Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 3
MORGUNBLADIÐ Fostudaffur 22. nov. 1963 3 UNDANFARINN mánuð hef- ur DC-4 flugvél frá banda- ríska sjóhernum flogið yfir svæði suðvestur af íslandi með 4 vLsindamenn og 12 manna áhöfn og unnið að mæl ingum á segulafli. Starfinu er nær lokið, aðeins u.þ.b. dagsverk eftir, en þá á eftir að vinna úr þeim upplýsing- um, sem safnað hefur verið. Flugvélin er undir stjórn Liut enant Commander Samuel J. AbeL Jar ðsegulsviðsr an nsóknir við island Forsaga þessa máls er sú, að Hafrannsóknarráð Banda- ríkjanna hefur nú með hönd- um jarðsegulsviðsrannsóknir á hafsvæðum heimsins, og eru rannsóknir þessar fram- kvæmdar úr flugvélum. Rann sóknimar nefnast „Project Magnet“, og við einn þátt þeirra verður notuð flugvél frá Keflavíkurflugvelli, er mun rannsaka hafsvæðið um- hverfis Island. Rannsóknir þessar eru fram kvæmdar í þeim tilgangi að afla nákvæmari og fullnægj- andi upplýsinga til endurbóta á siglinga- og segulsviðskort- um. Jarðeðlisfræðingar hafa lengi gert sér grein fyrir þörf inni á aukinni þekkingu um segulsvið jarðar. Mikið af þeim upplýsingum, sem not- aðar eru við segulsviðskorta- gerð nú, eru byggðar á meira en 30 ára gömlum mælingum. Vegna hinn óþekktu og ófyr- irsjáanlegu breytinga á seg- ulsviði jarðar eru þessar upp- lýsingar orðnar ófullnægjandi til að uppfylla kröfur nútím- ans. Við rannsóknir þessar úr lofti, sem gerðar eru frá ís- landi, er notuð DC—4, eða „Skymaster“ flugvél úr sjó- her Bandaríkjanna, og hafa verið gerðar á henni viðeig- andi breytingar. Flugvél þessi er búin segulaflsmælitækjum til rannsókna úr lofti og sér- fræðilegum loftsiglingatækj- um. Með segulaflsmælitækj- unum eru gerðar mælingar á orku og stefnu segulsviðs jarðar og þannig fást upp- lýsingar um öll eðlisfræðileg lögmál segulsviðsins. Þær niðurstöður, sem fást með þessari jarðsegulfræði- legu athugun úr lofti, verða notaðar við gerð siglinga- korta, loftsiglingakorta og jarðsegulsviðskorta, sem gef- in eru út af Bandaríkjastjórn á 10 ára fresti, og veita þann- ig nákvæmari þekkingu um segulsvið jarðar á hafsvæð- um, og áreiðanlegri upplýs- ingar fyrir skip og flugvélar allra þjóða varðandi sigl- ingar og loftferðir. „Fropect Magnet“ er langt á veg komið. Samkvæmt upp lýsingum, sem fréttamaður Morgunblaðsins fékk hjá vís- indamönnunum um borð í rannsóknarflugvélinni í gær, er u.þ.b. 60% rannsóknar- flugsins lokið. 15 vísindamenn vinna að „Project Magnet“, skiptast á að fljúga og safna upplýsingum og vinna úr þeim í Washington. Kort yf- ir allan heiminn eru gefin út á 10 ára fresti, en einstök lönd t.d. ísland geta fengið aðgang að þeim upplýsingum, sem þeim koma að haldi, um hálfu ári eftir að rannsóknar- fluginu á þeirra svæði er lok- ið. Auk segulsviðsathugana mun þessi „Project Magnet" flugvél gera mælingar á geim geislum. Sú þekking, sem menn öðlast með mælingum á segulsviði jarðar og geim- geislum samtímis, gerir vís- indamönnum kleift að átta sig á segulsviði jarðar í mik- illi fjarlægð frá jörðu Ar í Ameríku Þjóðkirkjan gengst fyrir ung- mennaskiptum við Bandarík- in. Fara íslenzk ungmenni til Ameríku og bandarískir ungl- ingar dvelja hér á landi. ÁRIÐ 1961 hóf þjóðkirkjan þátt- töku í starfsemi, sem miðar