Morgunblaðið - 13.09.1960, Side 2

Morgunblaðið - 13.09.1960, Side 2
2 MORGVNBLAÐlb Þriðjudagur 13. sept. 1960 Ágæt mót Sjálfstæð- ismanna á Isafirði og Bolungarvík SJALFSTÆÐISMENN á Isafirði og Bolungarvík héldu hin árlegu héraðsmót sín um síðustu helgi. ísafjarðarmótið var haldið á laugardagskvöld, og fluttu þar ræður þeir Kjartan J. Jóhanns- son, Gísli Jónsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Leikararn- ir Jón Aðils og Karl Guðmunds- son skemmtu, en Kristinn Halls- soní óperusöngvari, söng einsöng við undirleik Carls Billich. Enn- fremur sungu þeir Kristinn og Sigurður Jónsson, prentsmiðju- stjóri á Isafirði, glúnta. Að lok- um var dansað. — Geirþrúður Charlesdóttir stjórnaði mótinu. I Bolungarvík Bolungarvíkurmótið var hald- ið á sunnudagskvöld. Friðrik Sig urbjörnsson, lögreglustjóri í Bolungarvík, setti mótið og stjórnaði því. Ræður fluttu Sig- urður Bjarnason frá Vigur, Kjartan J. Jóhannsson og Gísli Jónsson. Sömu leikarar og á ísa- firði önnuðust skemmtiatriði, og Kristinn söng við undirleik Bill- ichs. Að lokum var dansað. Bæði mótin fóru hið bezta fram. Völd Ulbrichts aukast enn BERLÍN, 12 sept. (Reuter): — Flokksforingi austur-þýzka kommúnistaflokksins hefir nú enn fengið aukin völd, en i dag var hann skipaður forseti nýs „ríkisráðs" sem koma skal í stað forseta landsins. — Pieck forseti lézt sem kunnugt er í síðustu viku. — ★ — Frumvarp um stofnun ráðs- ins og afnám forseta- embættisins var samþykkt á mjög stuttum fundi í þinginu í dag. — Auk forsetans, eru iex varaforsetar, þar á meðal er Grotewohl forsætisráð- herra. Aðrir ráðsmenn eru 16 talsins. — Völd hins nýja ráðs eru talsvert meiri en forset- nn hafði. Faldi si» stal... Á SKEMMTISTAÐNUM Röðli hér í Reykjavík, var stolið pen- ingum, áfengi og sigarettum að- faranótt sunnudagsins. Að vanda var dansleikur þar fram til kl. 2 um nóttina. Á sunnudaginn kom í ljós að úr skáp, þar sem þjónar hafa skiptimynt, áfengi og tóbak, hafði verið stolið 1800 kr. í pen- ingum, 4 flöskum af áfengi og 25 pökkum af sigarettum. Margt þykir benda til að þjófurinn hafi verið meðal gesta skemmtistað- arins, falið sig þá er lokað var og síðan hafist handa. — Laos Frh. af bls. 1 ingar. Henni hafi ekki heldur tekizt að koma á friði í landinu. ★ ★ ★ Souvanna Phouma hefur sent Boun Oun tilmæli um að koma til viðræðna í konungsborginni Luang Prabang — og skírskotar til „kunnrar föðurlandsástar hans“. — Báðir aðilar hafa á hinn bóginn Iýst neyðarástandi í land- inu og hótað að láta vopnin tala, en ekki er gert ráð fyrir, að til þess komi. — Ástandið er þó mjög óljóst. Átta ára telpa fót- og lœr- brotnar á Hafnafjarðar- vegi SÍÐDEGIS á laugardaginn varð umferðarslys á Haiflnarfjarðar- vegi. Átta ára telpa slasaðist mik ið, er hún varð fyrir biifhjóli á biðstöð strætisvagna á Kópavogs hálsi. Litla telpan, sem heitir Gunn- vör Ásta Guðmundsöóttir, Digra nesvegi 4, var að koma úr stræt- isvagni, og hafði farið út á göt- una á undaji móður sinni. Bar þá að mann á bifhjóli. Hann mun ekki hafa haft fullkomið vald á því og hjólaði beint á telpuna. Hjólið kom svo illa á telpuna að hún fótbrotnaði og lærbrotnaði á sama fæti. Er hún nú rúmliggj- andi í Landsspítalanum. Síðdegis á laugardaginn lenti strætisvagn í árekstri á Skúla- götu. Einn farþeganna fékk við það höfuðhögg og var fluttur í slysavarðstofuna Þó að farþeginn — Tannhvass Frh. a£ bls. 1 •fc „Skylt a» tala gegn óréttlæti“ Áður en biskupinn fór frá London, hafði hann sagt við fréttamenn, að hann gerði ekki ráð fyrir neinum vandræðum, er hann kæmi aftur til S-Afríku, en allt gæti þó gerzí. — „Ég hef alltaf talið, að kristnum leiðtog- um sé skylt að tala gegn órétt- lætinu, hvar sem það