Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. des. 1959 heila, að í hinum þokufulla heimi svefnsins skuli hinn þjáði a. m. k. sleppa við þá bölvun, sem hann er líkamlega fjötrað- ur við. Það sem hraerði mig samt mest á þessu augnabliki voru hendurnar, sem lágu krosslagðar á ábreiðunni, æðaberu, fram- réttu hendurnar, með veikum, grönnum hnúum og frammjóum, bláleitum nöglum — grannar, blóðlausar, máttvana hendur, kannske nógu sterkar til þess eins að strjúka litlum dýrum, svo sem dúfum og kanínum, en of veikar til að halda nokkru föstu. Hvernig getur nokkur varizt raunverulegum þjáningum með svona máttvana höndum? hugs- aði ég með mér. Hvernig barizt gegn, varizt, haldið nokkru föstu? Og það vakti viðbjóð hjá mér, að hugsa um mínar eigin hendur, þessar sterku, þungu, vöðvamiklu hendur og arma, sem gátu stjórnar hinum ólmasta og óhlýðnasta hesti með að kippa í beizlistaumana. Gegn vilja mín um starði ég á ábreiðuna, sem lá loðin og þung þvert yfir beina bera hnjákolla hennar. Undir þessu þykka teppi voru hinir ónothæfu fótleggir — ég vissi ekki hvort þeir voru brotnir, krepptir eða bara lamaðir og ég hafði aldrei haft kjark í mér til að spyrjast fyrir um það — mátt vana og fastir í þessum málm- eða leðurumbúðum. Ég gat ekki varizt hrolli við þessa tilhugsun og svo ákafur var skjálftinn, sem fór um all- an líkamaminn að það glamraði í spor-unum á fótum mér. Það hlýtur að hafa verið óendanlega lágt hljóð og varla heyranlegt, Rafmagnsrakvélar ★ REMINGTON ★ BRAUN, 2 tegundir ★ TOP ★ SUNBEAM Júák Austurstræti 14 Jólatrésseríur — 17 Ijós — NORMA ameriskar SEKÍUPERUR Verð kr. 3.50 stk. Jólatrésseríurnar sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hef- ir komið í ljós að vegna misjafnrar spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venju legar 16 Ijósa. ^ jL~ Máfg Austurstræti 14 _Jf Jf i. Sími 11687 þetta veika sporaglamur, en samt virtist það hafa borizt henni til eyrna í gegnum svefninn. Hún andvarpaði þreytulega, án þess að opna augun. Svo fóru hendurnar að hreyfast. Fingurn- ir réttust og teygðust út, eins og þeir væru að geispa eftir svefn- inn. Á næsta andartaki fór létt- ur titringur um augnalokin, aug un opnuðust hægt og hún leit undrandi í kringum sig. Allt í einu varð henni litið á mig og augnaráðið varð hvasst og starandi, eins og hún áttaði sig ekki á því sem fyrir augu hennar bar. En svo tók hún snöggan kipp og var samstundis glaðvakandi. Hún þekkti mig og blóðið þaut fram í kinnar henn- ar og litaði þær dökkrauðar. — Enn einu sinni var eins og rauð- víni væri hellt í kristalsglas. „En bjánalegt af mér“, sagði hún og hleypti brúnum, svo kippti hún snöggt í teppið, sem sígið hafði niður og vafði því þéttar að sér, líkast því sem ég hefði komið að henni nakinni. — „En hxað þetta er bjánalegt af mér. Ég hlýt að hafa sofnað and- artak“. Og nú byrjuðu nasavæng irnir — en hvað ég þekkti vel fyrirboða óveðursins, sem var í vændum — að titra. Hún leit ögrandi á mig: „Hvers vegna vöktuð þér mig ekki strax?