Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 17
Föstudagur 22! t«(v. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 17 Berglfót Helgadóttir Minming Sem fagurt lag við fallegt kvæði var fagur látlaus hugur þinn. Mér fannst þú bezt þín njóta í næði þar næðing lagði sjaldnast inn. l»ar ein þú taldir tár og blóm í tryggðar þinnar helgidóm. Það var eitthvað á I ssa leið, ®em bærðist mér í muna, þegar fregnin barst um, að Bergljót væri dáin. Hún virtist enn svo ung og eiga svo margt eftir ógert í kær- leiksþjónustu sinni við heimili íitt og ástvini'sína alla, ekki sízt sonabörnin öll. En fyrir þau lifði hún í ástúðlegri umönnun hin síðari ár, eftir að drengirnir hennar voru ekki lengur börn. Hún elskaði börn og blóm, yfirleitt allt, sem brosir, grær og skín. Hún var ein af þess- um hljóðlátu vorsálum á vegi samferðafólksins. Svipurinn bjart ur og hreinn, ennið hvelft og hátt, augun hlý, brosið milt. Hún var fyrst og fremst hús- freyja, sem með hóglátum orð- um og háttvísri framkomu veitti heimilisfólki sínu þann þokka ©g frið, sem stöðugt verður fá- gætari mitt í auðsæld og vel- megun þjóðarinnar. Umhverfis hana var alltaf ljúf leg gróandi. Þar var garðurinn kringum húsið bezti mælikvarð- inn fyrir augum vegfarandans ©g samferðafólksins. Ilmur blóm snna barst að vitum allra sem nálguðust, og samræmisbundin litasamsetning blómanna bar vott um næmt fegurðarskyn þeirra, sem þar bjuggu og störf- uðu. Hún Bergljót umgekkst blóm og jurtir eins og manneskj- ur af nærfærni og skilningi. Hún þekkti nafn hverrar plöntu og vissi hvað henni hæfði bezt til vaxtar og hagsældar, og svo var það veitt með hóglæti og ör- læti. HERRA- OG DRENGJA- VESXI I MIKLU ÚRVALI VETRARFRAKKAR — PEVSUR — SKYRTUR HERRAFÚT Ilafnarstræti 3. Sími 22453. Hún gætti hins sama í uppeldi sona sinna. Og þar varði hún illgresi öllu vaxtar eins og í garðinum, ekki með fyrirgangi og ys, heldur af vökulli umönn- un. Bindindisgát var henni heilög hugsjón í uppeldinu, þótt hún starfaði ekki að þeim mál- um út á við. Og árangur var al- gjör reglusemi og hreinn hugsun- arháttur allra sonanna. Hrein- leiki hjartans og varðveizla hans er dýrmætasti auður ungra manna í okkar borg, það var henni heilög vissa og sannfær- ing. Þannig skóp Bergljót Helga- dóttir húsfreyja í Bakaríinu við Langholtsveg gæfu sxna og ást- vina sinni með vökulli ástúð. Og Þaðan bar vissulega birtu yfir hverfið allt, þennan nýja mynd- arlega hluta hinnar ungu borg- ar. Það var líkt og angan frá garði þessarar fjölskjtldu, án hávaða og fyrirgangs. Hún og fjölskyldan öll, fyrst faðir hennar og móðir, svo hún og Þorsteinn maður hennar og synir þeirra höfðu átt heima í Vesturbænum um áratugi, áður en þau flúttu inn í Voga. Bergljót Helgadóttir var fædd 17. júli 1906 og þá bjuggu for- eldrar hennar í Litla-Skipholti við Grandaveg, en þau voru Kristbjörg Einarsdóttir og Helgi Jónsson, en hann dó, þegar Berg- ljót var aðeins 6 ára að aldri. En svo dvaldi hún áfram á sama stað með móður