finnst“, sagði hann. féll í ómegin, voru meiðslin ekki alvarlegs eðlis og fékk hann að fara leiðar sinnar um kvöldið. Þannig er taliS að nýi Taunus líti út (nr. 6658). Nýr Taunus EFTIR um það bil mánuð kemur fram á sviðið í Köln ný gerð af Ford Taunus, sem talið er að muni svipa mikið til bandarísku bifreiðarinnar Ford Falcon. Þessi nýja bifreið verður afmælis- „módell" þýzku Ford verksmiðj- anna, en 30 ár eru síðan þær voru stofnaðar. I tilefni afmælisins, kemur Henry Ford II., forstjóri Ford félagsins, til Kölnar og hitt- ir þar dr. Konrad Adenauer, kanzlara Vestur-Þýzkalands, en Adenauer var borgarstjóri í Köln árið 1930 þegar Henry Ford eldri lagði hornstein að verksmiðjun- um. Nýji Taunusinn verður með tvennskonar vélum, 4 og 6 strokka, 12,5 om lengri, 3 om. breiðari og 10 om lægri en Taun us 17 M. Bandaríkin gagnrýnd vegna takmarkana á ferðafrelsi Krúsjeffs í New York London, 12. sept. ■— Reuter) — S Ú ákvörðun bandarískra stjórnvalda að takmarka ferðafrelsi Krúsjeffs, á með- an hann dvelst vestanhafs, við Manhattan-eyju eina, hef- ur sætt mikilli gagnrýni víða í Evrópu. — Brezk blöð hafa mörg talið þetta tiltæki ákaf- lega misráðið — mundi það einungis veita Krúsjeff kær- komið tækifæri til þess að reka áróður sinn. — Frú Eleanor Roosevelt, sem stödd er í London, sagði við frétta- menn í dag, að þetta lýsti „fullkomnum kjánaskap", að sínu áliti — „en ég er að vísu demókrati, ekki repúblikani!“ bætti hún við háðslega. — ★ — Hið frjálslynda blað Guardian í Manchester segir, að þessi ákvörðun muni í augum manna á Vesturlöndum „virðast barna- leg“, en í löndum, sem síður séu hliðholl Bandaríkjunum, séu all- ar Iíkur til, að „viðbrögð almenn- ings verði enn óvinsamlegri“. Pravda, málgagn rússneska kommúnistaflokksins, sagði í dag, að fjarvera Eisenhowers, de Gaulles og Macmillans mundi að eins verða til þess, að Krúsjeff gæti í góðu næði „talað til heims ins“ á Allsherjarþinginu. Væri rússneska sendinefndin sérlega vel metin meðal „hinna ungu Afríkuríkja". — Krúsjeff og fylgdarlið fóru um Ermarsund á hafskipinu „Baltica“ í morgun — og skiptust þeir Macmillan þá á kurteisisskeytum. Svíiiiis Alfreðs n Flóka SÝNINGU Alfreðs Flóka í Lista- mannaskálanum átti að Ijúka á sunnudagskvöld, en vegna þess, hve mikil aðsókn var þá var hún framlengd til þriðjiudags- kvöld. Hún er því opin í dag frá kl. 3—10 e.h. Delerium búbón is 149. síðasta sinn °g Leikbuningar og skór gatslitið Annar hnúðlax 1 Skjálfanda HÚSAVÍK, 12. sept.: — í gær veiddi Theódór Jónsson bóndi í Rauðuskriðu, annan hnúðlax úr Skjálfandafljóti. Fékk Theódór laxinn á sömu slóðum og hinn fyrsta er hér veiddist. Þessi lax var nokkru stærri en hinn fyrsti. Var hann 57 cm., 1900 gramma þungur. — S. DELERIUM BUBONIS er orðið vinsælasta leikritið, sem Leikfé- lag Reykjavíkur hefur sýnt, sýningar orðnar 148, 96 í Reykja- vík og 52 úti um land. En leik- ararnir fóru í sumar í sýningar- ferð kringum landið og komu í hverja sýslu. Hafa 30—40 þús. manns séð þetta leikrit. Nú á að Ijúka sýningum á þessu vinsæla leikriti með sýningu í Austur- bæjarbíói á miðvikudagskvöld kl. 11.30, til ágóða fyrir-Styrktar- sjóð Félags íslenzkra leikara, og verða miðar seldir frá kl. 2 í dag. — Styrktarsjóður þessi styrkir 3—4 leikara á ári til námsferðar, og féð fæst þannig að leikhúsin og leikflokkar gefa ágóðann af sýningum. Slitu tvennum skóm í gær spjölluðu fréttamenn við nokkra leikarana. Sögðu þeir að ekkert lát hefði verið á að- sókn á leiksýningunum, er hætt var að sýna Delerium Bubonis í Reykjavík í vor, og alltaf var húsfyllir þar sem þeir komu úti á landi. Voru áhorfendur næst- um uppi á sviðinu vegna þrengsla og víða staðið á bílum fyrir utan