Morgunblaðið - 13.09.1960, Side 20

Morgunblaðið - 13.09.1960, Side 20
20 MORGVNBLAÐiÐ Þriðjudagur 13. sept. 1960 skal ég skrifa nafnið mitt hér á bréfið hans til sannindamerkis, og fá yður það svo aftur, svo að þér getið sannað . . . •— Það er nú kannski óþarfi, tautaði Norwood og dró stólinn sinn að skrifborðinu. — Það var aldrei ætlun mín að vera svo frekur. Ég hef átt í erfiðeikum, en ég hafði aldrei hugsað mér að fara að trúa öðrum fyrir þeim. Og fengi ég tilhneigingu til slíks, myndi ég auk þess ekki fara að leita til prests af frjálsum vilja. Eina tilfinning min gagnvart kirkjunni er andúð, svo að koma mín hingað er næstum móðgun . . og jafnvel þó að . . . nei, ég vil ekki fara að telja einkaraunir mínar — Ég skil vel afstöðu yðar. Séra Harcourt hallaði sér aftur í háa stólnum, rétt eins og sam- talinu væri lokið. — Tregðu yðar til að telja raunir yðar virði ég fullkomlega. Það er ómetanlega þægilegt að þurfa ekki á með- aumkun að halda, og langoftast er meðaumkun bara til ills eins. Maður þarf ekki annað en segja. „Veslings maður“, og þá byrjar fórnardýrið strax að lýsa því, hvað það sé mikill vesalingur. Norwood brosti ofurlítið og brosið gaf til kynna, að hann léti ekki slá sig út af laginu fyrir gott orð. — Þessvegna skulum við ekki fara að ræða persónuleg mál- efni yðar, hélt klerkur áfram. Ég sé, að þér eruð prófessor í seinni alda sögu, svo að þér viljið allra helzt tala um eitthvað á því sviði. Hvor var Englandi þarfari, Gladstone eða Disraeli? — Jú, ég er söguprófessor, tók Norwood fram í og það var eins og hann vaknaði við, fullur á- huga. — Og áhyggjur mínar standa ,einmitt í sambandi við það. Ég kom að háskólanum sem aðstoðarkennari, 1923, og tveim árum seinna hlaut ég prófessors nafnbót. Það var opinbert leynd armál í deildinni, að mér var ætl að að verða eftirmáður Dentons prófessors, þegar hann færi frá íyrir aldurs sakir. Og sjálfur óskaði hann þess. Eins og þér sjálfsagt vitið, dó hann svo, eftir margra mánaða legu. Ég gegndi störfum hans í fjarveru hans, og nú tilkynnir rektorinn, að hann hafi skipað Ware frá Ox- ford eftirmann hans. Eins og nærri má geta varð þetta mér sár vonbrigði. í fyrsta iagi þurfti ég mjög á að halda launahækk- un — og var meira að segja far in að taka út á hana fyrirfram, en annað er þó verra: að þetta leggur allar framavonir minar í rúst. Norwood þagnaði og leit nú í fyrsta sinn beint í augu Har- courts, eins og sá maður gerir, sem væntir sér samúðar og skiln ings, og svipurinn á hrukkóttu andlitinu var líka hughreystandi. — Síðan konan mín dó, hefur starf mitt tekið allan tíma minn og umhugsun, hélt Norwood áfram. Það er nú orðið fjögur ár. Við vorum miklir vinir. Ég á eina litla dóttur og geri allt, sem ég get til að halda henni sem mest hjá mér. Vitanlega er hún mér mikil huggun, en þegar ég þarf að gæta hennar, verða að sjálfsögðu önnur áhugamál út undan. Þessvegna er starf mitt við háskólann raunverulegt líf mitt, sem ég hef helgað mig svo, að allt annað er útilokað, og nú eru mestar horfur á, að ég verði — 38 ára gamall — að standa í stað það sem eftir er. — Eru stúdentarnir yðar meg- in í þessu máli? — Áreiðanlega, sVaraði Nor- wood með ákafa. — Ég hef heyrt, að það hafi verið haldinn mót- mælafundur í gærkvöldi og þar hafi verið húsfyllir. — Það var slæmt. En samt get ið þér líklega bætt úr þessu áður en frekari skaði er skeður. — Hvað eigið þér við með því? Eiga stúdentarnir kannski ekki að hafa leyfi til að láta skoðun sína í ljós á þessu ranglæti? Hartcourt