Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL 4 Ð t Ð Fimmtudagur 18. júlí 1963 KAKVIÐBURÐUR FYRSTA PIATIGORSKY-MÓTIÐ HINN 2. þ. m. hófst vestur í Los Angeles eitthvert öflugasta skákmót, sem haldið hefur ver- ið í Bandarikjunum. Við þann eld sitja 8 stórmeistarar dg þeir ekki af verri endanum, þeirra á meðal Friðrik Ólafsson. Þeir vita það fyrir vestan og raunar hvar sem er, að Friðrik okkar er ekki neinn veifiskati, og' því er ekk- ert undarlegt að hann skuli vera kvaddur til. Að skákmóti þessu stendur svo nefnd Piatigorsky-stofnun, sem mun hafa að markmiði aukna mennt og menningu. Er hún kennd við hinn heimsfræga rúss nesk-bandaríska sellósnilling Gregor Piatigorsky, sem hefur víst snúið sér æ meir að högg- myndalist í seinni tíð. Forseti stofunarinnar er kona listamanns ins, bandarísk milljónafrú, sem þarf að koma peningunum í lóg með einhverju góðu móti, og er hún kunn að dálæti á skáklist inni og stuðningi við hana. Hún efndi t.d. í hittiðfyrra til einvíg- is milli landa sinna Reshevskys og Fischers, ef takast mætti að fá greinilega fram, hvor hefði yfirhöndina. Tilraunin fór þó út um þúfur, því að Fischer taldi sér misboðið að loknum 11 skák um, er breytt var tafltíma í þágu Reshevskys, og kom ekki oftar til leiks. Reshevsky var þá dæmd ur sigurinn, þar eð leikar stóðu jafnir áður. Þessum úrskurði vís aði Fischer alllöngu síðar til með ferðar fyrir dómstóli, þar sem hann hefði orðið sér til álits- hnekkis, en ekki hefur enn frétzt af niðurstöðu dómsins. Líklega hefur Fisoher komið sér í bili út úr húsi hjá frú Piatigorsky með þessu bram- bolti sínu, a.m.k. er hann ekki meðál þátttakenda nú, en aftur á móti „óvinurinn" Reshevsky. Er það leitt, því að hinn ungi snillingur hefði sannarlega sett mikinn svip á þetta fyrsta Piatigorsky-mót við hlið heíms meistarans og annarra stórridd- ara. Ekki veit ég hvaða sjónarmið frú Piatigorsky hefur haft við valið á boðsmönnum til móts- ins, en ekki er ólíklegt að hún hafi fyrst og fremst miðað ein- göngu við kandídatatign, þ.e. þann hóp skákmeistara, sem keppt hefur á áskorendamóti. Síðan hefur hún viljað skipta sætunum að jöfnu milli nýja óg gamla heimsins, boðið tveimur úr heimalandinu, tveimur úr suðurálfunni, tveimur frá mesta skákveldi jarðar og tveimur öðr urn Evrópumönnum. Lítum snöggvast yfir hópinn. Vígabarðalegastir eru auðvitað nýbakaður heimsmeistari, Tigran Petrosjan frá Armeníu, 33 ára gamall, og Eístlendingurinn Paul Keres, 47 ára. Hinn síðarnefndi hefur tekið þátt í öllum 5 áskor endamótunum og oftast lent þar í öðru sæti, og Petrosjan hefur verið við sama heygarðshornið fjórum sinnum. Þriðji Slavinn er Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu. Hann stendur á fertugu, fékk stór- meistaratitilinn 1951, hefur síð- an verið í allra fremstu röð og þrisvar keppt á áskorendamóti. Fjórði Evrópubúinn er Frið- rik Ólafsson, sem er 28 ára gam all og hefur þó verið stórmeist ari í 5 ár. Eins og muna má, tók hann þátt í áskorendamóti 1959, hinu næstsíðasta. Næst Svíanum Stáhlberg er Friðrik með vissu frægasti skákmaður Norðurlanda, og nú sjálfsagt orðinn ofjarl hans við skákborð- ið. Frá Suður-Ameríku eru Migu el Najdorf og Oscar Panno. Najdorf er pólskur að uppruna, hefur verið búsettur í Argentínu í tvo áratugi eða lengur og nú að sögn setztur að í Venezuela. Hann tók þátt í tveimur fyrstu áskorendamótunum. Najdorf er 53 ára og því aldursforseti þessa stórmóts. Yngstur þátttakenda er aftur á móti Panno frá Argen- tínu, fæddur sama árið og Frið rik, en víst eitthvað yngri í ár inu. Hann