gluggana. Brynjólfur Jóhannesson sagði, að talað hefði verið um að of mikið væri af leikflokkum úti um landið, en aðsókn og móttökur sem þessi leikflokkur hefði fengið, sýndi að fólkið úti á landsbyggðinni vildi fá góða flokka. Delerium er sem sagt búið að ganga i næstum tvö ár hjá Leik- félaginu. Leikararnir eru búnir að slíta einum til tvennum skóm upp til agna á sviðinu, og fatn- aður að verða útslitinn af hreins- unum og notkun. — Og liggur við að leikararnir séu að eldast upp úr hlutverkunum, bætti Steindór Hjörleifsson við, er hann hafði lýst því yfir við fréttamenn, að hann væri alveg að verða búinn með annað skó- parið sitt. — Kongó Framh af bls 1 veldis án frekari blóðsúthelliriga. Lét Ileo í ljós von um, að takast mætti að sætta alla aðila með þvi að stofna sambandsríki í Kongó, eins og margir hafa lýst fylgi sínu við. — Hann hafði baðið Tshombe, forsætisráðherra Kat- anga, til ráðstefnu þessarar, — en fulltrúi S. þ. skar úr um, að flugbannið í Katanga væri enn í gildi og gæti hann því ekki leyft flugvél Tohombes eða fulltrúa hans að fara þaðan. Tshombe mun hafa mikinn hug á að ræða við Ileo, sem hann telur hliðhollan skoðunum þeim, er hann sjálíur aðhyllist. • BAR SAKIR Á LUMUMBA Ileo sakaði Lumumba um að vekja ótta meðal þjóðarinnar og kvað hana varpa öndinni léttar við brottrekstur hans. Þá sakaði hann Lumumba einnig um að leita hjálpar erlendis, án þess að láta forseta landsins vita um það, eða hafa samráð við fulltrúa S.þ. Átti hann þar greinilega við rússnesku flugvélarnar, bílana og sérfræðingana, sem komu til Stanleyvill-e, höfuðstöðva Lum- umba, á dögunum. — ★ — Loks bað Ileo S.þ. að hverfa ekki frá Kongó, — að endur- skipuleggja her landsins og lög- reglu og að hafa með höndum skipulagningu allra erlendrar að- stoðar við Kongó. /* NA /5 hnúhr / SVS0hnútar X Snjókoma f 05 i \7 Skúrir íí Þrumur WZifcZ'itíL H Hd ll L* LntoS \ L" 7 ”” n—‘ T / á T Nœr 30 strandaglópar frá Crœnlandi í Rvík UM klukkan 5 slðdegis á laugar daginn sigldi eitt hinna hárauðu íshafsfara Lauritzens-skipafé- lagsins í Kaupmannahöfn ’Kista Dan‘, hér inn á ytri höfnina. Var skipið að koma frá Grænlandi og hafði ætlað að reyna að koma það tímanlega hingað, að tæp- lega 30 farþegar, sem með fcví voru, kæmust 'til Kaupmanna- hafnar með Gullfossi. En hann var þá farinn héðan. Verður fólkið því að bíða hér í Reykja- vík unz Gullfoss fer næst til Kaupmannahafnar eftir hálfan mánuð. í þessum farþegahópi voru tveir grænlenzkir berklasjúkl- ingar. Voru þeir fluttir beint suður á Vífilsstaðahæli og verða þar unz þeir geta haldið áfram. Þeir eiga að fara á berklahæli í Kaupmannahöfn. Þessir far- þegar komu með ’Kisfa Dan‘ frá Angmagsalik, en héðan fór skip- ið svo til Scoresbysund. Það tók hér lítilsháttar af vörum, sem fluttar voru um borð á drátt- arbátnum Magna, en hann flutti í land farþegcma frá Angmag- salik. Breiðafjörður og Breiðafj. : LÆGÐ við SV-strönd íslands S á hreyfingu NA-eftir. Lítur mið: Breytileg átt og hægviðri, ) því út fyrir útsynning vestan skúrir. - lands, en norðan- og austan- Vesbfirðir og Vestfj.mið: NA lands muni stytta upp og birta. gola í nótt en NV kaldi á morg Hiti er 12—13 st. hér á landi, Un .skúrir norðan til. en 16—18 st. í stórborgum Norðurland, NA-land, norð- austan hafs. í New York er urmið og NAnmið: SV gola, 17 st. hiti, rigning og djúp víða léttskýjað á morgun. lægð þar suður undan. Austfirðir og Austfjarða- Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi. mið: SV gola, léttir til. SV-land, Faxaílói, SV-mið SA-land og SA-mið: SV og og Faxafl.mið: Vestan og NV síðar vestan kaldi, skúrir í kaldi, skúrir. nótt, en léttir til á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.