sat þögull og fitlaði við pappírshníf inn sinn, en horfði í andlit gests síns. Allt í einu leit han á fallega eirstungumynd á suðurveggnum til vinstri frá honum — þetta var vel gerð eftir mynd af „Lj ósi heimsins“, eftir Holman Hunt. Augu Norwoods fylgdu honum og staðnæmdust andartak við myndina. Þetta var sama sem ávítur. — Vitanlega er þetta réttu við brögðin við slíku sem þessu, taut aði hann, — þyrnikóróna — und irgefni — knýja hógværlega á hurðina, sem nýbúið er að skella á nefið á manni. . . En það er nú ekki mikið til af slíku 1 háskól- anum, þó að hann sé kallaður kristileg stofnun . . . Hann getur vel hafa verið Ijós heimsins, en að því er ég bezt get skilið, hef- ur skipulagður kristnidómur gert meira en nokkurt annað afl í veraldarsögunni til þess að halda heiminum í myrkrinu. Jafn vel Búddatrúarmenn hafa aldrei brennt vísindamenn á báli. — Þeir hafa enga vísindamenn átt til að brenna, svaraði Har- court rólegur, — en í mínum aug um, dr. Norwood, virðist þetta atvik geta orðið merkustu tíma- mót í lífi yðar . . . Mergurinn málsins er þessi: Það hefur verið farið illa með yður og háskólinn veit það. Aðkomumaður hefur feftgið embættið, sem þér áttuð rétt á að fá. Stúdentarnir eru móðgaðir — og með réttu. Þá verða þeir fyrirfram fjandsam- legir nýja manninum og deildin lendir í erfiðleikum með að ganga sinn gang. Norwood hlustaði með athygli. — Þér munuð brátt komast að raun um, að vinir yðar í háskól- anum verða þakklátir fyrir það, að atvik, sem gat orðið til upp- þots og ófriðar, er tekið með still ingu og lagni . . . og hvað stú- dentana snertir . . . Hvílíkt tæki færi, maður! Ef þér sækist eftir glæsilegum ferli, sem prófessor, stendur hann yður nú opinn. Venjulegur stúdent hefur ólíkt meiri áhuga á íþróttum en em- bættisferli kennara sinna. Ef þér takið þessu eins og maður, marg faldar það gildi hvers orðs, sem þér segið í kennslustofunni. — Ég skil alveg hvað þér eruð að fara, og ég get vel skilið rök semdafærslu yðar og gildi henn ar, en þetta er nú samt býsna beizkur biti að kingja. Ef til vill vitið þér ekki, hvað þetta hefur kostað mig. Sjálfur hafið þér verið heppinn og náð hæztu mannvirðingum, en líklega hafið þér aldrei reynt það, sem ég hef mátt þola. Harcourt leit á Norwood, svörtum, djúpum augunum með rannsakandi tilliti, og gesturinn fór að velta því fyrir sér, hvort hann hefði nú gengið einu skrefi of langt. Því að það var sýnilegt, að Harcourt hafði heldur ekki farið varhluta af þjáningunum. Hann blygðaðist sín og bjóst við, að hinn færi að verja sig gegn þessari árás. Svo leið heil mínúta í djúpri þögn. Norwood fyrirleit sjálfan sig, þegar hann sá hinn drúpa höfði. Loks leit hann upp aftur og brosti þá. Það var alveg eins og hann væri að látast ekki heyra klaufalegt grobb í pörupilti. Nor wood þótti fyrir því, ef samtalið ætti að enda svona, en sú virtist ætlun Harcourts. — Ég ætlaði nú ekki að særa yður, sagði Norwood feimnislega. — Þá hafið þér heldur ekki gert það. Norwood stóð upp og bjóst til ferðar. — Þakka yður fyrir, sagði haann og rétti fram hönd- ina. — Ég vildi óska, að ég gæti á einn eða annan hátt launað yð- ur þessa stund, sem þér hafði gefið mér. Augu Harcourts ljómuðu. — Ég held, að hugur fylgi þarna máli hjá yður, — enda ætla ég að þiggja boð yðar. í seinni tíð hef ég hugsað mikið um eitt atriði, sem snertir veraldarsög- una. Ég vildi gjarna verða ein- hvers vísari um það, en tii þess þarf ég að fara í smiðju til kunnáttumanns. Það eru svo margir fræðilegir erfiðleikar, sem