Morgunblaðið - 13.09.1960, Page 10

Morgunblaðið - 13.09.1960, Page 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 1960 Guðrún Pálma- dóttir írá Æsustöðum . j — mnming HINN 21. júli síðastliðinn and- aðist merkiskonan Guðrún Pálmadóttii á Blönduósi, 82 ára að aldri. Þessi merka og vinsæia kona, var að mörgu iayti svo sérstæð með vinsældir fórnfýsi og per- sónuleika, að flestum er kynnf- ust henni, verður hún minnis- stæð, því vildi ég flytja henrn látinni nokkur kveðjuorð. Guðrún var fædd að Gauts- dal í Bólstaðarhlíðarh-eppi 4. jan. 1878. Foreldrar voru: Sig- ríður Gísladóttir frá Eyvindar- stöðum í Blöndudal, sem var ein af mörgum þekktum systkinum þaðan, og Pálmi Sigurðsson, bóndi að Valdarási í Víðidai. Þegar Guðrún var 18 ára flutt ist hún með foreidrum sínum að Æsustöðum í Langadai, þar sem foreldrar hennar bjuggu siðan til 1914. Æsustaðir er hlýleg og falleg jörð í einu veðursælasta byggð- arlagi sýslunnar það vofu því nokkur umskipti að fara þangað frá Gautsdal þar sem kaldara næddi oft og færri bar að garði, því Æsustaðir eru við þjóðbraut. Á Æsustöðum átti Guðrún svo samfellt heimili í 24 ár og bar þar að höndum gleði og sorgir, eins og oft vefst saman, á lífs- leiðinni. Á meðan Pálmi og börn nans borough, er ekki þota, eins og svo oft áður. Þetta er fremur lítil flugvél knúin tveimur hverfilhreyflum, AVRO 748 frá Hawker Siddley verfcstmiðj unum — og Bretar gera sér nú góðar vonir um að ein- mitt þessi flugvél verði arf- taki DC-3. Margar verksmiðjur hafa spreytt sig á þeirri raun að framleiða frambærilegan arf- taka DC-3, en ekki tekizt hing að til. Þess vegna hefur DC-3 orðið langlífari en allar aðrar tegundir. Tuttugu og fimm ár \ eru liðin síðan fyrstu vélarn- ar þeirrar tegundar voru fram leiddar og enn þann dag í dag gegna þær þýðingarmiklu hlut verki á stuttum flugleiðum um allan heim, Engin flugvél hef- r þar ur reynzt hagkvaemari í rekstri og öruggari á stuttum vega- *“ lengdum, enda framleiddu Douglasverksmiðjurnar þús- undir DC-3 og til skamms tíma voru DC-3 vélar notaðar meira í farþegafluginu en nokkur önnur flugvélategund. Flugfélög um víða veröld hafa sent fulltrúa sína hingað til Farnborough að þessu sinni til þess að skoða AVRO 748 og einn þeirra, sem flugvélasýn- inguna sótti m.a. í þeim til- gangi að sjá þessa vél, var örn Ó. Johnson, framkv.stj. Flug- félags íslands. — Það er af og frá að við hugsum til þess að kaupa þessa nýju flugvél á meðan hún er óreynd Okkar stefna hefur verið sú að láta reynslu annarra skera úr um hæfni nýrra flugvéla. Hins vegar fylgjumst við vel með öllum þeim tegundum, sem koma á markaðinn og hugsanlegt er, að leyst gæti DC-3 af hólmi. Ég skoðaði þessa vél og ég mun fylgjast vel með því hvernig hún reynist, sagði Örn. AVRO 748 hefur verið aug- lýst geysimikið. Allsherjar augslýsingaherferð er hafin og einkum er lögð áherzla á hversu rammbyggð hún sé, en einföld í smíði. „Við gerum okkur grein fyrir því, að við erum ekki þeir fyrstu, sem framleiða arftaka DC-3“, segja framleiðendur „en við höfum lært af reynslu þeirra“. Þessi nýja vél flaug ekki fyrr en í sumar og enn hefur hún ekki verið tekin í notkun í farþegaflugi. Þetta er því í fyrsta sinn að hún er á flug- sýningu. AVRO 748 tekur 44 farþega, eða 4.5 tonn af flutningi. Hún er með loftþrýstiútbúnaði eins og allar nýjar farþegavélar, bezta