Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Fostudagur 22. nóv. 1963 ✓ Maríe Miiller - Minning Sigríður Gubmundsdóttir - Kveðja í DAG er borin til moldar í Fossvogskirkjugarði ein aí merk ustu húsmæðrum þessarar borg- ar, frú Marie Múller, fædd Bert- eisen, ekkja hins mæta kaup- manns, L. H. Múllers, sem rak hér stóra verzlun um áratugi, og sem kunnugt er, var mik- ill íþróttafrömuður, sem segja má að hafi endurvakið skíða- íþróttina hér á landi. Frú Marie Múller var norsk eins og maður hennar. Hún var fædd 29. september 1886 í Rygge við Moss, en ólst upp að mestu leyti í Skien. Foreldrar hennar voru, Fredrik Vilhelm Bertelsen og kona hans, Maren Margrethe Hansden. Hún var yngst af 12 systkinum, sem öll'eru nú dáin, nema einn bróðir, háaldraður, búsettur í Ameríku. Frú Múller kom hér fyrst til lands árið 1909, í heimsókn til bróður síns, Andreas Bertelsens stórkaupmanns, og vann þá um skeið hjá firmanu O. Johnson & Kaaber. Þá bar fundum þeirra saman, frú Marie og Lorentz H. Múller, sem þá var verzlunar- stjóri Braunsverzlunar. Með þeim tókust ástir og héldu þau brúðkaup sitt í Dómkirkjunni 17. júní 1911. Þau voru fyrstu brúð- hjónin, sem séra Bjarni Jónsson vígslubiskup gaf þar saman. Þau lifðu í hamingjusömu hjónabandi í rúma fjóra áratugi, og eignuðust 3 börn. Þau eru: Gerd, gift Sig- urjóni Hallvarðssyni, skrifstofu- stjóra, Tonny, gift Kristni Guð- jónssyni verkstjóra, og Leifur kaupmaður giftur Birnu Sveins- dóttur. * Ég hefi verið svo hamingju- samur að hafa notið vináttu Múll- ershjónanna og barna þeirra um áratugi og verið mjög tíður gest- ur á heimili þeirra. — Ég get því með sanni sagt, að yfir þeirra heimili hvíldi einhver unaðssemd og hlýja, enda sat gestrisnin þar í hásæti. — Frú Múller var fyrir myndar húsmóðir, sem hafði sér- stakt lag á því að gjöra heimili sitt aðlaðandi. — Hún var trygg- lynd og vinföst, en þessar dyggð- ir átti maður hennar einnig í fari sínu. Börn þeirra hafa tekið þær að erfðum. Við hjónin kveðjum frú Marie Múller með bezta þakklæti fyrir trausta vináttu. Herluf Clausen. SKRIFSTOFUSKRIFBOKÐ úr eik og tekki, tvær stærðir I- RITVÉLABORÐ úr tekki. KOMMÓÐUR, 4 stærðir úr tekki. SVEFNBEKKIR úr tekki, tvær stærðir. Hjónarúm, tvær gerðir. Sófasett, 3 gerðir. Innskotsborð. Sófaborð. Símaborð. Stakir stólar. Hansahillur og skápar. Húsgagnaverzlun Laugavegi 62. Sími 36503. Húseign til sölu í Þorlákshöfn. Húsið ea: 145 ferm. einbýlishús að mestu tilbúið undir tréverk. Nánari upplýsingar gefa: Arn- þór Ágústsson, Þorlákshöfn og Jóhann Bjarnason, Hellu. Fædd 20.6 1885 Dáin 12.11 1963 í DAG fer fram útför Sigríðar Guðmiimdsdóttur að Skarði Skarðsströnd. Sigriður var fædd að Neðri- Gufudal Barðastrandasýslu. For- eldrar ihennar voru hjónin Guð- mundur Stefánsson og kona hans Valgerður Brandsdóttir. Systkin Sigríðar voru Jón og LVal'týr auk tveggja uppeldis- systkina Jóhönnu og Olgeirs. Olgeir er sá eini eftirlifandi af