“ spurði hún. „Þér eigið aldrei að horfa á sofandi manneskju. Það er alls ekki nein kurteisi. Það eru allar mann- eskjur hlægilegar, þegar þær eru sofandi“. Tii jólagjafa HÁRÞURKA er tilvalin jólagjöf JtsMs Austurstræti 14. Simi 11687. Mér þótti það mjög Xeitt, að ég skyldi hafa orðið til að skap- rauna henni með hugsunarleysi mínu og reyndi að slá þessu öllu upp í glens. — „Betra að vera hlægilegur sofandi, en vakandi", sagði ég. En nú hafði hún lyft sér upp á báða olnbogana, hrukkan milli augnanna dýpkaði ískyggilega mikið og varirnar byrjuðu að titra og skjálfa. Hún leit á mig hvössum rannsóknaraugum. „Hvers vegna komuð þér ekki í gær?“ Þetta áhlaup var svo skyndi- legt, að ég hafði ekkert svar á reiðum höndum og áður en mér gæfist ráðrúm til umhugsunar, hvað þá svars, hélt hún áfram í kuldalegum tón: „Auðvitað hafið þér haft einhverja sérstaka ástæðu til þess, að láta okkur sitja og bíða eftir yður. Annars hefðuð þér a. m. k. hringt til okkar“. Mikill asni gat ég alltaf verið. Auðvitað mátti ég vita það fyr- ir, að þessi spurning myndi fyrr eða síðar koma og þess vegna hefði ég átt að hafa svarið al- veg á reiðum höndum. Ég tví- steig þarna fyrir framan hana og stamaði út úr mér gömlu af- sökuninni, að við hefðum alveg óvænt þurft að fara og skoða hesta. Ég sagðist hafa búizt við að geta komizt í burtu klukkan fimm, en þá hefði ofurstinn til alirar bölvunar vilja prófa einn hest til biðbótar o. s. frv. o. s. frv“. Augu hennar hvíldu á mér, grá, hvöss og alvarleg. Því lengur sem ég reyndi að tala máli mínu, þeim mun óþolinmóðari varð hún. Ég só, hvernig hún barði með fingrunum í armbríkina á stólnum sínum. „Eg skil“, sagði hún að lokum með kuldalegri hörku í röddinni. „Og hvernig endaði svo þessi áhrifamikla saga? Keypti ofurst inn hestinn eftir allt saman?“ Nú varð mér Ijóst, að ég var búinn að koma mér í slæma klípu. Hún barði með hanzkan- um í borðið, einu sinni, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum, eins og til að veita geðshræringu sinni þannig einhverja útrás. Svo leit hún á mig með ógnun í svipn- um. „Þér ættuð bara að hætta allri þessarri hlægilegu lygi. Það er ekki eitt orð satt af því, sem þér hafið sagt mér. Hvernig dirfist þér að bjóða mér annað eins þvaður og fjarstæðu? Hanzkinn slóst með vaxandi ákafa í borðið. Svo fleygði hún honum frá sér í stórum boga. „Það er ekki eitt orð satt af því sem þér hafið sagt mér. Ekki eitt orð. Þér voruð ekki í reið- skólanum. Þér skoðuðuð enga hesta. Klukkan hálf fimm sátuð þér inni í kaffihúsinu og ég veit ekki til þess, að þar séu nokkurn tíma prófaðir hestar. Nei, þér skulið ekki reyna að blekkja mig. Bifreiðarstjórinn okkar sá yður af tilviljun sitja við spila- borðið klukkan nákvæmlega sex“. Ég kom ekki upp aukateknu orði, enda hélt hún áfram: „Hvers vegna ætti ég annars að vera feimin við að segja yður sannleikann, enda þótt þér reyn ið að Ijúga í mig. Það er lika eins gott að þér vitið það. Það var hreint ekki nein tilviljun, sem réði því, að bifreiðarstjórinn okkar sá yður inni í kaffihúsinu. Ég sendi hann til borgarinnar, a r L á á Markús, það var eitthvað að læðast kringum skýlið mitt. Vertu róleg, Súsanna. Það er bar broddgöltur. Það er óhætt að sleppa honum núna, Súusanna . . Hann er óskað legur . . . Broddgölturinn, á ég við. — Já, hann er bara að leita að einhverju söltu að naga. Fyrirgefðu Markús, ég hélt að það væri skógarbjörn. Farðu burt. Hann fer . . . Ég forðaði öllu undan honum. ! til þess að hann