbúningi að ég fái Tosca HEILDARSÖLTUN Suðurlands- síldar nemur nú tæpum 50 þús. tunnum, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk í gær hjá Gunn- ari Flóvenz, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar. Saltað hefur verið að fullu upp í þá samninga, sem eingöngu gera ráð fyrir smárri síld og heilsaltaðri, svo sem til Austur- Þýzkalands og Rúmeníu. Aftur á móti vantar ennþá um 9 þús. tunnur upp í Rússlandssamninga, en samkvæmt þeim verður helm- ingur síldarinnar að vera stór- síld, en helmingur má vera milli- síld, þó ekki smærri en 650 stk. í tunnu, Þá er ennfremur eftir að salta til viðbótar nokkurt magn fyrir Rússlandsmarkað, sem ekki tókst ð afgreiða frá Norðurlandi. Síldarútvegsnefnd hefir nú náð samkomulagi við hina rússnesku kaupendur um framlengingu söltunartímans til miðs janúar, og má því búast við að söltun haldi áfram enn um skeið. Þrátt fyrir mjög góða veiði, það MAGNÚS Jónsson, óperusöng- vari, kom heim frá Kaupmanna- höfn í gær og hyggst eyða jóla- leyfi sínu hér, en utan fer hann aftur í byrjun janúar. — Er fréttamaður blaðsins hringdi til Magnúsar í gær, skömmu eftir að hann kom, kvaðst hann ekki mundu halda neina hljómleika að sinni, þar sem dvöl sín yrði svo stutt. Ja, það er að segja — það gæti verið að ég syngi eitthvað á skemmtunum til þess að hafa svolítið upp í ferðakostnaðinn, sagði hann svo. ★ Magnús hefir undanfarið sung- ið sömu hlutverk og í fyrra — í Grímudansleiknum og La Bo- heme, en þegar blaðamaðurinn spurði, hvað væri nýtt á döfinni, lét hann lítið yfir. — Það er að segja, sagði hann svo, ég vonast tli að ég fái tenórhlutverkið í Tosca í vetur. Það er ekki ákveð- ið ennþá — en ég vona sannar- lega að af því verði. — Auk þess gæti komið til mála, að ég syngi í Ariadne eftir Strauss. Eins verð ur II Trovatore e. t. v. tekin upp aftur með vorinu. Magnús kvað samning sinn við óperuna renna út í vor, en sér yrði væntanlega boðinn nýr samn ingur, og vildi hann gjarna ráða sig til eins eða tveggja ára í við- bót. — Blaðamaðurinn innti hann eftir, hvort hann hefði sungið á hljómplöturn ytra. Kvaðst hann nýlega hafa sungið á konsert í stóra salnum í útvarpinu danska — hefði hann verið tekinn upp og yrði væntanlegur fluttur í útvarpið hér. Einnig hefði hann sungið sérstaklega inn á segul- band fýrir Ríkisútvarpið. — Ekki sagðist hann vita, hvort þessum söng sínum yrði útvarpað nú um hátíðirnar — en ejski væri það ómögulegt. Blaðamaðurinn spurði Magnús loks, hvort hans væri von heim — segir Magnús Jónsson, ópsru- söngvari, sem kom heim í gœr að sumri. — Já, ætli það ekki, sagði hann, ég hugsa að maður skreppi heim til að fá sér frískt loft . . . Benedikt Gröndal form. útvarpsráðs MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipað Benedikt Gröndal, alþingismann, formann útvarps- ráðs yfirstandandi kjörtímabil ráðsins, og Sigurð Bjarnason, rit- stjóra, varaformann. (Frétt frá menntamálaráðuney tinu). sem af er desember hefir ekki verið saltað eins mikið og við hefði mátt búast, sökum verk- falls síldarstúlkna svo og þess að erfitt hefir verið að fá síldar- verkunarfólk til vinnu síðustu dagana vegna jólaundirbúnings. Krúsjeff 9 eða 11 daga í Frakk- landi PARÍS, 22. des. NTB: — Það þykir nú líklegt, að Krúsjeff forsætisráðherra Rússa dvelj- ist í níu til ellefu daga í Frakklandi í hinni opinberu heimsókn sinni til landsins í marz n.k. Fyrir alllöngu var ákveðið að Krúsjeff kæmi til Parísar 15. marz, en nú er verið að ganga ýtarlega frá því hvernig hann skuli verja tímanum í Frakklandsheim- sókninni. Er nú búizt við að hann dveljist fjóra