þeim. 28. október 1910 giftist Sigrið- ur Guðmundi Eggertssyni frá Hvamimi í Hvamimssveit. Þau hófu búskap sinn að Nýp Skarðs strönd. Börn eignuðust þau hjón 6 að tölu, þau eru: Stefán kvænt iur Þórdísi EJðsdóttur, Valtýr, kvæntur Ingunni Sveinsdóttur, Stykkislhólimi, Guðlaugur kvænt- ur Jónu Stefánsdóttur, Gestur, kvæntur Kristínu Katarinusar- dóttur, Guðmunda, kvænt Ár- sæli Kr. Einarssyni, Jón Óskar, kvæntur Guðnýju Guðmunds- dóttur. Guðmund mann sinn missti Sigríður 18. október 1942. Árið 1946 fluttist Sigriður alfarin til Reykjavíkur til barna sinna. Þau eru ö.il búsett hér í bæ nema Valtýr, sem býr í Styikkis hólmi. Síðustu árin bjó hún hjó dóttur sinni Guðmundu og manni hennar Ársæli Kr. Ein- arssyni að Sigtúni 33. Nú, þegar hún er horfin, þá er það svo margt sem rifjast upp frá liðnuim dögum, er minningin mun ein geyma, en það er björt og falleg minning aldraðrar konu. Sigríður var ein þeirra er var ætíð boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd og veita iþeirn aðstoð sína. Alltaf var glatt á hjalla þar sem hún var, svo var glaðværð 'hennar fyrir að þakka sem hún fékk að halda tú hins síðasta. Þær eru án efa margar stundirnar »em ástvinir hennar, og þá ekki sízt barna- börn hennar, hugsa til með sökn uði. Hún hafði ætíð nógan tíma til ag sinna litlu öngunum sínum tíma til að svara spurningum litlu barnabarnanna, hvort sem þær voru bornar fram af lítilli stúl'ku eða litlum dreng, amma vissi svar við öllu og skildi allt svo vel. Ég átti því Mni að fagna að kynnast Sigríði á unglingsárum mínum og þeim kynnum mun ég aldrei gleyma. Ég tel eð því sé svo varið, einnig með alla þá er henni kynntust. Ég á eftir aS segja henni litlu dóttur minni frá Sigríði ömmu eins og hún kallaði hana ailtaf og það sen» !hún var mér og fjölskyldu minnL Við biðjum guð að blessa minningu 'hennar, er hún nú er horfin af sjónarsviðinu til fyrir- heitna landsins, þar sem eigin- maður bennar og aðrir ástvinir taka á móti henni opnum örm- um. Ég trúi þvi, að við eigum öll eftir að hittast fyrir handan. Þó sárt sé að kveðja Og þá þjá« ingum likur, þá er vonin eftir um endurfundinn, sem við geym um í brjóstum okkar. Hvíl í friði góða Sigríður mín. G.A. Vélritari óskast Viljum ráða nú þegar duglegan og æfðan vélritara. Upplýsingar á skrifstofu ríkisspítalanna, Klappar- stíg 29, Reykjavík. SPEGLAR i teakrömmum Speglar í teakrömmum eru komnir aftur. Fjölbreytt úrval af speglum í palisander- og eikar-römmum. — Speglar við allra hæfi — — á hagstæðu verði — A STORR SPEGLABUÐIN Sími 1-96-35. $mheam JMANI14R PRESSAR Ka* s-'áv# IM SÓLARGEISLI HÚSMÓÐURINNAR Hafnarstræti 1 — Sími 20455. KLÚBBURINN Sími 35355. ☆ Tízkusýningin á vegum verzlananna EYGLÓ og FELDIJR verður endurtekin í kvöld. ☆ Hljómsveitir Magnúsar Péturss. og Árna Scheving leika til kl. 1. Söngvarar Mjöll Hólm og Colin Porter. ☆ KLÚBBURINN mœlir með sér sjálfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.