Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. iúlí 1963 VORGVNBL 4 ÐIÐ 3 MWMMnmMM í FYRRAKVÖLD kom hingað hópur sjónvarpsfólks frá BBC í London, og er ætlun þeirra að taka hér klukkustundar heimildarkvikmynd, sem síð- ar verður sýnd í brezka sjón- varpinu í tvennu lagi, • hálf- tíma í senn. Hófu þeir mynda- tökur sínar í gær hjá As- mundi Sveinssyni, mynd- höggvara, en síðar mun verða farið úr borginni og atriði í myndinni tekin víðsvegar um landið. Ferðaskrifstofa ríkis- ins sér um dvöl sjónvarps- fólksins hér, en það býr í Hótel Garði, sem hefur greitt götu þess að megni. Er að sjá, sem BBC hafi viljað gera bet- ur við ísland en það hefur þeg ar gert með mynd Mai Zetter- ling, sem sýnd var í brezka sjónvarpinu í vor. Myndin, sem að minnsta kosti meðan á tökunni stend- Birtan var ekki nögu jöfn, þegar átti að taka atriðið, þegar listamaðurinn og eldri dóttirin koma í heimsókn hjá Ásmundi Sveinssyni svo það var strengdur alúmíniumpappír á spjald og launu varpa ljósinu á andlit þeirra. Gisll Gestsson, se m fyrir nokkrum dögum lauk prófi í kvikmynda töku í skóla í Englandi heldur á spjaldinu, en hann er annars annar kvikmyndatökumaðurinn í ferðinni. (Ljósm. Sv. Þ.) ur, gengur undir nafninu „Saga um eld og ísa“, fjallar um fjölskyldu, sem kemur til íslands fljúgandi með Flugfé- lagi íslands. Hver fjölskyldu- meðlimur hefur sitt áhuga- mál, og þess vegna er það margt, sem þessi hópur vill skoða á íslandi. Fjölskylduna, hjón og þrjú börn þeirra, leik- ur höfundur kvikmyndahand- ritsins, Bill Taylor, kona hans og tvær dætur þeirra, og auk þess unnusti eldri dótturinnar. Eldri dóttirin hefur áhuga á listum, og hittir í Reykjavík ungan og undarlegan lista- mann, sem kemur henni í sam band við ýmsa af yngri lista- mönnum þjóðarinnar og fer auk þess með hana á fund Ás- mundar Sveinssonar, sem sýn- ir henni listaverk sín. Utan Reykjavíkur verður myndin tekin á Þingvöllum, í Hveragerði og Skálholti, þar sem vígsla Skálholtskirkju verður felld inn í myndina. Síðan verður farið norður yf- ir landið til Akureyrar og Mý- vatns og síðan verða kaflar teknir í Ódáðahrauni við Öskju. Síðan verður komið í Reykholt og Hvalstöðina og loks er síðasti kafli myndar- innar, þar sem fjölskyldan er að leita að leiðinni til undir- heima. Við hittum sjónvarpsfólkið inni hjá Ásmundi Sveinssyni, þar sem verið var að lýsa fyr- ir honum hlutverki þess og verið að reyna að koma kvik- myndatökuvélinni fyrir innan um listaverkin. Loks var allt tilbúið og Ásmundur gekk í átt að kvikmyndavélinni, sagði eitthvað á íslenzku við brezku stúlkuna, sem gekk við hlið hans fram á gólfið og kinkaði kolli og virti fyrir sér listaverkin. Á eftir sagði Ásmundur: — Ég hefði bara gaman af að filma, en ég er hræddur um að ég sé orðinn of gamall. Leikstjórinn, Lowe, sagði á eftir, að þessu atriði, sem tók á þriðja tíma að taka, væri aðeins ætlað um h'álfrar mín- útu sýningartími. TVÆR síðustu vikur hafa ís- lenzku togararnir aðallega veitt á heimamiðum, og á Jónsmiðum við Austur-Grænland. Þrír ís- lenzkir togarar hafa veitt við V- Grænland á þessu tímabili, en enginn íslenzkur togari hefur ver ið á Nýfundnalandsmiðum. Við V-Grænland hefur afli verið mjög tregur, hafa skipin verið að koma þaðan með um 150 lestir eftir 18 til 20 daga útivist. Á heimamiðum og á Jónsmiðum hafa aflabrögð verið heldur skárri, og hafa nokkur skip feng ið þar um 200 lestir í 14 daga veiðiferðum. Á heimamiðum hafa skipin aðallega verið á karfa- slóðum út af Vestfj. og einn- ig á Jökultungu. Akureyrar-tog ararnir hafa eingöngu veitt fyrir Norðurlandi, og oft fengið dá- góðan afla. Hefur sá afli sem er mestmegnis þorskur fengist við Grímsey og einnig út af Húna- flóa. Togarinn Fylkir er nú i leit