að því að auka kynni þjóða í milli. Fór þá hópur níu ungmenna vest ur um haf, en þrír amerískir ungl ingar dvöldu hér í eitt ár. Næsta ár voru íslenzku þátttakendurnir 15, en hinir ameríku 4. Yfirstand- andi skiptiár dvelja 20 fslending- ar vestra, en hinir erlendu gisti- vinir hér eru enn aðeins 4. Ungmennaskipti þessi hófust upphaflega eftir síðari heims- styrjöldina, er bræðrakirkjan í Bandaríkjunum beitti sér fyrir því, að þýzkir unglingar fengju að dvelja á amerískum heimilum. Varð reynsla þessara fyrstu Istanbul, Tyrklandi, AP • Stjórn Tyrklands hefur af- lient sýrlenskum yfirvöldum 1482 kúrdiska flóttamenn, sem leituðu hælis í Tyrklandi meðan á stóð bardögunum milli herliðs Kúrda og íraksstjórnar. Að sögn frétta- stofurunar ANATOLIA í Tyrk- Jandi hafði fJóttafólkið óskað eft- ir að snúa aftur til heimkynna sinna. skipta slík, að heppilegt þótti að færa starfið inn á annað og víð- tækara svið. Urðu því fleiri kirkjudeildir til að bjóða stuðn- ing sinn og fleiri þjóðir hófu einnig virka þátttöku. Eru skipt- in nú ekki lengur bundin ein- göngu við Evrópu annars vegar og Ameríku hins vegar, heldur ná þau einnig til Asíu og Afríku og í undirbúningi eru skipti milli Evrópulanda innbyrðis. Tilhögun 15. júlí næsta sumar mun is- lenzki hópurinn halda vestur um haf. Verður flogið með Loftleið- um til New York, en síðan dvalið í nokkra daga í einhverjum há- skóla á austurströnd Bandaríkj- anna, þar sem hinir erlendu hóp- ar blandast og fá sín fyrstu kynni af bandarísku þjóðlífi. Síð- an tvístrast hópurinn og hver heldur til þess heimilis, sem hon- um hefur verið úthlutað og hann hefur áður staðið í bréfaskiptum við. Er dvalartíminn heilt ár, og eru skiptinemarnir frekar fjöl- skyldumeðlimir en gestir heimil- isins, stunda þeir nám í svoköll- uðum „High Schools", sækja kirkju fósturforeldranna og sinna safnaðarstörfum. Um svipað leyti kemur banda- riski hópurinn hingað og fær sín fyrstu kynni af íslenzku fjöl- skyldulifi. Hingað til hefur Kefla vík verið eini staðurinn utan Reykjavíkur, ^sem hefur tekið skiptinema öll árin, en auk þess dvaldi skiptinemi í Hafnarfirði eitt ár. Standa vonir til, að unnt verði að taka á jpóti a.m.k. fimm amerískum skiptinemum næsta ár. Þátttakendur Umsæk j endur verða að vera að geta tekið þátt í næstu skipt- um. Þeir verða að hafa góða und- irstöðuþekkingu í enskri tungu, vera félagslega sinnaðir og á all- an hátt verðugir fulltrúar lands og kirkju. Allar nánari upplýsingar veitir æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar á skrifstofu biskups, Klapparstíg 27, síma 12236, og afhendir hann einnig umsóknareyðublöð. Verða orðnir 16 ára 1. sept. 1964 og ekki eldri en 18 ára sama dag, til þess umsóknir að hafa borizt fyrir 12. desember. | S NA /5 hnúfar 1 SV SÖ hnutvr - 3K ‘I • V Shirir S Þrumur W!Z, KuUusM ^ HiUskH H Hmt L Lmtl UM hádegi í gær var djúp lægð milli íslands og Skot- lands á hreyfingu A-NA eftir. Olli hún NA-átt með vægu frosti hér á landi, en veður var breytilegt eftir landshlut- um. Á Vestfjörðum var storm- ur og fannmoksturs stórhríð með 2—3 stiga frosti. í Skafta- fellssýslum var hins vegar hæg N-átt, þurrt veður og 2— 4 stiga l.iti. í Reykjavík og grendinni var lítil ofanhríð, en mikil skafhríð. SRKSTUNMI