Morgunblaðið - 13.09.1960, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.09.1960, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 13. sept. 1960 MORCVWBLAÐIÐ Brynjólfur Kristjánsson verkstjóri — minning BRYNJÓLFUR Kristjáns- son verkstjóri var fæddur 8. september 1902 að Gröf í Breiðu- vík á Snæfellsnesi, Hann var elztur af 17 börnum hjónanna Kristjáns Pálssonar bónda þar og konu hans Danfríðar Brynjólfs- dóttur, en þau fluttu síðar að Hólslandi í Eyjahreppi. Brynjólfur var aðeins 16 ára að aldri, er hann hóf störf við vegagerð á sumrum, en stundaði sjómennsku og ýmis önnur störf á vetrum. Hann vann lengst af hjá föður mínum, Jóhanni Hjör- leifssyni verkstjóra, þar til hann varð verkstjóri í Strandasýslu árið 1947, en því starfi gegndi hann til dauðadags. Ég kynntist Brynjólfi Krist- jánssyni fyrst veturinn 1923, er hann var vetrarmaður hjá for- éldrum mínum í Litlu-Þúfu, en síðan unnum við saman í vega- vinnu frá 1928—1938, fyrst á Snæfellsnesi en síðan á Holta- vörðuheiði. Mér er minningin um Brynjólf Kristjánsson einkar hugstæð frá því að ég var barn, því hann var sérstakt prúðmenni í allri um- gengni og einstaklega barngóð- %%&%%%%%%%%% Bridge Y%%%%%%%%%%% SPILIÐ, sem hér fer á eftir var spilað í leik milli Bandaríkjanna og Ítalíu og sýnir það vel sagn- tækni ítalanna. — Á öðru borð- inu voru Bandaríkjamennirnir Harmon og Starkgold A-V og ítalirnir Avarelli og Belladonna N-S. Þar spiluðu Bandaríkja- mennimir 4 spaða og unnu fimm. Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1 spaði pass 1 grand pass 2 lauf pass 3 spaðar pass 4 spaðar pass pass 'pass ð 9 7 5 3 V G 9 6 3 ♦ 6 5 3 * 7 3 * K D V D 7 + Á 10 8 7 * 10 9 8 6 5 N V A S ur. Vart var hægt að kjósa sér æskilegri vinnufélaga en Brynj- ólf, því hann var bæði duglegur og sérstakléga vandvirkur, enda gegndi hann lengst af vandasam- asta starfi í vinnuflokknum, að hlaða kanta eins og tíðkaðist meðan vegirnir voru byggðir með handverkfærum. Má enn sjá merki um snilldarhandbrögð Brynjólfs við kanthleðslu á Kerlingarskarði, Holtavörðuheiði og Stóravatnsskarði. Vorið 1947 tók Brynjólfur við verkstjórn í Strandasýslu, enda hafði hann þá fengið langa og góða þjálfun við vegagerð. Störf sín við verkstjórn leysti Brynjólf ur af hendi með sömu samvizku- semi og vandvirkni og öll önnur störf, er honum voru falin. Brynjólfur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Dagbjört Stein- dórsdóttir. Þau slitu samvistum, en kjördóttir þeirra, Þórdís Brynjólfsdóttir, er gift kona í Reykjavík. Síðari kona Brynjólfs er Ásta Ólafsdótir Einarssonar bónda á Þórisstöðum í BitrU. Lifir hún mann sinn ásamt tveim ungum börnum þeirra. Við fráfall Brynjólfs Kristjáns- sonar hefur Vegagerð ríkisins misst einn sinn bezta verkstjóra og við samstarfsmenn hans góð- an vin og félaga. Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum óska ég gæfu og gengis í framtíðinni. Sigurður Jóhannsson. * 82 V Á K 10 5 2 ♦ G 9 4 2 * D 4 Á ftfhu borðinu voru þeir Siniscalco og Forquet A-V og Lazard og Fry N-S. Þar geng.i sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður I lauf 1 hjarta 2 lauf 3 hjörtu 3 spaðar pass 4 spaðar pass pass 5 hjörtu dobl allir pass Opnunin hjá Austur á einu laufi þýðir mjög sterk spil a.m.k. 17 punktar, með þessari punkta- tölu, þ. e. 4 í ás, 3 í kóngi, 2 í droítningu og einn í gosa. Tveggja laufa sögn Vesturs