vakti fyrst á sér at- hygli, þegar hann sigraði á heims meistaramóti unglinga í Kaup- mannahöfn 1953. Tveimur árum seinna fékk hann stórmeistara nafnbót, og árið 1956 tók hann þátt í áskorendamóti. Síðustu ár in hefur hann sjaldnar teflt á mótum en áður. Og þá eru það heimamennirn ir, hvorugur raunar fæddur Bandaríkjamaður. Samuel Res- hevsky er eins og Najdorf af pólskum Gyðingaættum og hef ur átt heima vestra í 43 ár, allt frá því er hann ferðaðist þang- að sem undrabarn í skáklistinni, — en nú er hann 51 árs að aldri. Hann hefur aðeins einu sinni tek ið þátt í áskorendamóti, en auk þess var hann eins og Keres einn af fimmmenningunum, sem inn. Meðalaldur er hinsvegar 3. Rc3 dxe 39% ár, og er Gligoric næstur 4. Rxe — Bf5 þeim mörkum. Verður gaman að 5. Rg3 — Bg6 sjá hvaða aldursskeið stendur 6. Bc4 e6 sig jafnbezt. 7. Rle2 Rf6 Alþjóðaskáksambandið hefur 8. Rf4 — Bd6 yfirumsjón með Piatigorsky-mót 9. Bb3 — R8d7 inu, og af hálfu sambandsins 10. Df3 — Dc7 setti það einn af varaforsetunum, 11. h4 0-0-0 Jerry Spann frá Oklahomaborg. 12. h5 - Bf5 Fyrir borgarstjórn Los Angeles 13. RxB — Da5t töluðu við setninguna tveir máls 14. c3 — DxR metandi menn. Viðstaddir voru 15. Dd3 DxD 500 gestir, þeirra á meðal 15. RxD h6 Piatigorsky-hjónin, sem voru. 17. Hli4 — Hhe8 hyllt af hlýleik og virðingu fyr 18. Be3 — Rd5 ir rausnina, — en verðlaun eru 19. 0-0-0 — RxB víst ákveðin hvorki meira né 20. fxR - Rf6 minna en 10 þúsund dalir, og 21. Hfl — He7 mun sigurvegarinn fá 3 þúsund 22. Rf2 — Bg3 þar af. Auk þess hefur verið 23. Hh3 Bd6 gerður forkunnarfagur silfur- 24. Bc2 — e5 bikar, sem er farandgripur, en 25. Rd3 — exd eftirlíkingu hans mun sigurveg- 26. exd — He2 arinn fá til eignar. Gripurinn er 27. g4 - Hde8 listasmíð, og teiknaður af frú 28. Bdl H2e3 Piatigorsky, svo að sýnilegt er 29. HxH — HxH að hún hefur fleira til brunns 30. Hf3 Tigran Petrosjan kepptu um heimsmeistáratign í skák 1948, að Alexander Alekh- ine látnum. — Pal Benkö er Ung verji en flýði land 1957, er hann var staddur hér á íslandi á stúdentaskákmóti árið eftir uppreisnina minnisstæðu. Síðan fór hann vestur um haf og fékk borgararétt í Bandaríkjunum. Hann varð stórmeistari 1958 og keppti á áskorendamótinu 1959 eins og Friðrik. Hann átti 35 ára afmæli í þessari viku. Athyglisvert er að þátttakendur þessa móts skiptast að jöfnu nið ur á fjóra áratugi, tveir eru á þrítugsaldri, tveir á fertugsaldri, tveir miili fertugs og fimmtugs og tveir komnir á sextugsaldur- að bera en peningana. Morgunblaðið mun birta næstu vikurnar skákir mótsins og má vænta að mörgum þyki akkur í því. Fylgja skákunum stuttar um sagnir, en ekki skákfræðilegár skýringar svo neinu nemi. Koma þá hér fyrstu skákirnar tvær. FYRSTA SKÁK. Caro-Kann vörn Hv.: Keres Sv.: Petrosjan Hér settist heimsmeistarinn nýji í fyrsta sinn að kapptefli eftir krýninguna. Hann beitti Caro-Kann vörn. Keres blés til atlögu á kóngsvæng, en Petro sjan hrókaði þá á langveginn og veitti fullnægjandi viðnám. Keres hrókaði líka langt og virt- ist ná heldur vænlegri stöðu, en hann komst þó ekkert áfram vegna nákvæmrar varnar Petro- jafntefli. ÖNNUR SKÁK Ben-Oni vörn. Hv.: Najdorf Sv.: Panno Fyrsta sigur mótsins vann hinn elzti á þeim yngsta. Panno við- hafði Ben-Oni vörn, sem er held ur hægfara, og svo kom að hann fórnaði peði, þar eð honum fannst orðið of þröngt um sig, enda hélt hann sig þannig geta notfært sér opna skáklínu fyrir biskup sinn, en Najdorf gaf and- stæðingi sínum ekki færi á að byggja upp viðhlítandi taflstöðu heldur þrýsti stöðugt á, svo að