ég þarf að glíma við. Vitan- lega er þetta ekki neitt, sem snertir yðar persónulega vanda- mál . . . Vilduð þér koma heim til mín . . . ég á dálítið erfitt með að koma heim til annarra . . . og vera hjá mér eina kvöldstund . . . helzt mjög bráðlega. Ég þarf á ráðum yðar að halda, Norwood. — Það skyldi vera mér ánægja. — Ég vona, að þér komið til kvöldverðar, og svo getum við rabbað saman á eftir. Við erum vanir að hafa fáeina gesti á þriðjudagskvöldum. Án allrar viðhafnar. Þessir gestir eru oft- ast karlmenn en þó ekki alltaf. Og svo eru aðstoðarprestarnir mínir, sem báðir eru vel mennt- aðir og skemmtilegir menn — Talbot, M. A. í enskum bókmennt um frá Cambridge, og Simpson frá Harvard. Hvað segið þér um þriðjudaginn kemur? — Rétt eins og stendur er ég alveg bundinn heima við á kvöld in svaraði Norwood afsakandi. — Það er vegna hennar litlu dóttur minnar, en ég vona, að úr þessu rætist bráðlega. Ég hafði hana í heimavistarskóla, en þar hafði hún enga elju, fyrir heimþrá. . . . Því miður . . . — Getið þér ekki bara tekið han með yður? Hvað er hún gömul? — Aðeins átta ára. Ég held hún myndi bara þreyta yður. — Þér vitið ekki, hvað við pip arkallarnir sækjumst eftir að hafa börn til þess að lífga upp hjá okkur. Mér væri það aðeins aukin ánægja ef hún kæmi líka? Er það þá ákveðið? — Ég vona bara, að hún geri yður ekki erfiðara fyrir, svaraði Norwood og tók í hönd Har- courts. —O— Síðar sama dag kom Sonja, og Ijómaði nú af lífsfjöri, sjálfs- trausti og ánægju. Hún nam staðar sem snöggvast innan við dyrnar og horfði á Harcourt dótturlegum ástaraug- um, og hann lyfti hendi í kveðju skyni og horfði á hana, er hún nálgaðist stól hans. Sonja, maður hefur næstum ekkert leyfi til að vera eins glað legur og þér eruð. Hvað hefur komið fyrir yður? — Ég fékk skilaboð frá Har- court dómprófasti að koma hing að. Er það kannski ekki næg á- stæða? Hún losaði skúf af fjólum úr kápunni sinni og lagði á borð ið við hönd hans. — Segið mér nú erindið, sagði hún um leið og hún settist, andspænis honum. — Það er dálítið, sem þér getið gert fyrir mig. Ég ætla að hafa fáeina gesti á þriðjudagskvöld. Það er orðið siður heima hjá mér. Flestir gestir mínir eru ein- mana sálir, sem oftast þekkjast ekki innbyrðis, svo að það er ekki alltaf jafnhægt að . . . — Nei, það get ég skilið, svar aði hún hlæjandi. — Og ég þarf á yður að halda á þriðjudagskvöldið. — Þakka yður fyrir. Það verð ur indælt. — Það skuluð þér ekki taka sem gefinn hlut. Það er stundum einkennilegt samsafn, sem kem ur saman hjá mér. í þetta sinn er um að ræða átta ára gamlan móðurleysingja. Ég þyrfti að hafa sem bezt næði að tala við föður hennar, svo að mér datt í hug •. . . Það ar þessvegna verið að bjóða mér, sagði Sonja og gerði sér upp móðgun. — Og ég, sem var farin að sjá sjálfa mig í anda, sitjandi við hægri hlið dómprófastsins í nýja flauels- kjólnum mínum, og svo á að reka mig í útlegð inn í krakkaherberg ið, ásamt stelpukorni. — Ég hef nú ekki séð hana, en hún gæti alveg eins verið töfrandi, framar öllum börnum, sem þér hafið nokkurntíma aug um litið. En svo er heldur ekki óhugsandi, að hún verði snúin og afundin. Ef hún líktist föður sín um, talar hún enga tæpitungu. Jæja, komið þér þá? — Það vissuð þér áður en spurt var, svaraði hún og var nú orðin alvörugefin. Mér er það ánægja ef ég get gert yður ein hvern greiða. — Ágætt, góða — en nú verð ég að biðja yður að fara. Það eru margir þarna frammi, og ég get ekki látið þá bíða meðan ég tala við manneskju, sem ekkert