er aðeins styrkleikasögn, á sögnin að gefa til kynna einn ás og einn kóng eða 3 kónga. Sögnin 3 hjörtu hjá Norður er sýnilega gerð í þeim tilgangi einum að gera andstæðingunum erfitt fyr- ir að finna rétta litinn, en ítöl- unum brást ekki bogalistin írek- ar en fyrri daginn. Þeir komust auðveldlega í 4 spaða. Suður, sem ekki áttaði sig á, að Norður átti engin spil, ákvað að fórna í 5 hjörtu, en því miður varð það of dýrt því hann gaf 8 slagi og tapaði 1100, en samanlagt unnu ítalirnir 450 á spilinu. ÓLYMPÍULEIKUNUM — þar sem æska heims- ins mætist í drengilegri keppni — er lokið að þessu sinni. — Það á vel við að birta hér grein, sem fréttaritari Mbl. á lcikunum, Atli Steinars- son, ritaði í upphafi þeirra um — IMótt RÓM: — Italico leikvangur- inn var fullskipaður fólki við setningarathöfn Olympíuleik anna. Hápunktur þeirrar at- hafnar var, er klukknahring- ing, hljómmikil og fögur, frá klukkum einhvers staðar í grenndinni fyllti eyru við- staddra og boðaði komu OI- ympíueldsins. í dyrum vallarins, þar sem þúsundir íþróttamanna höfðu skömmu áður gengið á O'.ymp íuvöll, birtist ítalskur æsku- maður og hljó síðan nálega hring á leikvellinum (frá rás marki 200 m hlaups að miðri beinu brautinni sömu megin vallar). Þaðan lá leið hans upp teppalagðan stiga að alt- ari efst á vallarbyggingunni og gengt heiðursstúku. Þar rétti hann hönd til lofts og tendraði eld á eldstæði sem þar beið. * Olympíueldurinn var kominn frá Grikklandi til Rómar — Olympíuleikarnir gátu hafizt. Kvöldinu áður var lokið boð hlaupinu með eldinn sem tendraður var í Olympíuhof- inu í Grikklandi. Það kvöld hljóp ítalskur æskumaður með eldinn upp brattar tröpp- ur Capitol og tendraði eldinn á litlu eldstæði á svölum þessarar sögufrægu bygging- ar. Það sló tindrandi en dauf- um bjarma af þessum eldi á hin fögru listaverk liðinna meistara sem prýða Capitol hátt sem lágt. Þetta var ein- stök stund — einstök nótt í Róm af öllum nóttum. Á miðnætti þessa nótt — þegar dagur setningarhátiðar 17-. Olympíuleikanna gekk i garð — var margt fólk á Capi tol. Anrúmsloftið hlýtt og ilm andi, hátíðlegt en þó þrungið, sennilega svipað því, sem það oft fyrr á öldum hefur verið í Rómaborg á miklum stund um. Fólkið streymdi á Capi- tol, eins og þar ættu að ger- ast ógnþrungin söguleg tíð- indi. Það var spurningarsvip- ur á flestum. og eins og ungir og gamlir væru gripnir til- hlökkunarkenndum spenn- ingi. á Capitoi Nóttin var hlý en dimm. — Capitol og minnismerki Em- anuels konungs á Venezia torgi risu eins og út úr sög- unni vegna vel íyrirkominn- ar lýsingari Veggir Capitol hvísluðu að viðstöddum, lista verkin á þaki, veggjum og torgi ur'ðu eins og lifandi tákn löngu liðinnar sögu. Ágústus keisari ríðandi fák sínum í Capitolgarðinum, var umluktur iðandi fólksfjölda. Og hvort var hann að veifa þessu fólki, er nú var á Capi- tol eða löngu liðnum kynslóð- um. Hið forna og hið nýja tengd ist svona þessa nótt á Capitoi vegna eldsins, er logaði á litlu skálinni á hússvölunum. Þangað næmdu allra augu — augu tug eða hundruð þús- unda manna þetta kvöld og þessa nótt — og eldurinn speglaðist í dökkum augum Rómardætra brá bjarma á tindrandi hár afkomenda Rómverjanna. Þarna voru japönsk augu — augu sólar- innar barna — og íslenzk augu, sem séð hafa eld úr iðrum jarðar. Allir dáðu jafnt þá hugsjón sem að baki eldsins í eldstónni á Capitól bjó eldsins