gæti spurzt fyx- ir um það, hvað orðið hefði af yður. Ég hélt að þér hefðuð 1 orðið veikur eða, að eitthvað hefði komið fyrir yður, fyrst þér hringduð ekki, hvað þá meira og .. yður er velkomið að álíta mig móðursjúka . . ég gat ekki þolað það, þegar ég er látin bíða .. ég þoli það bókstaflega ekki .. og þess vegna sendi ég bifreiðar- stjórann okkar. En í herskálun- um sögðu þeir honum, að það væri allt í beztá lagi með hr. liðs foringjarm og að hann væri nú einmitt að skemmta sér við sjö- kóngaspil í kaffihúsinu. Þá bað ég Ilonu að fara og reyna að komast að því, hvers vegna þér sýnduð okkur svo takmarkaða kurteisi .. komast að því hvort ég myndi hafa móðgað yður eitthvað í fyrradag. Eg veit að ég er stundum ákaflega ósann- gjörn í þessu bjánalega stjórn- leysi mínu .. þarna sjáið þér það — ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna þetta allt fyrir yður .. þar sem þér hins vegar reynið að ljúga upp alls konar afsökunum. Finnið þér ekki sjálfur, hvað það er auvirði legt?“ Ég ætlaði að fara að svara og ég býst jafnvel við að ég hefði haft kjark til að segja henni alla sólarsöguna um þá Ferencz og Jozsi, en hún hélt áfram með vaxandi ákafa. „Engar fleiri heima-tilbúnar sögur, ef yður er sama. Ekki meiri lýgi. Ég þoli það ekki. Ég er troðin út með lygi, þangað til ég verð fárveik. Henni er ausið ... . . SþariA yðuj hlaup fi oailli margra verzlama1- iíi *WI! - Ausfcurstræti ÍUtltvarpiö Miðvikudagur 23. desember (Þorláksmessa) 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tpnleikar af plötum. - 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XVI. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Tónleikar. — Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Jólakveðjur. — Tónleikar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald jólakveðja og tónleik- ar. — S.íðast danslög. 01.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 24. desember (Aðfangadagur jóla) 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. 8.40 — Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Jólakveðjur til sjómanna á hafi úti (Guðrún Erlendsdóttir les kveðjur og velur lög). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Veður- fregnir). 16.30 Fréttir. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni — (Séra Jón Auðuns dómprófastur prédikar og hefur á hendi altaris- þjónustu með séra Oskari J. Þor- lákssyni. Organleikari: Dr. Páll Isólfsson). 19.10 Tónleikar: a) Sinfóníuhljómsveit Islands leik ur jólalög í útsetningu Jóns Þórarinssonar, sem stjórnar hljómsveitinni. b) Sinfóníuhljómsveit Vínarborg ar leikur jólasinfóníu í C-dúr fyrir orgel og strengjasveit eft- ir Manfredini, jólakonsert eftir Corelli og concerto grosso í h- moll op. 6 nr. 12 eftir Hándel; John Pritchard stjórnar. 20.00 Orgelleikur og einsöngur 1 Dóm- kirkjunni: Dr. Páll Isólfsson leik- ur; Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Hjálmar Kjartansson syngja. 20.30 Jólahugvekja (Séra Sigurjón Guðjónsson prófastur í Saurbæ), 20.50 Orgelleikur og einsöngur í Dóm- kirkjunni; — framh. 21.20 „Messías“: Fluttir kaflar úr óra- tóríu Hándels; Sir Thomas Beec- ham stjórnar kór og hljómsveit. 22.00 Veðurfregnir. — Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.