hinn varð að einbeita sér að vörn inni einni. Þar kom þó, að peða fylking Najdorfs réði úrslitum. í þessari skák var einnig lang- hrókað af báðum. sjans, og loks var sætzt á jafn- Hvítt Svart tefli í 30. leik. Rannsókn leiddi 1. d4 — Rf6 í ljós eftir á, að Keres átti ekki 2. c4 — c5 neinna betri kosta völ. 3. d5 — e5 4. Rc3 — d6 Hvítt Svart 5. e4 — g6 1. c4 — c6 6. Rf3 — Bg7 2. d4 — d5 Framhald á bls. 8. leið og fyrrnefndum kvæmdum lýkur. fram- • Vondu kartöflurnar pólsku „Kartöfluátvagl“ skrifar: „Eins og allir þeir vita, sem keypt hafa kartöflur undanfar- ið og bragðað á þeim, eru þess- ar kartöflur yfirleitt óætar og oftatst tæplega skepnum bjóðandi. Dagblaðið „Vísir“ var svo vog að um daginn að spyrja sjálfan forstjóra Grænmetisverzlunar ríkisins, hvort nokkurra úrbóta væri von. Kartöflurnar væru trénaðar og vart boðlegar mönn um. Forstjóranum „kom á ó- vart, er við tjáðum honum álit manna á kartöflunum, því að hann kvað enga kvörtun hafa komið til einkasölunnar í sum- ar“. Þannig hljóðuðu ummæli hans. Þá er fernt til: 1) Forstjóri kartöflueinokun- arinnar bragðar aldrei kartöfl- ur. 2) Bragðlaukar hans eru í ó- lagi. 3) Hann hefur ekki vit á þeirri vöru, sem hann selur almenningi. 4) Fólk, almenningur og verzl unarfólk, er hætt að kvarta, því að veit, að það hefur ekk- ert að segja. Engar kvartanir berast, því að ekkert tillit er tekið til þeirra. Þegar Neytendasamtök in kærðu Grænmetissöluna fyr ir kartöfluruslið, slapp forstjór inn með áminningu. Mér barst fyrir skömmu síð- asta blað samtakanna, „Neyt- endablaðið". Þar er sagt frá fróðlegri athugun, sem gerð var á vegum samtakanna. Keypt voru tíu sýnishorn af kartöflum í tíu verzlunum, og áttu þær allar að vera í II. flokki. Samkvæmt niðurstöðum vísindalegrar rannsóknar lenti ekkert, sýnishornanna í II. flokki. Tvö lentu í III. flokki og var þó annað þeirra alveg á mörkunum að geta talizt til hans. 7 — sjö — voru ekki hæf til manneldis samkvæmt gæða- kröfum ráðuneytisreglugerðar! Hvað segja forráðamenn Græn- metissölunnar við þessu? — Ekkert. Enginn þeirra lendir í öðrum flokki, hvað þá í fyrsta — Velvakandi birtir þetta bréf, sem honum finnst eiga fullan rétt á sér, þótt í harð- orðara lagi sé. Kartöflurnar eru vondar, svo mikið veit Velvak- andi. • Fyrir sunnan Dómkirkjuna Vegna skrifa „Garðagægis“ hér í Velvakanda á sunnudag, um að garðreiturinn sunnan * undir Dómkirkjunni sé í hálf- gerðri óhirðu núna, hefur Vel- vakandi verið beðinn að geta þess, að meðan ekki er lokið málun, hreinsun og viðgerð á kirkjunni, er ekki hægt að koma garðinum í gott lag. Hins vegar verður það gert, um 0 Yfirlýsing Vegna fréttar frá fréttaritara Morgunblaðsins í Mývatnssveit sem birtist í Velvakanda á þriðjudag, hafa hljóðfæraleik- ararnir Magnús Pétursson og Karl Lilliendahl beðið fyrir þessa klausu: „Reykjavík, 16. júlí 1963. Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Þann 11. júní s.l. leystist upp hljómsveitin NEO-tríóið, sem hefur verið setið Kristni Vil- helmssyni, Magnúsi Péturssyni og Karli Lilliendahl. Breyting sú sem varð, var sú, að Kristinn Vilhelmsson hætti ásamt þáverandi söng- vara, Ragnari Bjarnasyni, en við héldum áfram að Starfa undir nafninu Tríó Magnúsar Péturssonar með nýju fólki á sama stað og áður. Kristinn Vilhelmsson er lög- legur eigandi að nafninu NEO, og hefur með nýju liði ferðast um landið- að undanförnu und ir því nafni, og höfum við engan þátt átt í ferðum þeirra. Með þökk fyrir birtinguna. Magnús Pétursson Karl Lilliendahl“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.