sem vat ef til vill alveg eins og annar eld- ur — en þetta var eldur tendr aður af geisium sólar á upp hafstað Olympíuhugsjónarinn ar, eldur er tengdi allt það fólk er þarna var saman komið, eldur sem tengdi saman fornt og nýtt, fjarlægar þjóðir og ólík lönd. Þetta var eldur, sem tengdi tvö menningartímabil sögunnar, eldur sem var sýni lega tákn þúsunda ára gam- allar sögu. Rómaborg var miðstöð hins gamla menningartímabils sög unnar. Capitol var því þetta kvöld í ágúst 1960 lifandi minning hins liðna tíma. Ol- ympíueldurinn logaði nú á helzta yfirráðasvæði þess róm verska keisara er mörgum öldum áður hafði bannað leik ana. Og frá þessum stað skyldi hann er sól færi hæst daginn eftir borinn til leik vangs æskufólks hvaðanæva úr heiminum til að loga þar meðan á leikunum stæði — tengja þar sáman fornan þróti og nýjan, afrek mannsins fyn og nú. Þetta var ógleymanleg nótt | á undan ógleymanlegum degi. Allt . fyrir mátt hi.ns olympska elds. Ég yfirgaf Capitol, gekk eftir Via Sacra og undir Con- stantinbogann — sem, eldur- inn hafði nokkrum tímum fyrr varpað bjarma á — a leið sinni til Capitoi. A. St. Dósent í íslenzku við tvo brezka háskóla HVERGI utan Islands mun ís- lenzkukennsla vera jafn um- fangsmikil og við University Coll ege í Lundúnum. Þar hefir sl. 10 ár verið sérstakur docent í ís- lenzku við Skandinavíudeild skólans. Er það Peter Foot, er unnið hefur að rannsóknum og ritstörfum á sviði fornbók- mennta. Peter Foot docent hefur verið hér á landi um nokkurt skeið. Kom hann hingað til að viða að sér efni í ritgerð, sem hann kallar „Um dýrkun Jóns helga“. Jón var fyrsti biskupinn á Hól- um og hefur Foot viðað að sér miklu efni um biskupinn. En þetta verður ekki fyrsta verk hans, því eftir hann liggja þeg- ar mikil ritstörf. Má þar til nefna ritgerð um Hvamms- Sturlu; ritgerð um Karla-Magn- úsarsögu. Þá hefur hann skýrt hið íslenzka orð „sólarsteinn" og eftir hann liggur ýmislegt annað merkilegt á sviði forn- bókmennta. Foot kveðst vonast til að rit- gerð sín um Jón helga, geti failið inn í Biskupasögu-útgáfuna. sem Jón Helgason í Kaupmannahöfn hefur haíi með hóndum í Bretlandi er til félagsskapur sem heitir „Viking Society". Hefur það t. d. geíið út ýmsa ritlinga eftir Foot. Það heldur úti ritinu „Saga book“, þar sem birtzt hafa ritgerðir um sagn- fræðileg og bókmenntaleg efni Peter Foot eftir ýmsa þjóðkunna mennta- menn t. d. próf. Eina-r Ól. Svems son. Þar birtist og ritgerð eftir Björn Þorsteinsson sagnfræðing um Hinrik VII og fsland, svo nokkuð sé nefnt. Þessi fé'ags- skapur vinnur mjög merki'egt starf með útgáfustarfsemi sinni. Foot, sem talar íslenzku ágæt lega, hóf að nema málið í Osló 1948—49. Hingað hefur hann komið áður og var hér til dæm- is 1956 á „Víkingamótinu" svo nefnda. Hjá Bimi Þorsteinssyni lærði Peter að taka í nefið og bauk gaf Björn honum með ískor inni mynd af Jóni helga. Peter Foot hafði í fyrravetur 25 nemendur í forníslenzku og mun íslenzkukennsla við háskóla erlendis hvergi vera eins kerfis- bundin og einmitt við brezka há- skóla. Auk þess sem Peter Foot kennir við University College er prófessor í íslenzku í Oxford Turville-Petre. Fyrir nokkru fóru þeir Björn og Peter Foot í ferðalag vestur á firði og norður í Húnavatns- sýslu og kvað Peter þá reisu eft- irminnilega mjög. Hann er rú á förum heim til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.