Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 12
12 'MORGUNBL'AÐIto Fimmtudagur 18. júlí 1968 Cf' ■n Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðSklstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. » ÖRLA GARÍKUR MISREIKNING UR 17orið 1956 rauf Framsóknar- ” flokkurinn stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn og lýsti því jafnframt yfir, að höfuðnauðsyn íslenzkra stjórnmála væri að einangra Sjálfstæðismenn og eyða á- hrifum þeirra á stjórn lands- ins um langa framtíð. í fram- haldi af þessu hófst svö vinstri stjómar ævintýri Framsóknarflokksins. Hann hafði að vísu lýst því yfir fyr- ir kosningarnar 1956, að jafn- framt því sem hræðslubanda- laginu væri ætlað að einangra Sjálfstæðisflokkinn, þá væri áform flokka þess að eyða áhrifum hins alþjóðlega kommúnisma á íslandi. En þetta loforð efndu leið- togar Framsóknarflokksins með því að taka kommúnista í ríkisstjórn, strax að kosn- ingunum loknum. Voru það einhver herfilegustu svik sem um getur í íslenzkri stjórn- málasögu. Leiðtogar Framsóknar- flokksins hugðu sig nú hafa himin höndum tekið. Þeir höfðu myndað vinstri stjórn og forsætisráðherra hennar lýsti því gunnreifur yfir, að nú hefði Sjálfstæðisflokkur- inn verið einangraður og mundi verða það um langa framtíð. Hin gamla maddama hélt sig þannig báðum fótum í jötu standa. ★ En Adam var ekki lengi í Paradís. Vinstri stjórnin reyndist gersamlega ófær um að stjórna landinu. Hún varð óvinsælasta ríkisstjórn, sem hér hefur setið og í bæjar- stjórnarkosningunum 1958 guldu flokkar hennar slíkt af- hroð að öllum varð ljóst, að stjórnin var í raun og veru sjálfdauð orðin. Haustið 1958 neyddist Hermann Jónasson til þess að lýsa því yfir, að óðaverðbólga væri skollin yf- ir og að innan vinstri stjórn- arinnar væri ekki samkomu- lag um nokkur sameiginleg úrræði til þess að mæta þeim háska, sem yfir vofði. Þannig lauk vinstri stjórnar ævintýr- inu. Enda þótt það væri þjóð- inni 'dýrt var það að mörgu leyti gagnlegt. Það afhjúpaði hina miklu vinstri blekkingu. íslenzka þjóðin sá nú, að samstarf hinna svokölluðu vinstri flokka um landsstjórn var óhugsandi. Þeir gátu ekki komið sér saman um neitt. Þeir hleyptu verðbólgunni lausbeizlaðri eins og óarga- dýri á almenning og gáfust síðan ypp. Aldrei framar vinstri stjórn varð kjörorð allra hugs andi íslendinga. Framsóknarflokkurinn haf ði þannig gerzt sekur um örlaga ríkan misreikning. — Með vinstri stjórn sinni hugðist hann einangra Sjálfstæðis- flokkinn en tryggja sjálfum sér stjórnarforystu um langan aldur. Niðurstaðan varð sú að vinstri stjórnin gat aðeins lif- að í rúmlega hálft kjörtíma- bil. Þá var hin mikla blekking afhjúpuð og Hermann Jónas- son og Eysteinn Jónsson stóðu ráðvilltir úti á eyðimörkinni, efnahagslegt hrun vofði yfir þjóðinni og Framsóknarleið- togarnir sáu sér þann kost vænstan að stökkva fyrir borð af hinni hripleku vinstri stjórnar skútu. FRAMSÖKN Á FLÆÐISKERI Pn ekki var vinstri stjórnin fyrr sprungin, en að leið- togar Framsóknarflokksins tóku á ný að brosa í áttina til Sjálfstæðisflokksins. Sagan frá 1939 rifjaðist upp í hugum þeirra. Þá hafði nokkurs kon- ar vinstri stjórn farið með völd í tæp 5 ár.Krónán var fallin. Stórfellt atvinnuleysi ríkti og bjargræðisvegirnir stóðu uppi magnþrota. — Þá báðu Framsókarmenn Sjálf- stæðismenn um að koma með sér í ríkisstjórn til þess að bjarga því sem bjargað yrði. 1958 stóðu Framsóknar- menn aftur á rústum vinstri stjórnar. Þeir höfðu gefizt upp við að stjórna landinu. Þá mátti reyna samstarf við Sjálf stæðisflokkinn að nýju! En svik og prettir hinnar gömlu maddömu voru nú ekki aðeins Sjálfstæðismönn- um ljósir heldur og einnig fyrrverandi samstarfsmönn- 'um þeirra í vinstri stjórninni. Niðurstaðan varð því sú, að samkomulag