Hverjir sögðu satt? Nokkurs óróleika í taugakerf- inu kennir um þessar mundir hjá aðalritstjóra málgagns Sov- étríkjanna á íslandi, „Þjóðvilj- ans‘. Orsök þessa taugatitrings er umtal það, sem „Skáldatími" Kiljans hefur valdið. Fyrst í stað dirfðist ritstjórinn ekki að vega sjálfur beint að Kiljani, en bann var svo heppinn að eiga gamalt og þægilegt húsdýr, sem hægt var að etja á for- aðið og beita fyrir sig. Aldinn uppgjafaklerkur og Stal ínisti að nafni Gunnar var lát- inn munnhöggvast við sjálfan sig um bókina á síðum blaðsins. Síðan hleypti ritstjórinn í sig kjarki, og í gær skrifar hann heilan leiðara lun málið. Kemur þar enn einu sinni fram, hve kommúnista svíður undan þeirri staðreynd, að áratugum saman var ekki eitt orð að marka af því, sem þeir skrifuðu um ástand ið í Sovétríkjunum, en hins veg ar gerðist sjálfur Krúsjeff til þess að staðfesta, að skrif Morg unblaðsins höfðu verið dagsönn og sízt orðum aukin. Má reynd- ar segja, að Morgunblaði hafi aldrei birt jafn harða gagnrýni á Sovétríkin og Stalín, og Krú- sjeff gerði í hinni frægu upp- ljóstrunarræðu sinni. Viður- kenndi „Þjóðviljinn" þá í forystu grein, að leitt væri að heyra, að skrif andstæðinganná um glæpa verkin í Sovét hefðu verið sönn, og hlyti þetta að valda sönnum sósíalistum sorg. Nú þykir aðal ritstjóranum við „Þjóðviljann" vera kominn tími til þess að manna sig upp í að neita stað- reyndum og stimpla Halldór Kiljan ómerking; sé það „fjar- stæða“ að ætlast til þess, að sann Ieikurinn felist í bókum hans! Logíð í tölum Leiðari Alþýðublaðsins í gær ber ofangreint nafn. Segir þar: „Sérfræðingar í efnaha'gsmál- um leggja jafnan hlustirnar við, þegar tölfræðingar Sovétstjórn- arinnar tilkynna nýjar aukning- artölur, annað hvort á þjóðar- framleiðslu eða öðrum verðmæt- um. Rússar hafa jafnan þann hátt á í þessum efnum, að þeir^ nefna aldrei annað en prósentu- tölur, sem gefa vægast sagt held ur óraunhæfa mynd af því, sem um er að ræða. Eins og málum er nú háttað, eru Sovétríkin að ná Bandaríkj unurn í sumum framleiðslugrein um, en þó aðeins þeim, sem senn teljast úreltar og æ minni á- herzla er lögð á í háþróuðum löndum. Rússar framleiða nú töluvert meira af kolum en Bandaríkja- menn og sýnir það ekki framfar ir, heldur að framfarir í fram- leiðslu orkugjafa eru ekki örar. Rússar hafa mjög hampað því að rafmagnsframleiðsla í Sovét- ríkjunum hafi aukizt um 13% síðastliðið ár, en þá hafi raf- magnsframleiðslan í Bvndaríkj- unum aðeins aukizt um 7%. Þetta á að sjálfsögðu að sýna þá kosti, sem hagkerfi Sovétríkj- anna hefur fram yfir hagkerfi Bandaríkjanna. Hinar raunveru- legu tölur í þessu sambandi eru hins vegar þessar: Á árinu 1962 jókst rafmagnsíramleiðslan í Bandaríkjunum um 61000 millj. kílówattstundir. en í Sovétríkj- unum um 42000 kílówattstundir. Bandaríkjamenn framleiddu á árinu 939000 milljón kílówatt- stundir en Sovétríkin 369000 kílówattstundir. Annað dæmi má taka af handahófi. Framleiðsla sjónvarps tækja jókst samkvæmt opinber- um skýrslum um 11% í Sovét- ríkjunum sl. ár. í Bandaríkjun- um hins vegar ekki nema um 5%. Raunverulegu tölurnar eru: í Sovétríkjunum eru 2,2 millj. sjónvarpstækja, i Bandankjun- um 65 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.