Morgunblaðið - 23.12.1959, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.12.1959, Qupperneq 15
MiðvikudagfPí’ 23. des. 1959 MORCTJNRLAniÐ 15 Tilkynning frá Hitaveitu Reykjavíkur Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um hátíðarnar, verða kvörtun veitt viðtaka í SÍMA 1 53 59 kl. 10—14. Hitaveita Reykjavíkur Ný sending Greiðslusloppar Fjölbreyttasta úrvalið í bænum. MARKAOURINN Laugaveg 89 — Hafnarstræti 5. Þegar þú athugar nákvæmlega, veiztu að... — Minningarorð Framh. af bls. 14. gleðibjarmi færðist yfir andlitið er við minntumst liðinna daga, þegar við stelpurnar vorum að leika okkur og óþekktast. — Nú er þetta allt liðið. Ég tei mig ríka að eiga minninguna um Ingibjörgu frá því ég var barn, þessa stórbrotnu myndarkonu, sem bognaði ekki undir byrði sinni og bar höfuðið hátt til síð- ustu stundar — Og nú vil ég þakka góð og gömul kynni, og bið Guð að leiða sál minnar kæru vinkonu um ljóssins vegu. Guðrún J. Guðmundsdóttir. 0 Jú, þegar hánn er kominn, geturðu séð, að hún er OMO hvít! BLÁTT OMO GEFUR HVÍTASTA ÞVOTT í HEIMI Jafnvel óhreinustu föt verða fjótt hrein í freyðandi Bláu Omo löðri. En allur þvotturinn er hreinni, hvítari en nokkru sinn fyrr. Þú sérð á augabragði, að OMO gefur hvítastan þvott í heimi. — Og OMO skilar mislitum þvotti björtustum! Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Ferðabók Dr. Helga Pjeturss. Vilhjáimur Þ. Gísiason sá um útgái'una. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Bókfells- útgáfan. DR. HELGI Pjeturs var sérkenni- legur persónuleiki og ógleyman- legur þeim, er kynntust honum. Á síðari árum sínum var hann einna kunnastur fyrir Nýala sína og þá athyglisverðu kenningu, sem þeir hafa að færa. Þeir hafa átt miklum vinsældum að fagna, einnig meðal fólks, sem er lítið trúað á stjörnuboðskap höfundar- DR. Helgi Pjeturss var sérkenni- ur meistari á íslenzkt mál að það er í rauninni ekkert aðalatriði hvað hann skrifar um. Það er því mikið gleðiefni bóka mönnum að út er komið — í einm fegurst gerðu bók ársins — safn af ferðasögum doktorsins. Þeim hefur ekki áður verið haldið til haga á þann hátt. Raunar hefur sagan af Grænlandsförinni 1897 komið út áður, í ritinu: „Um Grænland að fornu og nýju“, en fyrri hluti þess er Grænlendinga1 saga Finns Jónssonar. Bók sú er uppseld fyrir áratuguin síðan og 1 fárra höndum. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur séð um útgáfuna og leyst það verk vel af. Gerir hann grein fyr- ir henni í formála og segir m. a.: „Þessi bók er ekki sérfræðilegt vísindarit, þó að auðvitað konu ýmislegt slíkt hér við sögu, eins og höfundurinn setti það fram alþýðlega fyrir íslendinga. Þetta er fjölþætt persónuleg ferðabók um rannsóknir og reynslu, gagn- rýni og gleði brautryðjandi nátt- úruskoðara og ágætis rithöfund- ar.“ hann alloft og varð honum því minna úr starfi en vonir stóðu tii. Athyglisgáfu sinni hélt hann þó óskertri og lifandi áhuga fyrir öllu milli himins og jarðar. Mál- snilldin eykst stöðugt og verður að fágaðri list, en þegar líður á ævina fer að gæta nokkurrar þreytu hugans. Þættirnir verða æ styttri. En alltaf eru þeir fullir af fróðleik, sem er fram settur í svo einfaldri frásögn, að hvert barnið getur tileinkað sér hann. lesandinn kynnist sjálfri sköpuu íslands á þessum blöðum, sér það mótast og taka breytingum: suð- rænn gróður, kastaníur og vín- lauf, þekur dali, er síðar hyljast ís; hann les undir leiðsögn höí- undarins hina töfrandi bók nátt- úrunnar í sjávarklettum og gilja- drögum — og er ríkari eftir en áður, landið hefur fengið nýjan svip í huga hans. Þriðji og síðasti kaflinn heitir: „Suður í lönd“. Þar eru margar svipmyndir frá ýmsum Evrópu- löndum, fróðlegar og skemmti- legar. Þetta er ein af þeim bókum sem maður verður raunverulega ríkari af að eiga. Mikið úrval af konfektkössum Delesius epli, Vindlar í kössum og mikið úrval af sælgæti. Verzlunin Tóbak og sælgæti Lækjargötu 2 — Opið frá kl. 9 f.h.—12 e.h. 0 Tilsýndar gæti skyrtan hans verið hvít 0 Hann nágast . . . hún sýnist hvít Fyrsti kafli bókarinnar nefn- ist „Grænlandsför 1897“, en þar segir frá ævintýrum höf. í Græn- landi. Fór hann þangað í leið- angri Frode Petersen, sama ár og hann lauk prófi í náttúrufræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Það er mjög skemmtilegt að bera þetta rit hinns unga Helga Péturs sonar saman við seinni verk hans. Ritsnilldin virðist honum í blóð borin, þótt hún sé að vonum ekki orðin slík sem síðar varð, en þama er ungur, vakandi og ó- þreyttur hugur að verki, skír og sjálfstæð athyglisgáfa, sérstæður skoðunarmáti, og lifandi áhugi, sem hrífur lesandann. Hann er vísindamaður og náttúruskoðari, en andi hans frjór og áhuginn altækur svo að nálega ekkert er honum óviðkomandi. Fyrir bragð ið er þessi fyrsta bók hans rík af lifandi fróðleik, sem er fram- reiddur mjög aðgengilega. Les- andinn fær greinilega mynd af náttúru Grænlands og íbúum þess. Annar kafli bókarinnar nefnist: „Það líkist engum löndum" og fjallar um ferðir og rannsóknir á íslandi. Fyrsta þátttaka Dr Heiga í náttúrufræðirannsóknum hér á landi mun hafa verið sumartð 1890, er hann ferðaðist með Þor- valdi Thoroddsen um Snæfells- nes. Síðar fór hann víða um sveit- ir og öræfi, en heilsuleysi bagaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.