nýrra fiskimiða á Reykjanes- hrygg og fyrir sunnan land, en leit hefur engan árangur borið til þessa. Nú er aðeins einn íslenzk ur togari á veiðum á fjarlægum miðum, en það er Narfi. Hann er nú að veiðum á Bananabanka við Vestur-Grænland, og er afli þar mjög tregur. í gær kom togarinn Askur til Reykjavíkur með um 180 lestir af fiski eftir 14 daga veiðiför, og einmg kom í gær, Ingólfur Arnarson með svipaðan afla eftir 12 daga veiðiför. I dag kom togarinn Haukur til Reykja víkur með um 120 lestir eftir 19 daga veiðiíör frá Vestur-Græn- landi. P m ~~ — — K1 \KSm\\II Tvæf ásjónur Stalíns f heimsstyrjöldi »ni síðari, áttu Rússar og Vesturveldin sameig-. inlegan óvin: Þýzkaland nazism- ans. Meðan verið var að vinna bug á nazismanum hélzt tiltölu- lega gott samkomulag með leið- togum Rússa og lýðræðisríkj- anna. En jafnskjótt og styrjöld- inni lauk með falli hins sameig- inlega óvinar sýndu Rússar hið raunverulega viðhorf sitt til lýð- ræðisríkjanna og samvinnu við þau með því að rjúfa flesta þá samninga, sem bandamenn höfðu gert um skipan mála eftir sttríð. Afleiðingin af styrjaldarsam- vinnu Rússa og Vesturveldanna varð m.a. sú, að viðhorf manna á Vesturlöndum til Rússa og inn lendra kommúnista breyttist mjög, og menn trúðu því í ein- lægni, að Rússar væru horfnir frá heimsvaldastefnu sinni og kommúnistar hefðu varpað fyrir l rð trú sinni á harðstjórn og valdbeitingu. Smám saman opnuðust augu manna þó fyrir þvi, að þetta voru tálvonir einar. Menn komust að raun um, að það var aðeins vegna óttans við sameiginlegan óvin, sem Rússar töldu sér hagkvæmt að láta um sinn af baráttunni gegn lýðræðisríkjunum, en endanlegt markmið og fyrirætlanir Stalíns voru hinar sömu sem fyrr. Tvær ásjónur Krúsjeffs Enn á ný virðast Rússar og Vesturveldin hafa eignazt sameig i.nlegan óvin: Rauða-Kína, Ágreiningur Rússa og Kínverja fer nú sífelH harðnandi, en und anfarið hefur sambúð Rússa og Vesturveldanna verið betri en hún hefur verið um langt skeið, og gera menn sér nú jafnvel von ir um, að þessum aðilum muni takast að komast að samkoraulagi um takmarkað bann við kjam- orkuvopna tilraunum, Vitaskuld verða menn að var- ast allt of mikla tortryggni í garð Rússa, því að slíkt hugarfar get- ur orðið til þess að koma í veg fyrir samkomulag, sem annars kynni að nást. En fyrri reynsla lýðræðisþjóðanna af Rússum sýnir, að fyllsta ástæða er til var úðar gagnvart þeim — og ekki síður, þegar þeir láta friðlega. Krúsjeff hefur sýnt það, að hann getur bæði brosað og yglt sig eins og fyrirrennari hans — og einnig, að brosið er ekki óbrigð- ult vináttumerki. Styrkur ríkisstjórna Alþýðublaðið ræðir í gær um þær fullyrðingar framsóknar- manna, að núverandi ríkisstjórn sé svo veik, að hún megi ekki taka neinar meiriháttar ákvarð- anir án samráðs við stjórnarand stöðuna. Bendir blaðið á, að nú- verandi ríkisstjórn hafi á bak við sig samkvæmt síðustu kosninga úrslitum 55,6% þjóðarinnar, en stjórnarandstaðan aðeins 44,1%, og segir síðan: „Árið 1934 mynduðu Frám- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn stjórn, enda þótt þess ir flokkar hefðu ekki nema 43,6% kjósenda á bak við sig, en aðrir flokkar hefðu 56,4%. Ekki töldu framsóknarmenn það svo veika stjórn, að hún mætti ekki gera ráðstafanir, sem gerbreyvtu þjóðfélagsviðhorfum, úr því að þetta fylgi gaf nauman meiri- hluta á Alþingi. Árið 1956 var Vinstri stjórnin mynduð, en þá höfðu stjórnar- flokkarnir 53,1% og stjórnar- andstaðan 46,9%. Fylgi þeirrar stjórnar var þannig veikara en fylgi núverandi stjórnar. Samt minntust framsóknarmenn aldrei á, að sú stjórn væri veik og mætti ekki gera neinar alvarlegar ráð stafanir án þess að tala við and- stöðuna“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.