sinni, en systir hennar önnur er í Dan- mörku hin í Vancouver, en bróðir austur í Biskupstungum búsettur, og fósturbróðir á hún hér í Reykjavík. Bergljót giftist 23. júní 1928 Þorsteini Ingvarssyni, bakara ættuðum héðan úr borginni. Hann er í beztu röð í iðn sinni og vel metinn söngmaður meðal félaga sinna og vina, en þau hjón eru þremenningar að frænd semi. Ekki mun það sízt hafa verið söngur og hljómlist, sem bærði hjörtu þeirra saman til gæfu og gleði. Og mun ekki of- mælt að allt hafi blessazt þeim vel bæði í störfum og sambúð. Þau Bergljót og Þorsteinn eiga fjóra sonu, alla mjög gegna og góða þegna sinnar borgar, eru þeir að öllu leyti góðir fulltrúar æskunnar í Reykjavík á 20. öld eins og flestir foreldrar mundu kjósa sér. Uppeldi þeirra var móðurinni heilagt hlutverk, og menntun þeim til handa mikils metin á allan hátt, sem hæfileikar þeirra beindust að og bezt varð á kos- ið. Tengdadætur og barnabörn voru henni einnig sem eigin börn með takmarkið hátt til þroska þeim öllum. Við öll, sem þekkjum Berg- ljótu Helgadóttur, kveðjum hana með trega, og biíjjum ástvinum hennar allrar blessunar um alla framtíð. Ilmur horfinn innir fyrst urta — hvers byggðin hefur misst. A. Helgo Jónn Jónsdóttir til heimilis Akurgerði 17, Akranesi. 80 ára 5/11. Áttatíu árin þér í hag efli og gleðji framtíðina þína. Helga mín til heilla þér í dag ég hlýja sendi vinarkveðju mína. Þú fæddist þegar vetur gekk í garð en geymdir þó í hjarta þínu vorið. En tryggð við lífið traustan gaf þér arð trúarmáttinn, starfsgleðina og þorið. Dagsverkið er stórt er senn má sjá og samtíðarfólk þitt mun ætíð róma. Vinnuhönd þín ekki á liði lá að leysa öll þín störf með prýði og sóma. Frá mér til þín einlæg óskin fer, að ánægjuna sífellt megir finna, og njótir ávallt hamingjunnar hér í hlýju skjóli ástvinanna þinna. Lifðu heil við hamingjunnar völd og himnafaðir stýri velferð þinni. Ég veit að þínir vinirnir í kvöld verða hér og gleðja þig í sinni. Angantýr Jónsson. Somkomur Kristileg samkoma verður haldin í kvöld föstu- dag kl. 8.30 í Sjálfstæðishús- inu, Hafnarfirði. Allir vel- bomnir. M. Nesbitt og N. Johnson tala. Renault Dauphine ‘63 sem er ákeyrður. er til sölu og sýnis í Vökuporti. Tilboð sendist Vátryggingarfélaginu, Borgartúni 1 fyrir 28. þ. m. .TrnYfiYfn'iTririrfc 'TicuLsxhe' Sfbunnm /t/ivn íi-cschs i Jm/L MHSTMVERK tónlistar H1 jómplötuvinir! Nú alveg á næstunni eigið þér von á girnilegu tilboði. — Fylgist með auglýsingum okkar. HVERFITÚKAR Hverfisgötu 50. Sími 22940. ÍAWWWCW VQNDUÐ II FALLEG I ODYR U Oiqurpörjörissoti & co 1 Mafiiaistnrti 4 Ný sending af kjólaefnum tekin upp í morgun. Hringver FÓÐRAÐIR SKINNHANZKAR þurrkið of Johnson's PRIDE er húsgagnagljáínnþ sem aðeins þarf að bera ó og síðafl þurrka afl Engin fyrirhöfn -ekkert erfiði- og þéf fóið ótrúlega góðan og varanlegan Reynið einu sinni-og þér notið alltaf pr/de b.n'5 ó HEILOSÖLUBIRGÐIR: MALARINN HF - EGGERT KntSTJANSSONaCO 1»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.