Morgunblaðið - 23.12.1959, Page 22

Morgunblaðið - 23.12.1959, Page 22
22 MOKcrvrtT 4 t>ið Miðvik'udagur 23. des. 1959 Öfgafyllsfu fjand- menn Frakka taka völdin KAIRÓ, í Egyptalandi, 22. des. (Reuter) — I*AÐ er haft eftir áreiðanleg- um heimildum, að gerbreyt- ing hafi verið framkvæmd á serknesku útlagastjórninni. — Ferhat Abbas, forsætisráð- herra, hefur sagt af sér, en Kerim Belcacem, varafor- sætisráðherra, hefur tekið við forustu stjórnarinnar. Jafnframt er skýrt frá því, að hin nýja stjórn muni innan skamms flytjast heim til Alsír og hafast þá við neðan- jarðar eða í fjalllendinu, sem serkneskir uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Heimildirnar fyrir þessu era svo öruggar, að enginn vafi þykir leika á því, að fréttin sé rétt. f»að er mál manna að þreytingarnar hafi það í för með sér, að serk- neska stjórnin snúist við þessar breytingar til enn meiri fjand- skapar við Frakka. Nú sé svo komið að bilið milli Frakka og Serkja sé nær því óbrúandi, með- an Ferhat Abbas vildi ætíð leit- ast við að ná samkomulagi við Frakka um sjálfstæði Alsír. f rauninni varð sýnt hvert stefndi, þegar serkneska útlaga- stjórnin tilnefndi fjóra fanga til að taka þátt í samninganefr.d sem ræða skyldi við Frakka uni lausn Alsírmálsins. Ferhat Abbas mun hafa viljað raunhæfar samn ingaumleitanir við de Gaulle, en skipun fanganna í nefndina sýr.di að það var Belcacem sem réði. Kerim Belcacem var einn af upp hafsmönnum uppreisnarinn- ar í Alsír. Hann skipulagði hina vopnuðu baráttu frá upphafi og er sá eini í útlagastjórn Serkja, sem sjálfur hefur tekið þátt í bar- dögum við Frakka. Attræðis afmæli á Búðardal KRISTJÁN Jóhannesson, verka- maður, Búðardal, er 80 ára í dag. Hann er vel ern og var í sumar í vegavinnuflokki frá Búðardal. Hann er sennilega með elztu, ef ekki elztur vegavinnumanna hér á landi. Hann hefur stundað vegavinnu sumar hvert síðan laust eftir aldamótin. Lange óttast viðskiptastríð PARÍS, 22. des. (Reuter) — Utan- ríkisráðherra Noregs, Halvard Lange, sagði á blaðamannafundi í dag, að hann áliti að merkasta samþykktin á Vesturveldaráð- stefnunni sé sú, að komið verði á fót efnahagssamvinnustofnun. Sagðist hann óttast árekstra á viðskiptasviðinu frekar en nokk- uð annað. Kvað hann hættu á að samkeppni milli markaðsbanda- laganna tveggja gæti leitt til við- skipiastríðs, sem gæti aftur leitt til stjómmálalegrar sundr- ungar. Þá skýrði hann frá því að ráðstefnan hafi falið sérfræðing- um að kynna sér tillögu er hann hafði flutt þess efnis að vestrænu leiðtogarnir leggi til á „toppfund- inum“ með Krúsjeff að Sovétrík- in taki upp samvinnu við Vestur- veldin um aðstoð við þau lönd, sem skemmst eru á veg komin, og annist starfandi stofnanir Sam einuðu þjóðanna framkvæmdirn- ar. Kona Marlons og sonur í Keflavík ANNA KASHFI heitir eig- inkona kvikmyndaleikarans Marlons Brandos, en þau hjónin eru nýskilin og hafa erlend blöð að undanförnu séð um að lesendur þeirra gætu fylgzt vel með deilum þeirra hjóna um lítinn son þeirra. í fyrrinótt gisti Anna á Flugvallarhótelinu í Kefla- vík með Christian litla son sinn, sem er tveggja ára gamall. Á mánudagskvöld kl. 21.30 lenti á Keflavíkurflug velli Boeing-707 farþega- þota frá ástralska flugfélag- inu Quantas, að því er fréttaritari blaðsins á Kefla- víkurflugvelli símaði. Flug- vélin var á leiðinni frá London til New York og San Francisco. Þegar flug- vélin kom út á flugvélar- stæðið, kom í ljós að sprung ið hafði á öðrum hjólbarða á nefhjóli flugvélarinnar og varð að fá lánaðan hjól- barða hjá Pan American, þar sem Qantas á enga vara- hluti á Keflavíkurflugvelli. Þar sem talsverð töf varð af að skipta á hjólbarðan- um og flugvélin hefði einn- ig tafizt í London vegna bilunar þar, ákvað áhöfn flugvélarinnar að hvílast á Keflavíkurflugvelli um nótt- ina. Farþegarnir voru 56 að tölu og meðal þeirra Anna Kashfi, kona Marlons Brandos ásamt tveggja ára gömlum syni þeirra. Flug- vélin fór til New York kl. 10 á þriðjudagsmorgun. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir skömmu af þeim hjónúnum fyrrverandi, er þau komu fyrir rétt í Santa Monica, vegna kæru Marl- ons að Anna hindraði hann í að sjá soninn. Persar senda skrið- dreka til landamœranna Teheran í Persíu, 22. des. (Reuter). — SKRIÐDREKAR, stórskotalið og lóftvarnarbyssur hafa verið flutt ar síðustu daga frá Mið-Persíu til landamæra Iraks, vegna þess að írakar hafa gert landakröfur á hendur Persum og haft í frammi ógnanir í sambandi við það. Dagblöð í Teheran segja, að það sé hugsanlegt, að Persar kæri þetta mál fyrir Sameinuðu þjóðunum. Kassem, forsætisráðherra ír- aks, lýsti því yfir fyrir nokkru, að ríkisstjóm hans gerði kröfu til fimm kilómetra breiðrar land rærnu nálægt persnesku olíu- höfninni Abadan. Síðan hafa tr- akar haldið uppi áróðursherferð gegn Persum, þar sem þeir krefjast afhendingar landsvæðis- isins. I dag flutti Kassem aðra ræðu í Bagdad-útvarpið, þar sem hann sagði, að írakar myndu aldrei linna látum fyrr en hið umdeilda landssvæði væri kom- ið undir þeirra yfirráð. Hann bætti því við, að írakar myndu ekki beita valdi til að taka svæð- ið, fyrr en allar aðrar leiðir væru lokaðar. írak myndi ekki gefa upp hænufet af lands- svæði sínu og það hefði herstyrk til að hindra yfirgang Persa. Útgáfuna annaðist Eiríkur INGIMAR SUNNANHÓLMAR vakið hefur á sér í tímaritum. IMýj 6 ljóðskáld, bók og talplata: Einar Bragi, Hannes Pétursson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Sigurður A. Magnússon, Stefán Hörður Grímsson. Hreinn Finnbogason ERLENDVR SIGURÐSSON: . — Fyrsta bók gáfaðs skálds, sem athygli fyrir snjallar smásögur og ljóð Almenna bókafélagið ung! ★ Bókamenn............................................. j t 1 Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar ht. Laugavegi 8 m O (við hliðina á skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar) táið þér allar jólabœkurnar — Simi 19850 • • • • • • Aðalumboð Kvöldvökuútgáfunnar hf. Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.