tókst um nýja og réttlátari kjördæmaskipun milli allra andstæðinga Fram sóknarflokksins. Framsókn stóð á flæðiskeri. Á því skeri stendur hún enn í dag. — Framsóknarflokkurinn hefur sl. fimm ár verið í stjórnar- andstöðu og hann horfir nú fram á það kjörtímabil, sem nýlega er hafið, áhrifalaus og utan stjórnar. * wmimmWm ■ . m wmBBBBk , . ■■ Skriðdrekar, sem nota má í kjarnorkustyrjöld, voru sýndir í fyrsta skipti yfir og gáfu frá sér reyk í frönsku fánalitunum, og þyrlur sveimuðu yfir húsþök- um í nágrenninu. De Gaulle Frakklandsforseti klæddist einkennisbúningi yfirhers- höfðingja við hátíðahöldin og kannaði liðssveitirnar. Hermenn útlendingahersveit- arinnar tóku þátt í hersýning unni að þessu sinni, en s.l. tvö ár hafa þeir ekki mætt til hátíðahaldanná á Bastilludag- inn. Ástæðan er, að 1961 störf uðu margir fallhlífarher- manna hersveitarinnar á veg- um leynihreyfingarinnar OAS. Hersýningin 14. júlí s.l. er sú stærsta, sem haldin hefur verið á Bastilludegi í París. í henni tóku þátt um 9. þús. hermenn og stóð hún yfir í eina og hálfa klukkustund. JUll i Paris Á Bastilludaginn, 14. júlí var samkvæmt venju, mikið um að vera í París. Hersýn- ing var í tilefni dagsins og mesta athygli vöktu skriðdrek ar af riýrri gerð, byggðir til notkunar í kjarnorkustyrjöld. Fóru þeir fyrir fylkingu víg- véla og hermanna eftir Champs-Elysées. Hinir nýju skriðdrekar nefnast AMX 30 og tóku þrír þeirra þátt í her sýningunni undir' stjórn tengdasonar De Gaulles Frakk landsforseta, Alain de Boissi eu, hershöfðingja. Meðan herfylkin fóru um Champs-Elyées, flugu þotur Þotur gáfu frá sér reyk í frönsku fánalitunum meðan sýningin fór fram á Champs-Elysées. her- Áttræður á morgun: Gunnar Runólfsson hreppstjóri Rauðalæk Margt bendir til þess að með myndun Viðreisnar- stjórnarinnar hafi þáttaskil orðið í íslenzkum stjórnmál- um. Svo kann því að fara að framtíðin muni verða Fram- sóknarflokknum þung í skauti. Hann hefur lengstum lifað á því að vera í ríkis- stjórn og getað skapað sér margskonar óeðlileg sérrétt- indi. Forréttindapólitík Fram sóknarflokksins er eitt ljót- asta fyrirbrigði íslenzkrar stjórnmálasögu. — Yfirgnæf- andi meirihluti íslendinga hefur óbeit á braski Fram- sóknarmanna, hentistefnu þeirra og pólitískri misnotkun peningafursta SÍS á samtök- um samvinnumanna. Þess vegna fer vel á 'því, að Fram- sókn er nú á pólitísku flæði- skeri. Vonandi verður hún þar lengi enn. G U N N A R Runólfsson, hrepp- stjóri á Rauðalæk í Rangárvalla- sýslu, verður áttræður á morgun, 19. júlí. Gunnar er sonur Runólfs Hall- dórssonar á Rauðalæk og konu hans, frú Guðnýjar Bjarndóttur. Hann býr enn í húsi foreldra sinna, sem nú hefur verið endur- bætt og sett í það öll hugsanleg nútíma þægindi. Er Rauðalækj- arheimilið orðlagt fyrir snyrti- mennsku og reglusemi og hús- ráðendur með afbrigðum gest- risnir. Gunnari Runólfssyni hafa ver- ið falin mörg trúnaðarstörf um dagana. Hann hefur um langt skeið verið hreppstjóri Holta- hrepps, sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Holta- og Ásahreppa frá stofnun, stjórnarmeðlimur kaup- félagsins Þórs á Hellu, deildar- stjóri í Sláturfélagi Suðurlands og Mjólkurbúi Flóamanna, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Gunnar varð sjötugur var hans ítarlega getið hér í blað inu. Þess má geta að lokum, að Gunnar Runólfsson verður fjar- verandi frá heimili sínu á af- mælisdaginn. Hinir fjölmörgu vinir hans árna honum allra heilla áttræð- um. Shólholtsferðir Bifreiðastöð íslands hefur þrjár ferðir héðan úr Reykjavík aust- ur í Skálholt á sunnudaginn. Sú fyrsta er kl. 7.30 þá kl. 10.00 og loks kl. 12.00. Farið verður að austan upp úr kl. fjögur. Fólk er beðið að kaupa farseðlana á laugardag. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.