gengur að. Út með yður! Hún dokaði við dyrnar, rétt a r k ú á — Eftir þessu landabréfi ætti Moccasin eyja að vera handan við næstu trjáþyrpingu! Á meðan, á eyjunni. — Allt í lagi strákur, fariu að vinna við þessa elgshúð. Það fer að dimma! Ég heyri í báta- vél, og hljóðið nálgast .... Ef það er Markús væri heppilegra fyrir hann að snúa við og halda til baka meðan hann er ennþá fær um það! eins og henni hefði dottið eitt* hvað í hug. Svo sneri hún sér að honum, brosandi. — Sonja! kallaði hann, — vilj ið þér visa þeim næsta inn. Hún gekk hröðum skrefum gegn um bókaherbergið, reif af sér svörtu húfuna og srauk yfir hárið á sér. — Lesið þér alltaf hugsanir fólks? spurði hún á leiðinni inn í fatageymsluna. — Aðeins þær góðu, svaraði hann, bltðlega. Óvenjufalleg ung stúlka um tvítugt stóð upp, þegar Sonja spurði, hver væri næstur. — Viljið þér koma hérna með mér? spurði Sonja vingjarnlega og vísaði henni svo inn í litla hliðarherbergið. — Gerið svo vei að fá yður sæti. Hún benti á legu bekkinn við gluggann, og svo settust þær báðar. Sonja, sem var eftirtektarsöm á smáatriði, sá, að fatnaður ungu stúlkunnar var dýr og vandaður en ekki af allra nýjustu tízku. Vafalaust var hún ein úr þeim stóra hópi, sem hafði verið efnað ur til skamms tíma en nú ör* eiga. — Ég vildi gjarna tala ofur lítið við yður áður en þér farið inn til dómprófastsins, sagði' Sonja. — Þér vitið náttúrlega, að það er stöðug aðsókn að honum allan daginn, af fólki, sem þarf á ráðleggingum að halda. Þess- vegna reynum við að létta ofur- lítið af honum mesta annríkinu. Það er meira að segja ekki óal- gengt, að erindið er ekki meira áríðandi en svo, að við getum af- greitt það. — Ég veit það, svaraði unga stúlkan lágt, — og ég er því feg- in. —Ég vissi, að þér munduð skilja mig. Get ég sagt dóm- prófastinum nokkuð um yður? ajtltvarpiö I*riðjudagur 13. september 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 TónleiRar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 „A ferð og flugi": Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. — 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Un> vörumerkingar (Sveinn Asgeirsson hagfræðing- ur). 20.55 Píanótónleikar: Bela Siki leikur fjórar ballötur eftir Chopin, í g- moll op. 23, í F-dúr op. 38, í As- dúr op. 47 og í f-moll op. 52. 21.30 Utvarpssagan: „Barrabas'* eftir Pár Lagerkvist; I. (Olöf Nordal þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður I Havana" eftir Graham Greene; IX. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttlr). 23.25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar)* 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Goðinn frá Valþjófsstað; III. (Sigurður Sigurmundsson bóndi í Hvítárholti). 21.00 „I þrískiptum takti": Hljómsveit in Covent Garden og hljómsveit belgíska útvarpsins leika valsa eftir Weber, Tjaikovsky og Ric- hard Strauss. Stjórnendur: Hugo Rignold, Robert Irving og Franz André. 21.25 Afrek og ævintýr: „Flóttinn**, fyrri hluti frásagnar eftir René Belbenoit (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson rithöfundur). 21.50 Einsöngur: Giuseppe Valdengo syngur lög eftir Tosti. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður f Havana" eftir Graham Greene: XVI. (Sveinn Skorri Höskulds- son). j: 22.30 Um sumarkvöld: Alfreð Andrés- son, Kramer og harmonikuhljóm sveit hans, Erna Sack, Webster: Booth, Rinda, Joe Newman sext- ettinn, Snoddas. Judy Garland ofi Edmundo Ros skemmta. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.