eða fimm daga í höfuðborginni París, en fari síðan í fimm eða sex daga ferð um sveitir landsins. Hann nvun líklega heimsækja borg- irnar Lyon, Marseille og skoða gotnesku kirkjuna í Chartres. S HA 15 hnúiar y/ SV50hnútor •)£ Snjó/coma > ÚÓi \7 Skúrír K Þrumur W&s, KuUaskH ^ HitaskH H Hceð L Latgð Reykvikingar vöknuðu í hláku ÞEGAR menn vöknuðu í Reyk javík í gærmorgun, var orðið frostlaust og rigndi meira að segja fyrir hádegið. Hafði lægðin, sem á kortinu er 7-800 km. suð- ur af íslandi náð að senda okkur mildari austanátt um leið og hún fór hjá. Fyrir vestan Labrador (utan við kortið) var mikið háþrýsti- svæði, sem olli hvassri norð vestanátt vestur af Græn- landi og kulda austan til í Kanada (21 stigs frost á Goose-flugvelli). Á Norður- löndum var hæg SV-átt með skúrum og sums stað- ar krapaéljum. Enn er dimmviðri og rigningasamt í Bretlandseyjum. Mjög djúp lægð um 700 km suður af íslandi þokast ANA. Veðurhorfur: SV-land til Breiðafjarðar og mið: NA stinningskaldi víðast úr- komulaust. Vestfirðir til NA-lands og miðin: NA stinningskaldi, slydda. Aust firðir og SA-land og mið: Allhvass og síðar hvass NA, I KVÖLD verður dregið í happdrætti sem skátar hér í Reykjavík hafa efnt til. Er ágóðanum af því ætlað að renna í byggingarsjóð nýs skátaheimilis og er þetta teikning af því. Yfír 1,300 farhegar siðustu dagana SJALDAN eða aldrei hafa verið jafnmiklir jólaflutningar hjá Flugfélagi íslands og einmitt nú. Veður hefur líka verið mjög hag- stætt svo að flugvélar félagsins hafa varla stanzað. Siðustu sex dagana hafa yfir 1,300 farþegar ferðast með Föxunum, tæplega 900 innanlands og hátt á fimmta hundrað milli landa, bæði til og frá íslandi — og milli Grænlands og Danmerkur. Skymaster og Viscount hafa nú verið notaðar meira í innanlands- fluginu en áður. Skymaster fór t. d. tvær ferðir til Akureyrar í gær og þá var líka flogið til 7 annarra staða innanlands. — Mikið hefur verið um vöruflutn- inga. Síðustu dagana hafa rúm 42 tonn verið flutt innanlands og er það óvenjumikið. — Póstflutn- ingar til og frá útlöndum hafa líka verið miklir. Sólfaxi kom t.d. með fjögur tonn af pósti frá Bretlandi í fyrrakvöld. Um 150 manns hafa pantað far út á land hjá Flugfélaginu í dag og á morgun. f dag verður flog- ið til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Húsavíkur, en á morgun, aðfangadag, verður farið til Akureyrar, Kópaskers, Þórshafnar, Egilstaða, Vest- mannaeyja og ísafjarðar. Á jóladag og annan í jólum verður ekkert flogið innanlands en á þriðja í jólum verður flogið til Akureyrar, Egilstaða og Vest- mannaeyja. Síðasta ferð Flugfélagsins frá útlöndum fyrir jól var í gær- kveldi, frá Glasgow og Kaup- mannahöfn. Næsta ferð utan verð ur til sömu staða, mánudaginn 28. desember. 75 ára í dag; Þorsfeinn Þorsteinsson tyrrverandi sýslumaður ÞORSTEINN Þorsteinsson, fyrr- verandi sýslumaður Dalamanna og alþingismaður, á 75 ára af- mæli í dag. Hann var sýslumað- ur Dalamanna í fjölda ára og þingmaður í rúmlega 20 ár. Síðan hann lét af sýslustjórn í Dala- sýslu hefur hann verið búsettur hér í Reykjavík og unnið fræði- mannsstörf við hið mikla og vandaða bókasafn sitt. Kona Þor-. steins sýslumanns, frú Áslaug Lárusdóttir prests í Selárdal, hin merkasta kona, er látin fyrir nokkrum árum. Þorsteinn sýslumaður ber ald- ur sinn vel og sinnir áhugamál- um sínum enn sem fyrr af fyr- irhyggju og dugnaði. Hinir fjöl- mörgu kunningjar hans munu í dag senda þessum merka manni kveðjur og árnaðaróskir með 75 ára afmælið. Morgunblaðið flytur honum beztu afmælisóskir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.