flughæð verður 20.000 fet (sama og Visrount) og með alflughraðinn 426 km. Nota- gildi hennar er bezt á 4—800 km. flugleiðum, en hún getur flogið fullhlaðin alt að 1.500 km án þess að taka edsneyti. Þessi nýja flugvél er knúin tveimur Rolls-Royce hverfil- hreyflum og er ætlað að notast við stuttar og jafnvel ófull- gerðar flugbrautir. Lendingar- hraðinn er ekkf mikill og þeg- ar hún var sýnd hér í dag lenti hún í meðvindi en hafði stöðvazt á nokkrum lengdum sínum. Stélið er mikið og stýr isflöturinn að sama skipi mik- ill vegna hins litla lendingar- hraða. Fáar flugvélar hafa verið jafnmikið á lofti hér í Farn- borough og AVRO 748. Full- trúar tuga flugfélaga hafa skoðað hana og farið í stuttar flugferðir. Og verður það e.t. v. þessi rennilegi farkostur, sem leysir DC-3 af hólrni heima á íslandi? — h.j.h. kominn arftaki ráku búskap á Æsustöðum, var það heimili mjög vel þekkt fyrir frábæra gestrisni, alúð og hlý- legar viðtökur þeirra er að garði bar. Varð það eftirsóttur án- ingar- og gististaður ferðamanna einkum að vetrarlagi. því hvergi þótti betra að koma með lúna og svanga langferðahesta, en þang- að. Varð heimilið því aikunnur gististaður landpósta ug ferða manna. Systkini Guðrúnar voru 4, öll glöð og hlý í viðmóti, með fjölhæfa hæfileika og skemmti- lega framkomu. Tveir bræður hennar Jón og Gísli létust á miðjum aldri, svo nú eru aðeins eftir Jósefína húsfreyja í Holti á Ásum og Sigurður Pái nason, kaupmaður á Hvammsturgu, er var fyrsti garðyrkjuráðunautur í sýslunni, og hinn stóri triágarð ur á Æsustöðum bar vitr.i um brautryðjandastarf hans, fyrir áratugum síðan, er siðar var annazt um af þeim systkinum er dvöldust þar lengur. Árið 1903 giftist Guðrún Zop- haníasi syni Einars Andréssona frá Bólu, vel greindum og list- fengum manni,. skáldmæltum og vinsælum. En eftir aðeins 3 ára sambúð andaðist hann, og var það þungbær reynsla fyrir Guð- rúnu að standa ein eftir með tvo syni þeirra kornunga. Þessi ungu hjón byrjuðu bú- skap á Æsustöðum, sama ár og þau giftu sig í sambýli viö for- eldra hennar. Eftir lát eiginmannsins hélt Guðrún áfram oúi sínu á sama stað til ársins 1921. Faðir henn- ar andaðist 1914 Árið 1918 gift- ist hún í annað sinn Benedikt Benónýssyni og fluttust þau að Bjarnastöðum í Þingi árið 1921. Þau sli.tu samvistum nokkru síð- ar. Hélt þó Guðrún búi sinu á- fram til ársins 1928, að sonur hennar Pálmi tÓK við jörðinni. Hún eignaðist eigi börn er upp komust í síðara hjónabandi, en ól upp tvo fóstursyni er hún gekk í móðurstað. þá Þ irbjörn Ólafsson bílstjora hjá Lands- bankanum og Sigurjón dónsson á Stóru-Giljá. Framh á bls. 17. Hvað var verðmœti hlutanna úr almennu innbúi, sem voru í sýningar- giugga Málarans í Bankastrœti ? Getraun þessi átti að vekja sérstaka athygli á, að verð- mæti allra hluta nafa stórhækkað í verði síðustu mánuði. Hún átti líka að minna á; að brunatryggingarupphæðin þarf að vera í samræmi við verðmæti innbúsins. Margt fólk hefur ekki gert sér þetta ljóst, fyrr en það hefur misst eigur sínar í eldsvoða og hafið innkaup á ný fyrir tryggingarupphæðina. Verðlaun kr. 5.000 — Getrauninn er lokið og var verðmæti hlutanna, Samtals kr. 64.660.18 Enginn þátttakandi gat upp á þeirri upphæð nákvæm- lega, en sá sem var næst þeirri upphæð fær verðlaunin kr. 5.000.—

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.